Þjóðviljinn - 24.04.1988, Síða 17

Þjóðviljinn - 24.04.1988, Síða 17
BÓKMENNTIRNAR ERÍSKA VTIUND er alltaf í þjónustu stjórnmálanna eða einhverrar hugmyndafræði eða þeirrar sýnar sem rithöfund- urinn eða listamaðurinn hefur á heiminn. En listin ætti aldrei að vera í þjónustu ríkisstjórna. -Hvaða framtíðarsýn hefur þú fyrir Rómönsku Ameríku? -Ég vil sjá sameinaða, sjálf- stæða og lýðræðislega Suður- Ameríku. -/ evrópskum skilningi? -í þeim skilningi að álfan hefði sameiginlega hagsmuni og sam- eiginleg viðhorf. Er það ástœða þess að þú ert nú að skrifa sögu um Simón Bolivar? -Ekki get ég sagt það. Ég valdi mér Bolivar sem viðfangsefni vegna þess að persónugerð hans vakti áhuga minn. Enginn veit í rauninni hvernig hann var, því hann var umlukinn hetjuljóma. Ég sé hann eins og mann af kara- bískum uppruna sem hefur orðið fyrir áhrifum rómantfsku stefn- unnar. ímyndaðu þér hvílíkur sprengjukraftur býr í slíkri blöndu! En hugmyndir Bolivars eru rnjög staðbundnar. Hann ímynd- aði sér Suður-Ameríku sem sjálf- stætt og sameinað bandalag, bandalag sem gæti orðið það stærsta og valdamesta í heimin- um. Hann átti sér lýsandi eftirlæt- isfrasa um þetta. Hann sagði: „Við erum lítið mannkyn út af fyrir sig.“ Hann var einstakur maður, en fékk þó herfilega út- reið og var á endanum sigraður. Og hann var sigraður af sömu öflum og eru virk enn þann dag í dag - hagsmunum landeigenda- aðals og staðbundinna íhalds- samra valdahópa sem halda um hagsmuni sína og forréttindi. Þeir sameinuðust gegn honum og gerðu út af við hann. En draumar hans eru engu að síður í gildi - að eignast sameinaða og sjálfstæða Suður-Ameríku. Sjáðu til, ég er að leita að öðr- um orðum. Ég hef raunverulega andstyggð á tungutaki stjórnmálanna. Orð eins og „al- þýða“ (people) hafa til dæmis misst þýðingu sína. Við verðum að berjast gegn steinrunnu tungumáli. Ekki bara meðal marxista, sem hafa reyndar unnið dyggilegast að því að steingera tungumálið, heldur líka á meðal hinna frjálslyndu. Orðið „lýð- ræði“ er annað dæmi. Sovétmenn segjast vera lýðræðislegir, Bandaríkjamenn segjast vera lýðræðislegir, E1 Salvador og Mexíkó gera það líka. Allir sem geta skipulagt kosningu segjast vera lýðræðislegir. „Sjálfstæði“ er enn eitt þessara orða. Þessi orð hafa glatað merkingu sinni. Þau eru slitin úr öllu sambandi og lýsa ekki lengur þeim raunveruleika sem þau eiga að standa fyrir. Ég er alltaf að leita að orðum sem eru ekki útþvæld. Veistu hver hefur verið stærsti Akkilesarhæll minn í lífinu? Það er að geta ekki talað ensku fullkomlega sem annað tungu- mál. Bara að ég talaði ensku... -Hefðir þú þá skrifað á ensku? -Nei, nei. En bestu lesendur mínir utan Suður-Ameríku eru í Bandaríkjunum og í bandarísk- um háskólum. Þar er stór les- endahópur sem vekur áhuga minn. En ég gæti aldrei orðið vin- ur þeirra vegna þess að ég tala ekki ensku. Eg tala bara frönsku og ítölsku. Auðvitað er það líka þeirra feill að tala ekki spönsku. En ég held að þetta sé mér meira kappsmál en þeim. -Hvernig féll þér að skrifa leikrit? Var það vandkvœðum bundið? -Ja, þetta er í rauninni eintal sem ég skrifaði fyrir argentínsku leikkonuna Gracielu Duffau. Það heitir „Ástúðarfull skamm- arræða yfir sitjandi manni". Bál- reið kona hellir yfir eiginmann sinn öllu því sem upp í huga henn- ar kemur. Það tekur tvær klukku- stundir. Hann situr í stól og les dagblað og sýnir engin viðbrögð. Eintal er í rauninni ekki raun- verulegt leikrit. Mörg lögmál leikhússins eiga þar alls ekki við. -Og hvert er svo nœsta verkefni þitt við skrifborðið? -Ég ætla að ljúka við söguna um Bolivar. Það tekur nokkra mánuði í viðbót. Svo ætla ég að skrifa endurminningar mínar. Venjulega skrifa rithöfundar æviminningar sínar þegar þeir eru orðnir það gamlir að þeir muna ekkert lengur. Ég ætla að byrja hægt og skrifa og skrifa. Þetta verða ekki venjulegar minningar. Að afloknum hverj- um 400 blaðsíðum mun ég gefa út bindi og sjá svo til. Þau gætu orð- ið sex talsins... Viðtalið er eftir Marlise Simons. ólg. stytti og sneri úr The New York Times BookReview. Sunnudagur 24. april 1988 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.