Þjóðviljinn - 27.05.1988, Side 15
ÍÞRÓTTIR
NBA-karfa
Spennan magnast í úrslitakeppni NBA-körfunnar
Þetta er spurning sem brennur
á vörum margra sem fylgjast með
NBA boltanum. Pat Riley þjálf-
ari Lakers tók að mati margra
stórt upp í sig þegar hann ekki
aðeins svaraði spurningunni ját-
andi heldur lofaði hann hreinlega
meistaratitli í lok tímabilsins. Það
að meistararnir verji titilinn árið
eftir hefur ekki gerst í 19 ár, eða
síðan Boston sigraði 1968-69. En
það er mál manna að sjaldan hafi
meistararnir (í þessu tilfelli Lak-
Og þetta líka...
Furstinn
af Mónakó sagði Englendingunum
Mark Hately og Glenn Hoddle að
snúa aftur til Mónakó til að leika síð-
asta leikinn í frönsku deildinni sem
þeir eru þegar búnir að vinna. Þeir
missa því af síðustu æfingum fyrir
Evrópukeppnina en enski landsliðsþ-
jálfarinn, Bobby Robson, fullvissaði
þá um að það skyldi ekki koma niður
á landsliðsvalinu.
Gósenland
Brasilískir knattspyrnmenn líta nú
vonaraugum til Italíu. Þegar ítalir
fjölga útlendingum í liðunum næsta
tímabil losna margar stöður sem gefa
mikið í aðra eða báðar hendur. Til
dæmis segir nýjasta stjarna brass-
anna, Renato, að það taki hann 25 ár
að þéna jafn mikið í Brasilíu og hann
fær á ári á Ítalíu. Renato er búinn að
gera samning við Roma á Ítalíu en lið
hans í Brasilíu er tregt til að sam-
þykkja skiptin.
Eder til Sviss
Varnarleikamaður Bayern Munchen,
Norbert Eder, var seldur til FC Zurich
í Sviss nýlega. Samningurinn er til
tveggja ára en kaupverðið fékkst ekki
uppgefið. Zurich hefur verið eitt af
stóru nöfnunum í Sviss í 40 ár en er
nú að komast í fallhættu.
Lokað 3 tíma
Víða í Hollandi sat fólk á börum og
veitingahúsum og horfði á leik PSV
gegn Benfica á stórum sjónvarps-
skjám. Þegar úrslitin loks réðust þusti
fólk fagnandi út á götu og barirnir
voru opnir aðeins lengur. Lögreglan
lokaði þó börunum í smátíma eða á
milli 24.00 og 03.00.
Lotterí
Blöðin í Portúgal voru ekkert sérlega
ánægð með að vítaspyrnukeppni
skyldi ráða úrslitum í jafn mikilvægum
leik og kölluðu vítakeppnina lotterí.
Það var munur að sjá götur Lissabon
á miðvikudaginn og þegar Portu vann
Bayern Munchen í fyrra. Þær voru
auðar og engin fagnaðarlæti en fólkið
tók þó vel á móti liðinu þegar það
kom.
Útlendir
snillingar
eru væntanlegir á Flugleiðamótið
sem Frjálsíþróttasambandið heldur í
júní. FRI menn leita nú að þekktum
nöfnum í frjálsum til að keppa en ekk-
ert hefur verið ákveðið.
Gullnar síður
voru skrifaðar í sögu fótboltans af
Benficamönnum þegar þeir léku við
PSV eða allavega segir þjálfari þeirra
Toni Oliveira svo. „Það var sárt að
tapa en engu að síður töpuðum við
með virðingu". Bíddu nú við, hvaða
leik er hann að meina?
Hjartað
í buxunum
Lögreglan í Stuttgart þar sem leikur-
inn fór fram var með hjartað í buxun-
um allan tímann sem leikurinn fór
fram því hollenskir áhangendur eru
þekktir fyrir að vera ofbeldisseggir,
sérstaklega ef liðið tapar. Allt fór þó
prúðmannlega fram nema hvað þrír
Portúgalir voru teknir fyrir vasaþjófn-
að. Frá Hollandi komu 30.000 manns
en aðeins 10.000 frá Portúgal.
ers) átt jafn góða möguleika á að
verja titilinn.
Fyrir um mánuði síðan hófu 16
lið úrslitakeppnina og standa 4 lið
eftir í dag. Lakers og Dallas
eigast við í vesturdeildinni og
Boston og Detroit í austur-
deildinni. Fyrirkomulagið er
þannig að það lið sem fyrr vinnur
Ainge og Bird hafa sjaldan eða
aldrei leikið eins vel og í vetur.
4 leiki kemst í lokaúrslit og eru
því í mesta lagi spilaðir 7 leikir.
Það lið sem var ofar að stigum
eftir tímabilið fær oddaleik á sín-
um heimavelli ef með þarf.
Basl hjá Boston og Lakers
Eftir að Lakers höfðu lent í
miklu basli með Utha (unnu 4-3)
lítur allt út fyrir að þeir ætli að
sigla frekar auðveldlega í úrslit.
Á þriðjudaginn unnu þeir
sannfærandi sigur á Dallas í fyrsta
leiknum og í gærmorgun fylgdu
leikmenn Lakers sigrinum eftir
með stórsigri, 123-101. Ég spái
Lakers 4-1 sigri.
Boston komst í undanúrslit
eftir að hafa gengið í gegnum
mikla þolraun gegn liði Atlanta.
Þeir unnu það einvígi 4-3 eftir að
hafa verið undir 2-3. Boston vann
tvo síðustu leikina með tveggja
stiga mun og mæta nú óþreyttum
leikmönnum Detroit, en þeir
lögðu Chicago 4-1. Líkt og í fyrra
má búast við hörku viðureign
milli þessara liða. Fyrsti leikurinn
var í Boston Garden í gærmorgun
og kom Detroit á óvart og sigraði
frekar sannfærandi, 104-96. Það
er ekki á hverjum degi sem Bost-
on tapar á parketgólfinu.
Ómögulegt er að spá um úrslit í
Það er engin spurning um hvað áhangendur Lakers vilja: endurtekn-
ing frá því fyrra, þegar þeir urðu meistarar.
þessari viðureign en þrátt fyrir
slæma byrjun þá hef ég trú á að
Bostonseiglan geri gæfumuninn.
Við munum síðan fylgjast náið
með gangi mála næstu vikurnar.
- Hans Henttinen
Frjálsar
Prír fastir, fjórir lausir
Mikið um félagsskipti í frjálsum
Aðeins eru þrír frjálsíþrótta-
menn búnir að tryggja sér farseðil
á Ólympíuleikana en fjórir eru
við dyrnar. Það eru spjótkastar-
arnir Einar Vilhjálmsson og Sig-
urður Einarsson og hlaupakonan
Ragnheiður Ólafsdóttir sem eru
búin að ná lágmörkunum en
Vésteinn Hafsteinsson, Helga
Halldórsdóttir, Eggert Bogason
og Írís Grönfeldt sem eru við
mörkin. Þau fyrrnefndu, Vé-
steinn og Helga eru talin líkleg til
að ná mörkunum en Eggert
Bogason hefur ekkert kastað um
tíma vegna veikinda. Öll eru þau
búin að ná lágmörkunum einu
sinni en til að hljóta útnefningu
þurfa þau að ná mörkunum í ann-
að sinn.
Nokkuð hefur verið um félags-
skipti í vetur. Pétur Guðmunds-
son sem er einn sterkasti kúlu-
varpari landsins hefur skipt úr
UMSK yfir í HSK. Oddur Sig-
urðsson, norðurlandameistari í
400 m hlaupi fer úr KR í FH en
þeir eru báðir mögulegir Ólympí-
ufarar.
Skiptingar
Gísli Sigurðsson úr KR í UMSS
Guðrún Ingólfsdóttir úr KR í
USÚ
Guðmundur M. Skúlason úr Ar-
manni í ÍR
Hannes Hrafnkelsson úr UMSK í
KR
Martha Erntsdóttir úr Ármanni í
ÍR
Oddur Sigurðsson úr KR í FH
Pétur Guðmundsson úr UMSK í
HSK
Steinunn Jónsdóttir úr Ármanni í
ÍR
Framundan eru stór mót hjá
frjálsíþróttaköppum. Flugleiða-
mótið verður 21. júní, Meistara-
mótið 25.-27. júní. Nú erætlast til
að þeir sem vilja í landsliðið mæti
á öll stórmót þannig að væntalega
koma allir bestu frjálsíþrótta-
menn landsins til að taka þátt í
þessum mótum. Það ætti að
auðvelda þeim að nú hefur FRÍ
samið við Flugleiðir um afslátt til
handa keppendum og einnig fær
FRÍ frímiða til umráða gegn því
að þeir komi nafni Flugleiða sem
mest og best á framfæri.
Komin er út Handbók Frjáls-
íþróttamanna og er þar að finna
flestallar upplýsingar um frjálsar
að finna. Bókina er hægt að nálg-
ast á skrifstofu FRÍ.
England
Middlesbro í 1. deild?
Með annanfótinn í 1. deild eftir sigur á
Chelsea 2-0
Eggert Bogason kringlukastari.
Hann hefur kastað yfir Ól-
lágmörkin einu sinni að sögn FRÍ
en vafi leikur á með samþykki Ól-
ympíunefndarinnar. Ól-nefndin
verður að taka afstöðu þegar og
ef hann nær aftur yfir lágmörkin.
Á laugardaginn ræðst hvort
Middlesbro eða Chelsea verða í
fyrstu deild en Boro er líklegra
þar sem þeir unnu Chelsea I úr-
slitakeppninni á miðvikudaginn.
Það væri til að setja punktinn
yfir i-ið hjá Chelsea ef þeir falla í
2. deild því keppnistímabilið hef-
ur gengið mjög brösulega hjá
þeim. Það er aðeins fjögur ár síð-
an þeir komust í 1. deild og hafa
átt í basli síðan.
Middlesbro hefur hins vegar
dundað sér í 2. deild síðastliðið 6
ár. Félagið hefur ekki átt rólega
daga frekar en Chelsea því liðið
var nærri því farið á hausinn fyrir
skömmu en því er nú búið að
bjarga við. Það voru Trevor Seni-
or sem gerði fyrra markið á 30.
mínútu með góðum skalla en
Bernie það seinna þegar 8 mínút-
ur voru til leiksloka.
Seinni leikur liðanna verður
síðan á laugardaginn. Hann verð-
ur spilaður á heimavelli Chelsea,
Stamford Bridge, og þá kemur í
ljós hvort stuðningsmenn á
Chelsea á „brúnni“ styðji sína
menn betur en þeir 25 jrúsund
stuðningsmenn Boro sem voru á
fyrri leiknum.
Föstudagur 27. maí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 15
Um helgina
27.-30.maí
Fótbolti
Föstudagur
2.d. Selfoss kl. 20.00 Selfoss-Þróttur
R.
2.d. Kaplakriki kl.20.00 FH-KS
Laugardagur
l.d.kv. ísafirði kl.14.00 ÍBÍ-Valur
1. d.kv. Akranes kl. 14.00 ÍA-Stjarnan
1 .d.kv. Keflavík kl.14.00 ÍBK-KR
2. d. Laugardal kl. 14.00 ÍR-IBK
2.d. Sauðárkrók kl.14.00 Tindastóll-
Víðir
2. d. Fylkisvelli ki.14.00 Fylkir-ÍBV
3. d. Gróttuvelli kl. 14.00 Grótta-
Víkverji
3.d. Njarðvík kl.14.00 Njarðvík-
Reynir S.
3.d. Stjörnuvelli kl.14.00 Stjarnan-ÍK
3.d. Tungubakkar kl.14.00 Aftureld-
ing-Grindavík
3.d. Grenivík kl. 14.00 Magni-Einherji
3.d. Dalvik kl.14.00 Dalvík-Huginn
3.d. Blönduós kl.14.00 Hvöt-Þróttur
N.
3. d. Hötn kl.14.00 Sindri-Reynir Á.
4. d. Hvaleyri kl.14.00 Haukar-Ægir
4.d. Gervigras kl.17.00 Árvakur-Ernir
4.d. Hveragerði kl.14.00 Hveragerði-
Ármann
4.d. Ólafsvík kl.14.00 Víkingur Ól-
Hafnir
4.d. Svalbarðseyri kl.14.00 Æskan-
Vaskur
4.d. Laugaland kl.14.00 UMSE-
Neisti
4.d. Krossmúli kl. 14.00 HSÞb-
Kormákur
Sunnudagur
4.d.Gervigras kl.14.00 Skotfélagið-
Augnablik
4.d.Gróttuvöllur kl.14.00 Hvatber-
ar-Skallagrímur
4.d. Gervigras kl. 17.00 Fyrirtak-Léttir
Tennis
( kvöld, föstudagskvöld, ki.20.00
hefst á Kópavogsvelli tennismót ung-
linga utanhúss. Keppni verður fram
haldið á laugardeginum og á sunnu-
dag verða úrslitin leikin.
Frjálsar
Laugardaginn kl. 14.00 hefst Vor-
mót Kópavogs í frjálsum á Fífu-
hvamminum. Keppt verður í 100 m
hlaupi, langstökki, kúluvarpi og spjóti
hjá körlum og konum. Einnig er keppt
í 800 m hlaupi hjá konum en 1000 m
hjá körlum.
Á Laugardalsvellinum kl. 20.00
leikur Island við ítali í undan-
keppni Ólympíuleikanna.
Handbolti
Ársþing handboltamanna verður
um helgina á Hótel Esju. Á föstudag
hefst þingið kl. 18.00, laugardag
kl.09.00 og sunnudag kl.10.00.
Verða Lakers meistarar
annað árið í röð?