Þjóðviljinn - 25.05.1988, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 25.05.1988, Blaðsíða 19
Mokkakaffi 30 ára Ljósmyndir af gestum og gangandi Nú stendur yfir á Mokkakaffi við Skólavörðustíg sýning á um það bil 30 Ijósmyndum eftir Davíð Þor- steisson. Það er myndunum sammerkt að vera allar teknar inni á Mokka af gestum kaffihússins og starfs- liði. Langflestar myndanna eru frá síðustu fimm árum og eru þær allar svart-hvítar. Sýningin er haldin í tilefni af 30 ára afmæli Mokkakaffis um þessar mund- ir. Davíð hefur fengist við ljósmyndun í allmörg ár sem áhugamaður og hefur haldið eina einkasýningu áður. Það var vorið 1985 - þá einnig á Mokka. Mynd- efni þeirrar sýningar var götulíf í gamla miðbænum. Eins og margir aðrir unnendur kaffis og friðar, hefur Davíð löngum fundist gott að bregða sér inn á Mokka og sitja þar um stund fjarri tímans þrasi. Þá hefur myndavélin stundum verið með í för. Fyrstu myndir sínar á Mokka tók Davíð árið 1975 en þær urðu því miður aðeins örfáar. Olli því smellurinn í vélinni, sem Davíð þótti ganga of nærri friðhelgi húss- ins. Varð ekki af frekari ljósmyndun á staðnum fyrr en haustið 1983 þegar hann komst yfir látprúðari vél. Síðan þá hefur Davíð myndað óformlega og óforvar- andis marga gesti kaffihússins - ekki síst gáfulega menn og fagrar konur. Ljósmyndunin hefur mest farið fram í kyrrþei til að raska ekki ró manna og rj úfa ekki grið, og ævinlega án hjálparlýsingar. Ávöxt þessarar tómstundaiðju getur nú að líta uppi á veggjum staðarins, og er það von Davíðs að menn taki viljann fyrir verkið og láti sér ekki mislíka þótt ef til vill hafi stundum ófimlega til tekist. Síðan haustið 1983 hefur Davíð myndað óform lega og óforvarandis marga gesti kaffihússins. Myndlist Ljósmyndir í Nýlistasafninu Nú stendur yfir ljósmyndasýn- ing Hollendingsins Robin van Harreveld, í Nýlistasafninu við Vatnsstíg. Um myndir sínar segir hann: - Ég vinn ljósmyndir í myndröðum þar sem öllu er þjappað saman á sem ótvíræðastan hátt. í sér- hverri ljósmynd gef ég gaum að ákveðnu frumatriði. Ljósmynd- irnar eru ekki tilviljanakenndar í einfaldleika sínum, heldur fylgja þær ákveðnu kerfi, og merkingu þeirra er einungis hægt að fá úr því samhengi sem þær mynda. - Tálmynd tíma og rýmis hef ég látið hverfa úr ljósmyndunum vegna þess að í verkum mínum er um hið sanna eðli ljósmyndarinn- ar að ræða. Tími og rými birtast mér frekar á ný í uppröðun myndanna. Sýningin stendur til 29. maí og er opin virka daga kl. 16:00- 20:00, og kl. 14:00-20:00 um helgar. LG Robin van Harreveld Söngskólinn Skólaslit og tónleikar 150 nemendur í vetur Fimmtánda starfsári Söng- skólans í Reykjavík er nú að ljúka, og hafa um 150 nemendur stundað nám við skólann í vetur. Skólinn útskrifar að þessu sinni einn söngkennara, Ingu Jónínu Backman. Sex nemendur luku VIII stigi, sem er lokapróf úr al- mennri deild. Vortónleikar skólans verða: VIII stigs tónleikar: í kvöld kl. 20.30 í Tónleikasal Söngskólans að Hverfisgötu 45, Sólrún Hlöðv- ersdóttir, Ragnheiður Lárusdótt- ir og Þórdís Þórhallssóttir. Fimmtudaginn 26. maí kl. 20.30 í Tónleikasal Söngskólans, Ólöf G. Ásbjörnsdóttir og Stefán Arngrímsson. VIII og söngkennaraprófstón- leikar: mánudaginn 30. maí kl. 20.30 í Norræna húsinu: Björk Jónsdóttir, VIII stig og Inga J. Backman, söngkennarapróf, L.R.S.M. Nýútskrifaður söngkennari úr Söngskólanum í Reykjavík: Inga J. Backman Tónleikar í Bústaðakirkju Jónas Sen hektur píanótónleika Fyrstu sjálfstæðu og opinberu píanótónleikar Jónasar Sen verða í Bústaðakirkju í kvöld kl. 20.30. Níu áragamall hóf Jónas nám hjá Kolbrúnu Óskarsdóttur og 11 ára innritaðist hann í Tónlistar- skólann í Reykjavík en kennari hans þar var Árni Kristjánsson. Sautján ára gamall lauk hann ein- leikaraprófi frá skólanum. Á námsárum sínum kom Jónas þó oft fram sem einleikari. Fjórtán ára lék hann fyrst ein- leik með sinfóníuhljómsveit, fimmtán ára lék hann með hljóm- sveit 1. píanókonsert Liszts, 2. konsert Rachmaninovs, og fleira mætti upp telja. Að loknu stú- dentsprófi fór Jónas í framhalds- nám til Parísar, kennarar hans þar voru Pierre Sancan og síðar Monique Deschausseés. í tvö ár hefur Jónas kennt pí- anóleik við Nýja tónlistarskólann og er jafnframt yngsti kennari skólans. Á efnisskrá tónleikanna eru tvær sónötur eftir Beethoven op. 109 í E-dúr og op. 110 í As-dúr. Jónas Sen. Eftir hlé leikur Jónas h-moll són- ötu Fr. Liszts. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið á Norðurlandi vestra Ráðstefna um byggðamál Vorfundur Kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á Norðurlandi vestra verð- ur haldinn á Hótel Blönduósi nk. sunnudag 29. maí kl. 13-19. Að lokinni fundarsetningu verður rætt um flokksstarfið, en að því loknu kl. 14 hefjast alm. umræður um byggðamál og er sá hluti fundarins öllum opinn. Framsögn hafa: Svanfríður Jónasdóttir, varaformaður Alþýðubanda- lagsins, Svavar Gestsson, alþm., Þorleifur Ingvarsson, bóndi á Sól- heimum og Róbert Guðfinnsson, framkvæmdastjóri Þormóðs ramma hf. á Siglufirði. Á eftir munu framsögumenn sitja fyrir svörum í panelumræðum sem Ragn- ar Arnalds alþ.m. stjórnar. Kaffihlé 16-16.30. Síðan munu umræðuhópar starfa. Gert er ráð fyrir fundarslitum um kl. 19. Stjórn Kjördæmlsráðs Sumarferð ABR Árleg sumarferð Alþýðubandalagsins í Reykjavík verður farin sunnudaginn 3. júlí nk. Að þessu sinni er ferðinni heitið uppá Mýrar. Áningastaðir verða: Borgar- nes, Borg á Mýrum og Hítardalur. Undirbúningur er þegar hafinn. Nánari upplýsingar á skrifstofu ABR, Hverf- isgötu 105, sími 17500. Undlrbúningsnefnd Neskaupstaður Félagsfundur Hjörleifur Guttormsson alþingismaður ræðir um störf Alþingis og stöðu þjóðmála á fundi Alþýðubandalagsins í Neskaupstað miðvikudaginn 25. maí kl. 20.30 að Egilsbraut 11. Félagar fjölmennið. - Stjórn ABN. Sumardvöl á Laugarvatni Hinar sívinsælu sumarbúðir Alþýðubandalagsins á Laugar- vatni verður í sumar vikuna 18. - 24. júlí. Umsjón verða í höndum Margrétar Frímannsdóttur og Sigríðar Karlsdóttur. Allar nánari upplýsingar í síma 17500. Alþýðubandalagið Alþýðubandalagið Selfossi og nágrenni Almennur félagsfundur Almennur félagsfundur verður haldinn að Kirkju- vegi 7 Selfossi, fimmtudaginn 26. maí kl. 20.30. Margrét Frímannsdóttir alþingismaður kemur á fundinn og ræðir stjórnmálaástandið og stöðu Alþýðubandalagsins. Nýir félagar velkomnir. Fjölmennið. Stjórnin. Ráðstefna um byggðamál Dalvík 10.-12. júní 1988 Alþýðubandalagið boðar til ráðstefnu um byggðamál á Dalvík 10. - 12. júní n.k. Ráðstefnan hefst kl. 14.30 föstudaginn 10. júní og er áætlað að henni Ijúki síðdegis sunnudaginn 12. júní. Dagskrá: Föstudagur 10. júní Kl. 14.30 Framsöguerindi Umræður Kl. 19.00 Farið til Hríseyjar. Eyjan skoðuð og snæddur kvöldverður. Laugardagur 11. júní Kl. 09.00 Framsöguerindi Umræður Kl. 16.00 Skoðunarferð um Dalvík - söfn og fyrirtæki. Snætt á Grund í Svarfaðardal. Þátttakendum kenndur svarf- dælskur mars. Sunnudagur 12. júní Kl. 09.00 Sundskálaferð Kl. 10.30 Hópavinna - skil og umræður Eftirtaldir hópar starfa: I Stjórnkerfið og þjónusta II Atvinnumál og þjónusta III Menning og viðhorf IV SÍS og kaupfélögin. Ráðstefnunni lýkur síðdegis. Gisting verður í heimavist Dalvíkurskóla (Sumarhótel). Allar nánari upplýsingar veita Svanfríður Jónasdóttir í síma 96-61460 og Þóra Rósa Geirsdóttir í síma 96-61411. Þær taka einnig við þátttökutilkynn- ingum. Nánar auglýst sfftar Alþýðubandalagið Margrét FLUGLEIÐIR -fyrirþíg- Miðvikudagur 25. maí 1988 ÞJÓÐVIUINN -c $fÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.