Þjóðviljinn - 15.05.1988, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 15.05.1988, Blaðsíða 12
Af Böli um, Finnum, Rússum og Grúsíumönnum Back in the U.S.S.R. Well the Ukraine girls really knock me out They leave the West behind And Moscow girls make me sing and shout That Georgia’s always on my mind. l’m back in the U.S.S.R. You know how lucky you are boys Back in the U.S.S.R. Hve margar atlögur þarf að gera til þess að komast á bragðið með að ferðast um S.S.S.R.? Sjálfsagt fer það eftir hverjum og einum. Að eigin sögn settu þeir John Lennon og Paul McCartney það ekki fyrir sig þótt þeir þyrftu að fljúga frá Miami Beach til S.S.S.R. með ælupokann á hnjánum: Gee it’s good to be back home! Samkvæmt því hafa so- véskir aðdáendur í Úkraínu, Moskvu og Grúsíu síður en svo valdið þeim vonbrigðum. Fyrir ári síðan mátti enn sjá skrifað stórum hvítum upphafsstöfum THE BEATLES á framhlið grá- leitrar íbúðarblokkar í Tbilisi, höfuðborg Grúsíu. Og þar fékkst í hljómplötuverslun ríkisins MELODIA safnplata með lögum eftir þá pilta og svo líka HARD DAYS NIGHT. Þótt ekkert yrði úr hljómleikahaldi Bítlanna á þessum slóðum virðast þeir þrátt fyrir það hafa fengið góðar móttökur meðal aðdáenda þar sem annars staðar. En hvað áhrærir hinn almenna ferðamann: margur hefur misst áhugann við fyrstu tilraun - enda koma Sovétríkin Vesturlandabú- um tæpast þægilega á óvart við fyrstu sýn. Astæðulaust er þó að setja stærsta ríkisflæmi veraldar- innar undir einn hatt; og skal það heldur ekki reynt hér en dvalið þess í stað við nokkur almenn at- riði sem einn ferðamaður alinn upp í neysluþjóðfélagi fékk þar augum barið í ólíkum landshlut- um. Tallinn í fyrstu sovétreisunni reyndi sá sem þetta skrifar við Tallinn í Eistlandi og varð fyrir miklum vonbrigðum. Enda hávetur - sú árstíð sem fjötrar allt mannlíf, eins og þeir best þekkja sem búa á hjara veraldar. En fleira kom til en sjálf árstíðin - allt benti þá til þess að annarskonar vetur væri þar járnkaldur að verki. Tilfinn- ingin var sú að Eistland kæmi nákvæmlega eins fyrir sjónir að sumarlagi í glaða sólskini. Það var fjögurra stunda sigling frá Helsinki til Tallinn með eistneska flóabátnum M/S Georg Ots, en að henni lokinni tók við erfið og tafsöm hindrun: landa- mæragæslan. Ungir sveinar með rauðar stjörnur tóku sinn tímann PARÍS 1 x í viku FLUGLEIDIR -fyrírþíg- við að grandskoða vegabréf og veltu lengi skegglausum vöngum sínum bæði yfir hverju vegabréfi fyrir sig og eins vegabréfseigand- anum. Að því loknu var vandlega leitað í töskum og farangri og haldið að því búnu í íkarus-vagni á hótel. Þetta var snemma árs 1983 og tæp tíu ár liðin frá því að Finnar reistu Hotel Viru í miðri Tallinn, en rekstur þess gekk miður vel. Þjónusta í matsal var með ágær- um en maturinn með versta móti - sorglegast var að þar virtist á borð borið það besta sem Eistar höfðu upp á að bjóða, og er þá tekið mið af því sem fékkst í verslunum. Borgin var í mikilli niðurníðslu. Helstu húsbyg- gingar í miðbæ báru þess merki að hafa fengið andliftslyftingu vegna ólympíuleikanna í Moskvu 1980, en hluti leikanna fór fram í Tallinn. Sú málning flagnaði óðum af miðbænum sem byggður var af dönskum kaupmönnum og Hansamönnum. Það var einna líkast sem heimsstyrjöldin síðari hefði verið að renna sitt skeið á enda; tíminn hefði staðið í stað í fjörutíu ár. Sá margfrægi vöru- skortur rifjaði upp ímynd þá sem flestir hafa af kreppunni og árum heimsstyrjaldarinnar og fleira mætti nefna svo sem vöruúrvalið, fatatískuna. Þeir sem betur máttu sín og aðgang höfðu að Berjozka, dollarabúðum, voru snöggtum betur til fara þó allur sá fatnaður þætti fádæma hallærislegur vest- an járntjalds. Og það var síður en svo til að lífga upp á svartnættið að vera hundeltur af götukaup- mönnum sem vildu fyrir alla muni eignast útlenska peninga, gallabuxur, skíðahúfur, kúlu- penna eða bara eitthvað fyrir rússnesku rúblurnar sínar, hvort maður væri nú ekki fáanlegur til þess að selja þeim skóna sem maður gekk í, eða þá úlpuna, buxurnar, skyrtuna, peysuna, en fyrir þessar hræbillegu rússnesku rúblur mátti kaupa heimsins besta kavíar, bæði svartan og rauðan, kampavín, vodka, bala- laika tónlist á plötuna frá Melo- dia, Beethoven, Brahms, Bach, og alla tónlistarsöguna eða þá að- göngumiða að balletsýningum, sirkusuppákomum, tónlistar- flutningi af öllu tagi. Þetta voru möguleikarnir sem nefndir voru. Þessir uppáþrengjandi götusalar svartamarkaðarins voru sumir hverjir í ofanálag fílefld vöðva- búnt og því miklir á velli. Er einn þeirra sérlega minnisstæður sem að auki var með silfurhúðaðar tennur. Eða ætli þær hafi kannski verið úr stáli? Þessi heimur sem hér hefur verið reynt að lýsa var að mestu takmarkaður við miðbæ Tallinn. Og undarlegt var að horfa upp á ásjónu Leníns þar á flenr.istórum rauðum vegg- spjöldum. Það leiddi hugann til þeirra ára þegar rauðstjörnur voru bornar af ungu fólki í Reykjavík, og engu líkara var en Trotskí sjálfur ætti heima í Voga- hverfinu. En þessi heimur var lík- ari martröð en viðkunnanlegri endurminningu og miður skemmtilegt að horfa upp á mútugreiðslur Eista til dyravarða í Hotel Viru og vændið sem þar náði að blómstra. Þótt vankantar séu nokkuð augljósir á finnsku þjóðfélagi var það í samanburði við Eistland eins og skólabókar- dæmi um hina ólíku heima austurs og vesturs. Þarna gat að líta staðreyndir málsins. Þegar betur var að gáð kom í ljós að Eistar voru úrkula vonar um betra hlutskipti. Tónninn ein- hvern veginn sá, að ekkert væri hægt að gera fyrir Rússum sem réðu öllum málum og ynnu mark- visst að því að ryðja rússneskunni braut, sem samskiptamáli meðal Balta. Sagan af innlimun baltnesku ríkjanna varð síður en svo til þess að lífga upp á þetta umhverfi. Til þess að halda Böltum í skefjum voru tugþús- undir manna valdir af handahófi (oftast barið að dyrum að nætur- þeli) og þeir sem urðu fyrir valinu sendir til Síberíu. Til þeirra sem hurfu með þessum hætti spurðist sjaldnast aftur. - Slíkt var að sjálfsögðu áminning til þeirra sem eftir urðu að hafa hægt um sig og láta að stjórn þeirra sem ráða vildu ferðinni. Að öðrum kosti biðu þeirra sömu örlög á heimskautasvæði Sovétríkjanna. (Sjá nánar um sögu Balta, Georg von Rauch: The Baltic States, Estonia, Latvia and Lithuania. The Years of Independence, 1917-1940. London 1974. Romuald J. Misinnas og Rein Taagepera: The Baltic States: Years of Dependence, 1940-1980. London 1983. Hugleiðingar um baltnesku rík- in er ennfremur að finna í ritum Czeslaw Milosz, Captive Mind og Native Realm). Ein fegurst borga ó Vesturlöndum Önnur tilraun með sovétferð var gerð til þess að kynnast þjóð- inni sem ól af sér Dostovévskí, Tékov, Túrgenev og Tolstoí. Lestur þessara höfunda vekur ekki aðeins áhuga á að kynnast Rússum heldur ekki síst hinni heilögu Pétursborg sem er án nokkurs vafa ein fegurst borga á Vesturlöndum. f Vetrarhöllinni er að finna einstakt safn mál- verka eftir frumkvöðla nútíma- málaralistar. Það tókst án mikilla erfiðleika að finna leiði Dostoév- skís sem er skammt frá Hótel Moskva. Helst áttu Leníngrad- búar í erfiðleikum með að skilja þennan íslenska framburð á nafni stórskáldsins. Þar í kirkjunni var messa í ortódox-sið og kirkju- gestir margir. Við það eitt að spyrja til vegar og líða um mann- fjöldann á Próspekt Nevskí fannst áhorfandanum að rússneska sálin sem mjög svo ger- ir vart við sig í skáldsögum Dost- oévskís hefði síður en svo verið uppdiktuð af þeim höfundi. Og hún sé ennþá til þrátt fyrir nýja valdhafa. í Hótel Moskva, og reyndar víðast þar sem Intourist stendur í hótelrekstri, er finnska gjald- gengt verslunarmál, lingua fra- nca, fyrir svartamarkaðsvið- skipti, enda Finnar sjálfsagt fjöl- mennir í þeim hópi sem Rússar nefna vodkatúrista. Lykilorðið er Greinarhöfundur í mörg þúsund ára gömlum manngerðum hellisbúðum skammt frá Gori í Kákasusfjöllum. Fæðingarheimili Jósefs Stalín í Gori í Grúsíu. Búið er að byggja yfir gamla húsið byggingu í nýklassískum stíl. Ljósm. T.E. 12 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 15. maí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.