Þjóðviljinn - 11.06.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 11.06.1988, Blaðsíða 2
FRETTIR Jóna G. Gísladóttir ritari Vestubæjarskóla að Ijúka við að pakka niður í gamla skólanum. Vesturbœjarskóli Tafir við byggingu Málfríður Ragnarsdóttir skólastjóri: Ófyrirsjáanleg röskun efáœtlun stenst ekki. Fyrri áœtlun stóðst ekki. Endurskoðuð áœtlun gerir ráð fyrir því að skólinn verði tilbúinn 1. september . að er ljóst að skólastarf getur ekki hafíst í gamla skóianum í haust þó að nýja húsnæðið verði ekki tilbúið á réttum tíma. Við vonum auðvitað að allar áætlanir standist, og það yrðu okkur geisi- leg vonbrigði ef skólastarf ra- skaðist þess vegna. Sá möguleiki hefur verið ræddur að einhver hluti skólans verði ófullgerður þegar við flytjum inn og í því sam- bandi sýnist mér það vera illskásti kosturinn að kennara- og stjórn- unarálman verði látin mæta af- gangi, sagði Málfríður Ragnars- dóttir skólastjóri í Vesturbæjar- skóla aðspurð um hvað nýja skólahúsnæðinu liði. Hilmar Knútsson á skrifstofu borgarverkfræðings sagði að það væri alvanalegt að verk af þessu tagi væru unnin á síðustu stundu undir mikilli tímapressu og ef ekkert óvænt kemur upp á þá ætti skólanum að geta verið lokið á réttum tíma. - Fyrri áætlun um Sjónvarpið Enn dregur til tíðinda Ómar Ragnarsson hœttir. Flytur sigyfir á Stöð 2 inn vinsælasti frétta- og dag- skrárgerðarmaður Ríkissjón- varpsins Ómar Ragnarsson hefur sagt upp störfum með þriggja mánaða uppsagnarfresti og mun hefja störf á Stöð 2 í síðasta lagi 10. september nk. og jafnvel eitthvað fyrr. Að sögn Ómars bar uppsögnin brátt að eða eins og hann orðaði það sjálfur: „Þetta varð ekki einu sinni að kjaftasögu“. Ástæðuna sagði Ómar vera fyrst og fremst nýjungagirni og ekkert annað. Hann neitaði því alfarið að sín uppsögn væri í einhverjum tengslum við þær væringar sem hafa verið á fréttastofunni í tengslum við brottför Ingva Hrafns og skipan nýs fréttastjóra. Aðspurður um komandi verk- efni hans á Stöð 2 sagði Ómar að sér væri ekki markaður neinn sér- stakur bás þar og myndi hann taka að sér þau störf sem upp kæmu hverju sinni. Um launam- álin vildi Ómar hafa sem minnst orð en sagði að auðvitað spiluðu þau sína rullu sem og annað þeg- ar menn skipta um vinnustað. Ómar hefur unnið hjá Sjón- varpinu sl. 19 ár og var vinsælasti þáttagerðarmaður stofnunarinn- ar sl. vetur. -grh byggingartíma gerði ráð fyrir því að verkinu yrði lokið 13. ágúst en sú áætlun stóðst ekki og sam- kvæmt endurskoðaðri áætlun á verkinu að ljúka fyrir 1. septemb- er. Auðvitað hefðu menn kosið að staðið hefði verið við fyrri áætiun en það er ákaflega erfitt að segja til um hvers vegna það gekk ekki. Oft eru menn ekki nógu vakandi fyrir umfangi svona stórra verkefna og því er vinnan Eitt furðulegasta fyrirbrigðið innan íslenska refastofnsins eru svokölluð snoðdýr. Líklegt er að þessi dýr hafi verið til hér frá því á síðustu öld og ef til vill er hér komin fyrirmynd að þjóðsögun- um um skoffín og skuggabaldrar sem trú manna var að væri af- kvæmi tófu og hunds eða tófu og kattar. Útbreiðsla snoðdýra hefur aukist hin síðari ár samfara stækkandi refastofni, sérstaklega þó í Mýra- og Borgarfjarðar- sýslu. Einkenni þessarra dýra er sá að feldur þeirra er sneggri en annarra refa, hárin stutt og mis- þétt og yfirhárin þekja ekki undirhárin nema á stöku stað og feldurinn er oft mattur.Einkenni snoðdýra eru misáberandi, sum þeirra þekkjast ekki nema í ná- vígi en það er þeim öllum sam- eiginlegt að þau skortir alveg vindhárin sem á eðlilegum dýrum liggja þvert yfir eyrun og loka þeim að mestu. Eyru þeirra eru því áberandi opin. Auk þessa eru Komum erlendra ferðamanna hingað til lands í síðasta mán- uði fjölgaði aðeins lítillega frá því sem var á sama tíma í fyrra. Alls lögðu hingað leið sína í síðasta mánuði 10.577 útlendingar, en í maímánuði í fyrra voru þeir 10.248 talsins. ekki nógu markviss á fyrri hluta byggingartímans, sagði Hilmar. Hingað til hefur starfsemi Vesturbæjarskóla farið fram á fleiri en einum stað og skólabíll hafður í ferðum þar á milli. - í nýja skólanum mun starfsemi skólans öll verða undir sama þaki og aðstaða nemenda og kennara verður hin besta svo það er til mikils að hlakka þegar húsið verður tekið í notkun. iþ veiðihárin kræklótt í stað þess að vera slétt og bogadregin. Þessi tegund refa hefur einung- is fundist villt á íslandi en eru þó nauðalíkir svokölluðum Samson- refum sem útbeiddir eru í Finn- landi og víðar. Menn hafa að von- um velt mikið fyrir sér skýringum á þessum furðulegu einkennum dýranna og í því sambandi hefur hingað til helst verið talið að um erfðagalla sé að ræða. í nýjasta fréttabréfi veiðistjóra er fjallað um snoðdýr og sagt frá könnun sem þeir Páll Hersteins- son, Eggert óunnarsson og Stef- án Aðalsteinsson gerðu í tengs- lum við rannsóknaverkefnið „ís- lenska melrakkann". Þar eru leiddar líkur að því að orsakir þessara einkenna séu ekki erfð- agallar heldur smitsjúkdómur og líkur eru á að smit hafi breiðst út hér á landi með innfluttningi silf- urrefa í kringum 1930. Þó eru til heimildir um snoðdýr fyrir þann tíma hérlendis svo líklega eru smitvaldarnir fleiri. iþ Bandaríkjamenn voru flestir eða 2411, en Svíar, Vestur Þjóð- verjar og Danir voru nokkru færri. Ferðamenn síðasta mánað- ar til landsins voru frá öllum heimshornum eða frá 62 þjóð- löndum. -rk Snoðdýr Skoffín og skuggabaldur Séríslensktfyrirbæri í refastofninum. Orsakir ósannaðar en líkur á smitsjúkdómi eða erfðagalla Ferðalangar Óveruleg fjölgun Hjartasjúklingar Söfnun Landssamtaka hjartasjúklinga, sm hófst í gær undir kjörorð- inu „Söfnum kröftum" gekk mjög vel. Undirtektir almennings við merkjasölunni voru góðar og vonast aðstandendur söfnunarinnar til að fólk verði jafn hupplegt í dag. Allur ágóði af sölu merkjanna rennur óskiptur til stofnunar þjálfunar- og endurhæfingarstöðvar fyrir sjúklinga með hjarta-, æða- og lungnasjúkdóma. Ratleikur Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra efnir til ratleiks á Miklatúni miðvikudaginn 15. júní kl. 14. Þeir sem hug hafa á þátttöku eru beðnir að tilkynna sig í félagsmiðstöðvum aldraðra. Jafnframt eru þátttak- endur beðnir að vanda vel skó- og skjólfatnaðar. Kaffiveitingar verða að leik loknum. Náttúrufræðingar í Krýsuvík Hið íslenska náttúrufræðifélag efnir til jarðfræðiferðar um Ög- mundarhraun og nágrenni á morgun, sunnudag. Ekið verður um Kapelluhraun og Móhálsadal að Selatöngum, en þaðan verður gengið yfir Ögmundarhraun um Óbrennishólma og Húshólma og skoðaðar rústir gömlu Krýsuvíkur. Fararstjóri verður Sigmundur Einarsson jarðfræðingur, en lagt verður upp í ferðina frá Umferðarmiðstöðinni kl. 10.00 árdegis. Lúðraþytur um land allt Lúðrasveitamenn efna í dag til sérstaks dags sem helgaður er lúðra- blæstri. Alls munu taka þátt í Lúðrasveitadeginum 30 lúðrasveitir og leika þær hver í sinni heimabyggð. Sveitirnar upphefja leikinn kl. 14. Lúðraþeytarafélagið er fyrsta íslenska lúðrasveitin, en hún lék fyrst opinberlega á Austurvelli sumarið 1876. Árnað heilla Sl. þriðjudag varð 85 ára Stefán Halldórsson í Stykkishólmi. Meðan Stefán var verkfær vann hann sem verkamaður og sjómaður og var hann einn af jöxlunum í baráttunni. Hann átti hér á árum áður góð samskipti við Þjóðviljann og skrifaði fasta pistla í blaðið. Stefán dvelur nú á dvalarheimili aldraðra í Stykkishólmi. Multiplan og dBase 111+ Eftir því sem íslenskum kennslubókum um tölvur fjölgar verður æ auðveldara fyrir almenning að lesa og læra um tölvur og forrit. Nýverið bættust tvær bækur í þennan hóp en Tölvufræðslan hefur gefið út tvær kennslubækur um forritin Multiplan og dBase III+. Multiplan hefur líklega verið eitt mest notaða töflureikniforritið um árabil. Útkoma ítarlegrar kennslubókar er því kærkomin. Multiplan er hægt að nota á IBM-PC og samhæfðar tölvur, Macintosh, Apple Ile og heimilistölvur svo sem Commodore 64 og Amstrad CPC. Með bókinni fylgir disklingur með æfingardæmum, sem leyst eru í bókinni. Höfund- ur bókarinnar er Ellert Olafsson. Gagnasafnskerfið dBase III+ er vafalítið eitt vinsælasta forrit sinnar tegundar og er ekki síður fengur í kennslubók um það en Multiplan. Bókin kennir notkun á gagnasafnskerfum og einnig forritun í dBase III+. í bókinni er að finna yfirlit um allar skipanir og dæmi notuð til að skýra þær. Aðalhöfundar eru Óskar B. Hauksson og Eyþór Ólafsson verkfræðingar. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 11. júní 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.