Þjóðviljinn - 15.05.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 15.05.1988, Blaðsíða 7
Rættviðdr. Eugene Makhlouf, forstöðumann Upplysinga- skrifstofu Frelsis- samtaka Palestínu- manna í Stokkholmi um Palestínuvandann, zíonismann og markmiðog draumaPLO muni gyðingar í ísrael einnig finna í slíkri viðurkenningu trygg- ingu fyrir eigin öryggi. Sigur okk- ar verður jafnframt þeirra sigur. Því slík viðurkenning er eini möguleikinn fyrir því að öryggi gyðinga jafnt og araba verði tryggt. Við væntum þess að slík ráð- ste.fna leiði til viðurkenningar á rétti Palestínumanna til þess að stofna eigið ríki, óski þeir þess. Við væntum þess að viðurkennd- ur verði réttur allra palestínskra flóttamanna til þess að snúa til síns heima. Kjósi þeir að dvelja annars staðar væntum við þess að viðurkenndur verði réttur þeirra til skaðabóta vegna glataðra eigna. Það er ekki mál ísraels- stjórnar eða annarra að skammta okkur okkar eigið land, en með gagnkvæmri viðurkenningu erum við einnig reiðubúnir til þess að virða rétt þeirra sem byggja fsra- el án tillits til trúarbragða. Sjálfstætt ríki Palestínu- manna? - Er hugsanlegt að stofnun og viðurkenning ríkis Palestínu- manna á hernumdu svæðunum, Ghaza og Vesturbakkanum, geti orðið grundvöllur friðarsátt- mála? - Slík lausn er meira en hugsan- leg, ef hún væri liður í friðar- samkomulagi. En framtíðar- draumur PLO er hins vegar fólg- inn í myndun ríkis í Palestínu, þar sem trúarbrögð eru ekki lögð til grundvallar, heldur þar sem rétt- ur manna verði virtur án tillits til trúarbragða. f þessum efnum á Ísraelsríki í rauninni ekki margra kosta völ. Palestínuarabar mynda nú um 38% íbúa ísra- elsríkis. En fjöldi palestínskra barna undir 12 ára aldri er nú jafn fjölda gyðingabarna á sama aldri. Þetta þýðir að innan 15-20 ára verða Palestínumenn orðnir jafn margir eða fleiri en gyðingar í ís- rael. Ríkið getur ekki byggt á yfirdrottnun gyðinga til lengdar nema með því að eitt af tvennu gerist: að lýðræði verði afnumið í Israel og komið verði á hreinu apartheid-kerfi eða þá að Palest- ínumenn verði enn á ný hraktir burt í útlegð. Það er ekkert sem skelfir núverandi valdhafa í ísrael meira en það þegar Palestínu- menn í ísrael koma saman til þess að syrgja fallinn píslarvott eða til þess að fagna nýfæddu barni. Draumur okkar um Palestínu- ríki þar sem gyðingar og múslim- ar og kristnir búa saman í sátt og samlyndi virðast óframkvæman- legir nú. Þess vegna er stofnun sjálfstæðs Palestínuríkis hugsan- leg lausn. En við trúum því að í framtíðnni sé lýðræðislegt Palest- ínuríki, hvort sem það heitir ísra- el eða eitthvað annað, hin raun- hæfa lausn á vandanum. Við höf- um einnig orðið varir við það að æ fleiri gyðingar skilja þetta. Þetta á einkum við um gyðinga búsetta utan ísraels, til dæmis í Bandaríkjunum, en einnig innan ísraels hafa stöðugt fleiri gyðing- ar haft samband við samtök okk- ar og lýst sig þannig reiðubúna að taka áhættu á fangelsun fyrir sannfæringu sína. Því samkvæmt ísraelskum lögum liggur fangels- isdómur við því fyrir Israelsmenn að eiga samskipti við PLO. - Eru gyðingar þá starfandi innan PLO? - Já, samtök okkar gera ekki greinarmun á grundvelli trúar- bragða. Ég sjálfur er kristinn, og svo dæmi sé tekið, þá er fulltrúi Þjóðarráðs PLO hjá Alþjóða- sambandi jafnaðarmanna gyð- ingur. Einn af 15 mönnum í fram- kvæmdanefnd þjóðarráðsins er- biskup í ensku biskupakirkjunni, svo annað dæmi sé tekið. PLO byggir ekki á trúarlegum grunni. Það er hins vegar ljóst að þegar einni bókstafstrú er haldið fram, þá kallar hún á aðra. Þess vegna sjáum við hvernig bókstafstrú gyðinga hefur magnað upp bók- stafstrúarmenn á meðal múslima. Bókstafstrúin er gróðrarstía fyrir hatur á milli trúflokka og þjóða. Pepsí og kókakóla - Innan ríkisstjórnar Israels hafa verið uppi deilur undanfar- ið, meðal annars um tillögur Bandaríkjamanna um friðarráð- stefnu. Hvaða augum litið þið þessar tillögur, og í hverju felst munurinn á sjónarmiðum Likud- bandalagsins annars vegar og Verkamannaflokksins hins veg- ar? - Við höfum verið ásakaðir fyrir það að vilja ekki samþykkja þessar tillögur Bandaríkja- manna. Sannleikurinn er hins vegar sá, að í þessum tillögum er hvergi minnst á tilveru okkar, og það er því algjör þversögn fólgin í því að ætlast til þess að við viður- kennum eitthvað þar sem gengið er út frá því að við séum ekki til. Þessar tillögur snerta okkur ekki og því er einfaldlega ekki hægt að ætlast til þess að við tökum af- stöðu til þeirra og þær eru því fyrirfram gagnslausar sem tilraun til sátta. Engu að síður hefur ísra- elsstjórn hafnað þessum tillögum á þeim forsendum að þær gangi of langt til móts við okkur! Sannleikurinn er sá að þótt Verkamannaflokkurinn undir stjórn Simonar Perez hafi uppi málamyndaandóf gegn Likud- bandalaginu, þá er enginn grund- vallarmunur á þessum flokkum hvað varðar afstöðuna til okkar. Við höfum stundum sagt að geti menn fundið mun á pepsí kóla og kóka kóla, þá sé sá munur hlið- stæður við muninn á Verkamann- aflokknum og Likud-bandalag- inu. Munurinn felst einkum í því að þar sem Likud-bandalagið er berorðara, þá notar Verkamann- aflokkurinn kannski ku.rteislegra orðalag. En grundvallarhug- mynd beggja flokka er zíonism- inn, sem í reynd er aðskilnaðar- stefna á grundvelli trúarbragða. Það sem vantar nú í ísrael er hugrökk pólitísk forysta sem þor- ir að standa upp og segja fólkinu sannleikann um þá valkosti sem Ísraelsríki stendur nú frammi fvrir. Raunsæir draumórar - Hvaða möguleika sérð þú á lausn þessarar deilu í náinni framtíð? Er einhver lausn í sjón- máli? - Það er stundum sagt um okk- ur Palestínumenn að við séum draumóramenn. En draumur okkar um lýðræðislega Palestínu er raunsær, því hann er eini val- kosturinn sem við höfum. Hinn væri gagnkvæm tortíming. Ég er þeirrar trúar að friður sé í sjón- máli og að hann muni nást fyrr en margir halda. Einfaldlega vegna þess að það er engin önnur lausn. - Að lokum, hvað getum við Islendingar gert til þess að stuðla að friði? - Norðurlöndin sem heild, og sérstaklega ísland, geta gegnt mikilvægu hlutverki í þessari deilu. Þau hafa þá sérstöðu að njóta trúnaðar beggja aðila, bæði ísraels og PLO. Norðurlöndin hafa aldrei gegnt hlutverki heimsvaldasinna og hafa engra heimsvaldahagsmuna að gæta. Þau gætu því gegnt mikilvægu hlutverki í því að þrýsta á um að alþjóðleg friðarráðstefna verði haldin um Palestínu. Ráðstefna þar sem allir deiluaðilar ættu að- ild ásamt með aðildarríkjum að Öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna. Skilyrði þess að Island gegni hlutverki í þessu sambandi er að það virði báða deiluaðila að jöfnu, Ísraelsríki og PLO. ísland hefur þegar gegnt mikilvægu hlutverki sem vettvangur leiðtogafundar stórveldanna. Sú reynsla og sú viðurkenning sem landið nýtur gerir ísland að á- kjósanlegum vettvangi til þess að hýsa alþjóðlega ráðstefnu um frið í Palestínu. -ólg Sunnudagur 15. maí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.