Þjóðviljinn - 24.04.1988, Page 19
Minnihlutamenning
Að sjá í sér fulltrúa
þjóðarbrots mikilvœgast
Finnsk-úrgíski rithöfundurinn og mannfrœðingurinn Orgei Semjastell í viðtali við HH.
Ókunn menning
Finnsk-úrgíski rithöfundurinn
og mannfræðingurinn Úrgei
Semjastell er nú staddur hér á
landi í boði Norræna hússins og
Nordisk Kulturomráde í náinni
samvinnu við Samskiptasjóð og
menntamálaráðuneytið. Hann
mun á sunnudagskvöldið lesa
upp úr verkum sínum í Norræna
húsinu, skáldsögunni „Sjö mæð-
ur Armagands" sem kemur út á
sænsku í haust og einnig ljóðabók
sinni „Úr Bláskógum" sem var
lögð fram til bókmenntaverð-
launa Norðurlandaráðs í ár.
Hefst upplesturinn kl. 20. Jafn-
framt honum fer fram sýning á
dúkristum Úrgeis á göngum Nor-
ræna hússins, sem gefa skemmti-
lega innsýn í hugarheim og menn-
ingu Úrgía, 20.000 manna smá-
þjóðar sem byggir harðbýlan
skaga út í Laika-vatnið, sem
liggur á milli Finnlands og So-
vétríkjanna. Úrgíar hafa lotið yf-
irráðum Finna frá því Vetrar-
stríðinu lauk en á síðustu árum
hefur rofað til í þjóðernisbaráttu
þeirra og er skemmst að minnast
nýgerðrar samþykktar Norður-
landaráðs um sérstaka aðila
þeirra að ráðinu. Menning Úrgía
er okkur íslendingum lítt kunn og
ætti heimsókn þeirra merkasta
skálds að bæta úr því.
Skrifar á
móðurmálinu
Úrgei Semjastell er mikilvirk-
ur höfundur og hefur gefið út ein-
ar sjö skáldsögur auk þriggja
ljóðabóka, greinasafns og leik-
ritsins „Undir seglum sólar“ sem
á sínum tíma fékk Samevala-
verðlaun lapplenska útvarpsins.
Úrgei lauk mannfræðinámi frá
Stokkhólmsháskóla og starfaði
lengi vel sem safnvörður á minj-
asafninu í heimabæ sínum Laik-
anen (sem á urgísku nefnist Laik-
anúk) áður en hann sneri sér
alfarið að ritstörfunum. Á allra
síðustu árum hefur hann síðan
fengist einnig við myndlist, og þá
einkum dúkristur. Hafa sýningar
á verkum Úglís þegar verið settar
upp í nágrannalöndunum, og átti
hann m.a. þrjú verk á Eystra-
saltsbíenalnum í Ríga s.l. vetur.
Pó Úrgei Semjastell semji allar
bækur sínar á móðurmáli sínu,
úrgísku, hefur það þó ekki háð
útbreiðslu þeirra og hafa þegar
flestar skáldsögur hans verið
þýddar á finnsku og sænsku.
Nauðsynleg
menningartengsl
Hver eru nú tildrög þess að þú
kemur hingað til íslands?
Mig hafði lengi dreymt um
það, hafði heyrt mikið af ykkar
fagra landi látið, lesið margar af
bókum Laxness, þannig að þegar
mér barst þetta sýningarboð, á-
kvað ég að láta slag standa og
fékk með hjálp góðra manna
styrk úr Nordisk Kulturomráde.
En þeir eru einmitt með mjög
gagnlegt skiptiprogram í gangi,
sem auðveldar mjög samskipti,
nauðsynleg menningartengsl
okkar nágrannaþjóða. Mér er
einnig mjög í mun að hitta íslend-
inga og reyna að efla tengslin
milli þeirra og okkar fáa fólks,
kynna ykkur það sem við höfum
upp á að bjóða. Við Úrgíar höf-
um ekki verið mjög í sviðsljósinu
hingað til.
Endurreisn
málsins
Geturðu frætt okkur nanar um
land og þjóð?
Já, land okkar telst því miður
ekki vera nema hluti af Finn-
landi, enn sem komið er. barátta
okkar fyrir fullvirðisrétti stendur
enn. En úrgískaþjóðin á sér alda-
langa sögu og sjálfstæðan
menningararf, þar sem helst má
telja stafkirkjurnar og tjúgurnar,
sem eru forn kvæðalög sem varð-
veist hafa á hreindýraskinnum.
Auk þessa er það síðan málið
sjálft, urgískan, sem er af sama
stofni og finnskan með þó öðrum
áherslum og mismun í beyg-
ingum, auk ýmissa annarra at-
riða. Hún er að því leyti lík hinni
upphaflegu finnsku að úrgískan
hefur varðveist svotil óbreytt í
nokkur hundruð ár, einkum í
munni einangraðs sveitafólks.
Reyndar var útbreiðslan hennar
komin í algjört lágmark um og
uppúr 1960, þegar aukin þjóð-
ernisvitund og brautryðjendast-
arf manna eins og Hákons Glym-
má kom í veg fyrir að hún hyrfi
með öllu. Á þessum áratug hefur
átt sér stað gífurlegt átak í þeim
efnum að stuðla að endurreisn
úrgískunnar og er hún nú kennd
með fram finnskunni í flestöllum
skólum. Pá hafa menn einnig far-
ið að skrifa bækur á þessu forna
máli og hefur það ekki spillt fyrir
velgengni þess. Sjálfurskrifaði ég
mínar fyrstu bækur á sænsku auk
nokkurra ljóða á finnsku, þar til
ég árið 1980 svissaði eingöngu
yfir á úrgískuna. Mér finnst hún
standa mér mun nærri og ná betur
að höndla þann veruleikaheim
sem við búum við.
Hlutskipti
smáþjóðar
Og hvað er svo aðalyrkisefni
bóka þinna, já og í þinni list?
Fyrst og fremst er það hlut-
skipti okkar Úrgía, sem þjóðar, í
fortíð, nútíð og náinni framtíð. í
skáldsögunum sýni ég oft framá
það hve mikið við sem og einstak-
lingurinn látumst mótast af að-
stæðum sem þröngvað er uppá
okkur, t.d. hvernig byggðarlögin
raskast með tilkomu stórvirkra
vinnutækja og tilkomu símans og
hver staða okkar sé í tímanum,
hvert líf okkar er og hvert það
stefni. Hlutskipti smáþjóðar í
stórum heimi, andspænis risa-
veldunum. Hvernig sjálfsmynd
hennar mótast af umróti tímans í
kringum hana og með henni. En
sem rithöfundur tel ég mig fyrst
og fremst vera fulltrúi míns fólks.
Það er mér mikilvægast ef svo má
segja. Sem ljóðskáld sigli ég lygn-
ari móður, þar slæ ég á þýðari
strengi, en í grafíkinni fæ ég síðan
útrás fyrir sköpunarkraftinn sem
alltaf leitar fyrr eða síðar út. Ég
held að við og þið íslendingar
séum á einhvern hátt líkir hvað
þetta varðar. Mér finnst ég finna
fyrir svipuðum krafti, einhverj-
um norrænum náttúrukrafti, og í
fólkinu heima. Svo eruð þið líka
duglegir drykkjumenn eins og við
Úrgíar.
Sjálfsímyndin
Hvert er að þínu mati hlut-
skipti smáþjóðar í nútímanum?
Má hún sín einhvers nú á dögum
fjölþjóðamenningarinnar?
Smáþjóðin er í eðli sínu míníat-
úr og það gefur því auga leið að
hún á sér erfitt uppdráttar í stærra
samhengi. En brjóstvörn hennar
þó fyrst og fremst hennar eigið
ídentítet, hún verður að finna
sjálf sig, ef við grípum til líkinga-
máls. Hún verður aldrei stærri en
sín eigin sjálfsímynd segir til um
og ég tel það einna mikilvægast
fyrir okkur að við áttum okkur
fulikomlega á einmitt þessu.
Þessari staðreynd. Við keppum
ekki við okkur stærri þjóðir nema
á okkar eigin forsendum. Einmitt
þetta var mjög til umræðu á
þriggja þjóða ráðstefnu sem við
héldum í vetur heima í Laikanuq,
„Saga og fortíð ’88“, þar sem
menn voru á einu máli um það að
aukin samskipti þessara þjóða.
Fyrir okkur Úrgíum horfir þetta
hinsvegar nokkuð öðruvísi við en
hjá t.d. Álandseyingum og
Sömum, þar sem við erum enn
ekki viðurkenndir sem þjóð, eða
þjóðarbrot, og verðum að búa
við það að ein aðaleftirlitsstöð
finnska hersins er einmitt í okkar
landi. En á síðustu árum hefur
andstæðingum stöðvarinnar vax-
ið mjög fiskur um hrygg og er nú
svo komið að verulegur hluti íbú-
anna og þjóðarinnar tekur undir
kröfuna um brottflutning finnska
hersins.
Mikil gróska
Hver má segja að séu í stórum
dráttum einkenni ykkar bók-
mennta?
Ætli það séu ekki fyrst og
fremst áhrifin frá hinum fornu
„tjúgum" sem segja má að séu
okkar „handrit“, í þeim er falinn
allur okkar menningararfur og
bókmenntaleg arfleifð. Um aðra
hefð er lítið að ræða, þar sem
menn hófu ekki að skrifa á úrg-
ísku, eins og áður sagði, fyrr en
aftur mjög nýverið. Það má því
segja að bókmenntir okkar séu
meira og minna opin bók, hefðin
er hverfandi og því margt mjög
spennandi að gerast nú um þessar
mundir og mikil gróska meðal
ungra höfunda. Sjálfur hef ég
reynt að fella saman þessi gömlu
þjóðlegu viðhorf og erlend áhrif
frá mínum uppáhaldshöfundum,
mönnum eins og Valkelá, Birku
og Fjeldvig auk Norbotten-
skáldanna Hárdel, Wield og
Skogsætter, sem ég hef mikið dá-
læti á.
„Við himinlitt
vatn“
Geturðu kannski gefið okkur
forsmekk af því sem fólk fær að
heyra í Norræna húsinu annað
sunnudagskvöld?
Já, þú biður ekki um lítið. Það
væri þá helst að ég gæti leyft þér
að heyra lítið ljóð úr ljóðabók-
inni „Úr Bláskógum", sem lögð
var fram til bókmenntaverðlaun-
anna í ár, sem þið íslendingar átt-
uð svo sannarlega skilið. En þessi
bók var einmitt þýdd á öll hin
Norðurlandamálin fyrir þá kepp-
ni. Þetta ljóð er úr fyrrihluta bók-
arinnar og nefnist „Til þín“
Pað hendir mig stundum að hugsa
tii þín
Þar sem þú nemur dögg í lófa
og leyfir vindinum að þerra
Ó þú!
Þín beið ég um miðnæturskeið
í háum skógi við himinlitt vatn
Og ekkert var
Ekkert
Nema sorglegar tilfinningar
fuglanna í kring
En allt í einu sungu þeir
og trén sperrtu eyrun
Já, ég veit
að framtíðin er okkar
svo björt
Og já, ég veit
að draumur þinn er lífs míns gjöf
Úrgei Semjastell mun lesa
þetta ljóð ásamt öðrum verkum
sínum í Norræna húsinu á morg-
un sunnudag24. apríl kl. 20, oger
öllum heimill aðgangur á meðan
húsrúm leyfir.
N.Y.C. 14.4. 88
Hallgrímur