Þjóðviljinn - 24.04.1988, Blaðsíða 11
Guðrún Ágústsdóttir: Við stöndum langt að baki Norðurlöndunum
hvað snertir lagasetningu um jafnréttismál.
þessu leyti. Og það verður miklu
skemmtilegra samfélag því að
jafnréttið er betra fyrir alla.
Guðrún Ág: Þá munu ýmsir
eiginleikar kvenna, sem ekki
hafa fengið að njóta sín, fá að
blómstra til hagsbóta fyrir
þjóðfélagið allt. I Rauðsokka-
hreyfingunni var talað um að
hugarfarsbreyting meðal kvenna
væri sá grunnur sem byggja yrði
á. Ég held að þessi hugarfarsb-
reyting sé einmitt að verða núna,
ekki bara hjá menntuðum með-
vituðum millistéttarkonum held-
ur hjá öllum konum.
Guðrún Árna: Já, ég finn hana.
Hún er nærri því áþreifanleg.
Guðrún Ág: Eg er það bjartsýn
að ég held að þessi hugarfarsb-
reyting ásamt aukinni faglegri
menntun og framhaldsmenntun
kvenna verði til þess að við náum
verulegum árangri í jafnréttis-
baráttunni á næstu áratugum.
Sigrún: Ég er mun bjartsýnni í
þessum efnum nú en fyrir ári. Ég
trúí á þessa hreyfingu sem nú má
finna hjá konum og held þær séu
tilbúnar að berjast. Það var oft
þannig að konur voru konum ver-
star en það finnst mér hafa
breyst.
Þverpólitískt
samstarf
Guðrún Ág: Ég tel alls ekki að
konur hafi verið verstu óvinir
kvenna. Þvert á móti held ég að
konur sýni það á mörgum sviðum
að þeim er lagið að starfa saman,
hvort sem það er við undirbúning
að fermingarveislum eða að öðr-
um málum. Þverpólitískt sam-
starf kvenna er séríslenskt fyrir-
bæri. Við byrjuðum með kvenna-
frídaginn 1975 og endurtókum
hann 1985. Við unnum mikið
saman við forsetakjör. Við
tókum sameiginlega á vegna
frjálsra fóstureyðinga og stofnuð-
um saman kvennaathvarf. Nú
erum við í þverpólitísku samstarfi
í Framkvæmdanefnd um launa-
mál kvenna og fleira mætti nefna.
Allt þetta, sem við höfum verið
að fást við þvert á flokkspólitísk
bönd, hefur skilað okkur veru-
lega miklum árangri og aukið
traust á milli okkar.
Sigrún: Núna vantar fyrst og
fremst konur í ábyrgðarstöður til
þess að unnt verði að nýta þessa
hreyfingu. Ég veit ekki hvernig
við eigum að koma því í kring, en
það verður að gerast.
Guðrún Ág: í jafnréttislögun-
um er heimild til sérstakra að-
gerða til að auka hlut kvenna á
vissum sviðum. Um þetta er
mikið rætt núna og ég bind vonir
við þetta. Það er rætt um aðgerðir
til að örva konur til að sækja um
ábyrgðarstöður, sumir tala
jafnvel um kynjakvóta við mann-
aráðningar innan fyrirtækja, líkt
og við höfum í Alþýðubandalag-
inu og er algengur á Norðurlönd-
unum.
í þeim starfsstéttum sem að
meirihluta til eru skipaðar kon-
um, þótt karlar skipi þar flest
ábyrgðarstörfin, eins og hjá
kennárastéttinni með alla karl-
ana í skólastjórastöðunum, þá
væri ekki óeðlilegt að hafa þá
reglu að sæki bæði karl og koha
um ábyrgðarstarf og bæði eru hæf
til að gegna starfinu, þá beri að
ráða konuna. Við slíkar aðgerðir
er hætta á að karlar verði hræddir
og fari að stíga á bremsurnar.
Guðrún Árna: Ég er bjartsýn
og er viss um að ekki tekst að
snúa þróuninni við. En það er eitt
atriði sem veldur mér nokkrum
kvíða. Margar þeirra kvenna sem
lagt hafa mikið fram í þessari bar-
áttu, konur sem nú eru um fert-
ugt, áttu heimavinnandi mæður
og fengu oft mikinn stuðning hjá
þeim. Ungar konur eiga ekki slík-
an stuðning vísan hjá útivinnandi
mæðrum sínum.
Þarna komum við að stóru
máli. Hvernig verður framtíðin
hvað snertir uppeldi og um-
mönnun barna? Þetta er svo
mikið mál að það er efni í annað
blaðaspjall.
Karpov nœr örugg
ur umsigurá 1.
heimsbikarmótinu
Síðasta umferð 1. heimsbik-
armótsins verður tefld í dag en
fyrir umferðina er Anatoly Karp-
ov nær öruggur um sigur. Hann
hefur vinnings forskot á landa
sinn Valeri Salov og á að tefla
með hvítu í síðustu umferð gegn
hinum friðsama Ulf Andersson.
Karpov hefur teflt af miklu ör-
yggi og virðist ætla að bæta enn
einum mótasigrinum í safnið.
Virðist svo sem glæsileg sigur-
skák hans gegn Jan Timman hafi
komið honum af stað svo um
munaði en þessi skák var birt í
blaðinu um síðustu helgi.
Staðan fyrir síðustu umferðina
þegar allir hafa lokið 15 skákum
nema Nogueiras, sem situr yfir í
síðustu umferð, er þessi:
1. Karpov (Sovétr.) 10'/2 v. 2. Salov
(Sovétr.) 9*/2V. 3. Nunn (England) 9 v.
+ biðskák 4. Beljavskí 9 v. 5.-7. Port-
isch (Ungv.land), Andersson (Sví-
þjóð) og Ljubojevik (Júgóslavíu) allir
með 8V2 v. 8. Speelman (England) 8 v.
9. Tal (Sovétríkin) 7'/2 v. 10. Nikolic
(Júgóslavíu) 7 v.ll. Nogueiras (Kúbu)
7 v. (af 16) 12. Sokolov (Sovétríkin)
6V2 v. + biðskák. 13. Seirawan
(Bandaríkin) 6V2 v. 14. Timman (Hol-
land) 6 v. +2 biðskákir. 15. Kortsnoj
(Sviss) 6 v. 16. Sax (Ungv.land) 514 v.
17. Winants (Belgíu) 2V4 v.
Það er í sj álfu sér fátt sem kem-
ur á óvart í sambandi við stöðuna
fyrir síðustu umferð. Karpov var
fyrir mótið álitinn sigurstrangleg-
astur og Winants öruggur með
neðsta sætið. Slök frammistaða
Kortsnojs og Timmans vekur
nokkra athygli og gott gengi Sal-
ovs og Nunn. Englendingurinn
hefur verið farsæll, vann t.a.m.
gjörtapaða stöðu gegn Kortsnoj.
Hér fer á eftir sigurskák hans
gegn Guyla Sax þar sem hann
beitir afbrigði sem átt hefur sí-
vaxandi vinsældum að fagna
uppá síðkastið, Marshall árás-
inni. Upphaflega var það Boris
Spasskí sem dustaði rykið af
þessu fræga leynivopni Banda-
ríkjamannsins Paul Marshall en
það þekkja allir skákmenn að
Marshall beið með þessa leið í 8
ár þar til hann beitti henni gegn
Capablanca í New York 1918.
6. UMFERÐ:
john Nunn - Guyla Sax
1. e4-e5
2. R13-Rc6
3. Bb5-a6
4. Ba4-Rf6
5. 0-0-Be7
6. Hel-b5
7. Bb3-0-0
8. c3-d5
9. exd5-Rxd5
10. Rxe5-Rxe5
11. Hxe5-c6
12. d4-Bd6
13. He2-Dh4
14. g3-Dh3
15. Rd2-Bf5
(Nú er komin upp ein þekkt-
asta staðan í Marshall-
afbrigðinu. Hvítur hefur vikið
hróknum til e2 í stað el sem af
einhverjum ástæðum þykir ná-
kvæmari leikjaröð. Nunn ger-
þekkir þessa stöðu og hér hefur
ýmislegt verið reynt, 16. Bxd5 16.
Bc2 eða 16. Re4).
16. a4-Hae4
17. Hxe8-Hxe8
18. Rfl-h5
19. Bxd5-cxd5
20. axb5-axb5
21. Re3
(Sú leikaðferð sem byggist á
því að gefa biskupinn fyri riddar-
Anatoly Karpov.
ann á d5 er ekki vænleg til árang-
urs. Það hafa margar skákir sýnt.
í framhaldinu fær svartur sívax-
andi færi fyrir hið fórnaða peð).
21. .. Bg6
22. Dfl-Dd7
23. Ha5-Hb8
24. Rg2?
(Greinilega ónákvæmur
leikur. Betra var 24. b4 þó svart-
ur hafi fullnægjandi bætur fyrir
peðið.)
24. .. b4!
25. Bd2-bxc3
26. Bxc3-Bc7
27. Hc5-Be4
28. I3-Bc2
29. Re3-Bb3
30. Bd2
(Svartur hótaði 30. .. Bb6 og
hvíti hrókurinn á sér ekki undan-
komu auðið. En nú fellur d4-
peðið og með því hvíta staðan.)
30. .. Bb6
31. Hcl-Bxd4
32. Dd3-Bxb2
33. Hel-Ba2
34. Da6-Bc4
35. Da5-Bd4
36. Bc3-Bxe3+
37. Hxe3-d4
38. De5-Hd8
39. Bb2-f6
40. Dc5-dxe3
- og hvítur gafst upp.
Þó Jan Timman hafi ekki náð
að sýna sitt besta í Brussel hefur
hann þó teflt nokkrar góðar
skákir. Hér er Ungverjinn Sax
enn þolandinn í afbrigði Nimzo-
indversku varnarinnar sem hefur
verið mikið í tísku uppá síðkast-
ið.
5. UMFERÐ:
Jan Timman - Guyla Sax
1. d4-Rf6
2. c4-e6
3. Rc3-Bb4
4. Rf3-b6
5. Bg5-h6
6. Bh4-Bb7
7. e3-g5
8. Bg3-Re4
9. Dc2-Bxc3+
10. bxc3-Rxg3
11. fxg3-g4
12. Rh4-Dg5
13. Dd2-Rc6
14. Bd3öRe7?
(Síðar í mótinu fékk Timman
þessa stöðu upp með svörtu gegn
Salov og lék 14. .. f5 sem er ná-
kvæmari leikur. Honum tókst að
30. Rb4!
(Þvingar atburðarásina. Hvít-
ur útkljáir taflið á afar markviss-
an hátt.)
30. .. Rd8 32. c5!-dxc5
31. Hxg8-Hxg8 33. bxc5-Bc8
(Vitaskuld ekki 33. .. Dxc5 34.
Ra6+ og vinnur.)
34. Hcl-Da4 38. Bb5-Dxb5
35. Dc3-Dd7 39. Dxg7-Re6
36. Rd5-Hg7 40. Rxc7!-Dg5
37. cxb6-axb6 41. Dxg5+
- og Sax gafst upp.
(Þetta kann auðvitað ekki
góðri lukku að stýra. Svartur tap-
ar tveimur leikjum og fær ótefl-
andi stöðu út úr byrjuninni.)
16. D12-0-0-0 18. De2-Da5
17. 0-0-Ba6 19. Dc2-e5
(Það er auðvelt að gagnrýna
þennan leik sem gefur hvítum
færi á að koma riddaranum á á-
kjósanlegan reit en veikleikinn á
f7 varð ekki með góðu móti var-
inn svo svartur leitaði mótfæra á
miðborðinu.)
20. Rf5-Kb8 25. Re3-Kb8
21. Habl-Ka8 26. Rd5-exd4
22. a3-d6 27. cxd4-h5
23. Khl-Bc8 28. Hxf7-Be6
24. Db2-Bd7 29. Hg7-Hdg8
halda riddaranum á h4 úti nær
alla skákina en framhaldið varð:
15. 0-0 Re7.16. a4 a5 17. HÍ4-0-0
18. Hel d5 með flókinni aðstöðu-
baráttu.)
15. e4-Rc6
■
Æ ., m
AftAÁ.
ɧ I
iÆ ■
M&B&mAM
MJlM 0
■ m&m
M. M m
Sunnudagur 24. apríl 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA