Þjóðviljinn - 24.04.1988, Side 6
Velheppnuð
ráðstefna um
uppeldi og
menntun for-
skólabarna
um síðustu
helgi.Selma
Dóra Þor-
steinsdóltir:
Endurspeglar
vaxandi
áhuga á for-
skólauppeldi
Þessi mikla aðsókn sýnir á-
kveðna hugarfarsbreytingu;
þá að forskólauppeldi er nú í
vaxandi mæli álitiðáhuga-
vert, sagði Selma Dóra Þor-
steinsdóttir, formaður
Fóstrufélags íslands, en um
síðustu helgi gekkstfélagið
fyrir ráðstefnu um uppeldi og
menntun forskólabarna.
Ráðstefnan var haldin á Holi-
day Inn og sprengdi utan af sér
annars rúmgóð húsakynnin.
Reiknað hafði verið með 150
manns eða svo í upphafi fyrir-
lestrahaldsins, en ríflega þrefalt
fleiri mættu eða hátt í 500 manns.
Skellt var á aukafyrirlestrum að
sögn Selmu Dóru til að aðlaga
undirbúninginn margfaldri að-
sókninni.
Formaður Fóstrufélagsins var
að vonum í sjöunda himni yíir
viðtökunum og sagði að breiddin
á ráðstefnunni hefði verið nokk-
uð góð, og töluvert um foreldra
barna á dagvistarheimilunum
auk starfsfólksins.
Mörg erindi voru flutt á ráð-
stefnunni og fjallað um efni á
borð við málörvun, uppeldishlut-
verk fjölmiðla, samskipti í upp-
HúsfyliirerekkiréttaoröiðumaðsókninaaðráðstefnuFóstrufélagsins um síðustu helgi er uppeldi og menntun forskólabarna voru reifuð.
Aðsóknin var langt umfram vonir hinna bjartsýnustu og endurspeglar hraðvaxandi áhuga á viðfangsejninu. Mynd: Sig.
Dúnduraðsókn hjá
Fóslrafélaginu
eldi og kennslu, dagvistarheimili um. Á móti skal vakin athygli á Að lokum ein lítil leiðrétting: lands“ í blaðinu daginn eftir. Eins
í fortíð og framtíð, og er þá fátt því að Fóstrufélagið áformar að Við upphaf ráðstefnunnar á og menn sjá hefur viðkomandi
eitttalið. Héráopnunniertæptá gefa erindin út á bók, og ættu fimmtudaginn var hitti einn blað- tekiðlítillegafyrirsig framítíma;
nokkrum atriðum, en hin eru foreldrar og annað áhugafólk um amanna Selmu Dóru í mýflugu- Fóstrufélagið er að sönnu til, en
fleiri sem verða útundan; reykur- forskólauppeldi að fylgjast með mynd og titlaði hana „formann ekki sem stéttarfélag. Ráðagerð-
inn af réttunum með öðrum orð- því framtaki. hins nýstofnaða Fóstrufélags ís- ir í þá veru eru annað mál. HS
Annarra manna
krakkar
Eyjólfur Kjalar Emllsson,
heimspekingun Það þjónarsam-
eiginlegum hagsmunum allra að
vel takist til um barnauppeldið
I erindi sínu á ráöstefnu
Fóstrufélagsins: Börn - upp-
eldi - samfélag, færði Eyjólfur
Kjalar Emilsson heimspek-
ingur rök að því að uppeldi sé í
eðli sínu félagslegt mál sem
varði alla í samfélaginu. Hin
almenna skylda til að leggja
þar eitthvað af mörkum er
ekki bara kristileg skylda til að
geragóðverk, heldurerupp-
eldi þess háttar hlutur að
hagsmunir allra eru skertir ef
illatekst til, sagði hann.
Það er allútbreitt viðhorf að
uppeldi barna sé í rauninni ekki
samfélagslegt mál, heldur fyrst
og fremst mál foreldranna, sem
hljóti að bera af því allan eða
mestallan kostnað, sagði Eyjólf-
ur Kjalar; þetta sé ekki mál sem
hinn almenni skattborgari hafi
nokkra skyldu til að láta sig varða
eða láta fé af hendi rakna til.
Samfélagsleg
skylda
Þetta sjónarmið er oft mildað
þannig að fólk telur ekki óeðli-
legt að kosta einhverju til hjálpar
þeim sem allra verst eru settir, en
lítur á slíkt sem einskonar ölmusu
eða kristilega skyldu við þá sem
eiga bágt, en álítur það ekki al-
menna samfélagslega skyldu sína
að kosta einhverju til uppeldis
annarra manna krakka.
Sé það rétt hjá mér að þetta
sjónarmið sé allútbreitt í ein-
hverri mynd - sennilega eru þeir
þó fremur fáir sem halda því fram
í sinni öfgafyllstu mynd - þá
myndi það trúlega hrökkva nokk-
uð langt til að skýra hið bága
ástand sem ríkir í dagvistunar-
málum hjá þessari auðugu þjóð
sem við tilheyrum, sagði Eyjólfur
Kjalar.
Hann nálgaðist því næst spurn-
inguna um hversu óviðkomandi
hinum barnlausu væri þetta mál
með því að bregða á leik með
ímyndunaraflið: Hugsum okkur
að ég sé barnlaus maður. Gerum
ráð fyrir að ég sé ágætlega efnum
búinn og að auki það sem maður
myndi kalla lítt félagslega sinnað-
ur: ég vil helst enga skatta borga,
og ef ég geri það vil ég vera nokk-
uð viss um að framlagið sé líklegt
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 24. apríl 1988
Eyjólfur Kjalar Emilsson: Algert skilyrði þess að nokkur hlutur gangi, svo ekki sé sagt blómstri, er að
uppeldismál almennt séu í góðu lagi. Mynd: Sig.
til að gagnast mér á einhvern
hátt. Við skulum enn fremur gera
ráð fyrir að ég sé lítill hugsjóna-
maður og sjónarhóll minn allur
fremur þröngur. Hvað koma mér
börn við?
Palli er ekki
einn í heiminum
í fyrsta lagi er vert að benda á
að það mun næstum örugglega
skipta mig nokkru hvort aðrir
halda áfram að fæða börn. Segj-
um að eitthvert eitur í andrúms-
loftinu eða hangikjötinu geri það
að verkum að flestallir íslending-
ar verði ófrjóir og hætti að
eignast börn. Myndi það snerta
mig á einhvern hátt? Vissulega.
Þegar ég væri orðinn gamall væru
flestir komnir yfir miðjan aldur.
Það væri lítið um lækna með nýj-
ustu kunnáttu sem líkleg væri til
að lengja í mér líftóruna. Senni-
lega væri allt efnahagslíf þjóðar-
innar í rúst (ég gef mér að ungt
fólk hafi ekki flutt til landsins frá
útlöndum), þannig að hafi ég
áður verið auðugur er fremur lík-
legt að nú sé harðara í ári hjá mér,
ef ég er þá ekki kominn á ver-
gang. Sem sagt: bara það hvort
það fæðast börn eða ekki skiptir
mig reyndar heilmiklu máli. Það
vekur óneitanlega grunsemdir
um að annarra manna krakkar
komi jafnvel slíkum manni við
sem ég er að ímynda mér að ég sé
sjálfur.
Eyjólfur Kjalar færði því næst
rök að því að það skipti dæmi-
sögumanninn meira en litlu máli
hvernig til tækist með uppeldið,
að því gefnu að börn héldu áfram
að fæðast: Ef uppeldið misfærist
víða væri hætt við að skemmda-
vargar væðu uppi - sem aftur
hefði sitt að segja upp á forgengi-
legar eigur á borð við rúður og
bila- og smnuleysi og ófyrirleitni
yrði dagskipunin.
Við deilum með okkur marg-
víslegum verðmætum sem ná út
fyrir okkar eigin persónu, sagði
Eyjólfur Kjalar. Hann sagði að
allir vildu að mannlíf og menning
blómstraði með einhverjum
hætti, og ætti það jafnt við um
barnafólk sem barnlausa.
Áherslubreytingar yrðu alltaf
fyrir hendi, en skilyrði þess að
nokkur hlutur gengi, að ekki væri
sagt blómstraði, væri að uppeld-
ismálin væru almennt í góðu lagi.
Ekki bara hjá sumum heldur sem
víðast. Því væru það allra hags-
munir að uppeldi væri almennt
gott, og því ekki neitt einkamál
fyrir foreldra og börn að klóra sig
fram úr.
HS