Þjóðviljinn - 11.06.1988, Síða 13
ERLENDAR FRETTIR
Corazon Aquino hrindir nú í framkvæmd aðalstefnumáli sínu og byltir landbúnaðarsamfélagi landsins.
Filippseyjar
Jörðum skipt milli bænda
Stjórn Aquino kemur á róttœkum breytingum ílandinu. Auðœfi Marcosar notuð til að fjármagna þœr
ff% nrazon Amiinn fnrspti. unn iarrSir fá nm uhItq í lanrlhiínaAi nft_ a “ cqo^í Ánn. um -
orazon Aquino, forseti,
O undirritaði í gær lög sem fela í
sér byltingu í skipulagi landbún-
aðar í landinu. „Þessar umbætur
eru mjög áríðandi og til þess
fallnar að efla velferð í landinu og
draga vonandi úr óþolinmæði og
óánægju kommúnista með stjórn-
arstefnuna. Það er ánægjulegt að
geta fagnað því á þjóðhátíðardag-
inn að þessi markmið okkar eru
nú í augsýn,“ sagði forsetinn.
Þessi jarðeignabylting er aðal-
stefnumál stjórnarinnar sem hef-
ur nú verið við völd í landinu í
rúm tvö ár. Undirbúningur áætl-
unarinnar hefur staðið í ár og var
að lokum samþykkt í þinginu á
þriðjudaginn.
Hin nýju lög gera stjórninni
kleift að skipta upp 5.4
milljónum hektara lands. Þetta
svæði mun skiptast á milli 3ja
millj óna bænda og á því er ræktað
rís, korn, sykur og kókoshnetur.
Gert er ráð fyrir að landeigendur
fái greitt ákveðið hlutfall af verð-
mæti þess lands sem þeir láta af
hendi. Bændur mega halda eftir 5
hektara landskika og fá 3 hektara
í viðbót fyrir hvern erfingja yfir
15 ára aldur.
Jörðum sem eru meira en 50
hektarar að stærð verður skipt
núna strax, jörðum sem eru 25-50
hektarar verður byrjað að skipta
upp eftir 4 ár og minni jörðum
eftir 6 ár. Eigendur stærstu jarð-
anna fá greitt um 25% af verð-
mæti þess lands sem skipt verður
upp, meðalstórar jarðir fá
30% lands greitt og eigendur
minnstu jarðannafá35% afverð-
mæti lands síns sem fer í skipt-
ingu.
„Eg vona að nú geti fólk unnið
saman að því tvíþætta markmiði
sem við ætlum okkur að ná með
þessum róttæku breytingum, að
auka framleiðni í landbúnaði aft-
ur og að lyfta samfélagi okkar
upp úr langvarandi fátækt. Lítum
ekki á þessa áætlun þannig að
verið sé að taka eignir frá ein-
hverjum og afhenda þær öðrum,
heldur að verið sé að leysa úr læð-
ingi þá orku og nýsköpun sem
þjóð okkar býr yfir til að koma
hér á meiri velferð,“ sagði Aqu-
ino.
Smábændur og landeigendur
hafa lýst því yfir að lög þessi séu
ófullnægjandi en nefnd samein-
aðs þings sem vann að lagasetn-
ingunni telur að báðir hópar eigi
að geta sætt sig við þessa mála-
miðlun. Stjórn landsins mun öll
leggjast á eitt við að framfylgja
hinum nýju lögum og her lands-
ins mun sjá til þess að þessar rót-
tæku breytingar gangi snurðu-
laust.
Tilraunir Marcosar fyrrverandi
forseta til að endurskipuleggja
landbúnað landsins 1972 runnu
alvegútísandinn. Hin illa fengnu
auðæfi hans verða m.a. notuð til
að standa straum af skiptingu
jarðeignanna en áætlað er að
kostnaður við þær nemi 8.5
billjónum dollara. Fyrsta árið
þarf ríkisstjórnin að greiða 350
milljón dollara.
Ef þessar breytingar takast
verður um róttæka breytingu á
samfélagi Filippseyja að ræða þar
sem jarðeignir hafa safnast á
hendur fárra og misskipting
auðæfa hefur verið mikil.
Reuter/-gsv.
Af um 55 milljónum íbúa landsins hefur um það bil helmingur lífsviður-
væri sitt af landbúnaði.
Suður-Afríka
Neyðarlögin endumýjuð
Stjórn landsins þekkir engin önnur ráð en kúgun
I gær tilkvnnti Botha forsætis-
ráðherra hvíta minnihlutans í
Suður-Afríku að neyðarlög giltu
áfram í landinu næsta árið. Þetta
þýðir að öryggissveitir stjórnar-
innar hafa alræðisvald og geta
haldið áfram fjöldahandtökum
og árásum á svarta meirihlutann í
landinu.
Botha sagði að ástandið í
landinu gæfi ekki tilefni til annars
en að framlengja lögin. „Öryggi
almennra borgara er í hættu og
við getum ekki látið það við-
gangast að þeim sé ógnað. Lög og
reglu verður að koma á í landinu
og neyðarlög þarf til þess að ná
því markmiði,“ sagði Botha.
Nýlega er lokið þriggja daga
verkfalli svartra þar sem um 2
milljónir manna mótmæltu nýj-
um lögum sem stjórn hvíta minni-
hlutans ætlar að setja gegn verka-
lýðsfélögum svartra. Þá var einn-
ig mótmælt banni því sem stjórn-
in setti á 17 aðalsamtök andstæð-
inga kynþáttamisréttisins í febrú-
ar síðstliðnum. Nú hafa um 2000
manns látist í átökum á tveimur
árum í Suður-Afríku og um 30
þúsund menn, konur og börn,
flestir svartir, verið fangelsaðir.
Frank Chikane, foringi suður-
afrísku kirkjudeildarinnar sem
berst gegn misréttinu sagði, að
endurnýjun þessara laga sýndi
það eitt að stjórn hvíta minnihlut-
ans þekkti engin önnur ráð en
kúgunaraðferðir. „Ég vona að
heimurinn fari að opna augu sín
fyrir þeim raunveruleika sem fólk
hér býr við og reyni að koma í veg
fyrir frekara blóðbað með á-
kveðnari aðgerðum gegn þessari
ógnarstjórn,“ sagði Chikane.
Reuter/-gsv.
HCLUM I HJALTADAL
Líffræðingar - fiskifræð-
ingar - kennarar
Vegna aukinna umsvifa bráövantar okkur sér-
fræöing og kennara í vatnalíffræöi og fiskeldi.
Möguleiki á stuðningi við öflun frekari sér-
þekkingar.
Krefjandi og fjölbreytt starf.
Leitiö upplýsinga.
Umsóknarfrestur til 1. júlí 1988
Hólaskóli
Hólum í Hjaltadal
sími 95-5962
ffͧEÍ] Fjórðungssjúkrahúsið
á Akureyri
Laus er til umsóknar staða deildarstjóra á
fæðinga- og kvensjúkdómadeild. Æskileg
menntun: Alm. hjúkrunarfræöingur meö Ijós-
móðurmenntun og stjórnunarnám, eða reynslu í
stjórnun.
Staðan er laus strax eöa eftir samkomulagi.
Upplýsingar gefa hjúkrunarforstjóri Ólína Torfa-
dóttir og hjúkrunarframkvæmdastjóri Svava Ara-
dóttir, kl. 13.00-14.00, alla virka daga.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri,
sími 22100.
Laugardagur 11. júm 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13