Þjóðviljinn - 24.04.1988, Síða 13

Þjóðviljinn - 24.04.1988, Síða 13
>* */ ■ ‘ v. v ->*h < .: -voí**/ wm* jgaíf 1,v«h U ,/ V. Frœgasta perla leikbókmenntanna frumsýnd í Iðnó ó sunnudagskvöldið Örvænting Hamlets brýst út í á Ófelíu (Sigrún Edda Björnsdóttir, Þröstur Leó Gunn- arsson). fljóta með eftir hentugleikum. Það er aðalsmerki góðs leikrits að það er hægt að túlka það á marga vegu. Hamlet hefur fyrir löngu unnið sér sess sem ein af perlum leikbókmenntanna, leikritið hef- ur staðist tímans tönn sem sést best á því að enn er það leikið og ennþá geta menn eytt ómældum tíma í að velta fyrir sér sálar- kvölum Hamlets Danaprins. William Shakespeare (1564- 1616) er talinn hafa skrifað Ham- let um aldamótin 1600. Peir at- burðir sem þar er skýrt frá eru taldir hafa gerst eitthvað í kring- um árið 1066, þó sú tímasetning sé aukaatriði í leikriti Shakespe- ares. í Historica Danica, Dana- sögu Saxos er sagt frá Amleth Danaprins, sem þykist vera geð- veikur til að fá tækifæri til að hefna sín á föðurbróður sínum sem hefur myrt föður hans og gifst móður hans og orðið þannig konungur yfir Danaveldi. Am- leth (eða Amlóði) fær móður sína sér til aðstoðar og tekst eftir ýmis ævintýri (til dæmis Englandsför sem einnig kemur fyrir í Hamlet Shakespeares), að koma fram hefndum og verður konungur Dana. Leikstjóri í uppfærslu Leikfé- lagsins er Kjartan Ragnarsson, leikmyndina gerir Grétar Reynis- son, og ljósamaður er Egill Örn Árnason. Þröstur Leó Gunnars- son leikur Hamlet að þessu sinni, Sigurður Karlsson er Kládíus Danakóngur og Guðrún Ás- mundsdóttir Geirþrúður drottn- ing hans. Sigrún Edda Björns- dóttir leikur Ófelíu, Valdimar Örn Flygenring Laertes bróður hennar, og Steindór Hjörleifsson Póloníus föður þeirra og ráðgjafa konungs. Eggert Þorleifsson leikur Hóras, hinn trausta vin Hamlets. Aðrir leikendur eru Jakob Þór Einarsson, Eyvindur Erlendsson, Kjartan Bjarg- mundsson og Andri Örn Clausen. LG um Hamlet Póloníus árgerð 1988, Steindór Hjörleifsson. Mynd - E.ÓI sagt fyrirmynd annarra hvað tískutildur og yfirborðsmennsku snerti. Þessi ummæli lýsa auðvit- að vel viðhorfi Ófelíu til þess hvernig aðalsmaður með „göfuga sál“ eigi að haga sér. Það er þetta hlutverk sem Hamlet hefur nú hafnað. Upp- reisn hans er gerð gegn skinhelgi, falsi yfirborðsmennsku og ó- menningu hirðarinnar. Þegar faðir hans deyr og móðir hans flýtir sér að giftast mági sínum ljúkast augu Hamlets upp fyrir falsi og siðblindu þessa fólks. I samtölum sínum við tungulipra smjaðrara eins og Pólóníus, Rós- inkrans og Gullinstjarna, Ósrik, dregur Hamlet þá sundur og sam- an í háði, veiðir þá í gildrur sem afhjúpa yfirdrepsskap þeirra og tunguþjónkun og gerir þá að aumkunarverðum ösnum. Önnur hlið þessa falska hirðlífs eru njósnirnar. Mörg eru kon- ungs eyru segir spakmælið og það á vissulega við um Kládíus. En yfirmeistari allra þessara hirð- ósiða er Pólóníus. Hann er stund- um leikinn upp á gamansemina, gerður að meinleysislegum og smásmugulegum bjálfa. Slík túlkun er hæpin. Þegar grannt er skoðað er Pólóníus útsmoginn og samviskulaus bragðarefur sem svífst einskis til að ná markmið- um sínum. Af algeru tilfinninga- leysi notfærir hann sér dóttur sína til þess að leggja tálsnörur fyrir Hamlet. Heimspekingurinn frá Wittenberg sér í gegnum þessar snörur, finnst Ófelía hafa brugð- ist sér á svipaðan hátt og móðir hans sveik föður hans - og andúð hans á veiklyndi og sviksemi kvenna (sem hann tengir kyneðli þeirra) magnast um allan helm- ing. Svikulir njósnarar hljóta grimmileg örlög í leikritinu. Pól- óníus stendur á hleri bak við veggtjöld og Hamlet rekur hann í gegn í þeirri trú að hann sé bróð- urbaninn Kládíus. Ófelía gengur af vitinu þegar Hamlet snýr við henni bakinu eftir að hún lætur föður sinn nota sig sem hand- bendi gegn Hamlet. Rósinkrans og Gullinstjarni falla fyrir eigin bragði á leiðinni til Englands. Að lokum falla svo Kládíus, Geir- þrúður og Laertes öll fyrir því eitri sem þau byrluðu Hamlet. Allir eru fallnir í valinn þegar Fortinbras birtist og hrifsar um- svifalaust til sín völdin. Fortinbras er maður skjótra aðgerða og hiklausra. Ef hann hefði staðið í sporum Hamlets og heyrt orð vofunnar hefði leikrit- inu lokið strax í fyrsta þætti. Hann er enginn hugsuður. Það er Hamlet hins vegar, hann á við þann vanda að stríða að hugsa of mikið og hann veit að „heilabrot- in gera oss alla að gungum". Leiðin frá hugsun til athafnar er ekki greið og bein. Hamlet er sí- fellt að álasa sjálfum sér fyrir dáðleysi. Hann undrast það að leikarinn skuli geta úthellt ógnar- legum tilfinningum út af Hekúbu sem honum kemur ekki vitund við, meðan Hamlet sjálfur stend- ur stjarfur og máttlaus og finnur ekki útrás fyrir eigin harm. Sama tilfinning grípur hann þegar hann sér herlið Fortinbrasar á leið til Póllands þar sem ætlunin er að heyja styrjöld út af einhverri nauðaómerkilegri landspildu. Hamlet blygðast sín er hann sér tuttugu þúsund menn, sem dauða merktir með frægðarinnar fánýtt blik í augum ganga til moldar sem til sængur, berjast um blett sem er til bardagans of þröngur og nægir ekki til að taka gröf að geyma valinn. Það er hins vegar engan veginn víst að við séum tilbúin að deila aðdáun Hamlets á bardagafýsi Fortinbrasar. íslenskur áhorf- andi í nútímanum er líklegri til að finna til samkenndar með ráð- villtum Hamlet en herskáum Fortinbrasi. Hamlet er harmleikur hugs- andi einstaklings sem neyðist til að kljást við hugsunarlaus og ruddafengin öfl. Einnig harm- leikur ungs manns sem gerir upp- reisn gegn grimmd og skinhelgi valdakerfisins en bíður ósigur. Einnig harmleikur einlægs manns sem hafnar tískutildri og yfir- borðskæti samtímans. Einnig harmleikur manns sem sér í gegn- um glys og hégóma mannlífsins og inn í auðan tómleika manns- sálarinnar. En sem betur fer verður persónan Hamlet aldrei skýrð eða skilgreind endanlega og til hlítar. Við getum aldrei slitið hjartað úr leyndarmáli hans og leikið á hann eins og flautu. Mitt í glaumi samtímans, yfir- borðshressileik, eftirsókn eftir vindi, hernaðarbrölti, njósna- dellu, skinhelgi, grimmd og menningarleysi er okkur hollt að hugsa til Hamlets. Sverrir Hólmarsson Sunnudagur 24. apríl 1988 ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.