Þjóðviljinn - 23.04.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 23.04.1988, Blaðsíða 15
ÖRFRÉnTIRHM Maður gengur nú undir manns hönd í Moskvu og reynir að sannfæra umheiminn um að vel fari á með þeim Míkhael Gorbatsjov og næstráðanda hans, Jegor Lígat- sjov. Sú fiskisaga hafði flogiö um í höfuðborginni að Lígatsjov væri utan náðar og valda, „hreinsað- ur“ og ábrott úrvaldaklíkunni. En í gær sátu þeir Gorbatsjov hlið við hlið á fundi nokkrum, röbbuðu saman og gerðu að gamni sínu. Shevardnadze utanríkisráðherra ræddi við fréttamenn í gær í kjölfar við- ræðna þeirra Georges Shultz. Hann vísaði á bug orðrómi um ágreining þeirra Gorbatsjovs og Lígatsjovs; sem fulltrúi í stjórnmálaráðinu ætti hann að vera öllum hnútum og hnútukasti kunnugur. Gorbatsjov og Lígat- sjov væru mestu mátar, sætu iðulega hlið við hlið á fundum stjórnmálaráðsins, spjölluðu saman og gerðu að gamni sínu. Fundur þeirra utanríkisráðherr- anna, sem er liður í undirbúningi fyrir leiðtogafund í Moskvu, kvað ekki hafa aukið vonir manna um helmingsfækkun langdrægra kjarnorkuvopna risaveldanna í bráð. Sættir virðast vera að takast milli leið- toga PLO og Sýrlands. Að sögn háttsetts fulltrúa í Þjóðarráði Pal- estínumanna mun Jassír Arafat bregða sér í heimsókn til Dam- askus innan skamms og friðmæl- ast við Assad. Þeir hafa ekki setið á sárs höfði frá því forsetinn hrakti leiðtogann burt úr landi sínu fyrirfimm árum. Fréttum um sættir þessar var fagnað á her- teknu svæðunum en þar skutu ísraelskir hermenn tvo Palestínu- menn til bana í gær. Michael Dukakis mun að öllum líkindum verða frambjóðandi Demókrataflokks- ins í bandarísku forsetakosning- unum í haust. Einsog allir vita. Hitt er ekki á allra vitorði að hann myndi sigra George Bush, fram- bjóðanda Repúblikanaflokksins, ef kosið yrði nú. Þetta er niður- staða glænýrrar rannsóknar bandarísks fjölmiðlahrings á við- horfi þarlendra kjósenda. Sá böggull fylgir þó skammrifi að Dukakis á því aðeins sigurinn vís- an að Jesse Jackson verði alls ekki varaforsetaefni hans. Húð hans er nefnilega dökkbrún, sögð svört. Skákin Kaipov sigurvegari Anatólí Karpov gerði jafntefli við Svíann Ulf Andersson á stór- meistaramótinu í Briissel í gær og vann þar með mótið með ellefu vinningum af sextán mögulegum. Salov gerði jafntefli við Sak og varð í öðru sæti, með tíu vinn- inga. Beljavskí, Ljúbojevic og Nunn lentu í þriðja sæti, allir með níu og hálfan vinning. Andersson og Portisch fengu níu vinninga, Speelman átta og hálfan, Sokol- ov átta, og þeir Nikolic, Seiraw- an, Tal ogTimman sjö og hálfan. Lestina ráku svo Nogueiras með sjö vinninga, Korschnoi með sex og hálfan, Sak með sex vinninga og Winants með tvo og hálfan. Reuter/LG ERLENDAR FRETTIR Forsetakjör í Frakklandi Fyrri umferð á morgun Talið fullvíst að Mitterrand og Chirac eigist við eftir hálfan mánuð Amorgun ganga Frakkar að kjörborði og veðja á einhvern þeirra 8 einstaklinga sem gefa kost á sér til búsetu í Elyseehöll næstu sjö árin. Einsog kunnugt er munu tveir hinna fengsælustu úr þessum hópi etja kappi að nýju þann áttunda maí næstkomandi og sigurvegari úr því cinvígi standa uppi sem Frakklandsfor- seti. Francois Mitterrand forseti sagðist vera bjartsýnn í útvarps- viðtali í fyrradag, líkur á endur- kjöri sínu væru hinar ágætustu. „Ég hef aldrei velkst í vafa um það að kosningabaráttan yrði hörð en ég tel fylgiskannanir gefa réttar upplýsingar um hug fólks og er því bjartsýnn." Fréttaskýrendur eru á einu máli um að forsetinn muni hreppa langflest atkvæða á morg- un. Næstur honum verði forsætis- ráðherrann Jacques Chirac og muni því þessir „sambýlingar" og fjendur kljást um hið æðsta emb- ætti í seinni umferðinni. Mitterrand er „bersýnilega við hestaheilsu“, að sögn fréttaritara Reuters, þótt hann hafi einn um sjötugt. Stuðningsmenn hans efndu til lokafundar í gærkvöldi við Le Bourget, steinsnar frá Par- ís, og mættu hátt í 40 þúsund manns. Chirac gerir sér enn vonir um að verða forseti í næsta mánuði. Hann og hans fólk héldu ósköp mikinn útifund í fyrradag. Að vanda veittist forsætisráðherrann „af hörku“ að forseta sínum. Að þessu sinni bar hann Mitterrand á brýn að hafa láðst að skýra kjós- endum frá því með hverjum hann myndi stjórna, næði hann endur- kjöri, og hver yrðu stefnumál stjórnar sinnar. „Ég fæ ekki séð hvernig unnt eigi að verða að sameina Frakka undir einn hatt og höfða til hins besta í hverjum og einum með stefnuskrá sem segir ekki neitt og grafarþögn." Mitterrand hófst sem kunnugt er til valda árið 1981. Þá hét hann alþýðu manna réttlæti og bættum kjörum, veifaði óspart hinni rauðu rós jafnaðarstefnunnar og kippti kommúnistum uppí ríkis- stjórnarfley sitt. Nú er öldin önnur. Mitterrand er forseti í forsetaframboði. Hann höfðar fyrst og fremst til smáborgarans í áróðri sínum og rær á sömu mið og de Gaulle hershöfðingi gerði forðum; Frakkland standi á tímamótum og þarfnist traustrar leiðsagnar reynds foringja sem sameini en sundri eigi. Mitterrand tekur sér ekki lengur orðið „sósíalismi“ í munn og rósin rjóð visnar nú fjarri Elyseehöll. Reuter/-ks. Francois Mitterrand. Forseti í forsetaframboði. Danmörk Vinstrísamstaða um NATO? SFbýður jafnaðarmönnum og radíkölum upp á málefnasamning Sósíalíski þjóðarflokkurinn (SF) í Danmörku hefur boðið sósíaldemókrötum og Radikale venstre að flokkarnir leggi fram samciginlega afstöðu til Atlants- hafsbandalagsins í komandi kosn- ingum. Sem kunnugt er hefur SF verið andvígur aðild Danmerkur að NATO, en hinir flokkarnir hlynntir aðild, en nú hefur SF semsagt lýst sig reiðubúinn að semja um afstöðuna til NATO-aðildar ef það mætti verða til þess að auka á stöðug- leika í danskri utanríkisstefnu. Pelle Voigt, talsmaður flokks- ins í utanríkismálum, segir í við- tali við danska blaðið Informati- on að það sé mikilvægt fyrir Dan- mörku að þar sé fyrir hendi stöð- ug og mörkuð meirihlutastefna í utanríkismálum sem aðrar þjóðir geti reitt sig á. Slíkt gæti best gerst með utanríkispólitískum málefnasamningi þessara þriggja flokka, sem mynda meirihluta á danska þinginu. Voigt segir hins vegar aðspurður að þetta þýði ekki að SF hafi fengið nýja trú á NATO. Hins vegar hafi þróunin orðið slík að það sé komin eins konar stéttaskipting innan bandalagsins, þar sem ríki eins og til dæmis Spánn hafi fengið aðild á þeim forsendum að landið væri kjarnorkuvopnalaust. Slík lausn kæmi til greina fyrir Danmörku líka, segir Voigt, og bætir við að þótt SF hafi enga trú á NATO eða hernaðarhyggjunni, þá sé það þess virði að freista þess að hafa áhrif á bandalagið til batn- aðar. Voigt bætir við að það sé fáheyrt sem íhaldsmenn haldi fram, að Danmörk verði vísað úr NATO fyrir stefnu sína í kjarn- orkumálum. Það sé ekki síst NATO sem hafi þörf fyrir Dan- mörku og einmitt þess vegna geti bandalagið ekki sett Dönumn skilyrði í þessum efnurn. ólg/information Pelle Voigt - talsmaður SF í utanríkismálum. V-Evrópu-sambandið Íberíuríkjum boðið með Aðildarboð vekur deilur á Spáni um afstöðu til kjarnorkuvopna Aráðherrafundi Vestur-Evr- ópu-sambandsins í Haag í Hollandi í fyrradag var ákveðið að bjóða Portúgölum og Spán- verjum þátttöku í sambandinu, og hefur Madrid-stjórn þegar þakkað boðið. Þær þakkir hafa á Spáni vakið spurningar um hvort skilyrði aðildarinnar sé að Madrid-stjórnin breyti stefnu sinni gagnvart kjarnorkuvopnum í gestkomandi herskipum. Verði af fjölguninni í sam- bandinu yrðu aðildarríkin níu, og má gera ráð fyrir að sambandið mundi eflast við fjölgunina. Það var stofnað rétt eftir stríð, áður en Nató varð til, og voru stofnríkin Frakkland, Bretland og Beneluxríkin, 1954 bættust ft- alía og Vestur-Þýskaland við. Samtökin lágu síðan í dái í þrjá áratugi, en voru endurreist fyrir fjórum árum og eru nú einskonar hermáladeild Evrópubandalags- ins og jafnframt samráðsvett- vangur öflugustu Evrópuríkj- anna í Nató. Gonzalez forsætisráðherra Spánar tók vel í boðið í ræðu í fyrradag og sagði einnig að stjórnin ætlaði ekki að framfylgja stefnu sinni gegn kjarnorkuvopn- um í spænskri lögsögu af sama krafti og Nýsjálendingar. Ekki væri hægt að skoða öll skip sem að landi legðust og ekki við- eigandi að vera með nefið ofaní koppum helstu bandamanna. Þessi ræða Gonzalezar vakti mikla athygli á Spáni og hafa helstu flokksforingjar og fjöl- miðlar beðið forsætisráðherrann að skýra betur mál sín og einkum hvort þetta undanhald frá fyrri stefnu væri skilyrði aðildar að Vestur-Evrópu-sambandinu. í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Natóaðild 1986 var einnig ákveð- ið að gera Spán kjarnorkuvopna- lausan og banna alla umferð með slík vopn í lögsögunni, og leiddi þessi stefna nýlega til brottfarar flugsveita sem borið geta kjarna- vopn frá bandarískum herstöðv- um á Spáni. Talsmaður utanríkisráðuneyt- isins í Madríd sagði í gær að Gonzalez hefði aðeins átt við her- skip, og væru orð hans engin stefnubreyting frá fyrri stefnu. Athygli vekur að aðildarboðið og undansláttur spænska for- sætisráðherrans verður á sama tíma og Danir eru kallaðir að kjörborðinu vegna samþykktar stjórnarandstöðu um vopnaeftir- lit sem stjórnin telur ganga gegn Natóskyldum. Laugardagur 23. apríl 1988 ÞJÓÐVILJINN - SfÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.