Þjóðviljinn - 25.05.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 25.05.1988, Blaðsíða 13
Og þetta líka... Fær að vera Þjálfari Napoli, Ottavio Bianchi, fær að halda stöðu sinni þrátt fyrir að leik- menn hafi lagst gegn því. Napoli var lengi vel með fjögurra stiga forystu en missti hana til AC Milan undir lokin. Leikmenn kenndu þjálfaranum um (eins og víða) en forseti félagsins bað hann að vera áfram. Bianchi segir að hann sé enn bitur og muni líklega ekki gleyma afstöðu leikmanna í bili en segist þó ekki ætla að hefna sín á neinum og vinna af fullum krafti eins og venjulega. Hættur við að hætta Nokkrum dögum eftir að Erich Ribb- eck sagðist ætla að hætta þjálfun fyrir fullt og allt var hann búinn að skrifa undir samning við þýska Bundesligu- liðið Hamþurg. Ribbeck sem leiddi Bayer Leverkusen til fyrsta titils á 84 ára tímabili leysir af hólmi Felix Mag- ath sem enn á eftir þrjú ár af fimm ára samningi en Felix var rekinn eftir dap- urt gengi Hamburg. Kvótinn búinn Þegar Ólafur Ólafsson fór útaf brá mörgum. Menn héldu að nú væri sumarfótboltakvóti Óla búinn því undanfarin ár hefur hann lítið getað verið með vegna meiðsla. 3 bolla af kaffi Kínverjinn Chen Longcan, sem ertal- inn þriðji besti borðtennisleikari í heimi, vann ádögunum einliðaleikinn í Asíuleikunum og tryggöi þá landi sínu fjórða titilinn af þeim sjö sem í boði voru. Chen hafði verið eitthvað slappur uppá síðkastið svo að fyrir úrslitaleikinn tók hann sig til og fékk sér þrjá bolla af kaffi til að vakna, sem dugöi. Hvaða kaffi ætli þetta hafi ver- ið? Uppselt Ef stórliðið sænska Gautaborg held- ur uppteknum hætti verður enginn leikmaður eftir í liðinu en buddan aftur á móti full. Nýlega seldi liðið Steffan Petterson til Ajax fyrir metupphæð sem stjórnarmaður í Gautaborg vildi ekki gefa upp nákvæmlega. Þar mun hann koma í stað John Bosham sem er á förum til Mechelen. í fyrra seldi Gautaborg Peter Larsson til Ajax og Glenn Hysen er kominn til Fiorentina á Ítatíu. Tennis Tennísmét unglinga Nike-Dunlop tennismótið sem er fyrir 16 ára og yngri verður haldið dagana 27. til 29. maí n.k. við Kópavogsskóla. Skráningarlistar liggja frammi við tennisvellina í Kópavogi og við tennissvæði Víkings í Foss- vogi. Einnig má skrá þátttöku til Páls Stefánssonar í síma 75262 fyrir kl. 20.00 fimmtudaginn 26.maí. Handbolti Banni aflétt íslenskir handboltaunnendur urðu ánægðir þegar það fréttist að þrír lykilmenn í júgóslavneska landsliðinu yrðu í keppnisbanni fram yfir ólympíuleika. Nú er hins vegar óvíst hvort af banninu verður þannig að verið getur að Júgóslavar mæti með sitt sterk- asta lið á leikana. Forsaga málsins er sú að eftir leik Metaloplastika og Pelister 24. apríl brutust út slagsmál og ákvað júgóslavneska handbolta- sambandið að setja keppnisbann á nokkra leikmenn liðanna. Kuz- manovski var settur í eins árs keppnisbann og Isakovic og Vu- jovic í níu mánaða bann, en allir eru þeir burðarásar í landsliði Júgóslava. Nú hefur sambandið séð að sér og ætlar að endurskoða ákvörðun sína í næsta mánuði. -þóm ÍÞRÓTTIR pýskaland Stórleikur Alfreðs dugði ekki til Alfreð Gíslason var hárs breidd frá því að verða fyrsti Is- lendingurinn til að verða Evróp- umeistari í flokkaíþrótt. Lið hans, Essen, vann sovésku meistarana CSKA Moskva 21-18 í V-Þýskalandi um helgina. Fyrri leiknum lauk með sigri Rúss- anna, 18-15, þannig að saman- lögð markatala er 36-36, og þá ráða mörk á útivelli sem kunnugt er. Essen byrjaði leikinn af mikl- um krafti. Alfreð og Jocken Fra- atz voru í miklum ham og skoruðu 12 fyrstu mörkin fyrir Essen. Liðið hafði yfirburði í fyrri hálfleik og staðan í leikhléi var 13-5 Essen í vil! í síðari hálfleik tóku rússarnir þá Alfreð og Fraatz úr umferð og sigu á forskotið. Fraatz skoraði 12 í leiknum og Alfreð 6. Þá gerði Quarti 3 en aðrir komust ekki á blað. Það má því segja að breiddin í liðinu hafi gert út- slagið. -þóm Leiga í stað bindingar rekstrarfjár. Sveigjaniegur afskriftatími. 100% fjármögnun. Óskert bankafyrirgreiðsia. Leigugreiðslur tengdar tekjum. Staðgreiðsluafsláttur. Lýsing hf býður þjónustu á sviði fjármögnunarleigu. Við kaupum og leigjum þér síðan flestar tegundir véla og tækja. Landsbanki íslands BÚNAÐARBANI / ÍSLANDS IKl Suðurlandsbraut 22, 108 Reykjavík Sími 91-689050 -AföRVGG/StSIfDUM ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.