Þjóðviljinn - 23.04.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 23.04.1988, Blaðsíða 10
*¦*¦ ¦!¦ °- s3sSC* Tilboð 'Tis,. ¦ óskast í eftirtaldar bifreiðar og tæki sem verða til sýnis þriðjudaginn 26. apríl 1988 kl. 13-16, í porti bak við skrifstofu vora að Borgartúni 7, Reykjavík og víöar. Tegundir Árg. 1 stk. Mercedes Bens 280 SEL 1985 1 stk. Mitsubishi Colt fólksbifr. 1983 1 stk. Daihatsu Charmant 1982 1 stk. Subaru 1800 station 4x4 1982 1 stk. Volkswagen Durby 1981 1 stk. Mazda 323 sendif.bifr. 1982 1 stk. Lada station 1984 1 stk. Volvo 244 1981 1 stk. Mitsubishi Pajero diese) 4x4 1985 2 stk. Nissan King Cab. bensín 4x4 1983 1 stk. Chevrolet pick-up diesel 4x4 1982 3 stk. Lada Sport 4x4 1983-85 1 stk. Toyota Hi-Lux m/húsi 4x4 1981 1 stk. Mitsubishi L300 sendif.bifr. 1982 1 stk. Toyota Hi Ace sendif.bifr. 1982 1 stk. Ford Econoline sendif.bifr. E.150 1979 1 stk. Citroen C35 sendif.bifr. 1984 1 stk. Volkswagen sendif.bifr. 1971 1 stk. Mazda E2200 diesel Panel Van 1984 1 stk. Volvo N 84 vörubifr. 10 farþ. 1971 1 stk. Mercedes Bens 4x4 vörubifr. 1970 Til sýnis hjá Síldarverksmiðju ríkisins, Seyðisfirði 1 stk. U.S.A. 452 4x4 1979 Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins, Ólafsvík 1 stk. Ford 3000 dráttarvél m/ámoksturstæki 1974 Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins Patreksfirði 1 stk. Ford 3000 dráttarvél m/ámoksturstæki 1974 Tii sýnis hjá Vegagerð ríkisins Grafarvogi 1 stk. Volvo FB 86 vörubifr. pall- og sturtulaus 1973 1 stk. Hino 2M 802 vörubifr. sturtulaus 1982 1 stk. IHC 540 hjólaskófla 1977 1 stk. Zetor 6718 dráttarvél m/ámoksturstæki 1979 Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 16.30 að viðstöddum bjóðend- um. Réttur er áskilinn til að hafna tilboðum sem ekki teljast viðun- andi. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS Borgartúni 7, sími 26844 I Sóknarfélagar Aðalfundur Starfsmannafélagsins Sóknar verður haldinn þriðjudaginn 26. apríl kl. 20.30 ífundarsal félagsins að Skipholti 50a. 1) Fundarefni: Venju- leg aðalfundarstörf. 2) Önnurmál. Munið að sýna skírteini. Stjórnin. Frá Fósturskóla íslands Eins árs framhaldsnám fyrir fóstrur með starfs- reynslu verðúr starfrækt á vegum Fósturskóla íslands skólaárið 1988-1989. Námið hefst í sept- ember og lýkur í lok maí. Námið er einkum ætlað fóstrum sem hyggja á stjórnunar- og umsjónar- störf á dagvistarheimilum. í hluta námsins er falið námsefni um skóladagheimili og börn með sér- þarfir. Kennt er síðdegis. Umsóknir þurfa að hafa borist skólanum fyrir 20. maí n.k. Skólastjóri. Maðurinn minn og faðir okkar Guðgeir Magnússon verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 25. apríl kl. 15.00. Herdís Kolbrún Jónsdóttir og synir KAUPMANNAHOFN FLUGLEIÐIR -fyrírþíg- i MENNING GLEÐILEGT SUMAR Margir trúðu varla sínum eigin eyrum er menntamálaráðherra kunngerði í útvarpsfréttum ný- verið, að ríkisstjórnin hefði ákveðið að reisa handboltahöll fyrir 300 miljónir er rúma ættu 8000 öskrandi áheyrendur. Til þess að hægt verði að heyja heimsmeistarakeppnina hér á landi árið nítjánhundruðníutíu og eitthvað, ef hún skyldi falla okkur í skaut. Á sama tíma eru samtök áhugamanna að safna fyrir tónlistarhúsi upp á eigin spýtur, íslenska óperan berst í bökkum og Pólýfónkórinn að Ieggja upp laupana vegna rekstr- arerfiðleika. Ríkisstjórnin er ekki að gauka litlum 300 miljón- um að þessum stofnunum. Skiptir handbolti þá þjóðina meira máli en tónlistarmenning? Rfkisstjórn Þorsteins Pálssonar hefur með verkum sínum svarað því játandi. Nú er ég alls ekki að gera lítið úr íþróttum. Og ég er ekki á móti því að byggja hand- boltahöll. En mætti ekki Hka veita svona fúlgu til æðri menn- ingar? Eða dettur nokkrum í hug í alvöru að jafna bestu afrekum íþróttamanna einnar þjóðar við verk mestu snillinga hennar í andanum? Leggja að jöfnu Lax- ness og Jón Pál eða Picasso og markakóng Real Madrid? Þetta eru spurningar um gildi og verðmæti. I hvað er mikilvæg- ast að setja peningana? Reyndar fylgir það sögunni í þessu hand- boltaævintýri, að þótt húsið sé að vísu dýrt verði áætlaður gróði af notkun þess a.m.k. jafn kostnað- inum. Við töpum alla vega ekki á því. Og kannski græðum við. Ha, ha! Það verður nefnilega hægt að nota handboltahöllina fyrir ráð- stefnur og kaupstefnur sem kynntu íslenska framleiðslu með- al þjóða heims og færði „okkur" heljarmikinn gjaldeyri. Þó ekki mér og mínum líkum sem aldrei hafa séð krónu af góðærisgróðan- um. En þarna er líkasttil komin skýringin á tregðu ríkisstjórnar- innar að láta peninga í tónmenn- ingarfyrirtæki sem eru á kúpunni. í skammtíma viðskiptalegu tilliti græðir enginn á músík. Og ekki verður annað séð en ráðherra menntamála standi í þeirri trú að „auður" sé fyrst og fremst fjár- hagslegur ábati. Um þessar grimmu staðreyndir íslensks þjóðfélags ættu lesendur að hugsa kvölds og morgna. Þetta er annars meiri helvítis kuldinn. Það stefnir jafnvel í kaldasta apríl í Reykjavík á þess- ari öld. Við erum sem sagt að lifa sögulega tíma. Leiðari Moggans sumardaginn fyrsta segir að lið- inn vetur hafi verið „um flest mildur, þrátt fyrir kuldatíð frá áramótum". Er þetta ekki mót- sögn? Hvernig getur vetur verið mildur þegar hann var lengst af kaldur? Sannleikurinn er sá að misserið frá fyrsta til síðasta vetrardags var í Reykjavík meira en hálfri gráðu kaldara en venju- lega. Nóvember og desember voru að vísu óvenju mildir en kuldarnir eftir áramót hafa fyrir löngu gert það forskot að engu. Árið sem af er hefur verið mjög kalt. Hitinn meira en tveim gráðum undir meðallagi. Og enn sér ekki fyrir endann á frostun- um. Hvað þyrfti veturinn að vera kaldur og langur til að Moggan- um fyndist hann ekki lengur „mildur"? Og hvernig skyldi „harður" vetur líta út á síðum Morgunblaðsins? Ég vona kjós- endanna vegna að leiðarar þessa ágæta blaðs um hin aðskiljanleg- ustu málefni séu yfirleitt í meira samræmi við kaldan veruleikann heldur en þessir mildilegu vetrar- órar á fyrsta degi sumars. Ef ein- hver lesandi skyldi nú spyrja hvað í ósköpunum veðurfar komi tónlist við, rálegg ég honum ein- dregið að bera saman óperur Verdis og Wagners. Veðurfarið hefur skapað sögu mannkynsins. Ég óska svo öllum gieðilegs sumars, ekki verra en-1953 og helst betra en 1939. Svona er ást mín til þjóðarinnar takmarka- laus. Mig grunar þó að sá sem á hæstum situr tróninum ætli okkur sumar jafn kalt og 1979. En það verður afskaplega sólríkt. í júlí SIGURÐUR ÞÓRj GUÐJÓNSSON \ og ágúst sjást ekki ský á lofti en næturfrost um allar sveitir á hverri nóttu. Meðalhitinn 7 stig. Og Morgunblaðið á ekki orð til að lofa og vegsama þessa bless- uðu blíðu og sumardýrð. Síðasta sumar í Reykjavík var annars árið 1960 þegar ég og forsætisráð- herrann vorum að fá náttúruna, en hinn ástsæli borgarstjóri var enn vita náttúrulaus, þótt nú sé hann víst orðinn bandbrjálaður (dementia complex, typus hydro- domuscephalus). Já. Meira að segja veðrinu fer aftur á okkar dögum. Og bráðum fer það til andskotans sem enn hefur ekki farið til andskotans. Þá verur allt farið til andskotans. Þess vegna er um að gera að kæt- ast meðan kostur er. Enn um sinn koma stöku gleðistundir í þessu kalda og kúltúrlausa landi. Tón- leikar sellóleikarans Misha Ma- isky í Óperunni á laugardaginn ásamt píanóleikaranum Steven Hoogenberk voru til að mynda dýrleg skemmtun. Maisky er „íantastískur" spilari eins og þekktum íslenskum sellista varð að orði í tónleikahléi. Tækni hans er frábær og tjáningin svo sterk og persónuleg að manni verður hálf hverft við. Sumir myndu jafnvel segja að í sónötu Bachs nr. 3 hafi leikur hans verið of sér- stakur og tilfinningaríkur. Þá tókst honum frábærlega að gæða Iífi arpeggione-sónötu Schuberts, sem þó er alls ekki með betri verkum hans. En það var í Sjosta- kovitssónötunni og Pulcinella- svítu Stravinskis að stórbrotin snilld Misha Maisky reis hæst. Hann hefur allt að því geigvæn- legt næmi og innsæi og í leik hans er umrótandi sköpunarkraftur sem gerir allt nýtt og óvænt. Hann vekur áheyrandann harka- lega af móki vana og stöðnunar. Slík snilld er sannarlega fátíð. Pí- anóleikarinn Steven Hooken- berk er einnig afbragðs listamað- ur og leikur hans nákvæmur, sterkur og blæbrigðaríkur. Mig langar loks til að óska Hjálmari H. Ragnarssyni til ham- ingju með tónleika sína í Krists- kirkju á sunnudaginn. En ég ætla ekki að skrifa um þá. Ég hef eigin orð tónskáldsins, sem einn kunn- ingi minn sem þekkir báða segir að sé reyndar snoðlíkur mér í anda og skapgerð, fyrir því að ég sé alls ekki að skrifa um músík í pistlum mínum heldur eigin sál- arkreppur. Ég vil því ekki skapr- auna hinum forkláraða trúarlista- manni á þessum „tillitslausu tím- um" sem hann kallar, með mín- um sóðalega masókisma, rudda- lega analsadisma og ég tala nú ekki um minni viðbjóðslegu og allsendis blygðunarlausu bestíal- ísku úrólógísku kóprófílísku nekrófílíu. Sigurður Þór GuSjónsson 10 SÍÐA - ÞJÓDVILJINN Grískar verðlaunamyndir Grísk kvikmyndavika íRegnboganum dagana 25. til30. apríl Á mánudaginn hefst grísk kvikmyndavika í Regnbogan- um. Sýndarverðasexverð- launakvikmyndirfrá árunum 1981-1986. Myndirnar eru af ýmsum toga, en þrjár þeirra fjalla um ástina hver á sinn hátt. Sú elsta þeirra er gerð 1981, er eftir Giorgos Pano- ussopoulos og heitir A foolish love. Þar segir frá ástarævintýri ungs manns og miðaldra konu, sem eiga örstutt ástarævintýri eina dagstund í Aþenu. Sudden love (1984) eftir Yorgos Tseber- opoulos segir frá ástarævintýri bissnessmanns, sem snýr aftur til Grikklands eftir áralanga útivist, og rúmlega þrítugrar húsmóður sem er orðin leið á manni sínum og reglubundnu húsmóðurlíf- erni. The price of love (Kostnað- ur ástarinnar) (1984) gerist um síðustu aldamót og segir frá bar- áttu ungrar konu fyrir ást sinni; hún fær ekki þann sem hún elskar vegna peningahagsmuna fjöl- skyldu hans. Auk þess verða sýndar mynd- irnar Rembetiko (1983) eftir Costas Ferris þar sem segir frá ævi frægrar rembetikosöngkonu (1917-1955). Sú mynd hefur unn- ið til hvorki meira né minna en 7 verðlauna, fékk meðal annars silfurbjörninn á kvikmyndahátíð- inni í Berlín 1984. A quiet death (Hljóðlátur dauði) (1986), eftir Frieda Liappa, er um nótt í lífi rithöfundar sem neitar að skrifa, hleypst á brott frá manni sínum og geðlækni og reikar um borgina með hugsanir sínar og drauma. Loks verður sýnd myndin Happy homecoming comrade (Gleði- lega heimkomu félagi) (1986), sem fjallar um íbúa þorpsins Bel- oiannisz í Ungverjalandi, en þeir eru pólitískir flóttamenn frá Grikklandi og byggðu þorpið árið 1950. 35 árum seinna geta þeir snúið aftur til heimalandsins. Sem fyrr sagði verða myndirn- ar allar sýndar í Regnboganum og verða tvær myndir sýndar á dag 25.-30. apríl. LG

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.