Þjóðviljinn - 24.04.1988, Síða 16

Þjóðviljinn - 24.04.1988, Síða 16
BLAÐAMENNSKAN, OG HIN SUDURAM Endursögn á viðtali við kólumbíska rithöfundinn Gabríel Garcia Márquez Kólumbíumaðurinn Gabriel García Márquez er þekktur hér á landi fyrir skáldsögur sínar, sem hafa flestar komið út í íslenskri þýðingu. í nýlegu viðtali sem birtist í The New York Times Book Review kemurfram að Márquez hefur mörg járn í eldinum um þess- armundir. Márquez er ekki lengur búsett- ur í Kólumbíu, heldur skiptir tíma sínum á milli Mexíkóborgar og Havanna á Kúbu, þar sem hann stýrir suður-amerísku kvikmyndastofnuninni. Auk þess er Márquez mjög virkur við skriftirnar og hefur nýlokið við að skrifa leikrit, vinnur að gerð kvikmyndahandrita og er að vinna að nýrri skáldsögu. Nú er verið að undirbúa eða vinna að kvikmyndun á sex sögum eftir hann og nýja leikritið verður frumsýnt í Argentínu og Brasilíu á þessu ári. Auk þessa fæst Márq- uez alltaf eitthvað við blaða- mennsku og í umræddu viðtali fjallar hann einmitt um viðhorf sitt til blaðamennskunnar og tengsl hennar við bók- menntirnar. Blaðamennska virðist yfirleitt ekki njóta mikillar virðingar hér á landi, og við sem að henni störf- um erum oft kölluð snápar eða öðrum niðrandi orðum. Það er því ekki úr vegi að heyra viðhorf Márquezar til starfsins, ekki síst þar sem þau brjóta í bága við þá viðteknu íslensku skoðun sem að framan var lýst. En gefum Márquez og viðmæ- lenda hans orðið: -Þú hefur alltafsagt að þérfinn- ist þú vera eins mikill blaðamaður og sagnaskáld. Sumir rithöfundar hafa sagt að ánœgjan af staifi blaðamannsins felist í rannsókn- inni en ánœgjan af sagnaskáld- skapnum felist í því að skrifa. Ert þú á sama máli? Auðvitað veita bæði störfin sína ánægju. En fyrst af öllu vil ég segja að ég lít á blaðamennsku sem bókmenntagrein. Pað kann að vera að menntamenn séu mér ekki sammála, en ég er þeirrar skoðunar. Þótt hún sé ekki skáld- skapur, þá er hún tæki og aðferð til þess að túlka raunveruleikann. Tímaviðmiðunin kann að vera önnur, en reynslan af sagnaskáld- skapnum og blaðamennskunni er sú sama. Þegar rithöfundur dett- ur niður á „skúbb“ (alþjóðlegt slanguryrði í blaðamennsku um sláandi frétt eða sögu) úr daglega lífinu, sem fellur inn í það sem hann er að skrifa, þá veitir það sömu tilfinningu og þegar blaða- maðurinn uppgötvar lýsandi sögu eða atvik. Slík atvik gerast þegar maður á þeirra síst von og þeim fylgir alveg sérstakur hamingju- hrollur. Opinberun rithöfundar- ins er alveg sambærileg við það þegar blaðamaðurinn uppgötvar að hann hefur fundið fréttina. Auðvitað þarf hann að færa hana í réttan búning, en hann fær strax þessa ósjálfráðu tilfinningu að hann sé búinn að uppgötva það rétta. Blaðamaðurinn veit hvort hann hefur fréttir að færa eða ekki. Sagnaskáldið veit hvort það er með skáldskap í farteskinu eða ekki. Síðan er það að skrifa frétt- ina eða söguna fullkomlega sambærileg iðja og báðir nota að mörgu leyti sömu tækni. -En þín blaðamennska er ekki beinlínis hefðbundin. -Mín blaðamennska hefur ekki beint upplýsingagildi, og því get ég látið eftir eigin duttlungum og leitað á sömu mið og ég geri í skáldskapnum. Ógæfa mín er hins vegar fólgin í því að fólk trúir ekki blaðaskrifum mínum. Það heldur að þetta sé allt saman skáldskapur. En ég get svarið að ég notast hvergi við uppspuna, hvorki í sagnagerð né blaða- mennsku. í sagnaskáldskapnum hagræðir maður raunveruleikan- um, því til þess er skáldskapur- inn. En í blaðamennskunni vel ég mér þau viðfangsefni sem henta skapgerð minni vegna þess að hún er mér ekki lengur lifibrauð. -Er eitthvað úr blaðamennsku þinni sem er þér sérstaklega minn- isstcett eða kœrt? -Já, það er lítil frásögn sem ég kallaði „Kirkjugarður tíndu bréf- anna“ og skrifaði þegar ég vann fyrir E1 Espectador. Ég var að ferðast með strætisvagni í Bog- otá. Þá sá ég skilti þar sem á stóð “Hús tíndu bréfanna". Ég hringdi dyrabjöllunni. Þar var mér sagt að öll þau sendibréf sem ekki væri hægt að koma til skila - vegna rangs eða ógreinilegs heimilisfangs - væru send til þessa húss. Þarna inni var gamall maður sem helgaði líf sitt því að koma þessum bréfum á áfanga- stað. Stundum gat það tekið hann marga daga að koma einu bréfi í réttar hendur. Ef ekki reyndist unnt að finna viðtakandann var bréfið brennt, en bréf voru aldrei opnuð. Þarna sá ég meðal annars bréf sem á stóð „Til konunnar sem kemur til Las Armas- kirkjunnar á hverjum miðviku- degi kl. 5 e.h.“ Gamli maðurinn fór þá til kirkjunnar á tilteknum tíma, fann sjö konur og spurði þær allar. Þegar hann hafði fund- ið þá réttu bað hann kurteislega leyfis að fá að opna bréfið til þess að staðfesta að viðtakandinn væri réttur. Og svo reyndist vera. Ég mun aldrei gleyma þessari sögu. Þarna féllust bókmenntirnar og blaðamennskan nánast í faðma. Mér hefur aldrei tekist að greina þær fullkomlega í sundur.... Viðtalið fjallaði um fleira en blaðamennsku, og viðmœlandinn spurði Márquez hvað hann vœri að gera við Rómönsk-amerísku kvik- myndastofnunina í Havanna? Ósk mín er sú að við eigum eftir að sjá listræna suðuramer- íska kvikmyndagerð ná hlið- stæðri viðurkenningu og bók- menntirnar hafa náð. Við eigum góðar bókmenntir, en það hefur tekið langan tíma að vinna þeim viðurkenningu. Það hefur kostað harða baráttu og kostar enn. -Bókmenntirnar virðast þó hafa náð sér á strik... Já, en þú skilur að þetta byrjaði þá fyrst þegar við byrjuðum að vinna okkur lesendahóp hér heima. Þegar fólk fór að lesa okk- ur hér í Rómönsku Ameríku. Við höfðum alltaf haldið að hið gagnstæða væri mikilvægt. Þegar við gáfum út bók, þá skipti það okkur ekki máli hvort hún seldist hér, heldur hvort við gætum feng- ið hana þýdda. Samt vissum við mæta vel hvað myndi gerast. Bókin yrði þýdd og hún fengi ein- hverja skylduumfjöllun frá sér- fræðingunum. Bókin myndi verða áfram lokuð í gettóum spönskudeildanna við háskólana og aldrei komast út fyrir þær. En þegar fólk fór að lesa okkur hér í Suður-Ameríku opnuðust allar gáttir. Það sama er nú að gerast með kvikmyndirnar. Nú eru gerðar góðar kvikmyndir í Suður- Ameríku. Og það gerist ekki með stórmyndum og miklu fjármagni. Það er gert í samræmi við okkar efni og með okkar eigin aðferð- um. Og þessar myndir eru farnar að sjást á alþjóðlegum kvik- myndahátíðum og hljóta tilnefn- ingu til verðlauna. Én þær eiga enn eftir að vinna sér áhorfendur hér heima. Vandinn liggur hjá stóru dreifingaraðilunum. Þeir þurfa mikið fjármagn til þess að koma óþekktum myndum á framfæri og það skilar sér ekki. En þegar myndir okkar fara að skila hagnaði mun þetta breytast. Við sáum það gerast í bók- menntunum og við munum sjá það gerast í kvikmyndaheiminum á næstu árum. -Stjórnmál skipta þig miklu máli. Enþú notar ekki sögur þínar stjórnmálaskoðunum þínum til framdráttar. Hvers vegna ekki? -Ég er þeirrar skoðunar að ekki eigi að nota bókmenntir sem skotvopn. En jafnvel gagnstætt vilja manns hlýtur hugmyndaf- ræðileg afstaða hans að koma fram í skrifum hans og hafa áhrif á lesandann. Ég held að bækur mínar hafi haft pólitísk áhrif í Suður-Ameríku vegna þess að þær stuðla að því að skapa suður- ameríska ímynd og sjálfsvitund. Þær hjálpa Suður-Ameríkubúum til þess að skilja betur sína eigin menningu. Fyrir nokkrum dögum spurði Bandaríkjamaður mig hvaða pól- itísk markmið lægju að baki kvik- myndastofnuninni. Ég svaraði honum að málið snerist ekki um hvað væri á bak við hana heldur hvað væriframundan. Hugmynd- in er sú að örva vitund um suður- ameríska kvikmyndagerð, og það er í grundvallaratriðum pólitískt markmið. Auðvitað snýst þetta eingöngu um kvikmyndir, en árangurinn verður pólitískur. Fólk stendur oft í þeirri trú að stjórnmál snúist bara um kosn- ingar, að stjórnmál séu bara það sem ríkisstjórnirnar gera, en bók- menntirnar, kvikmyndirnar, myndlistin og tónlistin eru öll grundvallarforsenda suðuramerí- skrar sjálfsvitundar. Og það er það sem ég á við með stjórnmálum. -Áttu þá við að þetta sé eitthvað annað en að setja listrœna hœfi- leika í þjónustu stjórnmálanna? -Það myndi ég aldrei gera. En leyfðu mér að tala skýrar. Listin 16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 24. apríl 1988

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.