Þjóðviljinn - 15.05.1988, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 15.05.1988, Blaðsíða 18
BRIDGE KROSSGÁTAN Nr.617 j 0— T~ v- z— 7f— )o )l 13— )$ 2 )s T <$> T~ )(o )S y )S )(, )T 18 /9 )t> J? 5' v is 3 T ) (o V T )5 20 'í )3 Z/ )sr 2Z 16 y- 23 v 3 13 )Z )S 22 V /v )(o 73 V ) (o /S Z0 % 25 Zf w )<o W )) )io % % V W~ Zs w~ ) )t> 15 )3 )L> 03 Z(p $2 3 Oi Ou )S 03 )(o )l ) rt l'J V zv 02 'i )8 T 20 02 /S i? 1 2D 22 V 30 /S ZV 23 )(? y J V )T ? £ )T )S 20 T 23 20 !o 2<e 2S y 26 W te )S 03 Oo TT TT~ )<r T\fi y W~ 2ú )s Z2 )3 H )(c? 'v; $ rf 3l 'L. L £ ! )!o /T' 26 )5 A Á B D Ð E É FGHIÍJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞÆÖ Setjið rétta stafi i reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá fornt viðurnefni. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðviljans, Síðumúla 6, Reykjavík, merkt: „Krossgáta nr. 617". Skilafrestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa. Z* 20 H- 2? 10 / 8 20 Stafirnir mynda íslenskt orð eða mjög kunnugleg erlend heiti hvort sem lesið er lárétt eða lóðrétt. Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er sá að finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp því með því eru gefnir stafir í allmörgum orðum. Það eru því eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa stafi í hvern sinn reit eftir því sem tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram að í þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sérhljóða og breiðum, t.d. getur a aldrei komið í stað á eða öfugt. Fjölmenn keppni íslandsmótið í parakeppni er skipað um þessa helgi í Sigtúni. 40 pör eru skráð til leiks. Spilamennska hefst kl. 13 í dag (laugardag) og verð- ur framhaldið á sama tíma á morgun. Skránlng í Opna stórmótið í Kópa- vogi, Sparisjóðsmót Bridgefélags Kópavogs, sem spilað verður 28- 29. maí, hefur gengið mjög vel. Yfir 20 sveitir eru þegar skráðar til leiks (á aðeins viku) en lokað verður á skrán- ingu þegar 32 sveitir hafa tilkynnt sig. Þegar eru flest „stóru“ nöfnin skráð, landsliðið í karlaflokki (Jón-Valur, Sigurður-Þorlákur) verða saman o. fl. Skráð er á skrifstofu BSÍ og hjá Hermanni Lárussyni (41507). Skráning í SANITAS-bikarkeppni Bridgesambands íslands hefur farið rólega af stað. Minnt er á að skrán- ingu lýkur næsta fknmtudag. Eftir þann tfrna geta sveitir ekki búist við að fá að vera með. Skráð er á skrif- stofu BSÍ. Sigur&ur Freysson, Einar Sig- urðsson, Andrés Gunnlaugsson og Þorbergur Hauksson í sveit Eskfirð- ings, urðu Austurlandsmeistarar í sveitakeppni, um síðustu helgi. 17 sveitir tóku þátt í keppninni, sem spil- uð var á Reyðarfirði. Keppnisstjóri var Albert Sigurðsson. Síðari gjalddagi árgjalda til Bridge- sambandsins fyrir spilamennsku eftir áramótin, er 15. júlí. Kvöldgjaldið er nú kr. 30 pr. spilara. Vestfjrðamótið í sveitakeppni verður spilað á Núpi í endaðan maí. Skráning er hjá Ævari Jónassyni á Tálknafirði. Árlegt boðsmót bridgefélags Skagastrandar er um þessa helgi. Um 30 pör taka þátt í mótinu, setri er með barometer-fyrirkomulagi. ísak Örn Sigurðsson verður keppnisstjóri. kl. 17.30 og hefst spilamennska um leið og hver riðill fyllist. í tengslum við Norðurlandamótið, sem haldið verður hér heima í sumar, mun Bridgesambandið gangast fyrir námskeiði í keppnisstjórnun í sam- vinnu við einn fremsta keppnisstjóra í heimi, Svíann Hans Olav Hallén, sem verður yfir-keppnisstjóri á NM. Auk hans verða þeir Hermann Lárusson og Jakob Kristinsson í keppnisstjórn á MM. Kynningarbréf um námskeiðið er á leiðinni til formanna félaga innan BSl og þess vænst að félögin sjái sér fært að taka þátt í þessu framtaki. Bridgefélag Akureyrar er nú að kanna þann möguleika að fá afnot af gögnum Bridgeskólans í Reykjavík, eða stofna útibú frá skólanum á Akur- eyri. Verður fróðlegt að fylgjast með framvindu mála, því ef vel tekst til, mætti hugsa sér að Bridgeskólinn færi víðar. Kennsla í bridge og al- mennt fræðslustarf að öðru leyti, er einmitt það vandamál sem flest byggðarlög standa frammi fyrir. Þátt- ÓLAFUR LÁRUSSON urinn mun skýra lesendum frá fram- vindu mála. °g Norðurlandsmótið í sveita- keþpni verður í endaðan maí, á Sauðárkróki. Skiladagur áunninna meistara er nk. mánudagur, 16. maí. Þegar er hafin skráning stiga og verður vor- skýrsla meistarastiga væntanlega til- búin í endaðan maí/byrjun júní. Skýrslan verður send öllum for- mönnum félaga innan BSÍ. Lausnarorðið á krossgátu 611 var HÖFÐABREKKA. Dregið var úr réttum lausnum og upp kom nafn Áskels Jóhannssonar, Háaleitisbraut 119, Reykja- vík. Hann fær senda leiðsögn um Söguslóðir Njálu á þrem hljóðsnældum og Njálssögu prentaða í litlu broti. Verðlaun fyrir krossgátu 617 verða „Vefurinn sífelldi", Ijóðabók eftir. Helga Sæmundsson, gefin út af Skákprenti 1987. Sumarbridge 1988 hófst fimmtudaginn 5. maí, með þátttöku 29 para. Sl. þriðjudag mættu svo 26 pör til leiks (félögin eru enn að spila) og einnig var spilað sl. fimmtudag (uppstigningardag). Sumarbridge verður á öllum þriðjudögum og fimmtudögum í sumar. Húsið opnar Hjalti notar ýmsar aðferðir, í æfing- um landsliðsins. Til að mynda þessa: „Hvert er mesta sjóslys sögunnar?" „Titanic," svaraði Þorlákur. Rétt. „Og hvað fórust margir?" „1417,“ svaraði Sigurður, nákvæmur að vanda. „Rétt. Og hvað hétu þeir?“ spurði Hjalti Jón Bald. ________________FJÖLMIÐLAPISTILL___________ Hverjir færa mörkin til? Ég fór í bíó á dögunum og sá myndina „Sjónvarpsfréttir" í Austurbæjarbíói (ég getekki tekiö hið nýja nafn hússins í sátt). Þarer, ímisjafnlega gamansömum dúr, lýst lífinu á útibúi bandarískrarsjón- varpsstóövar og er greinilega átt viö einn af risunum þrem- ur. Þetta er mynd sem óhætt er aö mæla meö við fjöl- miðlafrík. í myndinni er tæpt á ýmsum tilvistarvanda fjölmiðlanna og það sem gerir hana trúverðuga er að hafðir eru uppi tilburðir til að kafa ofan í þær manngerðir sem veljast til starfa á fjölmiðlum. Hvernig fólk er það sem velur sér þann starfa að miðla upplýsing- um til almennings? Hvað vakir fyrir því? Er það brýn og einlæg þörf fyrir að segja fólki sann- leikann og hjálpa því við að botna í heiminum? Eða er það eitthvað allt annað, draumar um frægð og frama eða jafnvel gróðahyggjan ein og skær? Upplifa fréttamenn sig sem upplýsendur eða finnst þeim það höfuðskylda sín að skemmta almenningi? Eða eru þeir kannski í hlutverki sölu- mannsins? í þessum hluta myndarinnar fannst mér margt skemmtilega gert og á köflum af töluverðu innsæi. Lýsingin á samskiptum aðalpersónanna, þriggja - fram- agosa í dulargervi, konu á fram- abraut, hálfpartinn gegn vilja sín- um, og fréttamanni sem hefur komist í ónáð, ma. vegna þess að hann vill ekki gerast fréttasölu- maður - lýsingin á samskiptum þessa fólks er oft fróðleg þótt endirinn sé dálítið slappur. En það er önnur saga og ég ætlaði aldrei að gerast kvikmyndagagn- rýnandi þótt Þjóðviljann vanti slíkan mann. Myndin er líka áhugaverð vegna þess að þar er tekið á sí- gildum vanda blaðamanna: hvar á að draga siðferðismörk í frétta- flutningi, eða kannski öllu heldur matreiðslu fréttanna. Er það góð fréttamennska þegar fréttamað- urinn þykist fara að gráta með viðmælenda sínum? Er ekki bara verið að spila á tilfinningar fólks, tilfinningar sem koma stað- reyndum málsins ekkert við. En það er ekki hin gullna regla blaðamennskunnar að blaða- menn haldi sig við staðreyndirnar en láti lesendur/áhorfend- ur/hlustendur um að vinna úr þeim? En eins og fréttaþulurinn (hvernig á að þýða enska starfs- heitið ,,anchorman“?) sagði þeg- ar fréttamaðurinn sakaði hann um að fara yfir siðferðismörkin: Já, en þeir eru alltaf að færa mörkin til. Blaðamennsku stafar mikil hætta á því þegar blaða- menn eru sér ekki meðvitaðir um sinn eigin þátt í því að færa til siðferðismörkin. Verst er þó þeg- ar blaðamenn gera sér ekki grein fyrir hinum raunverulegu orsök- um þess að siðferðismörkin fær- ast til, sem sé þeirri staðreynd sem vofir yfir öllum fjölmiðlum, að þeir þurfa að seljast, helst meira en keppinauturinn. Þar er orsakanna langoftast að leita þegar fjölmiðlar fara yfir strikið. I hinum tilvikunum er það per- sónulegur frami viðkomandi fréttamanns sem ræður ferðinni, hann/hún er að vinna sig í álit inni á ritstjórninni. í myndinni var fjallað nokkuð um mannaráðningar, en þó aðal- lega um brottrekstara af sjón- varpsstöðinni. Það leiddi hugann ósjálfrátt að ástandi mála á frétt- astofu þjóðarinnar. Á þriðjudag- inn liggja fyrir úrslit í atkvæða- greiðslu útvarpsráðs svo ég á óhægt um vik að fjalla um ráðn- ingu fréttastjóra Sjónvarpsins. Ég ætla því að láta mér nægja að beina þeim tilmælum til útvarps- stjóra að hann ráði þann umsækj- anda sem er ólíklegastur til að leggja til atlögu við siðferðismörk íslenskrar fréttamennsku. Það skiptir nefnilega verulegu máli hvernig til tekst með val á fréttastjóra Sjónvarpsins. Þessu starfi hefur verið líkt við ráð- herraembætti hvað völd snertir og áhrif. Burtséð frá þeim pólit- ísku áhrifum sem fréttastjórinn hefur þá eru áhrifin sem hann getur haft á þróun íslenskrar blaðamennsku ómæld. Þrátt fyrir margs konar áföll og hremmingar hefur fréttastofu Sjónvarpsins tekist að halda velli sem áhrifa- ríkasti fréttamiðill þjóðarinnar. Það er hins vegar ekki víst hversu traustið sem landsmenn bera til hennar þoli mörg Svefneyjamál. Eða það fréttamat sem setur bjórmálið ofar virðisaukaskatti af því bjórinn er miklu skemmti- legri. 18 SÍÐA - ÞJÓÐViLJINN Sunnudagur 15. mat 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.