Þjóðviljinn - 11.06.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 11.06.1988, Blaðsíða 16
p—SPURNINGIN— (Óspurt út í bláinn) Græturðu örlög Helgar- póstsins? Ragnar Júlíusson, stjórnar- formaður Granda: Ekki veit ég það svo gjörla.en nú mundi ég hlæja ef ég hefði ekki sloppið í bílslysinu þarna um dag- inn. Björgúlfur Guðmundsson, athafnamaður: Det skifter jeg mig ikke af. Nu har jeg nog að göre med at törre dan- ske fyllebötter, og det vil jeg have fred med, her efter som hinged til. Ragnar Kjartansson, mátt- arstólpi: Er ekki alltaf leiðinlegt þegar ung- irog dugandi athafnamenn lenda í því að setja fyrirtæki á hausinn, ha? Albert Guðmundsson, fyrr- verandi fjármálaráðherra: Ja, ég skildi nú aldrei alminlega hvað þessir drengir voru iðnir við að starfa á mér, eins og ég reyndi að styðja þá til dáða. Króksi: Þetta er reiðarslag. Það er fyrst núna sem mér hefur nokkrn veg- inn tekist að harka af mér. þJÓOVIUINN Laugardagur 11. júní 1988 131. tölublað 53. árgangur SÍMI681333 Á KVÖLDIN 681348 Á LAUGARDÖGUM 681663 Það er ekki ólíklegt að það fjölgi í Zappa-félaginu hér á landi eftir að Hver veit nema Sting birtist á skjánum. snillingurinn treður upp á Wembley-leikvanginum í beinni útsendingu í dag Poppviðburður ársins Til heiðurs Mandela sjötugum Poppviðburður ársins sýndur beint ísjónvarpinu í dag. Mörgstœrstu poppgoðin takaþátt í baráttutónleikum gegn kynþáttamisréttinu í S-Afríku Nú í sumar verður Nelson Mandela sjötugur. Undanfarin 25 ár hefur hann haldið afmæli sitt „hátíðlegt“ í fangelsi fyrir utan Jóhannesarborg í Suður- Afríku. Þessi baráttuglaði maður er eitt af fjölmörgum fórnarl- ömbum þess ómanneskjulega stjórnkerfi, sem ríkir í Suður- Afríku. Stjórnkerfi sem kemst upp með að kúga meirihluta landsmanna, sviptir þá öllum sjálfsögðum mannréttindum og fangelsa þá eftir vild án dóms og laga. Þrátt fyrir 26 ár í fangelsi fylgist Mandela með, og telja verður víst að hann hefur frétt af því sem gerist á Wembley leikvanginum í Lundúnum í dag, er þar safnast saman mörg helstu poppgoðin honum til heiðurs: Dire Straits, Simple Minds, Whitney Houston, George Mic- hael, Frank Zappa og Bill Wym- an. Þetta munu vera umfangs- mestu tónleikar sem haldnir hafa verið síðan Live Aid tónleikarnir voru haldnir árið 1985. Það verða ekki bara þeir átta- tíu þúsund áhorfendur sem kom- ast fyrir á Wembley- leikvanginum sem fá að fylgjast með herlegheitunum. Tónl- eikunum verður sjónvarpað og útvarpað beint víða um heim. - Markmiðið er að tónleikunum verði gerð skil í öllum frjálsum löndum heims og að 11. júní ver- ið framvegis dagur Nelson Mand- ela, sagði Nevil Bolt nýverið, en hann er einn skipuleggjenda þessarar miklu afmælis- og bar- áttuhátíðar. Allir listamennirnir sem koma fram gefa vinnu sína og gert er ráð fyrir að tekjur af aðgangseyri og af sjónvarpsréttinum verði tæplega 600 miljónir króna. Þá peninga á að nota til að efla bar- áttuna gegn kynþáttamisrétti í heiminum og einnig fá samtök sem aðstoða börn í Suður-Afríku sinn skerf. íslenskir poppáhugamenn geta byrjað að fylgjast með veislunni klukkan 11.30, en þá hefur sjón- varpið beina útsendingu frá Wembley-leikvanginum. Sjón- varpað verður síðan fram á nótt með hléum. Kristín Björk Skúla- dóttir kynnir tónleikana sjón- varpinu. Rás 2 útvarpar einnig hluta tónleikanna. Allt of langt væri að telja upp alla þá fjölmörgu listamenn sem ætla að hylla Nelson Mandela í tilefni 70 ára afmælisins og leggja sitt af mörkum til að uppræta kynþáttamisréttið í Suður- Afríku. Til viðbótar við þá sem þegar eru upptaldir koma hér nokkur nöfn: Sade, Joan Arm- atrading, Phil Collins, George Harrison, Derek B., dúettinn Eurythmics og hljómsveitin Stat- us Quo. Þannig væri lengi hægt að halda áfram. Búast má við að fleiri listamenn láti sjá sig á svið- inu. Heyrst hefur að hljómsveitin Talking Heads mæti og söngvar- arnir Stevie Wonder, Sting, Peter Gabriel, Prince, Madonna, Lionel Richie og margir fleiri. -sg Madonna er allt eins líkleg til að mæta og tiylla Nelson Mandela.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.