Þjóðviljinn - 11.06.1988, Síða 6
ÐAGVIST BARNA
HRAUNBÆR
Árborg — Hlaðbæ 17
Staða forstöðumanns leikskólans Árborgar
er laus til umsóknar.
Ncínari upplýsingar ucftr Arna Jónsclóuir
umsjónarfóstra í sima 27277.
Kennarar - takið eftir!
Okkur vantar kennara í eftirtaldar stöður við
grunnskólana á Akranesi.
Við Grundaskola:
Sérkennara. Tónmenntakennara. Almenna
kennara.
Upplýsingar veita: Skólastjóri Guðbjartur Hann-
esson, vinnusími 93-12811/heimasími 93-12723
og yfirkennari Ólína Jónsdóttir, vinnusími 93-
12811/heimasími 93-11408.
Við Brekkubæjarskóla:
Kennara í 7-9 bekk, aðalgreinar líffræði og stærð-
fræði.
Upplýsingar veita: Skólastjóri Ingi Steinar Gunn-
laugsson, vinnusími 93-11388/heimasími 93-
11193 og yfirkennari Ingvar Ingvarsson, vinnu-
sími 93-12012/heimasími 93-13090.
Umsóknarfrestur er til 30. júní n.k.
Skólanefnd
L
LANDSVIRKJUN
Rafgirðing
Landsvirkjun óskar eftir tilboðum í efni og upp-
setningu á rafgirðingu á mörkum Auðkúluheiðar
og Grímstunguheiðar. Girðingin er um 17 km að
lengd og skal verkinu lokið fyrir 15. september
n.k.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Landsvirkj-
unar að Eiðsstöðum, Austur-Húnavatnssýslu og
á innkaupadeild Landsvirkjunar, Háaleitisbraut
68, 103 Reykjavík.
Tilboðum skal skila á annan hvorn fyrrgreindra
staða fyrir kl. 16:00 þriðjudaginn 28. júní 1988.
Eiginmaður minn
Ármann Bjarnfreðsson
Birkihlíð 20
Vestmannaeyjum
lést þann 9. júní sl.
Fyrir mína hönd, barna, tengdabarna og barnabarna.
Kristín Óskarsdóttir.
Jón E. Guomundsson: Það á að bera virðingu fyrir leikbrúðunni. Mynd - Ari.
Brúðuleikhús
Mjallhvít, - Maður og kona
Listahátíðarsýningar hjáJóni E. Guðmundssyni og hjá Leikbrúðulandi um
helgina
Brúðuleikhúsfólkið gerir það ekki endasleppt á Lista- um helgina verða sýningar bæði hjá Jóni E. Guðmunds-
hátíð, í þessari viku var austur-þýski brúðuleikhúsmað- syni og hjá Leikbrúðulandi.
urinn Peter Waschinsky með sýningar í
Jón E. Guðmundsson, verður
með sýningar á Manni og konu,
eftir Jón Thoroddsen í Lindarbæ,
í dag og á morgun kl. 14:00. I
sýningunni eru átta strengbrúður
sem Jón hefur gert, en hann segir
að í raun og veru eigi leikendur í
sýningunni að vera átján, og hann
stefni að því að sýna Mann og
konu með öllum brúðunum átján
árið 1989.
Yfirleitt er Jón með sýningar
sínar í bflskúr sem hann hefur
innréttað sem brúðuleikhús við
Flyðrugranda 4. Sem stendur
sýnir hann Hans og Grétu, og er
hægt að hringja í hann og fá upp-
lýsingar um sýningartíma.
Jón er brautryðjandi á sviði
brúðuleikhúss hér á landi. Hann
stundaði myndlistarnám í
Reykjavík á árunum 1933-38, var
við nám í leirmótun og leikbrúðu-
gerð í Kaupmannahöfn 1946-47,
og við nám í Myndlista- og hand-
íðaskólanum 1949. Hann hélt
sína fyrstu málverkasýningu í
Reykjavík árið 1939, og var
myndlistarkennari á árunum
1950-1984, við Miðbæjar-
skólann, Austurbæjarskólann og
við Flensborg í Hafnarfirði.
Lindarbæ, og nú
Jón segist hafa kynnst brúðu-
leikhúsinu nánast fyrir tilviljun í
Kaupmannahöfn árið 1938, og
strax orðið ákaflega hrifinn af
myndformi þess, - og verið
sannfærður um að þarna væri
eitthvað sem hann vildi fást við.
Hann stofnaði íslenska brúðul-
eikhúsið árið 1954, og var þá með
sýningar í Alþýðuhúskjallaran-
um við Hverfisgötu. Hann hefur
sýnt Eldfærin, Rauðhettu og
Gosa, svo einhverjar sýningar
séu nefndar, og þar að auki verið
með helgileiki.
Á árunum 1963-73 ferðaðist
Jón um landið með leikbrúðusýn-
ingar, og árið 1976 stofnaði hann
Brúðubflinn, sem hann var með í
þrjú sumur. - Að setja upp í
brúðuleikhúsi er nákvæmlega
eins og að setja upp á leiksviði, -
segir hann.
- Ég skapa brúðuna til að leika
ákveðið hlutverk, vera þessi per-
sóna í leikritinu sem mér finnst
hún vera, og ef hún hlýðir mér
ekki verð ég að breyta henni.
Stundum reyni ég brúðu í
ákveðnu hlutverki en verð svo að
taka úr henni alla strengi því
hreyfingar hennar eru ekki réttar
fyrir persónuna.
- Stjórntæki allra brúðanna
eru mismunandi, því engar tvær
brúður eru eins. Þær hafa allar
sinn sérstaka persónuleika, og
hreyfingar sem miðast við hann.
Leikbrúðan á að vera skapandi
hugðarefni, og það á að bera
virðingu fyrir henni.
Jón gerir allar sínar brúður
sjálfur í vinnustofu sinni. Hann
hefur fengist við handbrúður og
skaftbrúður, en er nú eingöngu
með strengbrúður (marionnett-
ur). Auk brúðanna bæði málar
hann og sker út í tré, - ég þarf
aldrei að láta mér leiðast, - segir
hann, - ef ég verð þreyttur á einu
listforminu sný ég mér bara að
því næsta.
Sýningin Maður og kona er í
leikgerð Kolbrúnar E. Péturs-
dóttur. Raddir brúðanna eru þau
Kolbrún, Þórarinn Eyfjörð,
Barði Guðmundsson og Alda
Árnadóttir. Stjórnendur leik-
brúðanna eru Jón E. Guðmunds-
son, Gunnar Gunnarsson, Rúnar
Gunnarsson og Jón El. Helga-
son.
Leikbrúðuland: Erna, Matasek, Bryndís, Hallveig og Helga, ásamt Mjallhvít,
vondu drottningunni, og dvergunum sjö.
Mjallhvít
landi
I Leikbrúðulandi, í kjallaran-
um að Fríkirkjuvegi 11 verða
tvær forsýningar á Mjallhvít í dag
og á morgun kl. 16:00, en ætlunin
er að taka upp sýninguna næsta
vetur.
Sýningin hefur orðið til í sam-
vinnu þeirra Bryndísar Gunnars-
dóttur, Helgu Steffensen,
Hallveigar Thorlacius, Emu
Gunnarsdóttur, Helgu Arnalds
sem stýrir lýsingunni, og tékkn-
eska leikstjórans Petr Matásek,
sem einnig hannaði leiktjöld, en
Matásek starfar sem hönnuður
og leikstjóri við leikhús í Tékk-
óslóvakíu.
- Við hittumst fyrst á leikbrúð-
uhátíð í Danmörku fyrir fjórum
árum, - segja þær Leikbrúðu-
landskonur, - og höfum síðan
hist á ýmsum leikhúshátíðum.
Okkur hefur lengi langað til að
hafa samvinnu um sýningu, og
ákváðum að taka fyrir alþjóðlega
sögu sem við skildum öll á sama
hátt.
- Undirbúningur á Mjallhvít
hófst loksins í byrjun mars, þegar
Petr sendi okkur teikningar af
brúðum og leiktjöldum, og síðan
hann kom til landsins fyrir fimm
vikum höfum við æft sleitulaust.
Sýningin á Mjallhvít er fyrir
margra hluta sakir óvenjuleg
fyrir íslenskt brúðuleikhús,
Mjallhvít er skaftbrúða, vonda
drottningin gína og dvergarnir
sjö handbrúður og litlir ljósdepl-
ar á víxl. Þar að auki taka þær
Hallveig, Erna, Helga og Bryndís
virkan þátt í sýningunni.
Tónlistin er gerð sérstaklega
fyrir sýninguna, samin og flutt af
Jónasi Þóri.
LG
6 SÍÐA - ÞJÓÐViLJINN Laugardagur 11. júní 1988