Þjóðviljinn - 25.05.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 25.05.1988, Blaðsíða 4
_________________LEIÐARI________________________ Bann við kjarabaráttu Á föstudaginn gaf ríkisstjórn íslands út bráöabirgöalög um eitt og annað varöandi ríkisbúskapinn, og enn eru menn aö velta því fyrir sér hvaö hún hafi í rauninni veriö aö gera. Þannig var skýrt frá því þegar stjórnin kynnti ráöstafanir sínar að á næstunni ættu vextir að lækka, meðal annars vegna tilmæla frá ráöherrunum, - rétt einsog þegar frelsarinn vaknaöi í bátnum með lærisveinunum og hastaöi á storminn og hann lægði og þaö varð blíðalogn. Einn af spekingunum á hinum svokallaöa gráa markaði telur hinsvegar aö stormurinn muni ekki láta sér segjast heldur espast allur viö orð hinna nýju frelsara, - við ráðstafanir og tilmæli ráð- herranna muni vextir hækka og ekki lækka. Þaö hefur líka vakið athygli aö vænum parti af fimm síöna langri yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá því á föstudag er varið til aö telja upp ýmsar nefndir sem ríkisstjórnin leggur til að fundi oftar. „Nefnd um verðjöfnunarsjóð fiskiðnaðarins verður gert að hraða störfum... Starfshópur ríkisstjórnarinnar, sem fjallar um erfiðleika í fiskeldi, hraði störfum... Ríkisstjórnin ... hefur falið nefnd sem fjallar um fyrirkomulag á verðtryggingu fjárskuldbind- inga að skila tillögum... Ríkisstjórnin hefur falið nefnd sem fjallar um verðtryggingu fjárskuldbindinga að undirbúa nauðsynlega lagasetningu... Ríkisstjórnin mun skipa nefnd með þátttöku full- trúa atvinnulífsins til að skila tillögum um aðgerðir..." Og því miður er ekki hægt að fullyrða að hið nýgerða samkomu- lag stjórnarflokkanna um vandann í rótgrónustu atvinnuvegum íslendinga Ijómi af skýrleik og heiðríkju, - þótt allir verði að viður- kenna að farið er einkar fljótt yfir sögu: „Endurskoðun fiskveiðistefnunnar verði hraðað. Settar verði markvissar reglur um útflutning á ferskum fiski. Framleiðslustjórn í landbúnaði og búvörusamningurinn verði endurskoðuð í sam- ræmi við stjórnarsáttmálann." Eitt er þó alveg á hreinu í nýja stjórnarsáttmálanum. Sjálf- stæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur komust sam- eiginlega að þeirri niðurstöðu að forsenda fyrir því að þeir gætu stjórnað landinu væri að banna kjarabaráttu frammí apríl á næsta ári, í tæpa ellefu mánuði. Þangað til má enginn fá meiri krónu- hækkun á kaupi en ríkisstjórninni sýnist, og ef einhverjum dettur í hug að beita verkfallsréttinum ætlar ríkisstjórnin að senda lögg- una af stað. í 4. grein laganna er þetta orðað einkar Ijóslega: „Verkbönn, verkföll, þar með taldar samúóarvinnustöðvanir, eða aðrar að- gerðir sem ætlað er að knýja fram aðra skipan kjaramála en lög þessi mæla fyrir um eru óheimilar. “ Þetta samþykkti meðal annars Karl Steinar Guðnason verkalýðsleiðtogi á Suðurnesjum, og þetta samþykkti félagsmálaráðherrann Jóhanna Sigurðardótt- ir, að ekki sé minnst á einn helsta hvatamanninn, Jón þann Flannibalsson sem fæddist í Alþýðuhúsinu á ísafirði. Það er þessu fólki hinsvegar til huggunar að ekki þarf að leita ýkja langt að fyrirmyndum. Rétt handanvið Eystrasaltið var gildur stjórnmálaleiðtogi einmitt að grípa til svipaðra ráða gegn kenjótt- um lýð í kjarabaráttu, og þykir þeim Jóni Baldvin sjálfsagt ekki leiðum að líkjast þar sem er hinn þekkti efnahagssnillingur Wojci- ech Jaruzelski. Þeir endurgreiði! Einsog kunnugt er létu ráðherrarnir „taka sig í bólinu“ dagana fyrir uppstigningardag; stórlaxar í viðskiptalífinu knúðu fram geng- isfellingu með því að kaupa upp vænan part af gjaldeyrisforða þjóðarinnar. Formaður Alþýðuflokksins er ennþá að reyna að komast að því hverjir hafi keypt gjaldeyrinn og hagnast um leið um hundruð milljóna króna. Þessi rannsóknarviðleitni ráðherrans er út af fyrir sig einkar fróðleg. En búi einhver alvara að baki þeim ræðuhöldum sem Jón Baldvin hefur haft uppi um hina myrku gjaldeyrishöndlara væri eðlilegt að hann undirbyggi bráðabirgðalög um að þeir hinir sömu endurgreiddu til ríkissjóðs gróðann af gengismuninum. Meðan slík tillaga kemur ekki frá ráðherranum er erfitt að líta á rannsóknir hans öðruvísi en þannig að hann sé að beina athygl- inni frá sjálfu inntaki ráðstafananna frá því á föstudaginn. -m KLIPPT OG SKORIÐ Skældur Sjálfstæðisflokkur í Reykjavíkurbréfi Morg- unblaðsins nú um helgina er frá því greint að Davíð borg- arstjóri hafi á fundi sjálfs- tæðismanna í Garðabæ spjallað um ástæður fyrir því aðflokkurinnkom „skældur“ út úr kosningum. Hann minnti á albertsklofn- inginn og lét í ljós nokkra undrun yfir því, að enda þótt skoðanakannanir bendi til þess að Borgaraflokkurinn sé svotil horfinn, þá hafi Sjálfstæðisflokkurinn ekki rétt við að sama skapi. Síðan segir borgarstjóri á þessa leið: „Sumir halda því fram að ástæðan sé sú að flokkurinn hafi fengið harðneskjulegri ímynd en áður. Gjarna vitna menn þá til þess að á dögum Ólafs og Bjarna hafi flokk- urinn haft á sér manr.úð- legra yfirbragð, verið flokk- ur fjöidans en ekki fámenns hóps peningamanna. Ég tel að hér sé um mikla einföld- un á staðreyndum að ræða. Menn þurfa ekki annað en gera samanburð á stefnum- álum flokksins og þingmál- um þá og nú og lesa ræður forráðamanna hans til að sj á hið gagnstæða. Flokkurinn hleypur miklu fremur nú en þá eftir dægurbólum og því sem er álitið vinsælt og er í raun tækifærissinnaðri nú en áður og því er erfiðara en ella að greina hann með jafnafgerandi hætti frá and- stæðingaflokkunum en forð- um tíð.“ Tækifærissinnaður alltaf Líkast til er sú sögu- skýring sem Davíð fitjar upp áröng. Sjálfstæðisflokkur- inn er ekkert „tækifærissinn- aðri“ nú en á dögum Ólafs Thors, eins og Davíð held- ur. ÓlafurThors var einmitt hinn sanni snillingur tækifærismennskunnar. Honum tókst að spila á tvö tromp í senn: þá alþýðlegu einstaklingshyggju sem kenna mætti við Bjart í Sumarhúsum og þann lág- marks „kratisma" í fé- lagsmálum, sem nauðsyn- legur var Sjálfstæðisflokkn- um til að hann sýndist ekki með öllu fjandsamlegur kröfum þessa litla samfélags um samhjálp. Allir eftir- menn Ólafs hafa reynt að leika þetta eftir - en munur- inn er sá að Ólafur var mun flínkari en þeir og bar það stóran persónuleika að þverstæðurnar í tafli Sjálf- stæðisflokksins komust ekki íaugsýn. Ópólitískur flokkur f annan stað er þess að geta, að tilvistarvandi Sjálf- stæðisflokksins hefur aldrei verið í því fólginn að kjós- endum hafi verið erfitt að greina hann frá ýmsum öðr- um flokkum. Miklu heldur hefur það verið vandi ann- arra flokka, einkum Alþýð- uflokksins, hve brösótt þeim gekk að greina sig frá Sjálf- stæðisflokknum. Sjálfstæð- isflokkurinn hefureinmitt alltaf spilað mjög á það, að hann sé eiginlega ekki pólit- ískur flokkur, heldur eins- konar samnefnari fyrir þjóðfélagið, „vettvangur málamiðlana" - og þar með er látið að því liggja, að aðrir flokkar séu hálfgerður óþarfi í samfélaginu. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur reynt að vera einskonar óp- ólitískur stjórnmálaflokkur, amk í sinni ímyndarsmíð, og tekist furðuvel að láta fólk gleypa þá flugu ( „ Ég er svo mikið á móti pólitík, sagði gamla konan, ég les bara Morgunblaðið"). Ein ástæð- an fyrir því að Kvennalistinn er þessa stundina fylgismeiri en Sjálfstæðisflokkurinn er einmitt sú, að þeim sam- tökum hefur tekist, af ýms- um sérkennilegum ástæð- um, að setjast í þessa ímynd sj álfstæðisflokksins - að vera ópólitískur eða þver- pólitískur flokkur ( og þó ekki flokkur). Gloppa fyrir framtíðinni Tilvistarvandi Sjálfstæðis- flokksins er vissulega marg- þættur. Þar kemur mjög við sögu skortur á framtíðarsýn: flokkur Ólafs Thors lifði m.a. áþvíaðmargt varógert í ungu þjóðfélagi, fram- kvæmdagleðin gat enn kveikt í mönnum með já- kvæðum hælti. Nú hefur orðstír framkvæmda- gleðinnar mjög spiilst af löngu tímabili heimskulegra offjárfestinga sem Sjálf- stæðisflokkurinn ber vissu- lega ábyrgð á sem leiðandi afl í þjóðfélaginu, og ekki hressist sá Eyjólfur við ráð- húsrembinginn og annað honum líkt. Sjálfstæðis- flokkurinn (og það á hans sameiginlegt með ýmsum hefðarflokkum öðrum) velt- ur svona til og frá í við- brögðum við uppákomum samtímans, en setur sér ekki markmið sem fólki finnast eftirsóknarverð. Nema þeim kannski sem kunna með peninga að braska. Því svo sannarlega hefur Sjálf- stæðisflokkurinn sína sér- stöðu á bak við allt allrastéttahjal. Hann segir t.d. að launamisrétti sé mikið vandamál og hættu- legt j afn vel lýðræðinu - en dæsir síðan og segir að við því verði ekkert gert: mannfólkið er bara svona. Þessu næst er svo keyptur bíll undireinhvern stjórn- arformanninn. Ogþegar skimað er eftir framtíðarsýn og hugsjónum djörfum, þá eru þær helst í því fólgnar (samanber það sama Reykjavíkurbréf nýverið) að greiða skuli enn fleiri og frjálsari leiðir streymi fjár- magns út úr landinu og inn í það. Þarf enginn að vera hissa á því að fólk láti sér fátt um finnast, eins þótt menn séu enn á svo einbeittu sjálfs- hygðarflippi næstliðinna velmegunarmissera, að til- tölulega fáum þyki taka því nú um stundir að spyrja um lausnir og framtíðarsýn sem tengist samstöðu og félags- hyggju. Davíð kvartar reyndar undan því að Sjálf- stæðisflokknum stafi ekki lengur ógn af „kommúnist- um“ - óttinn við þá hafi áður fyrr látið menn fyrirgefa Sjálfstæðisflokknum margt vegna þess að þeir treystu á hann sem vernd gegn bylt- ingunni. En nú vantar sem- sagt óvin, Grýlu, til að halda gemlingunum við efnið. Da- víð sér af hyggjuviti sínu að við svo búið má ekki standa, og spyr svona óbeint hvort Alþýðuflokkur Jóns Bald- vins geti ekki verið hinn nýi óvinur. Þó ekki með þeim formerkjum náttúrlega, að Jón Baldvin freisti manna til róttækni ónei; eins og Davíð segir réttilega, þá er hættan af Alþýðuflokki Jóns Bald- vins einkum sú, að hann get- ur sýnst enn öflugri og út- haldsbetri hægriflokkur en Sjálfstæðisflokkurinn sjálf- ur. Svo sannarlega lifum við á undarlegum tímum áb þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýöshreyfingar Utgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Rltstjórar: Árni Bergmann, Mörður Árnason, Óttar Proppó. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, KristóferSvavarsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, Ólafur Gíslason, Ragnar Karlsson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.), Sævar Guðbjörnsson, Tómas Tómasson, Þorfinnur Ómarsson (íþr.). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. LJóamyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlltstelknarar: GarðarSigvaJdason, MargrótMagnúsdóttir. Framkvæmdastjórl:HallurPállJónsson. Skrifstof ustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrlfstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Olga Clausen, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla: HannaÓlafsdóttir, SigríðurKristjánsdóttir. Bflstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. lnnheimtumenn:BrynjólfurVilhjálmsson,ólafurBjörnsson. Utkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Sfðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setnlng: Prentsmiðja Pjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð f lausasölu: 60 kr. Helgarblöð:70 kr. Áskriftarverð á mánuði: 700 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvikudagur 25. maí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.