Þjóðviljinn - 15.05.1988, Blaðsíða 8
Mikilvœgt fyrir andlega líðan að geta unnið og lifað sem eðlilegustu lífi eins lengi og hœgt er
„Dæmi frá íslandi og Finn-
landi sýna aö nauðsyn er á
lögum til að hindra útilokun
eyðnismitaðrafrávinnu,"
segirfinnski lögfæðingurinn
Ulf Mánsson. Hannhefurað-
stoðað fólk sem rekið hefur
verið úr vinnu eða þvingað í frí
og sækir nú eitt mál fyrir dóm-
stólum
t Reykjavík var fyrir skömmu
haldin ráðstefna um eyðni á veg-
um samtaka homma og lesbía á
Norðurlöndum. Atvinnuöryggi
þeirra sem smitaðir eru af sjúk-
dómnum var ofarlega á baugi,
enda hefur fólki verið sagt upp
störfum af þeirri ástæðu einni að
bera veiruna. Einnig þekkist að
fólk sé þvingað til að gangast
undir mótefnamælingu þegar sótt
er um starf og smitaðir þannig
síaðir frá. Þeir sem sátu ráðstefn-
una telja þessa þróun mála kalla á
löggjöf, sem tryggi smituðum
jafnan rétt til vinnu á við aðra.
Meðal þátttakenda á ráðstefn-
unni var finnski lögfræðingurinn
Ulf Mansson og var hann fenginn
til að ræða um stöðu eyðnismit-
aðra. Ulf hefur starfað við ráð-
gjöf í upplýsingamiðstöð um
eyðni, sem samtök homma og
lesbía reka í Helsinki. í nokkrum
tilfellum hefur hann haft afskipti
af málum eyðnismitaðra einstak-
linga, sem reknir hafa verið úr
starfi eða orðið fyrir annars kon-
ar misrétti vegna sjúkdómsins.
Prófmál fyrir
dómstólum
Ulf sagði að helst væri það fólk
í þjónustugreinum sem lenti í því
að vera sagt upp störfum, þegar
upp kæmist um eyðnismit. Hann
hefur haft afskipti af tveimur slík-
um málum og í öðru þeirra náðist
samkomulag um skaðabætur.
Hitt málið sækir hann nú fyrir
dómstólum og má segja að það sé
prófmál í Finnlandi. I Noregi hef-
ur fallið dómur, þar sem uppsögn
þjónustustúlku var dæmd ólögleg
og atvinnurekanda gert að greiða
skaðabætur.
- í Finnlandi er ekki hægt að
þvinga vinnuveitanda til að veita
viðkomandi starfið aftur, en ef
uppsögn telst ólögmæt er algengt
að greiða þurfi 3-20 mánaða laun
í skaðabætur. Ulf sagði að í
hverju tilfelli yrði að vega og
meta hvað fengist út úr því að
leggja í málaferli. - Fólk verður
því miður að vera sterkt til að fara
með svona mál fyrir rétt. Stund-
um er betra að reyna að fá smá
upphæð með sáttum en standa í
erfiðum málaferlum. Á íslandi er
eflaust erfiðara að fara fyrir dóm
og þá er ég að hugsa um framtíð
þessa eyðnismitaða einstaklings.
Landið er lítið og fréttir berast
fljótt. - Réttarhöldin í Finn-
landi eru lokuð til verndar mann-
inum sem í hlut á, enda er verið
að ræða persónuleg mál eins og
dugnað hans í starfi og heilsufar.
Þó að fjölmiðlar megi ekki birta
nafn, þá er öllum aðstæðum oft
líst svo nákvæmlega að auðvelt er
að vita um hvern er að ræða.
Óttast að missa
viðskiptavini
- Málið sem er fyrir rétti snýst
um þjón sem sagði sjálfur vinnu-
veitanda sínum að hann væri
Finnski lögfræðingurinn Ulf Mánsson, telur að þörf sé á löggjöf sem sporni gegn því að eyðnismitaðir séu beittir misrétti á vinnumarkaðn-
um. Sig.
smitaður áf eyðni. Þá var hann
búinn að vinna á staðnum í um ár
og var þar óáreittur í hálft ár í
viðbót. Einn dag kom svo upp-
sagnarbréf og stóð í því að hann
yrði látinn hætta „vegna ástæðu
sem þú þekkir". f réttinum segja
þeir að ekki sé 100% öruggt að
hann smiti ekki aðra í sínu starfi
og þótt hættan væri engin þá gætu
viðskiptavinir hætt að koma ef
þeir vissu að hann væri smitaður.
Vernd viðskiptahagsmuna á því
stærstan þátt í uppsögninni.
Ulf sagði að hvergi í heiminum
hefði sannast að eyðniveiran
smitaðist með því að nota sömu
áhöld og ef fylgt væri ákveðnum
reglum í þessu starfi ætti engin
hætta að vera á smiti. - í réttinum
eru tekin mjög ólíkleg dæmi eins
og það að þjónninn fengi sár og
bæri blóðugt glas til viðskiptavin-
ar. Enginn gerir slíkt og varla
taka gestirnir í mál að nota
óhreint leirtau.
Annað mál sem Ulf hafði af-
skipti af snerist um þjón sem var
lausráðinn á veitingastað. Þegar
starf losnaði var hann hvattur af
samstarfsfólki til að sækja um
fastráðningu, þar sem hann þótti
duglegur og allir voru ánægðir
með hans störf.
- í Finnlandi er algengt að fólk
sé sent í læknisskoðun áður en
það er fastráðið og hefur það ver-
ið talið kostur fyrir fólk að fá
þannig ókeypis eftirlit. Þessi
maður fékk vottorð frá lækninum
um að heilsan væri góð, en hálf-
um mánuði síðar sagði læknirinn
honum að mótefnamæling á blóði
hefði sýnt að hann væri smitaður
af eyðni. Mælingin var gerð án
vitundar mannsins, þvf ekkert
var minnst á þá fyrirætlan þegar
blóðprufa var tekin. Manninum
var síðan sagt upp án ástæðu eftir
þriggja mánaða reynslutíma. Er
hann spurði um ástæðuna var
sagt að hann væri latur og óhæf-
ur, en eftir að samstarfsmenn
hans höfðu undirritað yfirlýsingu
um hið gagnstæða var sæst á
skaðabætur. Maðurinn hafði
engum sagt frá smitinu og teljum
við að læknirinn hafi kjaftað í
vinnuveitandann. Vegna fram-
komu hans í þessu máli sendum
við kvörtun til siðanefndar
lækna.
Ekki hugsað um
andlega líðan fólks
í einu tilfelli sem Ulf sagði frá
snerist málið um að smitaður ein-
staklingur var þvingaður til að
taka sér frí frá vinnu. Hann vann í
verslun og sagði bæði vinnu-
veitanda og lækni fyrirtækisins
frá því að hann væri smitaður af
eyðni. - Þótt hann væri ekki
veikur lét læknirinn hann taka sér
mánaðarfrí og bætti síðan öðrum
mánuði við, þrátt fyrir mótbárur
mannsins sem vildi stunda sína
vinnu áfram. Á þessum tíma varð
maðurinn sífellt niðurdregnari og
reyndi að lokum að fremja sjálfs-
morð. Það versta sem læknirinn
gat gert var að þvinga manninn
frá sínu eðlilega lífi. Fyrir eyðnis-
mitaðan einstakling er mjög
mikilvægt að geta unnið eins
lengi og heilsan leyfir og er það
besta meðferðin við þunglyndi,
sem sækir á marga þessara sjúkl-
inga.
Ulf sagði að málið hefði leyst
eftir að hann talaði við lækninn
og benti honum á að hann hefði
ekki rétt til að þvinga manninn
endalaust í frí. Þegar afgreiðslu-
maðurinn mætti aftur var læknir-
inn búinn að dreifa upplýsingum
um eyðni til samstarfsfólks hans
og segja því að hann væri ekki
mjög hættulegur. - Maðurinn
hefði ekki leynt því að hann væri
smitaður, en læknirinn átti að
gera þetta í samráði við hann en
ekki upp á sitt eindæmi.
Ulf taldi að helst mætti skýra
þau viðbrögð læknisins að þvinga
manninn í frí, með því hversu
nýtt vandamálið væri. Fólk væri
móðursjúkt og vissi ekki hvernig
það ætti að bregðast við smituð-
um einstaklingum. Almenningur
virtist yfirleitt vita hvernig sjúk-
dómurinn smitaðist, en ekki vera
eins vel að sér um hvernig hann
smitaðist ekki. Hann nefndi sem
dæmi um hræðslu fólks og for-
dóma að fyrrverandi formaður
samtaka homma og lesbía í Finn-
landi hefði fengið úthlutað sér-
stöku klósetti á sínum vinnustað.
Hann var ekki einu sinni smitað-
ur af eyðni, fólkinu var nóg að
vita að hann var hommi.
Umsœkjendur
mótefnamœldir
Nokkur umræða hefur orðið á
Norðurlöndum um hvort rétt-
lætanlegt sé að senda umsækj-
endur um starf í mótefnamæling-
ar. Ulf sagði að mörg stærri fyrir-
tæki hefðu rætt þennan mögu-
leika, en t.d. SAS og Volvo hefðu
ákveðið að fara ekki út í slíkt. -
Andinn nú virðist almennt vera
sá að vilja ekki fara út í mótef-
namælingar. En við getum aldrei
verið viss um hvaða stefnu al-
menningsálitið tekur. Því tel ég
að þörf sé á lögum sem banni at-
vinnurekendum að krefjast þess
að umsækjendur gangist undir
mótefnamælingu við eyðni,- Hver
og einn getur í dag farið á næstu
heilsugæslustöð og fengið mót-
efnamælingu ókeypis og þar er
gætt nafnleyndar.
- Einn af stærri bönkum Finn-
lands, Union bank, byrjaði að
prófa alla sem sækja um starf og
bauð starfsfólki mótefnamælingu
ef það vildi. Þrátt fyrir mjög
heitar umræður og skiptar skoð-
anir héldu þeir því áfram. Ulf
sagði að erfitt væri að neita að
gangast undir slíkt próf, því
atvinnuleysi væri mikið. Margir
eru um hvert starf og þeir sem
neita falla sjálfkrafa út.
Vilja yfirlýsingu
fró Norðurlandaróði
- Við viljum að Norðurlanda-
ráð samþykki yfirlýsingu um að
ekki sé heimilt að mismuna fólki
vegna eyðnismits. Ég vildi að
ekki þyrfti að setja lög til að
tryggja rétt þessa fólks, en tel að
þörf verði fyrir þau í framtíðinni.
Er Ulf var spurður hvort ekki
væri hætta á að farið yrði í kring-
um slík lög, sagðist-hann telja að
þau gætu orðið leiðbeinandi þó
að erfitt yrði að þvinga fólk til að
fara eftir þeim. Þörf væri á
auknum upplýsingum samhliða.
- í Svíþjóð hefur verið unnið gott
starf, þar sem sjúkdómurinn hef-
ur verið kynntur í gegnum
samtök atvinnurekenda og
launafólks.
Ulf taldi að erfiðara yrði að
eiga við útilokun frá vinnufé-
lögum en atvinnurekendum. Ótt-
inn við sjúkdóminn væri mikill og
enn skorti töluvert á að almenn-
ingur væri nægilega upplýstur um
smitleiðir. Stundum væri það líka
þannig að upplýsingum um að
sjúkdómurinn smitaðist ekki á
ákveðinn hátt væri tekið með
fyrirvara. í því sambandi má rifja
upp könnun sem hér var gerð á
þekkingu fólks á smitleiðum. í
henni héldu 20% svarenda að
smit gæti borist með fæðu. Þegar
spurt var hvort fólk teldi í lagi að
smitaðir störfuðu við matvæla-
framleiðslu, svöruðu 62% því
neitandi.
Atvinnurekendur lótið
undan þrýstingi
Hér á íslandi hefur fregnast að
fólk hafi misst vinnu sína þegar
upp komst að þaö var smitað af
eyðni. Ólafur Ólafsson land-
læknir sagðist vita um þó nokkur
dæmi þess að smitaðir hefðu ver-
ið hraktir úr vinnu. Algengast
væri að eitthvert fólk, oftast kon-
ur, hringdi í vinnuveitandann og
segði honum að ákveðinn starfs-
maður væri smitaður af eyðni.
Þessum upphringingum fylgdu
hótanir um að viðskiptum við fyr-
irtækið yrði hætt ef starfsmaður-
inn yrði þar áfram. - Nokkrir
hafa látið undan þrýstingnum en
sem betur fer hefur Ifka heyrst af
atvinnurekendum sem reynst
hafa víðsýnni og ekki látið svona
upphringingar hafa áhrif á sig.
Ólafur sagðist ekki vita til þess að
fólk hefði fengið skaðabætur þótt
það hefði verið látið hætta af
þessari ástæðu.
mj
8 SÍÐA - ÞJÓDVILJINN Sunnudagur 15. maí 1988