Þjóðviljinn - 27.05.1988, Síða 1

Þjóðviljinn - 27.05.1988, Síða 1
Föstudagur 27. maí 1988 118. tölublað 53. örgangur Ráðvillt ríkisstjórn Viðaukabráðabirgðalög í undirbúningi. Þráttfyrir langafundi var undirbúningur bráðabirgðalaganna ónógur. Hvað vildu ráðherrarnir í raun og veru? Verður stjórnaðmeðdagskipunum? Stjórnartíðindi munu geyma stílœfingar ráðherranna. Bráðabirgðalögin koma í veg fyrir verðtryggingu á bankabókum. SteingrímurHermannsson: Stóð ekki til strax Bankamenn hafa bent á að í átt- undu grein splunkunýrra bráða- birgðalaga sé verið að koma í veg fyrir að greiða megi vísitölubætur á almennar sparifjárinnistæður sem geymdar eru á stjörnureikn- ingum, gullbókum, kjarabókum eða öðrum nafnfögrum verð- bótareikningum í bönkum og sparisjóðum. Ákvæði bráða- birgðalaganna eru skýr og ótví- ræð en þau segja að eftir 1. júlí sé óheimilt að verðtryggja nýjar fjárskuldbindingar sem eru til skemmri tíma en tveggja ára. Svo virðist sem ráðherrunum hafi ekki hugkvæmst að banka- stofnanir takast á hendur fjár- skuldbindingar við sparifjár- eigendur þegar þær geyma fé á vöxtum. Bankarnir eru í reynd lántakendur hjá eigendum fjár- ins. Talið er að ýmiss konar verksamningar, sem kveða á um verðtryggðar greiðslur, geti verið lögbrot samkvæmt nýútkomnum bráðabirgðalögum og snertir það mál alla verktakastarfsemi í landinu. Ekki er ljóst hvað ráðherrarnir voru að hugsa þegar þeir sömdu lagagreinina en hún þykir benda til hreint ótrúlegrar skammsýni. Samkvæmt yfirlýsingum ráð- herra munu þeir ekki hafa ætlað sér að banna vísitölubætur á innlán. „Ekki strax,“ hefur Tím- inn í gær eftir Steingrími Her- mannssyni. Búist er við nýjum bráða- birgðalögum í næstu viku og mun það vera einsdæmi að sett séu lög til að breyta vikugömlum lögum sem eiga þó ekki að taka gildi fyrr en eftir rúman mánuð. Sjá bls. 3 og 4 Tveir baráttumenn á fundi Samtaka herstöðvaandstæðinga í gær. Þau María Kristjánsdóttir og Jóhannes Straumland bera saman bækur sínar. Herstöðvaandstœðingar Gegn vígbúnaði íhöfunum í gær héldu herstöðvaandstæð- ingar útifund á Lækjartorgi í Reykjavík gegn vígbúnaði í höf- unum. Stutt ávörp fluttu þeir Ingi Hans Jónsson verkamaður frá Grundarfirði og Hjörleifur Gutt- ormsson alþingismaður. í lok fundarins var kynnt áskorun sem Samtök herstöðva- andstæðinga höfðu gert í tilefni af fyrirhuguðum fundi þeirra Reag- ans og Gorbatsjovs í Moskvu. Par er fagnað ávinningum sem náðst hafa í afvopnunarmálum en bent á að enn sé langt í land með að friðvænlega horfi í heiminum. Hörmuð er mikil hervæðing við Norður-Atlantshaf og á það bent að á sama tíma og verið er að semja um fækkun kjarnorku- vopna á landi eykst vígvæðing í höfunum. Sú þróun valdi íbúum við Norður-Átlanshaf miklum áhyggjum. LJmferð kafbáta, flug- véla og herskipa og hættan á stór- slysum aukist sí og æ. Skorað er á leiðtogana að taka upp samn- ingaviðræður um afvopnun á höfunum. gjh S-Afríka Samtök gegn Apartheid Rík nauðsyn á auknum alþjóðlegum þrýstingi gegn ógnarstjórn hvíta minnihlutans íS-Afríku Á morgun verða S- Afríku i Gerðubergi í Breiðholti Afríkusamtökin stofnuð gegn og hefst stofnfundurinn kl. 14. Apartheid-stefnu stjórnvalda í S- Markmiðið með stofnun samtak- anna er að virkja fólk úr öllum þjóðfélagshópum til virkrar and- stöðu gegn ógnarstjórn hvíta minnihlutans þar í landi. Að sögn Kristínar Valgeirs- dóttur sem er ein af þeim fjöl- mörgu sem standa að stofnun samtakanna er aukinn alþjóð- legur þrýstingur á s-afrísk stjórnvöld eina leiðin til að koma i veg fyrir blóðbað í landinu þegar blökkumenn rísa upp til lokaupp- gjörs við kúgara sína. Sjá bls 3 og 5 1928—1988 SVFI60 ára f dag hefst 22. landsþing Slysa- varnafélags íslands og verður 60 ára afmælisins sem var fyrr á ár- inu sérstaklega minnst. Þingfull- trúar eru um 200 frá öllu landinu. í tengslum við þingið verður úti- sýning á nýjustu tækni í björgun- arbúnaði. Sjá bls. 2 Noregur Óstöðvandi helþörungar Vísindamenn standa enn ráð- vegna sunnanáttar og ógnar nú þrota andspænis þörungaplág- bestu fiskeldisstöðvum Norð- unni við strendur sunnanverðs manna við Björgvin. Noregs. Vágesturinn þokast enn - _.. . . Z norður með vesturströndinni D,S-'-

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.