Þjóðviljinn - 23.04.1988, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 23.04.1988, Blaðsíða 20
—SPURNINGIN-^ Spurt á verkfallsvakt verslun- armanna. Heldur þú að þetta verði langt verkfall? Hilmar K. Jónsson starfsmaður SS Nýjabæ Ég vona aö þaö verði sem styst, en þaö er auðvitað undir báðum komið. Það verður ekkert gefið eftir. "' . tkí *& ..¦¦¦¦.¦ .1 ¦ \ : >% JL_J Ragnheiður Sigurðardóttir starfsstúlka Laugarnes apóteki Ég vona að það verði ekki lengra en vika. Björn Finnsson starfsm. Landvéla Það verður verkfall í viku. Þá verða sett lög og stjórnin fellur. Kvennalistinn myndar síðan stjórn og setur lög um lágmarks- laun. Steinn Gunnarsson starfsmaður hjá Kristjáni Siggeirssyni Ég var að heyra að einhver ár- angur hefði náðst í nótt en er ekki bjartsýnn. Sigrún Baldursdóttir hjá Osta- og smjörsölunni Verkfallinu lýkur vonandi sem fyrst. Það kæmi mér þó ekki á óvart að það stæði út næstu viku. þJÓÐVILIINN LauQardagur 23. aprfl 1988 91. tölublað 53. argangur Sparisjóðsvextir qg yf irdráttur á tékkareiknHTgum SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF Steingrímur Hermannsson segist vera fylgjandi viðskiptabanni á S-Afríku en að ekki sé samstaða um það innan ríkisstjórnarinnar. Hér útskýrir hann þetta sjónarmið fyrir P.R.Dullay, fulltrúa Afríska þjóðarráðsins. Mynd E.ÓI. S-Afríka Viöskiptabann strax! Fulltrúi Afríska þjóðarráðsins segirþað vera vilja s-afrísku þjóðarinnar að sett verði viðskiptabann á S-Afríku strax Þetta er síðasta friðsamlega úr- ræðið sem nú er kostur á. Það eru öll sund lokuð önnur en við- skiptabann, segir P.R.Dullay, fulltrúi Afríska þjóðarráðsins, ANC. „Vesturlönd hafa nú í hendi sér möguleikann á að knésetja S- Afríkustjórn. Við, s-afríska þjóðin, erum tilbúin að þola al- gjört bann á viðskipti við landið okkar. Við höfum orðið að þola ánauð og hungur í gegnum aldir- nar. Við greiðum það dýru verði nú þegar. Smávægilegt harðræði til viðbótar er lítilvægt miðað við það sem við berjumst fyrir." P.R.Dullay kom hingað til ís- lands upphaflega til að taka þátt í kynningu á safni ræðna og rita Che Guevara, en heimsókn hans hefur nú undið uppá sig. í gær náði hann tali af Steingrími Hermannssyni utanríkisráðherra og útskýrði fyrir honum nauðsyn þess að setja algjört viðskipta- bann á S-Afríku og í dag hittir hann fulltrúa þeirra stjórnmála- flokka sem tilbúnir eru að styðja viðskiptabann á S-Afríku og verður sá fundur haldinn í Iðnað- armannahúsinu við Hallveigarstíg kl.15.00. Ás- mundur Stefánsson, forseti ASÍ, segir á fundinum frá hugmyndum ASÍ um algjört bann á viðskipti við S-Afríku. Á fundinum með P.R.Dullay í gær kom fram að Steingrímur teldi það eðlilega ráðstöfun að setja bann á óll viðskipti við S- Afríku en að ekki væri samstaða um það innan ríkisstjórnarinnar. Steingrímur hefur haft samband við þá aðila sem hafa viðskipti við S-Afríku hér á landi og farið fram á að dregið verði úr viðskiptum en ekki er búið að leggja fram neitt frumvarp eða nein drög að þvílíku í þinginu. Ef íslendingar settu bann á við- skipti við S-Afríku segir Steingrímur að það yrði fyrst og fremst „táknræn aðgerð". Steingrímur sagði einnig á fund- inum að það yrði lagt fram frum- varp í haust um bann á viðskipti við S-Afríku og ef ekki yrði þá komin samstaða um það innan ríkisstjórnarinnar, yrði það lagt fram af einhverjum þingmanni Framsóknarflokksins. En hann sagði að hvernig svo sem það yrði gert þá yrði lagt fram frumvarp um viðskiptabann á S-Afríku. -tt Japan Sjálfsmorðum fækkar Fleiri Japanir féllu fyrir eigin hendi árið 1986 en nokkru sinni fyrr. Sjálfsmorð unglinga jukust mjög eftir að þekktur dæg- urlagasöngvari fleygði sér fram af þaki háhýsis og eldra fólk fór í auknum mæli að gera upp sakir við tilveruna með þessum hætti. En einhver ónefndur opinber embættismaður greindi frétta- mönnum frá því í gær að sjálfs- morðum hefði fækkað til muna í fyrra eða um fjógur af hundraði frá því árið áður. 24.460 einstak- lingar hefðu fallið fyrir eigin hendi svo vitað væri árið 1987. reuter/-ks.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.