Þjóðviljinn - 23.04.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 23.04.1988, Blaðsíða 9
Námur íslensku hljómsveitarinnar Sturlungaöldin Þrjú ný listaverk kynnt átónleikum í Bústaðakirkju. Sturla Þórðarson í öndvegi Önnur efnisskráin úr Námum íslensku hljómsveitarinnar verður flutt í Bústaðakirkju í dag kl. 14:00. Námur eru tónl- eikaröð sem íslenska hljóm- sveitin gengst fyrir og er ætl- unin að fjalla um tiltekin brot úr íslandssögunni, ýmist stór- atburði eða daglegt líf, sögu- hetjureða almúgafólk.Á hverjum tónleikum verður frumflutt Ijóð og tónverk og af- hjúpað myndverk, öll samin í tilefni ákveðins atburðar ís- landssögunnar. Ætlunin erað Námurnarverði jafn margar öldum íslandssögunnar, eða tólf að tölu, og verða því 36 listaverk frumsýnd og frum- flutt á tólf tónleikum á næstu misserum. Að þessu sinni er þrettánda öldin, Sturlungaöld, yrkisefnið, og er sagnaritarinn Sturla Þórð- arson í öndvegi. íslenska hljómsveitin, Kristinn Sigmundsson og Karlakórinn Fóstbræður, undir stjórn Guð- mundar Emilssonar, frumflytja tónverkið Sturlu eftir Atla Heimi Sveinsson við samnefnt ljóð Matthíasar Johannessen. Auk þess flytur Matthías hluta ljóðs- ins við hljómsveitarundirleik. Á undan tónlistarflutningnum verður afhjúpaður skúlptúrinn Skip hugans eftir Hallstein Sig- urðsson myndhöggvara. Líkt og tónverkið á skúlptúrinn rætur að rekja til ljóðs Matthíasar. Tónleikarnir eru haldnir til heiðurs þremur tónskáldum sem eiga merkisafmæli í ár, þeim Atla Heimi Sveinssyni, Páli P. Pálssyni og Þorkatii Sigurbjörns- syni. Auk Sturlu eftir Atla verða flutt verkin Ljóð eftir Pál P. Páls- son, Rek eftir Þorkel Sigur- björnsson og Novelette eftir Atla Heimi. Flytjendur eru Anna Guðný Guðmundsdóttir píanó- leikari og Sigurður I. Snorrason klarinettuleikari. LG Á tónleikunum verður frumflutt Ijóðið Sturla eftir Matthías Jo- hannessen, samið að beiðni ís- lensku hljómsveitarinnar. Tónverkið Sturla, sem Atli Heimir Sveinsson samdi við samnefnt Ijóð Matthíasar Johannessen, verður frumflutt á tónleikunum. Hallsteinn Sigurðsson mynd- höggvari, höfundur skúlptúrsins Guðmundur Emilsson stjórnandi íslensku hljómsveitarinnar. BAGINDI SÁLARINNAR Pars pro toto sýnir í Hlaðvarpanum ... cn andinn er vcikur Það sem vekur fyrst athygli þegar stigið er inn á þessa sýningu er hversu frábærlega hefur tekist að skapa lifandi leikrými í Hlað- varpanum, sem hingað til hefur reynst býsna erfitt leikhús. Með tíglagólfi, sex járnrúmum og tré- súlunum í miðjum sal hefur Ragnhildur Stefánsdóttir gert magnaða leikmynd sem enn magnast upp við snjalla lýsingu Ágústs Péturssonar. Ég fór ósjál- frátt að setja upp ýmis leikrit í huganum í þessari leikmynd, einkum Greifynjuna af Malfi... En hér var hins vegar verið að sýna annað verk og nýrra, leikrænt dansverk eins og hópur- inn kallar það og heitir ... en andinn er veikur. Það gæti gerst á geðveikrahæli eða fangabúðum og er ekki heimurinn allur farinn að minna ískyggilega mikið á slíka staði? Svo mikið er víst að fólkið í þessu verki á bágt á sál- inni, það er firrt og hrætt og ein- mana. Þessu hugarástandi er vel lýst í dansi og hreyfingum við mjög ágenga tónlist Kjartans Ól- afssonar, og einnig eru notaðir viðeigandi bútar úr verkum eftir Búchner, Pinter og Heiner Múller. Tilfinningunni í sýning- unni var líklega best lýst undir lokin þegar farið var með textann frábæra úr Woyzeck sem segir frá barninu sem átti enga foreldra og fór til tunglsins og svo framvegis. Sjaldan hefur umkomuleysi mannskepnunnar á þessari jörð verið betur lýst. Það eru þau Guðjón Pedersen, Katrín Hall og Lára Stefánsdóttir sem hafa samið þetta verk. Guð- jón er leikstjóri og Katrín og Lára dansahöfundar, en auk þeirra dansa og leika Birgitta Heide, Sigrún Guðmundsdóttir, Árni Pétur Guðjónsson og Ellert Ingi- mundarson. Þau gerðu sína hluti SVERRIR HÓLMARSSON vel og eftirtektarvert hversu vel piltunum tókst að dansa með stúlkunum án þess að verða sér til skammar. Þetta er falleg og dapurleg sýn- ing og afar hressandi tilraun til að blanda saman dansi og leiklist. Þó er eins og vanti einhverja snerpu, einhverja angist - sé þetta borið saman við meistara þessa forms eins og Jorma Uotin- en, en það er auðvitað ósann- gjarn samanburður. Hérerunnið af heiðarleik og einlægni til að skapa list og það ber að þakka. Sömuleiðis hvetja alla til að styðja fyrirtækið. Sverrir Hólmarsson STIUEFINGAR Þjóðleikhúsið sýnir LYGARANN eftir Carlo Goldoni Leikstjóri: Giovanni Pampiglione Leikmynd: Santi Migneco Þýðing: Oskar Ingimarsson Til þessarar sýningar hefur allverulega verið vandað. Valið verk eftir klassískan gaman- leikjahöfund. Fenginn ítalskur leikstjóri, vel hæfur maður til að kenna íslensku leikurunum stíl við hæfi. ítalskur leikmyndagerð- armaður fenginn til að gera viða- mikla leikmynd og glæsta bún- inga. Þrautreyndur þýðandi snar- ar verkinu á íslensku. Og að lok- um er einvalalið hússins af leikur- um fengið til að manna sýning- una. Hlaut þetta ekki að heppnast? Því miður eru engar forskriftir óbrigðular og það verður að segj- ast eins og er að þessi sýning heppnast ekki nema að tak- mörkuðu leyti. Einstakir leikarar sýna góð tilþrif en þegar á heildina er litið er sýningin stirð og lífvana þrátt fyrir öll sín ærsl og sprikl. Leikmyndin er ennþá ein eftir- líkingin af 18. aldar leiksviðinu, en hallandi gólfið er sáralítið not- að og langmest leikið á einni beinni línu fremst á sviðinu. Þetta gerir uppstillingar og sviðshreyf- ingar stífar og vélrænar og eins og til að undirstrika að þetta er til- gangurinn, lætur leikstjórinn svartan skerm falla niður fyrir framan leikarana undir lokin þannig að þeir líta út eins og leikbrúður. Reyndar leika þeir flestir þannig allan tímann að mest minnir á strengjabrúður. Þetta kann að hafa verið ásetn- ingur leikstjórans og fela í sér vissa túlkun á efni leiksins - þ.e. að persónurnar séu eins og brúður sem strengir hefða, sið- venja og hvata kippi í - en hvað sem því líður kemur þetta þannig út í reynd að persónurnar verða innantómar og líflitlar. Sá hefð- bundni ítalski leikstíll sem hér er notaður, og felst aðallega í ákaf- lega stílfærðum hreyfingum og ýktu látbragði, er sjálfsagt af- skaplega skemmtilegur þegar hann er iðkaður af leikurum sem hafa alist upp við hann og hafa hann í'blóðinu. Leikaramir okk- ar urðu flestir heldur stirðbusa- legir í þessum stellingum og stíll- inn varð eins og álímdur, ekki runninn í merg og bein. Frá þessu voru þó undantekningar í sýning- unni. Arnar Jónsson réð við að gera þennan stíl að sínum oj? skapaði einu eftirminnilegu pers- ónuna í sýningunni - en hann hef- ur líka reynslu í leikstíl af þessu tagi. Meira kom á óvart hversú góðum tökunr Edda Backman náði á stílnum. í hennar leik kom gáskinn og ærslin greinilega innan frá og ýktar hreyfingarnaf urðu eðlileg tjáning. Þannig á það auðvitað að vera. En var þvi miður ekki hjá flestum. Þó ber að þakka Þórhalli Sigurðssyni fyrir einstaka líkamslipurð og mýkt. Mestum vonbrigðum olli Sig- urður Sigurjónsson í hlutverki lygarans Lelios. Leikur hans var MENNING Umsjón: Lilja Gunnarsdóttir óralangt frá því sem Sigurður get- ur best. Persónan náði aldrei að lifna í höndum hans þannig að hún vekti áhuga, samúð eða andúð áhorfandans. Ef ekki tekst að skapa lifandi og spennandi persónu úr lygaranum er hætt við að sýning á þessu verki hljóti að verða býsna bragðdauf, því að verkið hefur að öðru leyti ekki upp á svo mikið að bjóða. Sögu- þráðurinn er útjaskaður og fyrir- sjáanlegur. Tilsvörin eru ekkert sérlega andrík og fátt um snjöll atriði, nema helst þegar Lelio er að snúa sig út úr lygum sínum um skáldskapinn. Hvað sem öðru líður var engan veginn Ijóst af þessari sýningu hvers vegna var ástæða til að taka þetta verk til sýningar. í því er vafalaust hægt að finna margt sem á erindi til okkar tíma en ekki var að sjá að neitt væri reynt að finna slíkar tengingar eða undirstrika samsvaranir við samtímann. Fyrir bragðið orkar sýningin á mann sem vandaðar stílæfingar, sem að vísu eru at- hyglisverðar sem slíkar og hafa eflaust verið mjög gagnlegar fyrir leikarana, en eru varla nógu skemmtilegar til að réttlæta þessa sýningu. Það er að vísu heilög skylda leikhúsanna að sýna sí- gildum verkum sóma en það má ekki vera af þeirri ástæðu einni að þau eru sígild, menn verða að finna hjá sér einhverja hvöt eða nauðsyn til þess að sýna einmitt þetta sígilda verk núna. Á þetta hefur yfiileitt skort í íslensku leikhúsi og hefur sá skortur áreið- anlega verið eitt af því sem hefur reynst þróun þess fjötur um fót. Sverrir Hólmarsson L Þú boigar alltaf sama gjaldið, hvort sem þú ert einn eða með fleirum í bílnum! Hreyfill býður sætaferðir til Keflavíkur Ef þú ert á leið til útlanda er þægilegt að fara fyrsta spölinn I Heyfilsbíl. Hringdu í okkur með góðum fyrirvara og greindu frá áætluðum flugtlma. Við vekjum þig með hressilegri símhringingu, óskir þú þess. WREVRLL 68 55 22

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.