Þjóðviljinn - 23.04.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.04.1988, Blaðsíða 3
Verkföll verslunarmanna Samstaðan skilar árangri - Verkalýðsmálaráð Alþýðu- bandalagsins styður heilshugar kjarabaráttu verslunarfólks og ég er viss um að ef verslunarfólk nær að standa saman í þessari baráttu þá nær það sínuin kröfum fram, segir Björn Grétar Sveinsson for- maður Jökuls á Hornafirði og formaður Verkalýðsmálaráðs AB. - Við bárum ekki gæfu til þess að ná samstöðu í verkalýðsfé- lögunum um að fara fram með reglulegar kaupkröfur í þeim anda sem verslunarmenn hafa sett fram. Það er einfaldlega skýringin á því að við náðum ekki lengra. Ég þykist hins vegar viss um að verkafólk hefði verið tilbú- ið að standa á þeim kröfum og berjast fyrir 42 þúsund króna lág- markslaunum eins og Vest- mannaeyingar og verslunarmenn eru að gera nú. Björn sagði gott til þess að vita hversu afdráttarlaus skilaboðin væru sem komið hefðu frá versl- unarmönnum. - Þetta verður hörð barátta og ég veit að það gerir hana ekki auðveldari að önnur félög skuli vera búin að semja um 32 þúsund krónur en ekki 42 þúsund. Ég minni á sam- þykkt Verkalýðsmálaráðs Al- þýðubandalagsins á dögunum um 45-55 þús. króna lágmarkslaun og einnig að verkalýðsforystan hlýði kalli og vilja félagsmanna í kjarabaráttunni, og ítreka hvatn- ingu ráðsins í samþykktinni til launafólks um allt land að sýna í verki samstöðu með verslunar- mönnum og Vestmannaeying- um, sagði Björn Grétar. -lg. FRETTIR Verslunarmenn Taugastríð í Kaiphúsi Launaliðir ekki rœddir. Rifistumframkvœmd verkfallsins Þrátt fyrir langar setur deilu- aðila í Karphúsinu í gær mið- ar ekkert í samkomulagsátt. Fundir stóðu sleitulaust frá kl. 14 og fram á kvöld en launaliðirnir komust aldrei á dagskrá. Til- högun yfirvinnu og greiðslna vegna námskeiða voru rædd ásamt matmálstímum. Seinnipartinn í gær tóku málin svo nýja og óvænta stefnu. At- vinnurekendur gerðu athuga- semdir við leiðbeiningar til verk- fallsvarða, þar sem segir að vers- lunarmenn geti misst lífeyrisrétt- indi sín brjóti þeir verkfallið. Við þetta fór taugastríð af stað. Vers- lunarmenn bentu á að félagar þeirra gætu ekki bara hirt réttindi félagsins, heldur yrðu þeir líka að axla skyldur þess. í gærkvöldi lagði samninga- nefnd verslunarmanna svo fyrir bókun hjá sáttasemjara þar sem rangtúlkun atvinnurekenda á leiðbeiningunum er mótmælt. Benda verslunarmenn á að þeir launþegar á félagssvæði VR sem vilji eiga aðild að lífeyrissjóðnum skuli vera félagar í VR og lúti leiðbeiningarnar að því að gera launþegum grein fyrir þessu ákvæði reglugerðarinnar. Staðhæfingar vinnuveitenda um að túlkun Verslunarmannafé- lagsins á ákvæðinu feli í sér kröfu um upptöku á eignum lífeyris- sjóðsfélaga séu því ekki sannleikanum samkvæmar, og krefst samninganefnd VR þess að vinnuveitendur láti af ábygðar- lausum vinnubrögðum og gangi þegar í stað til efnislegrar um- ræður um kröfur félagsins. Þjóðviljinn ræddi í gær við marga forystumenn verslunar- manna í Karphúsinu. Þeim bar öllum saman um að ekkert mið- aði á meðan umræða um launal- iðina lægi í láginni. Víglundur Þorsteinsson, for- maður iðnrekenda, sagði ekki koma til boðunar verkbanns fyrr en í fyrsta lagi á mánudag. Hann sagði ekki koma til greina að láta verslunarmenn eina ráða ferðinni í þessari deilu. Víglundur taldi Pétur Sigurðsson, formann Al- þýðusambands Vestfjarða, vera sigurvegara samningamála 1988. Eftir þessum ummælum að dæma gæti frekari harka hlaupið í deilurnar eftir helgi. -hmp Samningafólk verslunarmanna tók lífinu með stóískri ró í Karphúsinu í gær. Mynd: Sig Framsóknarflokkurinn Engin tillaga um gengisfetlingu Steingrímur Hermannsson.Kannast ekki við gengisfellingartillögu. Margt afþvísem sagt hefur verið tómtfleipur ogþvœla. il iðstjórnarfundur Fram- dag á Holiday Inn. Beðið hefur verið eftir þessum fundi með tölu- verðri eftirvæntingu enda mark- mið hans að endurskoða afstöðu Framsóknarflokksins til stjórn- arsamstarfsins. Undanfarna daga hafa birst í fjölmiðlum tillögur þær sem sagt er að verði til um- ræðu á fundi þe.ssum. Steingrím- ur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í samtali við Þjóðviljann að margt af því sem sagt hefði verið væri tómt fleipur og þvæla og nefndi sem dæmi að hann kannaðist ekki við að flutt yrði tillaga um gengis- fellingu. „Á þessum fundi munum við taka stjórnarsáttmálann til skoð- unar og vega og meta hvað áunnist hefur af því sem þar var sett fram. Einnig munum við ræða um hvernig draga beri úr viðskiptahallanum, lækka vexti, draga úr byggðaröskun og fjalla um stöðuna í efnahagsmálum al- mennt," sagði Steingrímur og bætti því við að hann ætti von á góðum og árangursríkum fundi. Meðal þeirra hugmynda sem komið hafa fram í efnahagsmála- nefnd Framsóknarflokksins, sem unnið hefur að undirbúningi miðstjórnarfundarins, er að draga úr viðskiptahallanum með tollum á lúxusvörur, tollum á nýja bíla, að setja höft á erlend lán og að setja þrengri reglur við starfsemi fjármagnsmarkaðarins, það er þess hluta hans sem er utan banka- og sparisjóðakerfis- ins .FRI Fiskvinnslan Ráðhúsið Tilmæli um stöðvun Jóhanna Sigurðardóttir fél- agsmálaráðherra sendi í gær Da- víð Oddssyni borgarstjóra bréf, þar sem hún fer fram á að fram- kvæmdum við byggingu Ráð- hússins í Tjörninni verði hætt þar _ til ráðherrann hefur fellt úrskurð um réttmæti graftarleyfis vegna byggingarinnar. Það voru íbúar við Tjarnargötu sem kærðu graftarleyfi bygginga- nefndar borgarinnar til ráðherra. Jóhanna óskaði umsagnar skipul- agsstjórnar ríkisins og borgarinn- ar um kæruna, en á fundi skipul- agsstjórnar í vikunni var frestað afgreiðslu á tillögu um að mæla gegn graftarleyfinu. Minnst 10% gengisfelling 7-15% verðfall á sjávarafurðum. Líkurá8% lœkkunsaltfisks. Tap áfrystingunni að meðaltali um 10%. Fiármagnskostnaður allt að 20% aftekjum Vegna verulegs verðafalls á sjávarafurðum á Ameríku- og á Evrópumarkaði, að meðaltali frá 7-15% eftir tegundum, og lík- inda á að saltfiskur eigi eftir að lækka um önnur 8% á næstunni, hrópa fiskvinnslumenn á gengisl- ækkun sem þeir segja að verði að vera í það minnsta 10% til við- bótar þeirri 6% lækkun sem varð ekki alls fyrir löngu. Samkvæmt útreikningum Þjóðhagsstofnunar þýðir 5% al- menn lækkun á botnfiskafurðum um 1,5 miljarða króna rýrnun út- flutningstekna, en ef lækkunin er helmingi meiri táknar það allt að 3 miljarða tap. Að sögn Jóhanns A. Jóns- sonar, framkvæmdastjóra Hrað- frystihúss Þórshafnar, er tap á fiskvinnslunni í dag að meðaltali um 10% og á eftir að aukast ef ekkert verður að gert. Fastgengisstefna stjórnvalda hef- ur gert það að verkum að mis- munurinn á milli tekna og kostn- aðar hjá vinnslunni eykst sífellt, ásamt því að vaxtastefnan gerir það að verkum að fjármagns- kostnaður fyrirtækja er sums- staðar orðinn allt að 20% af tekj- um, en ætti að öllu eðlilegu að vera um 4%. Jóhann sagði að það væri eng- um blöðum um það að fletta að skilningur stjórnvalda á vanda fiskvinnslunnar væri nánast eng- inn, og í stað þess að grípa til viðeigandi ráðstafana sætu ráða- menn fastir á úreltum grundvall- aratriðum í gengismálum í stað þess að skrá gengið eftir fram- boði og eftirspurn hverju sinni. Sömu sögu hafði Bjarni Kr. Grímsson, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Dýrfirðinga á Þing- eyri, að segja. Þar vestra eru menn að huga að endurskipul- agningu í rekstri frystihússins á sama hátt og þeir hjá Granda hf. í Reykjavík hafa nýlega kunngert, til að ná fram meiri framleiðni, en þó með öðrum formerkjum þar sem engum starfsmönnum verð- ur sagt upp. „Ef ekkert verður að gert má fastlega gera ráð fyrir enn frekari flótta fólks frá íandsbyggðinni suður á höfuðborgarsvæðið og fiskvinnslan hverfur út á sjóinn um borð í frystitogarana, sem virðist vera eina ráðið í þessu svartnætti," sagði Bjarni Kr. Grímsson. -grh Laugardagur 2.Í. apríl 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Launamál Guðjóns B. Leicíð daginn fyrir verkfall Margfaldar endurgreiðslur á kostnaði Launamál Guðjóns B. Ólafs- sonar forstjóra Sambandins eru enn komin í hámæli eftir að greinargerð Geirs Geirssonar endurskoðanda SÍS um launamál Guðjóns var lekið til fréttastofu sjónvarpsins daginn fyrir verkfall verslunarmanna. í þessari greinargerð kemur fram að mánaðarlaun Guðjóns námu 1.5 miljón króna síðasta starfsár hans hjá Iceland Seafood og tekjur hans á árinu 1986 námu rúmum 16 milljónum króna, sem munu vera 28-föld meðallaun hjá Sambandinu á því ári. En það er annað sem vekur at- hygli í þessari greinargerð sem nær yfir tímabilið 1981 til 1987. Þar kemur m.a. fram að ferða- kostnaður sem Sambandið borg- aði fyrir Guðjón þetta tímabil nam 434.000 dollurum eða um 17 miljónum króna auk 210.000 dollara sem Guðjón lagði fram nótur fyrir. Þessi aukaferða- kostnaður nam því um 100 doll- urum á dag á þessu tímabili. Heildarlaun Guðjóns á árun- um 1981 til 1987 námu um 90 miljónum króna, en sem kunnugt er af fréttum taldi Erlendur Ein- arsson fyrrverandi forstjóri Sam- bandsins að hann hefði fengið rúmlega 500.000 dollara umfram umsamin laun á þessu tímabili. í skýrslu endurskoðandans kemur fram að mismunur uppreiknaðra kostnaðarfjárhæða og greiddra bónusa á þessu tímabili sé 550.000 dollarar, en 350.000 doll- arar sé tekið tillit til skatta.-FRl

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.