Þjóðviljinn - 15.05.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 15.05.1988, Blaðsíða 10
Hvíldarstund um miðjan dag á dagheimili í Reggio Emilia. Ljósm. ólg. Hádegisverður er framreiddur um miðjan dag. Börnin Skóli skilningam Um sýningu á Kjarvalsstöðum af forskólastarfi í Reggi* Um þessa helgi hefst á Kjar- valsstöðum sýning frá starfi for- skóla í borginni Reggio Emilia á ítalíu. Þetta er farandsýning sem farið hefur sigurför vítt og breitt um heiminn á undanförnum árum. Þar er lýst einstökum ár- angri sem náðst hefur í skólastarfi í forskólunum sem reknir eru af bæjarfélaginu í Reggio Emilia, en það var uppeldisfræðingurinn Loris Malaguzzi sem átti mestan þátt í uppbyggingu þessara skóla. Blaðamaður Þjóðviljans kynnti sér skólastarfið í Reggio Emilia fyrir rúmu ári síðan, og birtist frá- sögn hans hér í blaðinu þann 4. febrúar á síðasta ári. Er vísað til hennar til frekari fróðleiks. En hvaða lærdóma getum við helst dregið af sýningunni á Kjar- valsstöðum? Hvernig snertir þetta skólastarf okkur, og hvað segir það okkur um okkar eigið skólakerfi? Þeir lærdómár sem við getum af sýningunni dregið eru sjálfsagt margir en sá mikil- vægasti tengist skilningi okkar á manninum, félagslegum, líf- fræðilegum og menningarlegum þörfum hans og móguleikum hans á því að verða frjáls. Tungumálið sem valdatœki Þetta þarfnast frekari skýring- ar. Og er þá nærtækast að líta fyrst í eigin barm. Við íslendingar státum okkur gjarnan af því að við séum menn orðsins. Bókmenntirnar og frá- sagnarlistin hefur lengi vel notið forgangs í menningu okkar. Gull- aldarbókmenntirnar hafa notið forgangs í skólakerfinu og við fengum að læra þjóðskáldin utan- bókar í barnaskóla, oft án þess að skilja innihald textanna: „ísland farsælda-frón og hagsælda hrím- hvíta móðir..." Á sama hátt og við fengum að þylja þessi ágætu kvæði án þess að skilja þau var okkur kennt að lesa texta eftir skeiðklukku án þess að hugsa um innihaldið. Og sá sem var flinkastur í þessari íþrótt þótti bestur í móðurmálinu og fékk hæsta einkunn. Síðan bættist sá galdur við að læra að skrifa z og y á réttum stöðum. Það voru fræðsluyfirvöld þeirra tíma sem mótuðu þessi uppeldisfræði. Því var gjarnan haldið fram að þessar uppeldis- aðferðir væru til þess fallnar að kenna börnunum hollar dyggðir eins og þjóðrækni. En í augum þessara uppalenda var tungumál- ið fyrst og fremst valdatæki. Ekki til þess að gera börnunum kleift að tjá sig og ná valdi á umhverf- inu og sjálfum sér, heldur valda- tæki til þess að kúga börnin og kenna þeim „rétta" siði. Að berja til bókar Það hefur til skamms tíma ver- ið ríkjandi skilningur hér á landi (og víðar) að árangursríkt upp- eldi og menntun felist í eins konar valdbeitingu þar sem samskiptin eru á einn veg, þar sem árangur- inn er metinn eftir því hversu nemandinn tekur vel við og að- lagar sig að því sem í hann er troðið og þar sem fræðin eru valdatæki kennarans og fræðslu- yfirvaldanna til þess að búa til þjóðfélagsþegna sem kunna að makka rétt og haga sér og hugsa að hætti forfeðranna. Þessi upp- eldisaðferð er afsprengi þess þjóðfélags sem litlum breyting- um tók í gegnum aldirnar, en hún er jafnframt í fullkominni and- stöðu við kröfur þess tíma sem við lifum nú, þar sem breyting- arnar eru örari en nokkur getur séð fyrir. Við getum ekki lengur alið börnin upp til þess að gegna ákveðnu hlutverki, því kröfurnar sem þau munu mæta sem fullorð- in eru ófyrirsjáanlegar að stórum hluta. Það sem við vitum þó að skipta mun máli er að efla sjálfs- tæða dómgreind og frumkvæði barnanna. I því felst bestur undir- búningurundiróvissaframtíð. Sú forræðishyggja sem einkennt hef- ur skólastarfið í of miklum mæli hér á landi og víðar uppfyllir ekki þær kröfur sem nútíminn gerir til skólanna, heldur vinnur þvert á móti gegn þeim. Skóli skilningarvitanna Það eru þessir kennsluhættir og þessi viðhorf til menntunar og til þarfa og möguleika mannsins sem eru á dagskrá í forskólastarf- inu í Reggio Emilia. Eða öllu heldur andhverfa þeirra. Sá skilningur að leiðin til þroska fel- ist ekki í því að berja barnið til bókar, heldur að hverjum ein- staklingi sé gert kleift að upp- götva heiminn og sjálfan sig á virkan hátt og með öllum skiln- ingarvitum sínum og óllum til- tækum tjáningarmeðulum. Sá skilningur að þessi möguleiki til þroska byggist á líffræðilegri þörf og að það sé skilyrði þess að ein - staklingurinn geti orðið frjáls í samfélaginu að þessari þörf hans sé fullnægt. Orðin og tungumálið eru mikilvægt tæki til tjáningar og &,m Myndir fyrir Ijósið. Myndin t.h. er stungin á svartan pappa, en til hægri eru samsett form sem Ijósið gegnumlýsir. Ljósm.ólg. Formfræði. Frumformin leysast upp í myndir. Ljósm. ( 10 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Sunnudagur 15. maí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.