Þjóðviljinn - 25.05.1988, Blaðsíða 11
ÍÞRÓTTIR
2. deild
Hlynur skoraði
á lokamínútunni
Eyjamenn mörðu Þróttara í eigin
rokrassgati. Jafnthjá Víði ogFylki.
Siglfirðingar unnu Derby-leikinn
ÍBV-Þróttur 3-2
Vestmanneyingar mörðu sigur
á Þrótturum í hífandi roki með
því að skora á síðustu mínútu
leiksins. Það var Hlynur Elísson
sem tryggði sínum mönnum sig-
urinn í þann mund sem tíminn var
að renna út.
Þróttarar léku undan vindinum
í fyrri hálfleik og uppskáru mark
á 35. mínútu þegar Valgeiri Bald-
urssyni tókst að skora. í síðari
hálfleik komu gestirnir svo mjög
á óvart með því að bæta öðru
marki við á móti rokinu. Eyja-
menn höfðu legið í sókn en Þrótt-
arar náðu skyndisókn sem lauk
lauk með marki Sigurðar
Hallvarðssonar. Heimamenn
voru nú ekki á því að gefast upp
og sóttu mjög, með aðstoð vinds-
ins, að marki Þróttara. Guð-
mundur Erlingsson, markvörður
Þróttara, sýndi oft góð tilþrif en
honum tókst ekki að koma í veg
fyrir að Tómas Ingi Tómasson og
Hlynur Jóhannsson næðu að
jafna leikinn. Hlynur Elísson
skoraði svo sigurmark Eyja-
manna eins og áður sagði.
Víðir-Fylkir 1-1
Bæði liðin eru nýliðar í
deildinni. Víðir féll úr 1. deild en
Fylkir kom upp úr þeirri þriðju.
Marteinn Geirsson kom Árbæ-
ingunum upp í fyrra en hann kom
Víði einmitt upp í 1. deild á sínum
tíma. Fylkismenn komu mjög á-
kveðnir til leiks en aðstæður
buðu ekki upp á rismikla knatt-
spyrnu. Rok og rigning var á
meðan á leiknum stóð en þó var
leikið á grasvelli.
Ekkert mark var skorað í fyrri
hálfleik en snemma í þeim síðari
skoraði Hörður Valsson fyrir
gestina. Markið var bara til að
erta Víðismenn sem náðu að
jafna á 70. mínútu með marki
Guðjóns Guðmundssonar. Það
sem eftir lifði var Fylkir nær því
að skora en jafntefli var staðr-
eynd.
KS-Tindastóll
Siglfirðingar voru heldur betur
á skotskónum í byrjun þessa
Derby-leiks. Þeir komust í 3-0 á
fýrstu 20 mínútunum, með marki
Pauls Friars og tveimur mörkum
Hafþórs Kolbeinssonar. Tinda-
stóll náði þó að minnka muninn
fyrir leikhlé þegar Eyjólfur
Sverrisson skoraði fallegt mark
beint úr aukaspyrnu.
Sauðkrækingar mættu mun á-
kveðnari til síðari hálfleiks en til
hins fyrri. Fljótlega náði
Eysteinn Kristinsson að minnka
muninn í eitt mark en Róbert
Haraldsson bætti fjórða marki
Siglfirðinga við og tryggði þannig
heimasigurinn.
-þóm
3. deild
Steindór skorar enn
ÍK-Afturelding 2-1
Markakóngurinn Steindór El-
ísson var hetja Kópavogsbúa
gegn Mosfellingum. Hann
skoraði bæði mörk ÍK seint í
seinni hálfleik eftir að liðið hafði
verið einu marki undir. Sigurður
Sveinsson gerði mark Aftureld-
ingar um miðjan síðari hálfleik.
4. deild
Ernir-Haukar 3-3
Mörk Hauka: Björn Svavarsson,
Valdimar Sveinbjörnsson, Kristján
Kristjánsson.
Mörk Ernis: Jón Bjarnason, Lúðvík
Tómasson, Haraldur Sigurðsson.
Augnablik-Snæfell 5-1
Mörk Augnabliks: Alexander Þóris-
son 2, Viðar Gunnarsson, Sigurður
Halldórsson, Kristján Halldórsson.
Mark Snæfells: Rafn Rafnsson.
Skallagrímur-Hveragerði 0-
2
Mörk Hvergerðis: Ólafur Jósefsson
2.
Fyrirtak-Víkingur Ól. 1-3
Mark Fyrirtaks: Hrafn Magnússon.
Mörk Víkings: Hermann Her-
mannson, Hjörtur Ragnarsson, Víg-
lundur Pétursson.
Grindavík-Leiknir 5-1
Grasvöllurinn f Grindavík er í
góðu standi og bauð upp á ágæta
knattspyrnu. Staðan í hálfleik var
aðeins 1-0 en í þeim síðari fóru
heimamenn að nýta færin sín.
Símon Alfreðsson gerði fyrsta
markið og Hjálmar Hallgrímsson
og Ólafur Ingólfsson gerðu tvö
hvor. Mark Leiknis kom á lok-
amínútunni og var það sjálfsmark
sem Júlíus Pétur Ingólfsson
gerði.
Grótta-UMFN 2-1
Nýliðar Gróttu byrja veru sína
í deildinni vel. Þeir komust í 2-0
með mörkum Erlings Aðalsteins-
sonar og Bernhards Petersens.
Þegar skammt var til leiksloka
fengu Njarðvíkingar óbeina
aukaspyrnu innan vítateigs
Gróttu úr hverri Haukur Jóhann-
esson skoraði.
Reynir-Stjarnan 0-1
Stjarnan úr Garðabæ ætlar sér
stóra hluti í sumar. Þeir voru ná-
lægt því að komast upp í fyrra og
gefa væntanlega ekkert eftir nú.
Þeir unnu Reyni í Sandgerði á
Iaugardag og skoraði Ingólfur
Ingólfsson eina mark leiksins í
síðari hálfleik. -þóm
2 x í viku
FLUGLEIDIR
-fyrír þíg-
Það á aldrei
að segja þeim
síjgn r sem engu
- að minnsta kosti ekki veiðisögur - og nú ber vel í
veiði - því stóri sannleikurinn er að maí er sextándi
mánuðurinn í röð stöðugs verðlags í verslun okkar,
því það var í febrúar í fyrra (1/2 1987) sem við breytt-
um síðast verðlagsgrundvelli í Húsgagnahöllinni.
Þegar gengið var fellt í mars um rúm 6% hækkuðum
við ekki - og núna þegar gengið hefur verið feUt um
tæp 11%
HÆKKUM W ENGAR VÖRUR
Þetta eru stórkostlegar fréttir fyrir hagsýnt fólk
- því við tökum stórar vörusendingar í hús
á hverjum degi sem eru seldar í einu
verðbólgulausu verslun landsins.
REYKJAVÍK