Þjóðviljinn - 25.05.1988, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 25.05.1988, Blaðsíða 17
^ÖRFRÉTTIR— Þrír sýrlenskir hermenn féllu og tveir særðust er sprengj- ur féllu á varðstöð þeirra við Shatila í Vestur-Beirút, nærri fá- tækrahverfunum í suðurhlutan- um þar sem öndverðar fylkingar síta, Amalliðar og vinir írana í Hiz- bollah, hafa borist á banaspjót um þriggja vikna skeið. Um 7 þúsund Sýrlendingar umkringdu bardagahverfin fyrir 10 dögum en hafa enn ekki látið til skarar skríða þótt íranir hafi gefið þeim heimild til þess fyrir sitt leyti. Or- sökin mun vera sú að félagar Hiz- bollah hafa hótað því að myrða alla erlenda gísla lendi þeir í úti- stöðum við Sýrlendinga. Banda- rískir ráðamenn hafa látið í Ijós áhyggjur út af öryggi landa sinna sem eru fangar Hizbollah og var- að Sýrlendinga við hverskyns fljótfærni. Af 18 erlendum gíslum í suðurhverfum Beirút eru 10 bandarískir. Félagar Hizbollah vinna hvern sigurinn á fætur öðr- um á Amalliðunum. Því gremst Sýrlendingum mjög að geta ekki skakkað leikinn því það er al- kunna að þeir síðarnefndu eru miklir fylgismenn ráðamanna í Damaskus. Heimildamenn úr röðum Amalliða viðurkenndu í gær að Hizbollah ríkti nú yfir níu tíundu hlutum þess borgarhluta sem styrinn stendur um. 10 hefðu fallið í átökum gærdagsins, þar af 5 félagar Hizbollah. Amall- iðinn kvartaði sáran undan því að við ramman reip væri að draga þar eð sýrlenski herinn hefðist ekki að en fjendurnir nytu her- stjórnar og tilsagnar íranskra byltingarvarða og stuðnings- manna Jassírs Arafats úr PLO. Ef hið síðastnefnda á við rök að styðjast má segja að vel komi á vondan því mönnum er enn í fers- ku minni hve grátt Amalliðar léku palestínska flóttamenn í fyrra þegar þeir sátu mánuðum saman um flóttamannabúðir þeirra og skutu á allt sem hreyfðist. Sárið á ósónlaginu yfir Suðurheimskautslandinu verður ekki grætt með skjótum hætti. Tveir bandarískir vísinda- menn staðhæfðu í gær að þótt þegar í stað yrði hætt að nota hinn meinta skaðvald, klórflórkol- efni, myndi ósónlagið ekki verða jafngott fyrr en eftir 40, 50 eða jafnvel 100 ár. Það er kunnara en frá þurfi að segja að ósónlagið ver jörðina fyrir útfjólubláum geislum sólarinnar, hinum mesta krabbameinsvaldi. Rannsóknir hafa leitt í Ijós að hjúpur þessi er á veturna um 50 þrósent þynnri yfir Suðurheimskautslandinu en eðlilegt getur talist. 30 þúsund argentínskir kennarar komu í fyrradag til höfuðborgar sinnar, Góðviðru, eftir að hafa gengið sleitulaust í viku frá ýmsum bæj- um og þorpum úti á landsbyggð- inni. Kennararnir eru sárgramir yfir bágum kjörum sínum og ná- nasarhætti ráðamanna, Alfons- ins forseta og þess fólks. Þeir lögðu niöur vinnu um miðbik marsmánaðar og höfðust ekki að um fimm vikna skeið. Þeir hófu störf að nýju eftir að ríkisvaldið lofaði bót og betrun, nokkurri launahækkun og úrbótum í kennslumálum. Kennarar segj- ast hafa beðið og beðið en loks var þolinmæðin á þrotum og þeir gengu af stað. ERLENDAR FRETTIR Ungverski kommúnistaflokkurinn Söguleg foimannsskipti Janos Kadar hverfur afsviði eftir32 áraformennsku íungverska kommúnistaflokknum. Karoly Grosz heitir umbótum en varar við bjartsýni Nýr leiðtogi ungverskra kommúnista, Karoly Grosz, heitir iandsmönnum pólitískum umbótum samhliða nýsköpun í efnahagsmálum en varar þó við of mikilli bjartsýni. I viðtali við dag- blað ríkisstjórnarinnar, Magyar Hirlap, sem birt var í Búdapest í gaer varaði leiðtoginn flokks- bræður sína eindregið við því að syndga uppá náðina, aukið frjáls- lyndi þýddi ekki að hverjum og einum yrði héðanífrá heimilt að segja hvað sem væri. Einsog kunnugt er var Grosz kjörinn aðalritari ungverska kommúnistaflokksins á flokks- þinginu um helgina. Hann tekur við forystuhlutverkinu af Janosi Kadar sem verið hefur oddviti flokksins um rúmlega þrjátíu ára skeið eða allar götur frá því so- véskir hermenn drekktu uppreisn ungverskrar alþýðu í blóði árið 1956. Raunar var Kadar orðinn for- maður flokksins áður en til kasta Rauða hersins kom. Þeir Imre Nagy forsætisráðherra höfðu gert allt sem í þeirra valdi stóð til að bæla uppreisnina niður en án ár- angurs. Nagy var tvístígandi og þar kom að Kadar „tók af skarið“. Þann 4. nóvember bað hann sovéska ráðamenn um að „stöðva afturhaldið og endur- reisa ró og skipulag" í nafni ung- versku þjóðarinnar! En Kadaras verður ekki ein- vörðungu minnst sem eins mesta landráðamanns aldarinnar. Hann var einnig frumkvöðull í nýsköpun efnahagsmála austan tjalds. Hann átti frumkvæði að ýmsum tilraunum með einka- rekstur í smáum stíl fyrir tveim Nikaragva Viðræður hefjast á ný áratugum, tilraunum sem enn fást vart ræddar hjá sumum „bræðraþjóðanna" en Ungverj- um finnst nú að séu tóm hálfvel- gja. Þeir vilja „stíga skrefið til fulls“; glasnost og perestrojku að hætti gerskra. Það voru fleiri en Kadar sem hurfu af vettvangi um helgina. Allir gömlu „íhaldsmennirnir" í stjórnmálaráði flokksins stóðu upp og viku fyrir ungum ný- sköpunarsinnum. „Beiskja og gremja hafa safn- ast saman á þrem áratugum og það verður ekki ráðin bót á slíku á einni nóttu,“ sagði Grosz í við- talinu sem birt var í gær. „Helsti gallinn við umbótastefnu er sá að menn reisa sér skýjaborgir.“ Reuter/mannkynssaga BAB/-ks. Kontraliðar eru ímiklum kröggum, þá skortir vígafé, hæfaforystumenn en umfram allt siðferðisþrek ótt Kontraliðar tali digur- barkalega andspænis fulltrú- um Nikaragvastjórnar í samning- aviðræðum og hafi i hótunum um að herja á landið að nýju eru það orðin tóm. Fréttaskýrendur í Mið-Ameríku fullyrða að upp- reisnarmenn séu búnir að vera, þá skorti hvaðeina til hernaðar, vopn og vistir, trausta forystu og vígfúsa skæruliða. Ef allt fer að óskum hefst fund- ur fulltrúa öndverðra fylkinga, ráðamanna og uppreisnarmanna, í dag. í Nikaragva. Það er í verka- hring þeirra að festa í sessi friðar- sáttmála þann er gerður var til bráðabirgða fyrir tæpum tveimur mánuðum. A ýmsu hefur gengið frá því samningur sá var undirritaður með pompi og prakt þann 31. mars síðastliðinn. Kontraliðar fóru sér hægt á meðan þeir höfðu nokkra von um vígafé frá Banda- ríkjamönnum, sumir sögðust ekki vil j a semj a úr veikri stöðu en aðrir, gamlir málaliðar Somozas einræðisherra, vildu bara alls ekki semja um frið enda myndi það jafngilda því að semja um atvinnuleysi. En það er alkunna að banda- rískir ráðamenn, demókrataþing og hneykslum hlaðinn forseti, hafa snúið baki við þessu fyrrum óskabarni sínu og rotturnar yfir- gefa sökkvandi skip. Reuter hef- ur þetta eftir „ónefndum vest- rænum sendimanni" í Honduras: „Kontrasveitirnar hafa tekið al- gerum stakkaskiptum frá því í fe- brúarmánuði, breyst úr tiltölu- lega öflugum skæruher í hóp aga- lausra og illa búinna vígamanna. Mér er stórlega til efs að margir þeirra sem eftir eru séu reiðubún- ir til þess að berjast á ný við sand- inista.“ Það er lágt á þeim risið, Kont- raliðunum, um þessar mundir enda virðist „siðferðisþrekið" upp urið. Vissulega hafa þeim borist birgðir klæða, matar og lyfja frá Bandaríkjunum og er þeim deilt út meðal liðsmanna í Honduras. En herhvöt fá þeir ekki lengur að norðan. í Honduras hefur komið til bardaga milli fylgismanna Enriq- ues Bermudez, helsta herforingja uppreisnarmanna, og fjenda hans. Þeir staðhæfa að hann sé gjörspilltur einræðisherra sem ekkert vit hafi á hernaði. Reuter/-ks. Frakkland Nýkjörinn oddviti ungverskra kommúnista, Karoly Grosz, ávarpar flokksbræður sína. Á bak við hann, vinstra megin, sést grilla í for- verann, Janos Kadar. Aðalfundur Miðgarðs hf verður haldinn miðvikudaginn 1. júní kl. 18, að Hverfisgötu 105, Reykjavík. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin IÐNSKÓLINN f REYKJAVIK Skólanum verður slitið föstudaginn 27. maí kl. 14 í Hallgrímskirkju. Prófskírteini verða afhent þeim sem lokið hafa námi í grunndeildum málm-, tré- og rafiðna, námi í meistaraskóla og burtfararprófi frá skólanum. Skólaslitin eru opin öllum. Aðstandendur nemenda og áhugamenn um starfsemi skólans eru sérstaklega boðnir vel- komnir. Iðnskólinn í Reykjavík Dýrling gegn fasista Sígaunar í suðurhluta Frakk- lands hétu ■ gær á verndardýr- iing sinn að refsa fasistanum Jean-Marie Le Pen fyrir átroðslu en hann skaut óvænt upp kollin- um á árlegri hátíð þeirra í gær. Kvaðst vera á kosningaflandri. Le Pen truflaði barnaskírn í kirkju „Heilagrar Maríu sjávar- ins“ þegar hann steig inní hana í fylgd tveggja annarra fyrirmanna Þjóðfylkingarinnar. Presturinn bað fólk um að gæta stillingar en þegar hann jós barnið vatni kvaðst hann vona að almættið bægði kynþáttahatri frá huga þess. „Hann bauð sér sjálfur og við erum sárreiðir. Við héldum rak- leiðis inní kirkju verndardýrlings okkar, helgrar Söru, og báðum hana um að refsa honum,“ sagði einn af leiðtogum sambands síg- auna í gær. Það er ekki ófyrir- synju að sígaunar tortryggja Le Pen og hans nóta því þeir hyggj- ast „hreinsa" Frakkland og franskan þjóðarlíkama og sá hatri í garð „útlendinga". Reuter/-ks. Miðvikudagur 25. maí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17 Auglýsið í Þjóðviljanum Útför konu minnar Dýrleifar Árnadóttur Bárugötu 7, Reykjavík fór fram frá Dómkirkjunni s.l. föstudag 20. maí. Jarðsett var í kirkjugarðinum á Eyrarbakka. Öllum þeim sem sýnt hafa samúð er þakkað. Sjúkraþjálfurunum Sigurleifu Hallgrímsdóttur og Steinunni Sigmundsdóttur er þökkuð langvarandi og ómetanleg að- stoð í veikindum. Asgeir Pétursson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.