Þjóðviljinn - 15.05.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 15.05.1988, Blaðsíða 16
 Orri Jónsson og Rúnar Gestsson skrifa Subbulegur Mark E. Smith. THE FALL THE FRENZ EXPERIMENT Fráleittfallnirenn (humm.. erþessi ekki gamall?) Ein af þessum athyglisveröu hljómsveitum, semfærmann til að líta heiminn bjartari augum í hvert sinn er þær gefa f rá sér nýtt efni, er án efa framúrstefnu „lúnetikk" sveitin The Fall. Sveitin, sem er búin að vera starfandi í rúm tíu ár og sent frá sér ógrynni öll af skífum, sendi „nýverið" frá sér nýja breiðskífu, er ber heitið „The Frenz Experi- rnent". Fyrir þá sem ekki hafa kynnt sér tónlist the Fall, má sossum nefna það að sveitin spilar fram- úrstefnulegt popp-rokk, sem ein- kennist af afskaplega einföldum, en jafnframt smekklegum laga- smíðum og lekkerum textasmíð- um, auk þess setur hinn gasalegi breski yfirstéttarsöngur Mark E. Smith dásamlega huggulegan blæ á tónlistina. Það er vegna þess, sem sveitinni hefur stöku sinnum verið líkt við aðra ágæta sveit, Mússólíni að nafni... (eða var það kannski öfugt?). Þessi nýi afrakstur The Fall, eða „The Frenz Experiment" ber ekki nein merki um byltingar- kenndar breytingar á tónlist sveitarinnar, enda engin þörf á. Skífan inniheldur 10 smellin lög sem sameinar alla kosti hljóm- sveitarinnar eins og best verður á kosið. Enga teljandi galla er að finna á þessari skífu, enda án efa besta plata sveitarinnar í allnokkur ár. Fyrir sjóaða Fall aðdáendur, leyfi ég mér að nefna, að skífan er helst í ætt við „This Nation’s Saving Grace“, þ.e., hún er heldur hrárri en síð- ustu hljómskífur drengjanna. Lögin „Oswald Defence Lawy- er“, „Bremen Nacht“, „Frenz“, „Carry Bag Man“ og „The Steak Place“ skara fram úr, úr hópi jafn góðra laga. Reyndar var lagið „Bremen Nacht“ gefið út í tak- mörkuðu upplagi á dvergskífu, sem fylgdi með fyrstu útgáfunni af plötunni, og gaular þar Mark E. Smith textann á germönsku, við örlítið breyttan undirleik. í heildina er „The Frenz Ex- periment" afskaplega elskuleg plastskífa, sterk og heilsteypt, sem flestir nema Árni Matt ættu að kynna sér. -RG Hljómsveitin The Mad- ness, sem reist var úr rústum hinnar viðfrægu sprellisveitar Madness, sendi ekki alls fyrir löngu frá sér sína „fyrstu" skífu, sem ber heiti sveitarinnar. Hljóm- sveitin inniheldur fjóra sprelli- kalla úr Madness sálugu, þá Suggs, Cathal, Chris og Lee. Meira umframliðna. TheClash sálugu halda uppteknum hætti í að auglýsa upp nýjustu safnplötu sína með útgáfu lagsins „London Calling" af samnefndri breiðskífu sveitarinnar, frá árinu 1980. HÓpur fólks að nafni Africa Bambaata & Family er um þess- ar mundir að gefa út í Bretlandi smáskífu sem inniheldur lagið „Sho’Nuff Funky". Joni Mitchell sendi dvergskífu á markað þriðjudaginn 2. maí, sem inniheldur dúett söngkon- unnarog kappans alræmda, Pet- er Gabriel. Lagið, sem ber heitið „My Secret Place", er einnig að finna á LP plötu stúlkunnar „Chalk Mark In A Rain Storm". Nú er nýja Prince breiðskífan komin á markað, og ber hún heitið „Lovesexy". Sjálfsagt bíða margir spenntir eftir því að vér hjá Eylandspóstinum leggi á hana hendur, og kveðum upp dómsúr- skurð yfir þessari plötu meistar- ans. En þangað til, getum vér svalað þorsta yðar að nokkru leyti, með því að greina frá því, að prinsinn er allsber á meðal blóma á umslagi skífunnar. Bandaríkjamaðurinn t Bone Burnett sendi frá sér nýja breiðskífu 2. maí síðastliðinn, sem nefnist „The Talking Ani- mals". Það þykir eflaust fleirum merkilegra að kappinn ætlar að sjá um „próduserun" á nýjustu breiðskífu Elvis Costello, en Mr. Burnett hefur ansi oft áður séð um þessa hlið mála á breið- skífum herra Costello. Sade er „loksins" búin að fleygja á markað sinni þriðju breiðskífu „Stronger Than Pri- de“, en nú eru liðin nær 3 ár frá því gellan sendi frá sér skífuna „Promise". FORSAGA ÚTGÁFA REYKJAVÍKURVEGI 22, 220 HAFNARFIRÐI — S. 65 20 25 Lovesexy The „Eður ei“ Á ÍSLENSKU ER AÐ KOMA ÚT ALVEG Á NÆSTUNNI - MEIRA EN MÁNUÐIÁ EFTIR ÁÆTLUN VIÐ BIÐJUM ÁSKRIFENDUR OGAÐRA AÐDÁENDUR AFSÖKUNAR ÓTRÚLEG ATBURÐARÁS í PRENTSMIÐJU VELDUR UPPLAGSSKORTI Því miður er Ijóst að afföll á pappír valda því að við getum ekki afgreitt vcnju- legt upplag á alla sölustaði. Ennfremur neyðumst við til að leiðrétta smásölu- áiagninguna og verður hún nú sú sama og á öðrum tímaritum, ekki 10% hærri eins og áður. Dómarar, lögfræöingar og laganemar eru sérstaklega hvattir til aÖ láta þetta tölublað ekki undir neinum kringumstæðum fara fram hjá sér, nema þá og því aðeins að um sé að ræða þrálátt þunglyndiskast. 16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 15. maf 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.