Þjóðviljinn - 23.04.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.04.1988, Blaðsíða 4
HiUMMHMMIH MéH t LEIÐARI STJORNLYNDI Gengisfelling er yfirvofandi Ríkisstjórnin hefur oftar en einu sinni lýst því yfir að einn af hornsteinum stefnu hennar í efnahagsmálum sé fastgengisstefnan svokallaða, að verð á gjaldmiðli þeirra ríkja, sem við eigum hvað mest viðskipti við, sé stöðugt. Þessi stefna varð fyrir miklu áfalli í byrjun síðasta mánaðar en þá var gengi íslensku krónunnar lækkað um 6%. Auðséð er að senn verður gengið lækkað aftur og nú líklega tvisvar til þrisvar sinnum meira en í aprílbyrjun. Menn tala hiklaust um gengisfellingu uppá 10-20%. Almennt er álitið að ríkisstjórn, hvernig sem hún er samsett, beri að gera tilraunir til að stjórna áhrifamestu þáttum efna- hagsmála og oftar en ekki eru ríkisstjórnir fyrst og f remst mynd- aðar utan um ákveðnar hugmyndir um stjórnun efnahagslífs- ins. En ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar virðist hafa nokkra sér- stöðu að þessu leyti, hún hefur alls engan hug á að stjórna. Ráðherrarnir hafa verið helteknir af hugmyndum frjálshyggj- unnar um að sé allt látið afskiptalaust muni ósýnileg hönd hins frjálsa markaðar færa allt til besta vegar. Fastgengisstefnan byggist á stöðugu verðlagi innanlands og getur að sjálfsögðu ekki gengið ef verðbólga er langt ofan við 20% eins og hér hefur verið að undanfömu. Útflutningsa- tvinnuvegimir lenda í miklum vanda þegar óbreytanlegt gengi heldur tekjum þeirra af útfluttum varningi stöðugt við sama markið en bullandi verðbólga innanlands hækkar sífellt allan tilkostnað. Við slíkar aðstæður er víða reynt að endurskipu- leggja rekstur til að halda öllum tilkostnaði í algjöru lágmarki. Án efa þarf víða að stokka upp reksturinn, og ekki veitti af að endurskoða fjárfestingarstefnu hjá ýmsum fyrirtækjum, en því miður eru því takmörk sett hve langt er unnt að ganga á braut endurskipulagningar. Haldi fram sem horfir, kemur að því að útflutningsfyrirtækin draga saman seglin eða hreinlega loka og hætta rekstri. Það er langt síðan ástandið varð þannig í vefjariðnaðinum. Nú er að verða leitun að prjóna- eða saumastofu sem enn er í fullum rekstri. Sársaukafullur samdráttur á þessu sviði hefur valdið geysimiklum vanda, einkum á þéttbýlisstöðum þar sem ekki er stunduð útgerð og fiskvinnsla. Og nú er röðin komin að sjálfri undirstöðuatvinnugrein okkar íslendinga, fiskverkuninni. Fiskiðjuverin, sem eru undirstaða mannlífs í íslensku sjávar- þorpunum, eru að komast í þrot. Það skrýtna er að síðustu vikurnar hafa engin þau stórtíðindi orðið í efnahagslífi íslendinga sem ein sér réttlæta gengisfell- ingu. Menn eru lengi búnir að vita að fyrr eða síðar yrði gengið fellt, spurningin varbara hvenærog hve mikið. Gengisfellingin í marsbyrjun var bara hálfkveðin vísa. Engu að síður hafa ráð- herrarnir talað eins og fastgengisstefnan sé enn raunhæfur möguleiki. Fjármálaráðherra lætur fyrir nokkrum dögum hafa eftir sér í blaðaviðtali að stórfelld gengisfelling komi ekki til greina nema samfara henni verði laun fryst. Mátti skilja á honum að hættan á að slíkar aðgerðir þrýstu launþegahreyf- ingunni saman væru sterkustu rökin gegn gengisfellingu. Þannig talar íslenski fjármálaráðherrann á sama tíma og öll þjóðin veit að það er bara tímaspursmál hvenær gengið verður fellt. Ráðaleysi ríkisstjómarinnar er átakanlegt. Aðgerðaleysi hennar hefur leitt til þess að eina ferðina enn verður að fella gengi íslensku krónunnar. Það er eingöngu staðfesting þess að stjórn efnahagsmála hefur verið röng. Það er líka staðfe-' sting þess að ísland er hvað efnahagsmál snertir ekki í flokki þeirra ríkja sem við höfum helst viðskipti við. Mikil hætta er á að yfirvofandi gengisfelling leggist með þunga á launafólk. Því miður er ólíklegt að ríkisstjómin sjái nauðsyn á eðlilegum hliðarráðstöfunum sem mildað gætu þann skell sem stórkostleg gengisfelling hefur í för með sér. Þvert á móti er líklegt að gengisfellingin herði umsvifalaust á verðbólgunni og sýni með áþreifanlegum hætti að ríkisstjórnin er búin að gefast upp. Því fyrr sem það er lýðum Ijóst þeim mun betra. ÓP mw l Þeir eru að biðja um fisk þessír asnar. Þið f áið bara innbökuð kennarahjörtu. j. þJOÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgetandl: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Mörður Árnason, Ottar Proppé. Fréttastjbrl: Lúðvik Geirsson. Blaoamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, KristðferSvavarsson, Magnfríður Júliusdóttir, Magnús H. Gislason, Lilja Gunnarsdóttir, Ólafur Gislason. Ragnar Karlsson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.), Sævar Guðbjörnsson,TómasTómasson,ÞorfinnurÓmarsson(íþr.). Handrlta- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Úlason, Sigurður Mar Halldórsson. ÚtlltstelKnarar: GarðarSigvaldason, MargrétMagnúsdórtir. Framkvæmdastjóri: Hallur PállJónsson. Skrifstofust|óri:JóhannesHarðarson. Skrlfstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristin Pétursdóttir. AuglýslngastjórkSigríðurHannaSigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Olga Clausen, Unnur Ágústsdóttir. Sfmavarsla:HannaÓlafsdóttir, SigriðurKristjánsdóttir. Bilst|óri:JónaSigurdórsdóttir. Útbreiðslu-og afgrelðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, HrefnaMagnúsdóttir. lnnheimtumenn:Brynjólfur Vilhjálmsson.ÓlafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgrelðsla, ritstjórn: Siðumula 6, Reykjavfk, sími 681333. Auglýsingar: Siðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð f lausasölu: 60 kr. Helgarblöð:70kr. Áskriftarverð á mánuði: 700 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 23. apríl 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.