Þjóðviljinn - 15.05.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 15.05.1988, Blaðsíða 14
, eigum við ekki að láta i sia í kvöld elskan? „Lostaheftir" kallast hinir nýju sjúkllngar mennir;garástandsins, þeirsem þjástaf lystarleysi íbólinu Furðulega margir, einnig þeir sem eru tiltölulega ungir aö árum, kvarta yf ir því á síðustu misserum, að löngun þeirratil kynlífs sé í lágmarki. Svo rammt kveður að þessu, að farið er að tala um „losta- hefta" sem þjáningarsystkini nýs menningarsjúkdóms. Oft lendir deyfð þessi á yngra fólki sem er mjög meðvitað um framsókn sína í þjóðfé- laginu og haldið streitu yfir henni, en margaraðrar ástæður eru til færðar, sumar næsta óvæntar. Þýska vikuritið Stern fjallar nýlega um hina „lostaheftu", þá og þær sem segja furðu oft „ekki í kvöld elskan". Byrjað er á dæmi af hjónum rúmlega þrítugum, sem upplifðu kynlífsbyltingu með fagnaðarerindi frjálsra ásta á gel- gjuskeiði, tóku svo mark á kröf- um um „hina nýju blíðu" og gengu í hjónaband, áttu prýðilegt kynlíf um stund, en hafa varla áhuga á slíku framar nema ann- anhvern mánuð eða svo. Og eru þó aðeins 33 ára að aldri og ekki vantar að þeim komí ágætlega saman í sambúð og vinskap. Hjú- unum gengur lfka vel í starfi, þau eru bæði vel stæðir uppar - en þar stendur og hnífurinn í kúnni: Báðum þykir það líklegt að streitan við að halda sér á floti og vel það í harðri samkeppni sjúgi svo úr þeim orku, að þau eigi ekkert eftir á kvöldin þegar heim kemur annað en glápa á sjón- varp. Miklar vœntingar VafaJaust hefur streita og þreyta sín áhrif. Stórborgir nú- tímans eru ekki beinlínis hliðholl- ar ástum góðum, það þykjast menn vita vel. En þegar menn hafa þær fregnir bæði úr Banda- ríkjunum og Vestur-Evrópu, að það sé ekki síst yngra fólk á upp- leið sem kvartar um áhugaleysi í rúminu, þá kemur og fleira til sögu. Þetta fólk er vant því að gera miklar kröfur, allt á að vera flott og glæsilegt og fullkomið, og ef að MITT kynlíf er ekki alltaf ævintýri líkast, þá er eitthvað að mér (eða bólfélaganum). Þetta fólk, segja sumir kynlífsfræðing- ar, skilur ekki að menn geta ekki alltaf verið sólgnir í samfarir, að það getur verið alveg eins sjálf- sögð þörf að hvíla sig frá kynlífi og að lifa því á fullu eins og sagt er. Að borða saddur Það skal tekið fram, að hér er ekki verið að tala um kyndeyfð vegna þess að „eitthvað hefur bil- að" - það er ekki verið að tala um minnkandi getu vegna aldurs eða áhugaieysi sem stafar af því að fólk hefur orðið fyrir áföllum sem taka hug þess allan. Nei - hér er um fólk að ræða sem sagt er um að allt sé í lagi hjá, og það getur svosem brugðið á leik í rúmi ef svo ber undir: Áhuginn er bar- asta lítill og fullnægjan sjálf ósköp vesældarleg. „Eins og maður sé að borða án þess að vera svangur," segir einn skjól- stæðingur kynlífsfræðaranna. Mörgum ber saman um að þau vandræði, sem hér er á minnst, stafí að verulegu leyti af því að fólk sem býr saman og vegnar takk bærilega í sambúð, ætlast til of mikils. Meðal annars til þess, að töfra tilhugalífsins megi fram- lengja eins og fara gerir. Fólk vill ekki sætta sig við þá einföldu staðreynd, að sjálfur hvunndags- leikinn með öllum sínum sjálf- sögðu hlutum, hann dregur óum- flýjanlega mjög úr líkum á því að kynlíf verði jafn freistandi og heillandi og áður. Fólk veit ekki að það er fullkomlega eðlilegt að hjón eða sambýlisfólk dragi úr kynlífi um helming strax á öðru ári samvista. Fólk veit ekki held- ur, að 20-50 % allra einstaklinga eiga sér að minnsta kosti drjúg skeið áhugaleysis á kynlífi. Samviskubit hins daufa Allt er nú í lagí ef hann og hún eru nokkuð samstíga í áhuga- leysinu. Öllu verra þegar annar aðilinn er miklu daufari en hinn. Blaðið Stern tekur dæmi af hjón- um - bæði eru gift í annað sinn, hann er 49 ára, hún 42. Þau kunna mætavel hvort við annað. En hún er hrædd um að hann fari að leita á önnur mið í ástamálum. Vegna þess að um þriggja ára skeið hefur áhugi hennar verið í Iágmarki, hún hefur verið fegin hverju kvöldi sem leið án þess að karl hennar sendi frá sér kyn- ferðísleg skilaboð. Hún hefur iíka reynt að snúa þau niður fyrir- fram með tali um það, hve erfiður dagurinn hafi verið, að kannski fari hún bráðum á túr og þar fram eftir götum. Eiginmaðurinn er tillitssamur í rúmi og elskulegur í hvunndagsleikanum - og einmitt þess vegna hleðst upp mikil sekt- arkennd gagnvart honum vegna undanbragðanna: Æ, við skulum bæta okkur þetta upp um næstu helgi. Eða í fríinu. Bráðum. Valdabarótta og samrœmi Streita eða of miklar væntingar um kynlíf hafa semsagt mikið að segja. En fleira kemur til. Einatt telja menn sig verða vara við það, að þegar annar aðilinn er áber- andi daufari til kynlífs, þá sé kannski um ómeðvitaða valda- baráttu að ræða. Eitthvað hefur gerst í sambúð karls og konu sem truflar það sem var. Kannski er hann eða hún of ráðrík - og þá vaknar (án þess að viðkomandi geri sér grein fyrir) einhver þörf til að svara með því til dæmis að taka af honum (eða henni) ráðin í rúminu. Sérstæður angi af þessu er svo það, að barnsfæðing getur dregið mjög úr kynlífsáhuga, og þá fyrst og fremst móðurinnar. Stundum er vandi hinna „losta- heftu" rakinn til mjög merki- legrar þverstæðu í mannlegu sambýli. Það er furðu algengt að skötuhjú sem kvarta um sitt lystarleysi, taki það sérstaklega fram, að þau skilji hvort annað prýðilega, að sambúð þeirra sé rík að samræmi og vinskap. Það er ekki síst vegna þess að vandinn þykir svo ömurlegur: hvers vegna vantar einmitt fýsnina í þetta indæla samræmi? Og þá er svarið: Það er einmitt samræmið sem drepur fýsnina. Þegar skoðuð er forsaga sam- bandsaðila sem leita ráða og að- stoðar, þá kemur það í Ijós, að allskonar óstýrilátar hneigðir og kannski árásargjarnar hafa verið tamdar og bældar mjög rækilega til að sambúðin verði árekstra- laus og góð - en í leiðinni er slökkt á lostanum. Aftur á móti gerist það í hinum verstu hjóna- böndum, þar sem hatur og beiskja magna einatt upp þá spennu að stutt er í ofbeldisverk - að þar verða samfarir furðu áhrif- asterkar. Á fræðimannagol- frönsku heitir þetta, að með því að skötuhjú hafa firrst hvort ann- að í átökum gerist sú dapurlega díalektík, að það sem er fram- andlegt er kynferðislega spenn- andi en ekki það sem er alltaf innan þægilegrar seilingar. Kynlíf á núlli En ef talað er um hnignun kyn- lífs sem einskonar menningar- sjúkdóm, þá hefur hann reyndar enn fleiri hliðar. Til dæmis þá, að ótti þægindafreks fólks við inni- legt tilfinningasamband hefur í stórum stíl leitt til þess, að furðu margt fólk á tiltölulega ungum aldri forðast allt kynlíf. Allt sýn- ist svo mikið og stórt vandamál: karlmennskan og kvenleikinn, rétt hlutföll og verkaskipting í sambúð, barnauppeldi, sam- eiginlegur fjárhagur og margt fleira, að menn taka þá ákvörðun að einir skuli þeir vera. Og venja sig smám saman af því að hugsa um kynlíf. Klaustur eru Iíka vinsælli um þessar mundir í okkar hluta heims en þau hafa lengi verið... ÁB tók saman 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 15. maf 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.