Þjóðviljinn - 25.05.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 25.05.1988, Blaðsíða 14
— í i)Ac;f Beðið eftir stjórninni Eins og kunnugt er af fréttum vorufæöingarhríðirnarfyrirefna- hagsaögerðirnar bæði langarog strangaren lokaspretturþeirra var í alþingishúsinu á föstudag- inn s.l. Þargengu “Ijósmæðurn- ar“ þrjár Steingrímur, Jón Bald- vin og Þorsteinn á milli þing- flokksherbergjanna á skyrtunni með uppbrettar ermar og sömdu um hina og þessa hluti. Nokkrir blaðamenn voru staddir í húsinu á þessum tíma af því að von var á að þetta mundi allt smella saman á hverri stundu. Er það dróst úr hömlu settust blaðamennirnir að íkaffistofu þinghússins, göntu- ðust við þær sem stóðu í uppá- hellingunni og sögðu skondnar sögurúr“bransanum“. Hérerein þeirra. Meðan Alþýðublaðið var og hét á sínum tima var einn af blaðamönnum þess sendur af rit- stjóranum suður í Hafnarfjörð til að skrifa um eitthvert merkisaf- mæli Kvenfélags Alþýðuflok- ksins þar í bæ. Ritstjórinn gaf honum nákvæmar upplýsingar um hvernig hann vildi að þetta efni yrði uppsett í blaðinu daginn eftir og spurði hvort örugglega mætti ekki treysta viökomandi til að sjá um verkið. Ástæða þess að ritstjórinn spurði blaðamann- inn sérstaklega að þessu mun hafa verið sú að blaðamaðurinn átti það til að taka upp á ýmsum hlutum sem valdið höfðu ritstjór- anum ómældum höfuðverkjum. Blaðamaðurinn fullvissaði rit- stjórann hinsvegar um að í þessu tilfelli yrði þetta ekkert vandamál. Daginn eftir er ritstjórinn kemur til vinnu og sér árangurinn mun hann haf a öskrað á viðkomandi blaðamann svo undir tók í hús- inu. Málið var ekki uppsetningin á efninu sem var nákvæmlega eftir uppskriftinni heldurmyndatex- tinn sem blaðamaðurinn hafði sett undir stærstu myndina af afmælinu. Á myndinni voru þrjár konur. Sú ímiðjunni varáberandi elst og var hún greinilega að brosa eða hlæja að einhveru sem konan hægra megin við hana var að segja. Sneri hún því hálfopinmynnt til hægri á mynd- inni. Myndatextinn undir þessu var svo eitthvað á þessa leið: Hér sýnirheiðursgesturfélagsins, formanni þess nýviðgerðatönn. -FRI ídager 25. maí, miðvikudagurffimmtu viku sumars, fimmti dagur skerplu, 146. dagurársins. Sól kemuruppíReykjavíkkl.3.41 og sest kl. 23.11. Viöburöir Úrbanusmessa. Imbrudagar hefjast (þeir voru í kaþólsku þriggja daga (eöa viku) fasta í upphafi hvers fjórðungs kirkju- ársins. Þjóðhátíðardagur Argent- ínu og Jórdaníu. Sjálfstæðis- flokkurinn stofnaður 1929. Fæddur Björn Gunnlaugsson stærðfræðingur 1788. Stofnuð Einingarsamtök Afríkuríkja 1963. Þjóðviljinn fyrir 50 árum Tékkarneita Henlein umsjálfs- stjórn fyrir Sudeta. En öllum þjóð- ernisminnihlutum ríkisins eru veitt margvísleg réttindi. - Símasamband slitið á Skeiðar- ársandi. Enn vita menn ekkert um orsakir hlaupsins. - Halldór Halldórsson lauk meistaraprófi í íslenzkumfræðum ígær. Próf- verkefni hans var: „Helztu atriði merkingabreytinga, einkum nafnorða, í íslenzku". Evrópukeppni meistaraliöa Sjónvarpið kl. 18.00 Bein útsending verður frá úr- slitaleik Evrópukeppni meistara- liða í knattspyrnu í sjónvarpinu í kvöld. Það eru portúgalska liðið Benfica og PSV Eindhoven frá Hollandi sem leika. Leikurinn fer fram á Neckar leikvanginum í Stuttgart. Búast má við spenn- andi leik í dag þótt Eindhoven sé talið sigurstranglegra. Federico Fellini Sjónvarpið kl. 20.40 f kvöld sýnir sjónvarpið ítalska heimildarmynd um leikstjórann Federico Fellini. Fylgst er með meistaranum við gerð nýjustu myndar sinnar, Ginger og Fred. Ein af nýrri myndum Fellinis verður svo á skjánum laugardag- inn 28. maí. ítalski leikstjórinn Federico Fellini á sér langan feril að baki sem leikstjóri. Tveir af helstu köppum PSV, Daninn Sören Lerby og Belginn Eric Gerets, sem verða í eldlínunni þegar þeir mæta Benfica í kvöld. GARPURINN KALLI OG KOBBI FOLDA 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN - Miðvikudagur 25. maí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.