Þjóðviljinn - 25.05.1988, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 25.05.1988, Blaðsíða 20
—SPURNINGIN— Hvernig líst þér á efna- hagsráöstafanir ríkis- stjórnarinnar? Pálmar Magnússon nemi H.Í.: Ég er ekki óánægður, þetta voru nauðsynlegar aögerðir. Bragi Jónsson ellilífeyrisþegi: Ég er óánægður með þær, eru það ekki allir? þJÓÐVILJINN Miðvlkudaour 25. maí 1988 1 ló.tölublað 53. órgangur Yfirdráttur á téKKareiKninga launafólKs SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF Surtla karar tvílembingana sína. (Mynd: Sig.). Sauðburður Svanhvít Magnúsdóttir kennari: llla, sérstaklega tilraunum ríkis- stjórnarinnar til að takmarka samningarétt launafólks. Vandi þjóðarinnar felst ekki í of háum launum þessa fólks. Páll Heiðar Jónsson, löggiltur skjalaþýöandi og dómtúlkur: Mjög vel. Elínborg Stefánsdóttir nemi: Sæmilega. Það er Ijóst að eithvað varð að gera. Ég vona bara að þær beri tilætlaðan ár- angur. Mikið um tvflembinga ísafjarðardjúp: Gróður seint áferðinni og sauðburður ný hafinn. N-Þingeyingar: Fé á gjöffram að mánaðamótum. Suðurland: Grasspretta undir meðallagi _- . ■ i /i __ , „ l_„t J A ! ' 1' r, rn A l ínoiltlir a Ki»t’A, ■ *- Ktnn rl n n *• f 11 Sauðburður er víðast hvar haf- inn í sveitum landsins en er misjafnlega á veg kominn. Frjó- semi er með betra móti i ár en oft áður og mikið um að tvílembinga. Haustið var gott, veturinn áfalla- laus og heygæði fyrra sumars með betra móti. Gróður er aftur á móti seinni á ferðinni í ár á öllu landinu og kennir þar kuldans sem verið hefur um allt land í vor. svartsýni manna og ef framhald verður þar á næstunni er útlitið ekki svo slæmt. Sveinn sagði jafn- framt að sér væri ekki kunnugt um kal í túnum en vildi þó ekkert fullyrða. Enn sem komið er eru bændur syðra ekki enn farnir að bera áburð á tún en trúlega fara þeir að byrja á því hvað úr hverju. Ari Teitsson ráðunautur Hrísum í N-Þingeyjarsýslu sagði að sauðburður þar nyrðra væri hafinn og gengi vel. Þar er frjó- semi með betra móti en oft áður. Vegna þess hve gróður hefur tekið seint við sér má búast við að sauðfé verði á gjöf fram yfir næstu mánaðamót, sem er bæði dýrt og vinnuaflsfrekt. Áburður bænda er til staðar á Húsavfk og bíður þar til aðstæður batna svo hægt verði að bera hann á. Ari sagði bændur ekki bjartsýna á sumarið enda mikil vandræði í þjóðarbúskapnum sem kemur niður á bændum sem og öðru láglaunafólki landsins. -grh/iþ Afmæli Afmæli á Borginni Að sögn Ástþórs Ágústssonar bónda í Múla í Nauteyrarhreppi við ísafjarðardjúp er sauðburður nýlega hafin þar vestra. Enginn teljandi grasspretta sést þar enn- þá og sagði Ástþór það vera eins og svart og hvítt miðað við sama tíma í fyrra hvað gróður tekur seinna við sér nú en þá. Áburður er kominn til bænda en ekki farið að bera hann enn á. Vegna þung- atakmarkana er engin mjólk flutt landleiðina frá bændum og er hún í staðinn flutt með Djúpbátnum til ísafjarðar. Sveinn Sigmundsson hjá Bún- aðarfélagi Suðurlands sagði að grasspretta þar hefði verið hæg og undir meðallagi. En góð tíð síðustu daga hefði dregið úr í dag er fyrirbærið Besti vinur Ijóðsins tveggja ára, og verður að vonum mikið um dýrðir af því tilefni. Fyrir 350 krónur gefst mönnum kostur á að taka þátt í afmælisveislunni, og hlýða á ljóð- alestur sem hefst kl. 21:00 í kvöld á Hótel Borg. Sigfús Daðason, Sigurður A. Magnússon og Þor- steinn frá Hamri sem allir áttu stórafmæli nýlega munu lesa úr ljóðum sínum, auk þeirra Ragn- hildar Ófeigsdóttur, Kristjáns Þórðar Hrafnssonar, Steinunnar Ásmundsdóttur, Stefáns Snæ- varr, Geirlaugs Magnússonar, Jóns úr Vör og ljóðavinarins besta, Hrafns Jökulssonar. Auk þess verður þess minnst að í dag eru 30 ár liðin frá dauða Steins Steinarrs. Kynnir á ljóðakvöldinu verður verndari og lukkutröll afmælis- barnsins, Viðar Eggertsson leikari. LG Besti vinur Ijóðsins, Hrafn Jök- ulsson, heldurafmælisljóðakvöld á Hótel Borg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.