Þjóðviljinn - 15.05.1988, Side 10
Hvíldarstund um miðjan dag á dagheimili í Reggio Emilia. Ljósm. ólg.
Hádegisverður er framreiddur um miðjan dag. Börnin skiptast á um að aðstoða í eldhúsi. Ljósm. ólg.
Skóli skilningarvitanna
Um sýningu á Kjarvalsstöðum af forskólastarfi í Reggio Emilia á Ítalíu
Um þessa helgi hefst á Kjar-
valsstöðum sýning frá starfi for-
skóla í borginni Reggio Emilia á
Ítalíu. Þetta er farandsýning sem
farið hefur sigurför vítt og breitt
um heiminn á undanförnum
árum. Þar er lýst einstökum ár-
angri sem náðst hefur í skólastarfi
í forskólunum sem reknir eru af
bæjarfélaginu í Reggio Emilia,
en það var uppeldisfræðingurinn
Loris Malaguzzi sem átti mestan
þátt í uppbyggingu þessara skóla.
Blaðamaður Þjóðviljans kynnti
sér skólastarfið í Reggio Emilia
fyrir rúmu ári síðan, og birtist frá-
sögn hans hér í blaðinu þann 4.
febrúar á síðasta ári. Er vísað til
hennar til frekari fróðleiks.
En hvaða lærdóma getum við
helst dregið af sýningunni á Kjar-
valsstöðum? Hvernig snertir
þetta skólastarf okkur, og hvað
segir það okkur um okkar eigið
skólakerfi? Þeir lærdómar sem
við getum af sýningunni dregið
eru sjálfsagt margir en sá mikil-
vægasti tengist skilningi okkar á
manninum, félagslegum, líf-
fræðilegum og menningarlegum
þörfum hans og möguleikum
hans á því að verða frjáls.
Tungumálið
sem valdatœki
Þetta þarfnast frekari skýring-
ar. Og er þá nærtækast að líta
fyrst í eigin barm.
Við íslendingar státum okkur
gjarnan af því að við séum menn
orðsins. Bókmenntirnar og frá-
sagnarlistin hefur lengi vel notið
forgangs í menningu okkar. Gull-
aldarbókmenntirnar hafa notið
forgangs í skólakerfinu og við
fengum að læra þjóðskáldin utan-
bókar í barnaskóía, oft án þess að
skilja innihald textanna: „ísland
farsælda-frón og hagsælda hrím-
hvíta móðir...“
Á sama hátt og við fengum að
þylja þessi ágætu kvæði án þess
að skiija þau var okkur kennt að
lesa texta eftir skeiðklukku án
þess að hugsa um innihaldið. Og
sá sem var flinkastur í þessari
íþrótt þótti bestur í móðurmálinu
og fékk hæsta einkunn. Síðan
bættist sá galdur við að læra að
skrifa z og y á réttum stöðum.
Það voru fræðsluyfirvöld
þeirra tíma sem mótuðu þessi
uppeldisfræði. Því var gjarnan
haldið fram að þessar uppeldis-
aðferðir væru til þess failnar að
kenna börnunum hollar dyggðir
eins og þjóðrækni. En í augum
þessara uppalenda var tungumál-
ið fyrst og fremst valdatæki. Ekki
til þess að gera börnunum kleift
að tjá sig og ná valdi á umhverf-
inu og sjálfum sér, heldur valda-
tæki til þess að kúga börnin og
kenna þeim „rétta“ siði.
Að berja til bókar
Það hefur til skamms tíma ver-
ið ríkjandi skilningur hér á landi
(og víðar) að árangursríkt upp-
eldi og menntun felist í eins konar
valdbeitingu þar sem samskiptin
eru á einn veg, þar sem árangur-
inn er metinn eftir því hversu
nemandinn tekur vel við og að-
lagar sig að því sem í hann er
troðið og þar sem fræðin eru
valdatæki kennarans og fræðslu-
yfirvaldanna til þess að búa til
þjóðfélagsþegna sem kunna að
makka rétt og haga sér og hugsa
að hætti forfeðranna. Þessi upp-
eldisaðferð er afsprengi þess
þjóðfélags sem litlum breyting-
um tók í gegnum aldirnar, en hún
er jafnframt í fullkominni and-
stöðu við kröfur þess tíma sem
við lifum nú, þar sem breyting-
arnar eru örari en nokkur getur
séð fyrir. Við getum ekki lengur
alið börnin upp til þess að gegna
ÓLAFUR
GlSLASON
ákveðnu hlutverki, því kröfurnar
sem þau munu mæta sem fullorð-
in eru ófyrirsjáanlegar að stórum
hluta. Það sem við vitum þó að
skipta mun máli er að efla sjálfs-
tæða dómgreind og frumkvæði
barnanna. Iþvífelst besturundir-
búningurundiróvissaframtíð. Sú
forræðishyggja sem einkennt hef-
ur skólastarfið í of miklum mæli
hér á landi og víðar uppfyllir ekki
þær kröfur sem nútíminn gerir til
skólanna, heldur vinnur þvert á
móti gegn þeim.
Skóli
skilningarvitanna
Það eru þessir kennsluhættir
og þessi viðhorf til menntunar og
til þarfa og möguleika mannsins
sem eru á dagskrá í forskólastarf-
inu í Reggio Emilia. Eða öllu
heldur andhverfa þeirra. Sá
skilningur að leiðin til þroska fel-
ist ekki í því að berja barnið til
bókar, heldur að hverjum ein-
staklingi sé gert kleift að upp-
götva heiminn og sjálfan sig á
virkan hátt og með öllum skiln-
ingarvitum sínum og öllum til-
tækum tjáningarmeðulum. Sá
skilningur að þessi möguleiki til
þroska byggist á líffræðilegri þörf
og að það sé skilyrði þess að ein-
staklingurinn geti orðið frjáls í
samfélaginu að þessari þörf hans
sé fullnægt.
Orðin og tungumálið eru
mikilvægt tæki til tjáningar og
skilnings. En tungumálið er þó
ekki nema einn tjáningarmögu-
leikinn af mörgum. Við höfum
lyktarskyn, bragðskyn, snerti-
skyn, hreyfiskyn, sjón og heyrn
og ekkert þessara skynsviða er
öðrum æðra eða mikilvægara
þegar barnið er að uppgötva
sjálft sig og umheiminn. Þvert á
móti bæta þau hvert annað upp
og auka á möguleika barnsins til
þess að ná valdi á umhverfinu og
sjálfu sér. Til þess að skilja merk-
ingu orðanna og ná valdi á þeim
þarf barnið að beita öllum þess-
um skynfærum á virkan hátt. Við
skiljum ekki sögnina að fljúga
fyrr en við höfum lifað okkur inn í
flug fuglsins og beitt til þess
ímyndunarafli okkar, hreyfiskyni
og sjónskyni og upplifað á sjálf-
um okkur þann galdur sem í því
felst að upphefja þyngdarkraft-
inn. Þannig helst vald barnsins á
tungumálinu í hendur við alhliða
reynslu þess og hæfni við að nota
skilningarvitin og aðra tjáningar-
möguleika sem barnið býr yfir.
Og kennslan og uppeldið felast
ekki síst í því að auðga reynslu-
heim barnsins þannig að upplifun
þess á umhverfinu verði sem
dýpst og að fyrirbærin séu skoðuð
út frá sem flestum sviðum og
reynt sé að túlka þau með sem
flestum tiltækum ráðum og með-
ulum. Meðal annars tungumál-
inu.
Myndrœn tjóning
Á forskólaaldri og kannski
lengur er þörfin fyrir myndræna
tjáningu afar rík hjá flestum
börnum. í myndrænni tjáningu
sameinast fleiri skynsvið og hún
verður barninu um leið mikilvægt
tæki til þess að skilja heiminn og
staðfesta skilning sinn og sjálfs-
vitund. Forskólarnir í Reggio
Emilia hafa lagt mikla áherslu á
myndræna tjáningu og nýtt hana í
tengslum við rannsókn barnanna
á sjálfum sér og umhverfi sínu. Sá
undraverði árangur sem þarna
hefur náðst staðfestir réttmæti
þessara grundvallarhugmynda
um uppeldi barna, og er jafn-
framt þungur áfellisdómur yfir
því fræðslukerfi sem við búum
enn við í allt of ríkum mæli, þar
sem möguleikar barnanna til al-
hliða þroska eru takmarkaðir af
I málarastofunni. Verkefnið var sjálfsmynd. Ljósm. ólg
einhliða og valdboðslegum upp-
eldisaðferðum og þar sem tung-
umálið er meðal annars notað
sem kúgunartæki til þess að bæla
niður aðra tjáningarþörf og
reynsluþörf barnanna. Það er
þetta sem þeir eiga við í Reggio
Emilia þegar þeir segja að börnin
eigi sér 100 tungumál en við höf-
um rænt frá þeim 99. Það eina
sem er eftir og skólinn sinnir með
sínum hætti er hið talaða orð og
hin bóklegu fræði.
Áherslan á myndræna tján-
ingu skiptir ekki síst máli nú á
tímum þegar sjónvarpið, mynd-
böndin og hvers konar myndrænt
efni tekur æ stærri hluta af tíma
barnsins. Það er kannski fátt sem
ógnar heilbrigðu uppeldi barna í
dag meira en sjónvarpið með
sinni einhliða mötun á vanhugs-
uðu afþreyingarefni sem gerir
barnið að óvirkum áhorfanda og
óvirkum neytanda fyrir framtíð-
ina. Sú áhersla á myndmennt sem
við sjáum í forskólunum í Reggio
Emilia stefnir að því gagnstæða
við sjónvarpsmenninguna eins og
við þekkjum hana: í stað óvirkrar
neyslu kemur virk rannsókn og
tjáning.
Skólinn og
samfélagið
En ekki nóg með það. Skólinn
er ekki bara til þess að þjálfa
skilningarvitin og efla tjáningar-
getu og sjálfstæða dómgreind
barnanna, hann er líka félagslegt
fyrirbæri og grundvallast á gagn-
kvæmum félagslegum tengslum.
Ekki bara á milli nemenda inn-
byrðis og á milli nemenda og
kennara. Heldur líka á milli for-
eldra og barna og foreldra og
kennara. Og skólinn hefur líka
sín tengsl við samfélagið, hann er
hluti af þorpinu eða borginni og
með þátttöku foreldranna verður
barnaskólinn að miðstöð barn-
amenningar í sínu borgarhverfi. í
Reggio Emilia segja þeir að þátt-
taka foreldranna í skólastarfinu
sé grundvallarforsenda þess að
skólinn geti virkað eðlilega, og
þar er því mætingarskylda hjá
foreldrunum ekki síður en hjá
börnunum. Þátttaka foreldranna
í námi barnanna er mótandi fyrir
alla skipulagningu skólastarfsins
og það að halda tengslum við for-
eldrana er forgangsverkefni í
daglegu starfi kennaranna. Þetta
viðhorf er svotil óþekkt hér á
landi, enda algengt að litið sé á
skólana, einkum forskólana, sem
einhvers konar geymslur þar sem
foreldrar geta skilið börn sín eftir
áhyggjulaus á meðan þau eru að
vinna.
íslensk svefnrof
Fyrir um það bil ári síðan fór
fram gagnleg umræða hér á landi
í framhaldi af skýrslu sem sér-
fræðingar OECD sendu frá sér
um íslensk skólamál. Sú skýrsla
varð til þess að vekja marga upp
af værum svefni: skýrsluhöfundar
töluðu meðal annars um þau al-
gengu viðhorf hér á landi að
kennsla krefðist ekki sérþekking-
ar og að kjör og staða kennara-
stéttarinnar væri í samræmi við
það. Þeir töluðu líka um það að
þótt þekking á faglegum og vönd-
uðum vinnubrögðum við kennslu
væri fyrir hendi þá sæi hennar
lítið stað í starfi innan skólaveggj-
anna, bæði vegna aðstöðuleysis
og of mikillar vinnu kennara og
lélegrar nýtingar á sérmennt-
uðum kennurum. Þá töluðu
skýrsluhöfundarnir líka um al-
mennt sinnuleysi og afskiptaleysi
íslendinga um það sem gerist
með börn þeirra innan veggja
skólanna.
Þessi þungi áfellisdómur um ís-
lenska skólakerfið var engin ný-
mæli fyrir þá sem til þekkja og
látið hafa sig málið skipta. Hinir,
þar á meðal stjórnvöld, sem bera
þungann af ábyrgðinni á því
hvernig komið er, rönkuðu við
sér smástund. Sumir töldu fráleitt
að útlendingar væru að segja
okkur fyrir verkum. Aðrir sögðu
að eitthvað þyrfti að gera í mál-
inu. Síðan settust menn með
hendur í skaut eða sofnuðu aftur
á sitt græna eyra. Enn er það svo
að þau allt of fáu dagvistarheimili
og leikskólar sem íslenskum
börnum er boðið uppá eru að
mestu mönnuð með ófaglærðu
starfsfólki. Og enn tala kennarar
og foreldrar fyrir daufum eyrum
stjórnvalda um nauðsyn þess að
lengja skóladag barnanna, koma
upp betri aðstöðu í skólunum,
minnka vinnuálag kennara,
endurskoða kennsluaðferðir og
efnistök í skólastarfinu út frá
þeirri kröfu að börnin verði
undirbúin undir það að takast á
við verkefni framtíðarinnar sem
frjálsir einstaklingar.
Hvatning
Sýningin frá Reggio Emilia
ætti að vera okkur hvatning til
þess að gera það átak í skólamál-
um okkar sem ekki verður hjá
komist. Hún gefur okkur hugboð
um það sem hægt er að gera ef
viljinn er fyrir hendi. Ekki með
því að flytja inn hráar hugmyndir
og kennsluaðferðir erlendis frá,
heldur með því að vera vakandi
fyrir því besta sem unnið hefur
verið á þessu sviði annars staðar
og vinna úr því út frá okkar fs-
lensku forsendum.
Kjarvalsstaðir eiga þakkir
skildar fyrir að hafa gefið okkur
kost á að sjá þessa sýningu, en
það ágæta fólk sem að henni
stendur í Reggio Emilia á þó enn
frekari þakkir skildar. _óig
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 15. maf 1988
Sunnudagur 15. maí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11