Þjóðviljinn - 15.05.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 15.05.1988, Blaðsíða 13
Ferðapunktar frá Sovétríkjunum eftir Trausta Einarsson oftast vaihtaa raha, viltu skipta peningum? Á þessu tiltekna lingua franca getur verið von- laust að halda uppi samræðum um aðra hluti en skó (kenkia), nælonsokka (nailonsukat), vara- lit (huulipuna), sokkabuxur (sukkahousut), gallabuxur (farm- arihousut), brjóstahöld (rinta- liivit) svo alhæft sé út frá einni herbergisþernu sem sýndi þess- um málum stöðugan áhuga. Sú var síður en svo á þeim buxunum að talið væri leitt að almennu tali um lífið og tilveruna og virtist vonsvikin að hafa ekkert upp úr krafsinu. Eru það nú ferðamenn! Grúsía Þriðja ferðin um Sovétríkin hófst á flugi með Aeroflot suður á bóginn til Kákasusfjalla. Par í Grúsíu, eða Georgíu, býr þjóð- flokkur sem talar sérstakt tung- umál sem mun eiga nokkur rót- skyld orð í máli Baska sem eins og kunnugt er búa í Pýreneafjöll- unum umkringdir latnesku mála- svæði. Þrátt fyrir framandi tung- umál er minnstur vandi að gera sig skiljanlegan enda eru Grúsíu- menn opnir á svipaðan hátt og suðurlandabúar í Evrópu. Undir niðri er mikið stolt með upprun- ann, en Grúsíubúar búa við mikla auðlegð frá náttúrunnar hendi og eru íbúar í Tbilisi áberandi vel til fara. Þar er útlendingur á veiting- astað boðinn velkominn með nokkuð sérstökum hætti eða með því að kampavínsflaska er send á borðið til hans. í Tbilisi fæddist Katsatúríjan sem sótti mikið í grúsíska, armenska og aserbai- djanska þjóðlagatónlist. Tónlist hans er með taktmikilli sveiflu, eins og Sverðdansinn er ágætt dæmi um. í Tbilisi er ágæt ópera þar sem var mjög áheyrilega upp- færsla á Tosca sem þó á köflum gat verið ámóta sveitaleg og það sem heyra og sjá má í Ingólfs- stræti - í henni Reykjavík. Af frægum Grúsíumönnum í sovéskri sögu má nefna skógar- varðarsoninn frá Kákasus, Ma- jakovskí sem sagðist ekki vera karlmaður heldur ský í buxum. Hann er sagður hafa hrifist meira af raflýstri tækniöldinni en nátt- úrufegurð Kákasusfjalla. Ekki skal það afsannað hér en minna má á að sjálfur sagðist hann vera í „skuld við/ ljósin á Broadway/ við ykkur,/ himnar í Bagadí,..." en svo nefndist þorpið þar sem hann fæddist. (Úr ljóðinu „Talað við skattheimtumann um skáld- skap". Vladimír Majakovskí: Ský í lnixuni og fleiri kvæði. Geir Kristjánsson þýddi. Rv. 1965, bls. 63). Beria var líka Grúsíumaður og svo sjálfur Josef Stalín. Eftirtekt- arvert er hvernig líf þessara þriggja Grúsíumanna fléttaðist saman. Eftir að Majakovskí hafði fallið fyrir eigin hendi lýsti Stalín því yfir að Majakovskí hefði ver- ið mesta og gáfaðasta skáld So- vétríkjanna. Ennfremur má rifja upp að Bería, sem gegndi mikil- vægu hlutverki við að koma á fót flóknu neti vinnubúða um So- vétríkin og eins í hreinsunum Stalíns, ætlaði sér loks að setjast í valdastól hans 1953, en þeir Mal- enkov, Molotov og Krúsjov komu í veg fyrir þau áform hans, og var Bería tekinn ,af lífi það sama ár. Thor og Tbilisi hitta á þrjá Eistlendinga í Grúsíu sem unnu þar að kvikmynd um héraðið sem ætlað var það hlut- verk að laða að erlenda ferða- menn. Þeir félagar voru síður en svo kvartandi undan því að vera Eistlendingar. Það var frekar á hinn veginn að þeir væru talsvert ánægðir með uppruna sinn, og höfðu þeir litlar áhyggjur af eftir- litsmönnum frá hinu opinbera sem gegndu því hlutverki að hrekja sovéska borgara úr dollar- adjúsbúllum sem finna má í hót- elum Intourist. Eistarnir vitnuðu til þýskra málvísindamanna frá öldinni sem leið sem sögðu finnsku, eistnesku og önnur slík for-indóevrópsk eða agglútíner- uð mál vera Sprache ohne Zuk- unft- tungumál án framtíðar. Að þessu hlógu þeir félagar dátt og var augljóslega mikið skemmt. Sá eldri hafði unníð að þýðingum alla sína ævi og snúið meðal ann- ars íslenskum Edduljóðum á eistnesku; þarna hitti hann ís- lending í fyrsta sinn á ævinni. Sá yngri var tuttugu og fimm ára tungumálagarpur og hafði nýver- ið gefið út úrval þýðinga á jap- önskum ljóðum. Þó kom að því um síðir að þeir spurðu hvað væri skrifað af bókmenntum á ís- lensku nú á okkar dögum. - Meiniði Laxness? Nei, sögðu þeir, svo að ekki fór á milli mála að þann höfund þekktu þeir mæta vel. Því var í snarhasti útbú- inn miði með nöfnum mætra ís- lenskra rithöfunda. Þar stóð efst á blaði: Nouveau roman - Thor Vilhjálmsson. Þetta var á pásk- um í fyrra og má vel ímynda sér að einhverjir hafi tekið við sér í Tallinn þegar bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs voru kunngerð nú í ár. Reyndar þótti ástæða til þess að spyrja þessa andans menn frá Eistlandi hvort ekki væru listamannakrár þar sem ganga mætti að þeim vísum: - Nei, við erum oftast heima hjá okkur að vinna, var svarið. Sá sem átti frumkvæðið að því að tengja þarna saman íslendinga og Eistíendinga var krúnurakað- ur finnskur pönksöngvari sem stóð hér fyrir nokkrum árum í tjaldi á háskólavellinum og söng nýbylgjurokk fyrir íslendinga á finnsku með hljómsveit sinni Si-' elun Veljet. Hann hafði valið þessa páskaferð með Finnsov til Grúsíu og þótti sjálfsagt auðveld- ara að ræða við íslendinga sem voru ónæmir á frægð hans og frama í heimalandi. Ismo Aal- Frá Tallin, höfuðborg Eistlands. Ljósm. T.E. anko hafði rokkað bæði í Moskvu og Tallinn og sagði öryggisgæslu hafa verið með ólíkindum í Eist- landi því þar hefði lögreglan beitt shefferhundum til þess að hafa hemil á áheyrendum. Eistlend- ingar hafa til þessa getað horft á finnska sjónvarpið og fann finnski pönkarinn til þess að hann þekktist mæta vel á götu í Tallinn því eistneskir pönkarar og ný- bylgjurokkarar höfðu elt hann þar á röndum. Baltar Það er ekki úr vegi að rifja það upp hér í lokin að Baltar eiga sér merka bókmenntahefð þótt ef til vill sé sú saga sé ekki mjög löng. Eistar eiga það sammerkt með Finnum að ritöld hófst þar fyrst að ráði á 19. öld. Þar var það Friedrich Reinhold Kreutzwald (1803-1882) sem rak smiðshöggið á söguljóðið um Son Kalevs, Kal- evipoeg, en fyrirmynd átti þessi áhugi Eista í samantekt Elíasar Lönnots á alþýðukveðskap í Finnlandi; Kalevala. Undir lok aldarinnar í Eistlandi risu hæst nöfn þeirra Eduard Vilde og Ju- han Liiv sem höfðu mikil áhrif á komandi kynslóð rithöfunda. Það voru ungrómantískir höf- undar Unga Eistlands, Noor Esti, sem mjög létu að sér kveða fyrir byltinguna 1905. Orð skáldsins Gustavs Suits eru oft höfð fyrir kjörorð þessa hóps: Meiri menn- ingu! Meiri evrópska menningu! Verum Eistlendingar, með því að verða Evrópubúar! Skáldsagna- og smásagnahöfundurinn Friede- bert Tuglas sem uppi var á sama tíma sagði: Stfllinn skiptir meira máli en sannleikurinn, meira máli en dyggðin og meira máli en öll siðfræðin. Vegna þess að stíllinn er listsköpun. - Ekki verða þeir taldir hér fleiri en hafa má í huga Það var í rauninni tilviljun að Sovéskir smábændur með varning sinn á markaðnum. Ljósm. ólg. að auðug þjóðsagnahefð varð mjög til framdráttar eistneskum bókmenntum sem náðu að spanna öll helstu svið ritlistar löngu fyrir heimsstyrjöldina síðari. Það er eftirtektarvert að við hernám Eistlands hrökkluð- ust eistneskir rithöfundar ekki til Finnlands sem er sú nágranna- þjóð sem þeim er langskyldust heldur flestir til Svíþjóðar. Því má velta fyrir sér hvort nú- verandi þíða í samskiptum risa- veldanna gæti leitt til þess að lin- að verði takið á þeim þjóðríkjum sem innlimuð voru með harðri hendi í Sovétríkin, Eystrasalts- löndunum, eða þá Austur- Evrópuríkjunum sem þvinguð voru til að taka upp áætlunarbú- skap á sovéska vísu. Ekki skal hér gerð tilraun til að einfalda sögu þessara ríkja en hafa má í huga að allt frá miðöldum hafa erlend yfirráð verið mótandi þáttur í framvindu sögu þeirra. Svo dæmi sé tekið af Böltum voru það danskir kaupmenn sem lögðu grunninn að Tallinn 1219 og í Eistlandi seildust ýmsir til áhrifa svo sem Germanir og Pólverjar. Minna má á stefnu Svía við upp- haf átjándu aldar að gera Eystrasaltið að sænsku innhafi - Dominium Maris Balti. Þau áhrif sem eftir urðu hafa verið af ýms- um toga svo sem að það voru Þjóðverjar og Danir sem kristnuðu Eista, Svíar komu yfir þá lúterstrú og stofnuðu háskóla í Tartu 1632. Svo lengi sem vitað er hafa íbúar í Kákasus átt á brattann að sækja vegna her- skárra nágranna og gengu þeir í bandalag við bolsévíka að því er virðist til að verjast Tyrkjum. Hver svo sem kann að verða framtíð þjóða og þjóðarbrota í Sovétríkjunum er þar í .það minnsta að finna mikinn fjársjóð fyrir þá sem áhuga hafa á þjóðar- sögu. Sunnudagur 15. maí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.