Þjóðviljinn - 11.06.1988, Side 5

Þjóðviljinn - 11.06.1988, Side 5
INNSYN Flugstöð Leifs Eiríkssonar Ofstór til að unntsé að sópa henni undir teppið. Vígsluhátíð í beinni sjónvarpssendingu undanfari martraðar. Ráðamenn kœra sig ekki um að málið verði rannsakað. Kallað eftir meiri fjárframlögum Enn hefur byggingarnefnd flugstöðvar Leifs Eiríkssonar orðið féskylft. Þótt framkvæmdir við nýbygginguna hafi gleypt þrjá miljarða króna, er fjárþörfin á þeim bæ jafnbrýn og fyrr. Seint fyllist sálin prestanna. Nær mun þetta enda taka? Steingrímur Hermannssön utanríksráðherra hefur haldið blaðamannafund til að skýra mál- in. Þar kom í 1 j ós að í þetta skiptið þarf skammturinn að vera um það bil 120 miljónir. Það er eitt og annað sem gera þarf, t.d. að setja upp sérstaka lýsingu fyrir rándýrt fíkjutré sem sérfræðingar telja að ekki muni lifa annan ís- lenskan vetur. Þegar skýrslur um flugstöðvarbyggingu voru lagðar fram síðastliðinn vetur var ekki annað að heyra á ráðamönnum en að eiginlega væri ekkert eftir annað en að kaupa listaverk af henni Rúrí. Nú kemur í ljós þörf fyrir fjárupphæð sem nemur byggingarkostnaði 12 einbýlis- húsa og enn er víst ekki allt kom- ið í ljós. Sérstök meðferð Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra segist ekki hafa heimild til að greiða þessa reikninga. Það sé alls ekki reiknað með þessu í fjárlögum ríkisins. Með þessu móti gerir Jón Baldvin flugstöðina að eilífð- arfleini í holdi þeirra pólitísku afla sem beittu sér fyrir því að á byggingu flugstöðvarinnar var ekki haldið á sama máta og flest- um öðrum framkvæmdum þess opinbera eins og best sést á því að það er utanríkisráðherra en ekki samgönguráðherra sem er yfir- maður byggingarnefndarinnar. íslendingar hafa töluverða reynslu af byggingu stórra mannvirkja. Margar vatnsafls- virkjanir okkar eru mun meiri mannvirki en flugstöðin en engin þeirra fór eins ævintýralega langt fram úr áætlun og flugstöðin. Og ekki skortir starfsmenn ríkisins reynslu af byggingarstússi. Benda má á starfsmenn Innkaupastofnunar ríkisins sem annast umsjón með ýmiss konar byggingum. Starfsmenn með reynslu á þessu sviði komu hvergi nærri flugstöðvarbyggingunni, nema húsameistari ríkisins. Staða byggingarnefndar flug- stöðvarinnar gagnvart utanríkis- ráðuneytinu, og þó alveg sérstak- lega gagnvart varnarmáladeild utanríkisráðuneytisins, varpar annarlegri birtu yfir málið. Asni klyfjaður dollurum Ákvörðun um byggingu flug- stöðvarinnar var tekin á svipuð- um tíma og ákveðið var að auka mjög hervæðingu hér á landi með gerð olíuhafnar fyrir herskip í Helguvík, byggingu nýrra radar- stöðva á Vestfjörðum og Langa- nesi og miklum framkvæmdum í herstöðinni á Keflavíkurflugvelli þar sem menn sneru sér af krafti að byggingu nýrra íbúðarhúsa og flugskýla auk stjórnstöðvar sem á að vera sprengjuheld í alvöru stríði (les: kjarnorkustríði). Jafn- framt því að unnið hefur verið að þessari uppbyggingu á hernað- armannvirkjum hefur flugflotinn á Keflavíkurflugvelli og ýmiss konar stjórn- og rafeindatæki þar verið endurnýjuð. ísland er orðið að hátæknivæddri nútíma her- stöð. Steingrímur J. Sigfússon hefur nýlega skrifað grein í Þjóð- viljann þar sem hann bendir á að fyrir íslenska herstöðvaandstæð- inga hafi tími ríkisstjórnar Stein- gríms Hermannssonar verið martröð í þessum efnum. Umræðan um byggingu flug- stöðvar Leifs Eiríkssonar hófst á fjálglegu tali um nauðsyn þess að skilja að farþegaflug og hernað- arflug. Svo var upplýst að banda- rísk hernaðaryfirvöld vildu greiða hluta af byggingarkostn- aði eða 20 miljónir dollara (880 miljónir króna á núgengi). Hægri flokkunum á íslandi þótti alveg sjálfsagt að þiggja þetta boð. Fljótlega virtist það verða mark og mið hernámssinna að gera nýja flugstöð að óbrot- gjörnum minnisvarða um sam- starf og vináttu milli bandaríska hersins og íslensku þjóðarinnar. En vígsluhátíðin, þar sem 3000 manns sprönguðu um í beinni sjónvarpsútsendingu, breyttist í martröð þegar kvisast fóru sögur um ótrúlegan byggingarkostnað. Þrjóskan í fjármálaráðherra gerir það að verkum að menn geta ekki gleymt þessari martröð. Meðan flugstöðin er fréttaefni getur þetta hneyksli ekki gleymst, þögninnni gefst ekki næði til að urða ósómann lfkt og svo margt annað sem menn hafa borið kinnroða fyrir í áratugalangri samskiptasögu íslandinga og bandarísks herliðs með fulla vasa af dollurum. Blekkingaleikur í umræðum á bandaríska þing- inu var upplýst að 20 miljón doll- ara greiðslan væri fyrir vísan að- gang Bandaríkjahers að stjórn- unaraðstöðu í kjallara flugstöðv- arinnar. Þeim, sem koma í kjall- ara byggingarinnar í dag, verður á að brosa þegar þeir velta því fyrir sér hvernig bandarískir her- foringjar ætli að koma sér þar fyrir við stjórnunarstörf. Þar er ekkert pláss aflögu. Líklega yrði bandarískum skattgreiðendum þó ekki hlátur í huga, vissu þeir hvernig í pottinn er búið. Færa má að því rök að banda- ríska framlagið hafi ruglað ís- lenska ráðamenn í ríminu og átt sinn þátt í að gera bygginguna óhóflega dýra. Ef til vill hafa hönnuðir leyft sér meiri munað og óhóf vegna þessarar greiðslu en víst er að krafa Bandaríkja- manna um notkun á ýmsu banda- rísku byggingarefni (en hún var dúsa fyrir bandaríska skattg- reiðendur) varð til að auka bygg- ingarkostnað en þar er þó aðeins um að ræða lítinn hluta af ævint- ýralegum kostnaðarauka miðað við áætlanir. Teiknað með múrfleyg í upphaflegri áætlun húsa- meistara ríkisins, sem hannaði húsið, og byggingarnefndar var reiknað með að húsið kostaði andvirði 45 miljóna dollara og framlag Bandaríkjanna skyldi ekki fara upp fyrir 20 miljónir dollara. Hlutur okkar íslendinga átti sem sagt að verða jafngildi 25 miljóna dollara eða um 1,1 milj- arður króna á núgengi. Þegar þessar hugmyndir voru lagðar fram þótti mörgum sem hér væri óþarflega mikill peningur lagður í biðskýli fyrir flugfarþega. Það er unnt að byggja býsna stórt fyrir 1,1 miljarð, 1100 miljónir króna. Þótt áætlunin væri há hvell- sprakk hún. Skýringarnar liggja ekki á lausu og það virðist ekki vera allt of mikill áhugi á því hjá ráðamönnum að fá botn í málið. Hönnunarslys, segja sumir og láta þar við sitja. Margt bendir til að húsið hafi alls ekki verið full- hannað þegar hafist var handa við bygginguna. Stöðugt var ver- ið að breyta og ekki var óalgengt að brjóta þyrfti niður veggi og þar með að rjúfa innbyggð lagnakerfi í þeim. í stað þess að nota strok- leðrið við teikniborðið og taka endanlega ákvörðun um ýmis atr- iði áður en byggt var, var ekki hikað við að rífa niður og endur- manna og byggingarnefndar og fengi við því svör hvernig ákvarð- anir hefðu verið teknar eða hvað skortur á ákvarðanatöku hefði kostað. Samkvæmt tillögunni skyldi nefndin skila skýrslu um þetta efni eigi síðar en í marslok. Það voru þingmenn Alþýðu- bandalagsins sem lögðu fram þessa þingsályktunartillögu. Og hefði hún náð fram að ganga væri ugglaust búið að fá svör við ýms- um þeim spurningum sem enn leita á hugann þegar byggingar- kostnað flugstöðvar ber á góma. Þegar þingi var slitið nú í vor hafði utanríkismálanefnd af ein- hverjum orsökum ekki getað fundið sér tíma til að skoða til- lögu alþýðubandalagsmanna. í raun varð enginn hissa. Menn höfðu fyrirfram talið víst að mál- ið yrði svæft. Ótilneyddir munu Framsóknar- og Sjálfstæðisflokk- ur aldrei samþykkja að fram fari opinber rannsókn á flugstöðv- armálum. Þótt mikið fé hafi runnið í flug- stöðvarhítina er kallað eftir meira. Nú eru það 120 miljónir Glaðbeittir frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í alþingiskosningunum vorið 1987. Þá þótti fínt að stilla sér upp með flugstöðina í bakgrunni. Nú vill enginn af henni vita. - Hvaða eilífðar sífrandi er þetta um ábyrgð? Er þetta ekki búið og gert? byggja. Byggingarnefndin virðist alls ekki hafa áttað sig á að slík ævintýri kostuðu stórfé. Sumt af því, sem frá bygging- arnefndinni hefur komið, bendir til að hún hafi tæplega talið það í sínum verkahring að fylgjast með byggingarkostnaði. Húsameist- ari ríkisins virðist algjörlega stikkfrí. Utanríkisráðherra talar eins og þetta mál sé honum óvið- komandi. Það virðist enginn bera neina ábyrgð á því að hlutur ís- lendinga af byggingarkostnaði verður jafngildi 50 miljóna Bandaríkjadala en ekki 25 eins og áætlað var. Opinber rannsókn Síðastliðinn desembermánuð var lögð fram tillaga á alþingi um að gerð skyldi tilraun til að fá úr því skorið hver bæri ábyrgðina í þessu máli. Lagt var til að skipuð yrði nefnd sem færi ofan í saumana á byggingarkostnaði flugstöðvarinnar, athugaði ábyrgð ráðherra, embættis- En hvað varð um þess tillögu? Tillögunni var vísað til um- sagnar þingnefndar milli um- ræðna í sameinuðu þingi. Það var eðlilegt og samkvæmt þing- sköpum. Aftur á móti vakti það nokkra furðu hvaða nefnd þings- ins var fengið það verkefni að grannskoða tillöguna. Þingheimi sýndist það hentast að utanríkis- málanefnd fjallaði um málið. Hvert er sambandið milli flug- stöðvar og utanríkismála? Er eðl- ismunur á flugstöð á Keflavíkur- flugvelli og Egilsstöðum? Auð- vitað ekki, en um margra ára skeið hefur það tíðkast að öll mál, jafnt lögreglumál sem skipu- lagsmál, sem á einhvern máta snerta Bandaríkjaher, hafa verið talin til utanríkismála. Fyrir bragðið hefur umfjöllun um þau ekki verið opin. Þau hafa verið hulin einhvers konar leyndar- hjúp, oft lokuð inni í fámennu útibúi frá utanríkisráðuneytinu, svokallaðri varnarmáladeild. króna. En þar með er ekki allt búið. Ýmsir hönnunargallar þurfa enn lagfæringar við. Húsið er mannaflafrekt í rekstri og það er ákaflega dýrt að kynda það. Fyrirtækin, sem leigja í stöðinni, stynja undan hárri leigu og al- menningur er látinn greiða að- gangseyri. Flugstöðin er að sjálfsögðu allt of stór fyrir þann hóp ferða- manna sem er á leiðinni að og frá íslandí. Stærð flugstöðvarinnar var réttlætt með tilvísun til Amer- íkuflugs Flugleiða og viðkomu farþegavéla á vegum erlendra flugfélaga. Svo gæti farið að á þessu sviði yrði mikill samdráttur og þá snarminnka sveiflukenndar tekjur fyrirtækja í flugstöðinni. Leigutekjur stöðvarinnar drægj- ust þá saman. Flugstöð Leifs Eiríkssonar, stórhýsi sem heldur hvorki vatni né vindi og er ákaf- lega dýrt í rekstri, gæti við þær aðstæður samt þjónað þeim til- gangi að vera víti til varnaðar. Laugardagur 11. júní 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.