Þjóðviljinn - 25.05.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 25.05.1988, Blaðsíða 5
Ameríkumarkaður Verðfall á þorskafurðum Coldwater: Lækkaði verð á,þorskflökum um 8-11% Þýðir 3% tekjusamdrátt hjá frystihúsum. Iceland Seafood lœkkar einnig verðið. Ástæða verðlækkunarinnar er hörð samkeppni Kanadamanna. Frá áramótum hefur verð á þorskblokkfallið um 20% •IUMBO <XX> nUJETS •Avync} ’suantsaONi fcdattd . pT« JUMBO COD FBLLLTs 1IS6S Nýlega lækkaði Coldwater dótturfyrirtæki Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna verð á þorsk- flökum á Bandaríkjamarkaði um 20-30 cent pundið sem er um 8- 11% lækkun sem þýðir um 3.% tekjusamdrátt hjá þeim fjöl- mörgu frystihúsum landsins sem selja á Bandaríkjamarkað í gegn- um SH. í gærmorgun var síðan samþykkt hjá Icelandic Seafood, dótturfyrirtæki Sambandsins í Bandaríkjunum að fylgja í fót- spor Coldwater og lækka ennig verð á þorskflökum. Fyrir þessa verðlækkun voru þorskflök að jafnaði seld á 2,60 dollara pundið en hefur hrapað niður í 2,40-2,30 dollara pundið eftirpakkningum. Það er því ljóst að tekjutap frystihúsanna hleypur á hundruðum milljóna króna ef ekki meir ef verðlækk- anir halda áfram á næstunni. Hörð samkeppni Kanadamanna Að sögn Friðriks Pálssonar, forstjóra SH er aðalástæðan fyrir þessari lækkun á öllum þorsk- flökum vegna mikillar sam- keppni á markaðnum og þá sér- staklega frá Kanadamönnum sem eiga mikið af fiskbirgðum og er í mun að koma þeim út. Þá hefur verð á þorskblokk einnig verið að lækka að undanförnu og hefur pundið á blokkinni lækkað frá áramótum úr 2,05 dollurum pundið niður í 1,60 dollara. Þrátt fyrir allar þessar verð- lækkanir er verðlag á fiskafurð- um okkar á bandaríska markaðn- um enn mjög hátt og vonast menn til að það lækki ekki frá því sem nú er. Hjá SH neita menn því alfarið að áróður Grænfriðunga eigi nokkurn þátt í þessari verð- lækkun og segja að ástæðurnar - séu fyrst og fremmst vegna sam- keppninnar á markaðnum og þá sér í lagi vegna samkeppni Kan- adamanna. Þegar það spurðist út um síð- ustu helgi að Coldwater Seafood hefði lækkað verð á þorskflökun- um brugðust Sambandsmenn ók- væða við og vildu meina að Cold- watersmenn hefðu verið einum of bráðir á sér að ákVeða þessa lækkun. Aðspurður um þessa gagnrýni sagði Friðrik að það væri alltaf álitamál hvenær svona lækkanir ættu að eiga sér stað og eðlilegt að menn greini á um tímasetninguna. Meira framleitt á Evrópumarkað Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans meðal frystihúsamanna eru þessar verðlækkanir það ný- komnar að erfitt er að segja til um hverjar afleiðingarnar verða; hvort menn minnka framleiðslu þorskflaka á Bandaríkjamarkað og snúa sér í æ ríkari mæli en orðið er fyrir Evrópumarkað. Það verður ekki ljóst fyrr en í lok vikunnar eða um næstu mánaða- mót. Eitt er þó víst að þessar verðlækkanir á Bandaríkjamark- aði bæta ekki afkomu hraðfrysti- húsanna frá því sem nú er og eiga trúlega eftir að draga dilk á eftir sér sem rauður þráður í gegnum allt efnahagskerfið. Hjá Sjávarafurðadeild Sam- bandsins hefur framleiðsla þorsk- flaka á Bandaríkjamarkað minnkað um 20% frá því sem hún var hæst en aftur á móti hefur framleiðsla á þorskafurðum í heild aukist um 3% á síðasta ári. í stað þess að framleiða fyrir Bandaríkjamarkað hafa Sam- bandsfrystihúsin snúið sér í auknunt mæli að Evrópumarkaði þar sem betra verð hefur fengist fyrir afurðirnar en í Banadaríkj- unum og má búast við að sú þró- un haldi áfram ef fer sem horfir. Þá benda frystihúsamenn einn- ig á þá staðreynd að þessi árstími sé allajafna verri en aðrir hvað varðar verð á sjávarafurðum á bandaríkjamarkaði. Þá sé fastan nýbúin hjá þeim sem taka hana alvarlega með tilheyrandi fisk- máltíðum og í staðinn vilji Bandaríkjamenn borða fugla- og nautakjöt, sem er miklum mun ódýrara en íslenski fiskurinn. -grh A DAGSKRA Umsjón: Guðmundur Ft. Heiðarsson 7 VIÐHORF I tilefni leiðtogafundar Jón Torfason skrifar^J Um næstu helgi mun Reagan Bandaríkjaforseti sækja Gorba- sjov leiðtoga Sovétmanna heim austur í Moskvu og standa vonir til að við það tækifæri muni þeir félagar undirrita einhver plögg um að fækka kjarnorkuvopnum. Ætti það, ef satt reynist, að gleðja heimsbyggðina, að minnsta kosti almenning. Til að auðvelda vígbúnaðar- fræðingum starfa sinn eru kjarn- orkuvopn flokkuð í ýmsar gerðir. Er þá miðað við hve langt er hægt að skjóta þeim, hvað þau eru áhrifarík og svo framvegis. Verið er að fækka langdrægum flaugum og meðaldrægum og rætt er um að fækka svokölluðum skamm- drægum kjarnaflaugum. Nú eru menn í óðaönn að taka niður kjarnaflaugar í Vestur-Evrópu sem víghaukarnir töldu bráð- nauðsynlegar fyrir varnir hins svokallaða frjálsa heims fyrir fimm árum. Svona breytast tím- arnir. Eitt svæði hefur þó orðið út- undan í afvopnunarviðræðum síðustu árin. Það eru höfin. Raunar virðist leikmanni í víg- búnaðarfræðum sem ef til vill hafi lítið verið að gerast undanfarið annað en það að kjarnorkuvopn- in hafi verið færð til, af megin- löndunum og út í höfin, í kafbáta og ofansjávarherskip. Efa- semdarmönnum kann því að þykja að lítill árangur hafi orðið af öllu friðarhjalinu. Það sem að norðurslóðum snýr er mikil hernaðaruppbygging á eyjum og útnesjum. Það er ekki aðeins verið að byggja ratsjár- stöðvar, eldsneytistanka og stjórnstöðvar hér á landi heldur líka í Skotlandi og á Grænlandi og Bandaríkjamenn eru að þreifa fyrir sér með viðlíkja nytjafyrir- tæki í Færeyj um og Noregi. Þessu brambolti fylgja vitanlega auknar ferðir herskipa í norðanverðu Atlantshafi. Athafnir Banda- ríkjamanna á þessu svæði tengj- ast mikilli árásaráætlun sem beint „Pótt friðarhreyfingum hafi tekist að þoka æðstu mönnum stórveldanna að samningaborðinu og þvingaþá til að semja um nokkrafœkkun kjarn- orkuvopna á meginlandi Evrópu þá heldur kjarn- orkuvígvœðingin óheft áfram íhöfunum“ er gegn herskipahöfnum Rússa á Kolaskaga en þeir hafa einnig margs konar hernaðarbrölt í frammi í norðurhöfum, hafa m.a. komið kjarnorkukafbátum fyrir undir heimskautshafísnum. Staðan er því sú að þótt friðar- hreyfingum hafi tekist að þoka æðstu mönnum stórveldanna að samningaborðinu og þvinga þá til að sernja um nokkra fækkun kjarnorkuvopna á meginlandi Evrópu þá heldur kjarnorkuvíg- væðingin óheft áfram í höfunum. Þetta er mikið alvörumál fyrir all- ar sjávarþjóðir við norðurhöf, þar á meðal íslendinga. Ekki þarf nema tiltölulega lítið slys eða kjarnorkuóhapp í hafinu til að kippa grundvellinum undan heilum byggðarlögum. Nú hefur alþingi og a.m.k. tveir utanríkisráðherrar lýst því yfir að skip með kjarnorkuvopn innanborðs séu óvelkomin hing- að. Það getur orðið fyrsta skrefið að friðlýsingu Norður-Atlants- hafsins og er afar brýnt að halda áfram á þeirri braut sem þar með hefur verið mörkuð. í tilefni væntanlegs leiðtoga- fundar efna Samtök herstöðva- andstæðinga til útifundar í Reykjavík fimmtudaginn 26. maí. Þar verður minnt á að ekki er nóg að semja um að fækka kjarnorkuvopnum á landi heldur verði einnig að draga úr kjarn- orkuvopnabúnaði í höfunum. Ennfremur verður hnykkt á kröf- unni um friðlýsingu Norðurhafa. Jón er íslenskufræðingur og virk- ur félagi í Samtökum herstöðva- andstæðinga Kjarnorkuvígbúnaður á höfunum verður sífellt viðameiri. Myndin sýnir bandarískan kafbát koma úr kafi nálægt norðurpól. Miðvikudagur 25. mai 1988 þjóðvILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.