Þjóðviljinn - 11.06.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 11.06.1988, Blaðsíða 3
FRETTIR Réttarfar Þorgeir kærir mannréttindabrot Þorgeir Þorgeirsson rithöfundur: Islenskt réttarkerfi ímol- um. Fenginn verjandi sem ég kœrði mig ekki um. Skýlaust brot á mannréttindasáttmála Evrópu Eg kæri ekki til mannréttinda- nefndarinnar út af neinum smáatriðum, heldur er ég raun að kæra allt íslenska réttarkerfið sem ég álít meingallað og vart sæmandi nokkrii lýðræðisríki, sagði Þorgeir Þorgeirsson rithöf- undur, en hann hefur kært dóm Hæstaréttar í ináli ákæruvaldsins gegn honum vegna skrifa hans um störf lögreglumanna, til Mann- réttindanefndar Evrópuráðsins. - Ég byggi mína kæru til Mannréttindanefndarinar á þriðju grein Mannréttindasátt- mála Evrópu. En þar segir að sakamaður hafi heimild til að haga sinni vörn eftir því sem hann vill. Þegar málið kom fyrir Hæst- arétt var mér skipaður verjandi sem ég vildi ekkert með hafa. Það var ekki hlustað á mín mótmæli, hann varði málið og tapaði því, sagði Þorgeir. Hann sagði að hann hefði á sín- um tíma kært skipun verjandans til saksóknara ríksins og krafist rannsóknar á réttmæti þessarar skipunar. - Enn í dag hef ég ekkert heyrt frá saksóknara um þessa kæru mína. Ég tel að mér hafi verið skipaður verjandi með ofbeldi, sagði Þorgeir. Málið var skráð inn hjá Mann- réttindanefndinni 19. apríl sl. og verður málið fyrst tekið fyrir þar. Fari svo að nefndin komist að þeirri niðurstöðu að hér hafi ver- ið brotið gegn mannréttindasátt- málannum verður málið sent til Mannréttindadómstólsins, þar sem endanlegur úrskurður verð- ur kveðinn upp. - Mér skilst að mál gangi nokkuð hratt fyrir sig þarna úti í Strazburg. í það minnsta hraðar en í íslenska réttarkerfinu sem er það hroðalegasta sem ég hef horft framan í um ævina, sagði Þorgeir Þorgeirsson. -sg Framfœrsluvísitalan 30% verðbólga Framfærsluvísitala miðað við verðlag í júníbyrjun hefur verið reiknuð út. Síðustu 12 mán- uði hefur framfærsluvísitalan hækkað um 27%. En hún hefur hækkað um 3,4% frá maímánuði sem samsvarar 50% hækkun á ársgrundvelii. Á sfðustu þremur mánuðum hefur framfærsluvísi- talan hækkað um 6,7% sem þýðir 30% verðbólga á einu ári. Hækkun framfærsluvísitölunn- ar frá maí stafar 0,4% af verð- hækkun landbúnaðarafurða, 0,4% vegna hækkana á öðrum matar- og drykkjarvörum og verðhækkun á tóbaki og áfengi l.júní sl veldur 0,2% hækkun vís- itölunnar. Þá olli hækkun bensín- verðs 0,3% hækkun á framfærs- luvísitölu. -hmp Það er vandaverk að glera upp á gamla móðinn. Nútíma húskarlar í Viðey. Mynd ARI Viðey Viöeyjarstofa klædd í spariföt Umfangsmestu húsaviðgerðir hérlendis til þessa IViðey eiga sér nú stað þær mestu húsaviðgerðir seni hing- að til hafa farið fram á íslandi. Þar er verið að endurbyggja Við- eyjarstofu og kirkjuna sem voru reist á átjándu öld. Viðeyjarstofa á eftir að verða tengd afmæli Reykjavfkur um ókomna framtíð því borgin fékk hana að gjöf á 200 ára afmælinu. Á afmælisdaginn verður form- lega opnuð sú aðstaða sem um Vatnsf laumur nyrðra k- Agætisfærð er á ölliini þjóðveg- um landsins um þessar mund- ir en Vegagerðin varar við um- ferð um Ólafsfjarðarmúla vegna hættu á skriðuföllum vegna mikilla vatnaleysinga í múlanum. Einnig eru töluverðir vatnavextir í Eyjafirðinum vegna hitabylgj- iinnar nyrðra og er Vegagerðin með flokka manna á vakt til að forða vegunum þar við skemmd- um. Að sögn Karls Ásgrímssonar hjá vegaeftirliti Vegagerðar ríkis- ins eru allir fjallvegir enn lokaðir og bjóst hann ekki við að þeir yrðu opnaðir fyrr en í fyrsta lagi um næstu mánaðamót. -grh Fiskmarkaðir Seldu fyrir 1,6 miljarða Alls52þúsundtonnáfyrstaárinu. Meðalverð rúm31 króna. Svipað magn ogfór á Bretland ífyrra en meðalverð þar nœr helmingi hœrra eða 61 króna Fiskmarkaðirnir seldu 52 þús- un. Varðandi framtíðina sagði und tonn fyrir 1,6 milljarð Helgi að þrátt fyrir að búið væri iskmarkaðirnir seldu 52 þús- und tonn fyrir 1,6 milljarð króna á því tæpa fyrsta ári sem þeir hafa starfað hérlendis. Með- alverðið hefur verið rúmlega 31 króna fyrir kílóið. í samanburði við ferskfisksölur í Bretlandi er tonnafjöldinn svipaður en meðal- verðið ytra er allt að helmingi hærra eða um 61 króna kílóið. Þetta kemur fram í síðasta tölu- blaði Fiskifrétta. Að sögn Helga Þórissonar skrifstofustjóra Fiskmarkaðar Hafnarfjarðar sem hóf starfsemi fyrstur fiskmarkaða hérlendis eru menn þar mjög sáttir við fyrsta starfsárið og varð salan mun meiri en menn áttu von á í byrj- að breyta tveim af fjórum togur- um Hafnfirðinga í frystitogara, væru menn bjartsýnir á framhald- ið og sér sýndist að það yrði bætt með fiski annars staðar frá. Samkvæmt Fiskifréttum hefur salan á fiskmörkuðunum frá upp- hafi skipst þannig að Fiskmark- aður Hafnarfjarðar hefur selt 21.552 tonn fyrir 667 milljónir króna, Fiskmarkaður Suðurnesja 15.312 tonn fyrir 524 milljónir, Faxamarkaður 11.564 tonn fyrir 331 milljón og Fiskmarkaður Vestmannaeyja 3.262 tonn fyrir 101 milljón króna. Sé aftur á móti litið á söluna frá því í byrjun þessa árs til mafloka hefur mest verið selt á Fiskmark- aði Suðurnesja. Þar voru seld 11.908 tonn fyrir 396 milljónir, í Hafnarfirði 7.799 tonn fyrir 249 milljónir, á Faxamarkaði 4.644 tonn fyrir 134 milljónir. Hafa ber í huga við þessa sam- anburði að markaðirnir hófu starfsemi sína á mismunandi tíma á árinu. Markaðurinn í Hafnar- firði byrjaði í júní 1987 og stuttu seinna Faxamarkaður í Reykja- vík. Fiskmarkaður Suðurnesja ekki fyrr en í vetrarbyrjun 1987 og það sem af er þessu ári virðist hann hafa skotið öðrum mörkuð- um ref fyrir rass. -grh Sambandsaðalfundurinn Dæmigerðar íhaldslausnir Aðalfundi SÍS lauk ígær. Vandamálunum sópað undirteppið. þessar mundir er verið að kapp- kosta að Ijúka við. Viðeyjarstofa er að fá á sig þann svip sem var á henni þegar Skúli Magnússon fógeti fór með húsbóndavald á eynni. Umsjón með staðarbótum hefur Þor- steinn Gunnarsson arkitekt og leikari. Hann sagði að verkið gengi vel og því yrði lokið þegar afmælisdagurinn rynni upp. -sg Aðalfundi Sambands íslenskra samvinnufélaga lauk á Bifröst í Borgarfirði seinnipartinn í gær. Aðalefni fundarins var hið gæ- gvænlega tap sem verið hefur á rekstri Sambandsins á síðasta ári eða uppá 500 miljónir króna, en að öðru leyti var lítt eða ekkert fjallað um tilvistarkreppu þás sem hrjáð hefur Sambandið bæði innávið sem útávið allt síðasta ár. Helsta úrræði stjórnar Sam- bands íslenskra samvinnufélaga til að rétta úr kútnum er. að stöðva frekari mannaráðningar hjá því og reyna að snúa þróun- inni við með dæmigerðum íhald- saðgerðum með fækkun starfs- fólks og öðrum samdráttarað- gerðum sem bitna fyrst og fremst á starfsfólki Samvinnuhreyfing- arinnar en jafnframt er ekkert hróflað við yfirbyggingu og stjórn Sambandsins að öðru leyti þrátt fyrir öll mistökin sem gerð hafa verið og nægir í því sambandi að nefna misheppnuð kaup þess á Útvegsbankanum, Smára- hvammslandinu í Kópavogi og geigvænlegum launamun milli forstjóra og hins almenna launþega hreyfingarinnar. Valur Arnþórsson kaupfélag- stjóri KEA á Akureyri og stjórn- arformaður Sambandsins hefur samþykkt í heyranda hljóði úr- lausnir stjórnarinnar þrátt fyrir það að þær séu dæmigerðar fhaldslausnir þegar í harðbakka slær. Þegar á allt er litið virðist það blasa við Sambandinu að fljóta að feigðarósi með ekki önnur úrræði í farteskinu en að sópa vandamálunum undir tepp- ið og halda svo til óbreyttri stefnu í fjárfestingarmálum i ofvernd- uðu pólitísku umhverfi í umsjá Framsóknarflokksins. _grn Framfœrslan Nýr grundvöllur Heildarútgjöld vístölufjölskyldunnar hœkka um 13,5% Samkvæmt nvjuiii vísitölu- grundvelli hækka samanlögð útgjöld vísitölufjöldskyldunnar um 13,5%. í krónum talið eru útgjöld vísitölufjölskyldunnar nú 136.000 kr. á mánuði en sam- kvæmt eldri grunni voru þau um 120.000 á mánuði. Hlutfall ma- tvöru af heildarútgjöldum minnkar nú úr 24,6% í 20,6%. Fyrir 50 árum var hlutfall ma- tvörunnar 43% af útgjöldum heimilanna. Þáttur húsnæðis hef- ur aukist úr 10% í 12,8%. Út- gjöld vegna reksturs eigin bfls hafa og aukist úr 12,5% í 15,4%, Nýi vísitölugrundvöllurinn byggist á neyslukönnun, sem gerð var á árunum 1985 og 1986. Könnunin var tvfþætt. Annar- svegar gerðu þær 376 fjölskyldur sem þátt tóku í könnuninni, afar nákvæma búreikninga í um tveggja vikna skeið og færðu skýrslur um ársútgjöld varðandi afmarkaða þætti s.s. hitunark- ostnað, kaup á húsbúnaði o.fl. -gjh ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Flugið Enn hægagangur Fólk verður fyrir verulegum töfum og kann þessu ástandi mjög Ula. Þetta eru aðgerðir sem bitna á þriðja aðila sem kemur uiálið ekkert við. Ég vil láta þessa menn svara því hvernig örygg- ismálum er háttað þegar flug- menn standa ekki í kjarabaráttu, sagði Haraldur. L.Haraldsson bæjarstjóri á ísafírði aðspurður um hvort veruleg óþægindi stöfu- ðu af „aðgerðum" flugmanna Flugleiða. Hjá samgönguráðuneytinu fengust þær upplýsingar að ráðu- neytið hyggðist ekki hafast neitt að fyrst um sinn. _______ *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.