Þjóðviljinn - 25.05.1988, Blaðsíða 7
Samningabann
Krafist
sjalfsagóra
mannrettinda
KÍ undirritar samning:
Nœr ekki markmiðum
um kaupmátt og lœkkun
kennsluskyldu. BHMR
lýkur endurskoðun
samnings
r
Ikjölfar bráðabirgðarlaga ríkis-
stjórnarinnar sem sviptir
launafólk samningsrétti, samþyk-
kti kjararáð Kennarasambands
Islands að undirrita kjarasamn-
ing fyrir félagsmenn sína. Leyni-
leg kosning fer fram um samning-
inn i næstu viku þar sem kennar-
ar ákveða hvort hentugra er að
samþykkja samninginn eða búa
við ákvæði bráðabirgðalaganna.
Þá lauk BHMR endurskoðun
sinna samninga sl föstudag undir
þrýstingi bráðabirgðalaganna.
Kjarasamningur BHMR gilti
til áramóta en hefur nú verið
framlengdur til 10. apríl á næsta
ári með banni ríkisstjórnarinnar
á samningagerð. Páll Halldórs-
son formaður BHMR sagði þess-
ar málalyktir vera nauðungarnið-
urstöðu. Endurskoðunin gefur
félagsmönnum BHMR miklu
minna en þeirra kröfur hljóðuðu
upp á. Einu breytingarnar sem
tekur því að nefna sagði Páll vera
breytingar á prófaldurskerfi sem
hækka alla um amk. eitt launa-
þrep. „Við erum langt í frá ánægð
með þessa niðurstöðu," sagði
Páll. Fulltrúaráð KÍ leggur á
það mikla áherslu að samningur
sá er undirritaður var á föstudag,
sé fjarri því að koma til móts við
tillögur starfskjaranefndar.
Fulltrúaráðið fordæmir setn-
ingu bráðabirgðalaga og það
gerræði sem launþegahreyfing-
unni hefur verið sýnt í undan-
genginni samningagerð. Þá
leggur ráðið til að þegar verði
hafin öflug barátta fyrir þeim
sjálfsögðu lýðréttindum að mega
semja um sín kjör og fara í verk-
fall kröfum til stuðnings.
Svanhildur Kaaber formaður
KÍ lagði á það áherslu í samtali
við Þjóðviljann að leynileg at-
kvæðagreiðsla færi fram um
samninginn. Kjörseðlar verða
póstsendir félagsmönnum og
verða að hafa borist kjörnefnd
fyrir miðnætti 3. júní nk. eða bera
póststimpil þess dags.
Kennarar telja fjármálaráðu-
neytið bera fulla ábyrgð á til-
lögum starfskjaranefndar og
munu halda áfram að vinna að
því að þær nái fram að ganga.
-hmp
Samningabann
Mannréttindi að engu höfð
/ / x
ASI: Pessar aðgerðir má ekkiþola. BSRB: Alitshnekkirfyrir Islend-
inga á meðal menningarþjóða
Rétturinn til að semja um kaup
og kjör er einn grundvallar-
þáttur mannréttinda í því lýð-
ræðiskerfi sem við búum við.
Endurteknar árásir ríkisvaldsins
á þennan rétt eru alvarlegt áfall
fyrir lýðræðishugsjónina og
ósvífin atlaga að samtökum
launafólks. Þetta segir ma. í yfir-
lýsingu miðstjórnar ASI frá fundi
hennar í gær. í ályktun stjórnar
BSRB frá í gær er bráðabirgða-
lögum ríkisstjórnarinnar harð-
lega mótmælt og þau sögð siðlaus.
ASÍ og aukaþing VSMÍ hafa
áréttað að efnahagsvandinn liggi
ekki í þeim kjarasamningum sem
gerðir hafa verið að undanförnu.
Vandann megi rekja til óráðsíu
og skipulagsleysis. Alþýðusam-
bandið varaði ríkisstjórnina við
því að skerða samningsrétt en
hún ákvað að hlusta ekki á þær
aðvaranir og hefur nú bannað
alla samninga í nærri ár.
Ásmundur Stefánsson forseti
ASÍ sagði í samtali við Þjóðvilj-
ann að það lægi beinast við að
kanna hvort þessar aðgerðir
brjóti ekki gegn samþykktum Al-
þjóða vinnumálastofnunarinnar.
„Það að samningsréttur sé frjáls
hlýtur að vera jafnmikilvægt hér
og td. í Póllandi," sagði Ásmund-
ur.
Það er Ásmundi óskiljanlegt
hvers vegna ríkisstjórnin grípur
til þess ráðs að banna samninga
þegar hún virtist sammála ASÍ
urn rætur efnahagsvandans á
fundum hennar með fulltrúum
ASÍ í síðustu viku. „Það er ljóst
að Þorsteinn Pálsson hefur tekið
forystumenn hinna stjórnar-
flokkanna til bæna og heimtað að
þeir samþykktu lögbindingu
launa. Þeir hafa greinilega ekki
þorað út í kosningar.“ Þá sagði
Ásmundur aðgerðir ríkisstjórn-
arinnar ekki bara rangar heldur
heimskulegar þar sem vandinn
stæði eftir óleystur.
Miðstjórn ASÍ samþykkti
einnig að láta kanna hvort að-
gerðirnar brjóti ekki gegn stjórn-
arskránni. Það var einnig sam-
þykkt að boða formenn aðildar-
félaga og sambanda ASÍ til fund-
ar nk. mánudag til að fjalla um
þessi mál.
í ályktun BSRB segir að „það
sé óviðunandi og siðlaust að ann-
ar samningsaðilinn geti á þennan
hátt gert að engu undirritaða
samninga". En endurskoðun
launaliða er nýlokið hjá þorra fé-
lagsmanna BSRB. Við þá endur-
skoðun var miðað við að samn-
ingar giltu til áramóta en nú hafa
þeir verið frystir til 10. aprfl á
næsta ári.
Stjórn BSRB bendir einnig á
„að lög sem grafi á þennan hátt
undan lýðræðinu, hljóti að verða
íslendingum álitshnekkir meðal
menningarþjóða." -hmp
Hafnarfjörður
Menningarniiðstöðin vígð
Menningar og listastofnun Hafnarfjarðar í glœsilegu húsnœði í hjarta bœjarins
Hafnfirðingar og aðrir gestir
fjölmenntu á vígslu menningar-
og iistastofnunar bæjarins, Hafn-
arborgar, um sl. helgi. Um leið
var opnuð sýning Eiríks Smith á
olíu- og vatnslitamyndum sem
fiestar eru málaðar á síðustu
tveimur árum.
Vígsla Hafnarborgar var for-
skot Hafnfirðinga á afmælishöld-
in í tilefni 80 ára afmæli kaupstað-
arins 1. júnín.k. Þá verður haldin
5 daga hátíð í bænum.
Það var einmitt fyrir réttum 5
árum á 75 ára afmæli bæjarins
sem hjónin Sverrir Magnússon
lyfsali og Ingibjörg Sigurjóns-
dóttir afhentu Hafnarfjarðarbæ
til eignar stærstan hluta hús-
eignar sinnar að Strandgötu 34.
Samkvæmt gjafabréfi skyldi
húsnæðið notað til að starfrækja
lista- og menningarmiðstöð.
Gjöfinni fylgdi einnig gott mál-
verkasafn þeirra hjóna.
Síðustu ár hafa síðan staðið yfir
miklar framkvæmdir við endur-
bætur og viðbyggingu við hús-
næðið auk þess sem ráðist hefur
verið í stórframkvæmdir við frá-
gang á lóð utan við Hafnarborg,
þar sem bæjarlækurinn verður
m.a. leiddur í sinn gamla farveg í
gegnum miðbæinn. _ig.
Mikill mannfjöldi var viðstaddur vígslu Hafnarborgar sl. laugardag. Mynd-E.ÓI
LIN
Endurskoðun úthlutun arreglna lokið
Allar breytingartillögur námsmannafelldar. Reglur mismunaþeim
tekjuminni
Allar breytingartillögur full-
trúa námsmanna, í stjórn Lána-
sjóðs íslenskra námsmanna, voru
felldar við árlega endurskoðun
úthlutunarreglna LÍN sem er ný-
lokið. Nýju rcglurnar hygla
námsmönnum með háar sumar-
tekjur en eru óhagstæðar þeim
sem hafa lágar tekjur. Fulltrúar
námsmanna cru mjög óhressir
með þessa niðurstöðu.
í nýju reglunum er gert ráð
fyrir að 35% af tekjum fram yfir
útreiknaða framfærslu LÍN drag-
ist frá lánsupphæð. Lánasjóður-
inn reiknar fulla framfærslu ein-
staklings í leiguhúsriæði 30.585
krónur á mánuði. Fulltrúar
námsmanna lögðu til að tekju-
stuðull yrði hækkaður yfir sumar-
tímann upp í 45 þúsund krónur og
að 50% af tekjum umfram það
drægist frá láni. „Með þessari til-
lögu vildum við tryggja að náms-
menn með lágar sumartekjur
fengju fulla framfærslu yfir vetur-
inn,“ sagði Ólafur Darri Andra-
son fulltrúi Stúdentaráðs í stjórn
LÍN.
Eins og reglurnar eru í dag fær
námsmaður með 100 þúsund
krónur í sumartekjur rúmar 271
þúsund krónur í námslán yfir vet-
urinn. En námsmaður með 300
þúsund krónur í tekjur fær hins
vegar 202 þúsund krónur í lán. Sá
tekjuhærri er því með 200 þúsund
króna hærri tekjur en ekki nema
um 70 þúsund króna lægra lán.
„Tillaga okkar hefði gefið
námsmönnum með lágar tekjur
meira svigrúm en nú er. Náms-
menn eru yfirleitt að greiða
lausaskuldir vetrarins yfir sumar-
ið og kaupa sér klæðnað og aðrar
nauðsynjar sem setið hafa á hak-
anum," sagði Ólafur Darri. Hann
telpr að tillaga þeirra hefði ekki
haft í för með sér útgjalda-
aukningu fyrir sjóðinn.
Ólafur sagði fulltrúa náms-
manna hafa lagt fram uþb. 20
breytingartillögur við úthlutun-
arreglurnar en þær hefðu allar
verið felldar. „Við erum mjög
óhress með úthlutunarreglurnar í
heild og þess vegna langt frá því
að vera ánægð þegar allar okkar
tillögur eru felldar.“
Starf námsmannafulltrúanna í
stjórn LÍN hefur verið mjög erfitt
sl. vetur. Þeir hafa mætt þar fá-
dæma tómlæti hjá ríkisstjórnar-
fulltrúunum og umræða unt
þeirra tillögur hefur yfirleitt ekki
varað nema í nokkrar sekúndur
eða mínútur áður en þær eru
teknar út af dagskrá. -hnip
Fordœming
Stjómin
ábyrg
í ályktun Samtaka kvenna á
vinnumarkaði er ríkisstjórnin
fordæmd fyrir að hafa afnumið
samningarétt verkalýðshreyfing-
arinnar með nýsettum bráða-
birgðalögum og sem með einu
pennastriki hefur ógilt alla ný-
gerða kjarasamninga sem gerðir
hafa verið. Samtökin skora á allt
launafólk að sitja ekki þegjandi
yfir þessum árásum.
Samtök kvenna á vinnumark-
aði ítreka að ríkisstjórnin geti
ekki hlaupist undan ábyrgð sinna
eigin verka. Sukkið og óráðsían
sé á hennar ábyrgð, einnig erlend
skuldasöfnun og þennsla á pen-
ingamarkaðnum.
-grh
Miðvikudagur 25. maí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7