Þjóðviljinn - 15.05.1988, Blaðsíða 17
Þórarinner
sjálfum sér likur
Frumlegur, fyndinn, hfyr.
- Einfaldlega góður.
„Bækurfallaeinogein
allarsaman holastein!"
Fimm fyrstu bækur Þórarins fást nú í einu fallegu
bindi og á verði einnar: Kvæði, Disneyrímur,
Erindi, Ofsögum sagt og Kyrr kjör.
500 blaðsíður með skemmtilegum kvæðum og
sögum. Tilvalin stúdentsgjöf!
Síðumúla 7-9. Sími 688577. Laugavegi 18. Sími 15199-24240.
Iþróttaspegill
Var þetta nú rétt?
Eru nýja fyrirkomulagið í körfunni ekki of flókið og verður
raunverulega eitthvað gert í þjálfaramálum fyrst að
útlendingarnir koma ekki?
Um siðustu helgi var Ársþing
Körfuboltasambandsins. Margt
og mikið var tekið fyrir á þinginu
og sögðu þingfuiltrúar að öll um-
ræða hefði verið mikil og mál-
efnaleg. Það er gaman að heyra
að líf sé að færast í körfuna eftir
að hafa orðið undir í keppninni
um áhorfendur við handboltann
og fótboltann. Einmitt á þessu
þingi lágu fyrir mörg mál og sum
hefðu getað breytt miklu um
þessa keppni við hinar bolta-
íþróttirnar ef þau hefðu komist í
gegn. Að sjálfsögðu eru skiptar
skoðanir en margir álíta að þarna
hafa körfuboltahöfðingjarnir
misst af lestinni.
Útlendingar
Meðal þess sem var tekið fyrir
var hvort leyfa ætti útlenda leik-
menn hér á landi næsta keppnis-
Ýmsir stórþjálfarar og stórum-
boðsmenn hafa hjálpað landan-
um til velgengni en stundum hef-
ur illa tekist til við valið.
tímabil. Það var fellt með miklum
meirihluta og ætla ég ekki að efa
að sá ágæti meirihluti hefur rétt
fyrir sér. Þess í stað var rætt um
að kosta frekar útlendingafjár-
magninu í betri þjálfara og sinna
unglingastarfinu enn frekar. Það
er rétt. Þetta er fallega orðað
en hvernig er með framkvæmd-
ina. Útlendir leikmenn hefðu
áreiðanlega komið með mikið
nýtt blóð í körfuboltann og áhorf-
endur hefðu líklega látið sjá sig í
ríkari mæli. En þeir kosta mikið
og ýmis vandræði hafa hlotist af
þeim, að vísu var það aðallega
hér í “denn“ þegar þeir virtust
ráðnir eftir þyngd og kröftum en
ekki gæðum. Einnig hafa okkar
bestu leikmenn kvartað yfir því
að þegar þeir komi erlendis sjái
þeir greinilega hvað þeir eru
staðnaðir og hafa ekkert/lítið/
ekki nóg að segja í útlendingana.
Það má ekki líta framhjá því að
við verðum að hugsa um þessa
menn og það er einmitt mikil
hætta á því að staðna ef þróunar-
möguleikar eru ekki fyrir hendi.
Það er einnig líklegt að ef útlend-
ingarnir hefðu verið samþykktir
myndu menn láta hendur standa
framúr ermum og ná sér í gott
eintak.
Hins vegar er hætta á að þessi
fallega ákvörðum um betri þjálf-
ara og meiri ummönnun unglinga
komist verr til skila. Það vefjist
meira fyrir mönnum hvernig sé
best að snúa sér í þessu og minna
verði úr framkvæmdum en ella.
Það yrði mjög bagalegt er svo
yrði því þá færi heilt ár í vaskinn
og ekki yrði fylgt eftir þeim vin-
sældum sem karfan náði í síðustu
leikjunum. Menn voru ekki einu
sinni tilbúnir til að prófa útlend-
ingana í eitt ár þannig að allir
unnendur körfunnar eiga
heimtingu á einhverjum
breytingum næsta ár. EF (og það
EF af stærri gerðinni) einhverjar
jákvæðar breytingar verða í þjálf-
ara og unglingamálum þá eru
karfan á réttri leið.
Flækjuskipulag?
Það var einnig breytt um
leikjaskipulag í úrvalsdeildinni.
Spilað verður í tveimur riðlum og
síðan verður úrslitakeppni. Ég er
hræddur um að hinn venjulegi
áhugasami áhorfandi hafi ekki
verið tekinn með í dæmið þegar
þetta var ákveðið. Forráðamenn
körfuboltans geta ekki og mega
ekki gleyma þeim. Ég er ekki viss
um að allir nenni að setja sig inní
nýju reglurnar og leikjafyrir-
komulagið og ef höfðingjarnir
segja að þá hafi menn bara ekki
nógu mikinn áhuga ættu þeir að
skoða vandlega hugsinn. Þetta er
söluvara, það er dýrt að reka
áhugamannaíþróttafélög og þau
eru háð auglýsingum en áhorf-
endur, auglýsingar og fjármagn
er nátengt. Margir tala um að
þetta sé of flókið og nenna ekki
að leggja á sig að fylgjast með
töflunum. En hvernig væri að
gefa KKÍ möguleika á að prófa
þetta fyrirkomulag og koma svo
tvíefldir í röflinu að loknu næsta
tímabili.
Góðu fréttirnar
Það er hins vegar gaman að
....að vísu var það
aðallega hér í
“denn“ þegar þeir
virtust ráðnir eftir
þyngd og kröftum
en ekki tækni.
heyra um fjölgunina í stjórninni
þegar 2 bættust við aðalstjórn og
3 verða í varastjórn. Það er allt af
hinu góða og því fleiri sem eru í
stjórn því betra (að sjálfsögðu
innan vissra marka) það er að
segja ef góð stjórn er fyrir hendi.
Alveg er ég viss um að gamla
stjórnin með Björn Björgvinsson
í broddi fylkingar stóð sig mjög
vel og ekki hef ég heyrt annað.
Hins vegar ættu fleiri stjórnar-
menn með góðan formann að ná
að gera meira.
Karfan var búin að ná sér á gott
strik undir vetrarlok eftir frekar
slæman fyrri hluta. Úrslitakeppn-
in var meiriháttar spennandi og
óskandi að þráðurinn yrði tekinn
upp þar sem frá var horfið þá.
Stefán Stefánsson
Sunnudagur 15. maí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17