Þjóðviljinn - 11.06.1988, Side 14
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
Vorráðstefna á Hallormsstað
Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins á Austurlandi efnir til árlegrar vorráð-
stefnu á Hallormsstað dagana 18. og 19. júní næstkomandi.
Dagskrá: Laugardagur 18. júní kl. 13.30: Ráðstefna um byggðamál, fram-
söguerindi og umræður. Kvöldvaka við varðeld. Sunnudagur 19. júní:
Gönguferð um Hallormsstaðaskóg undir leiðsögn fróðra manna. Kl. 13:
Ávarp í tilefni dagsins. Ráðstefna um jafnréttismál. Framsaga og umræður.
Ráðstefnuslit kl. 18.
Alþýðubandalagsfélagar og stuðningsfólk, fjölmennið og tilkynnið þátttöku
til formanna félaganna eða stjórnar kjördæmisráðs: Hermann sími 21397,
Sveinborg sími 71418, Sigurjón sími 11375.
Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins á Austurlandi
Alþýðubandalagið í Reykjavík
Sumarferðin 1988
Hin árlega sumarferð Alþýðubandalagsins í Reykjavík verður farin laugar-
daginn 2. júlí
Merktu við á almanakinu núna: 2. júlí.
Óvenjuleg ferð um Mýrarnar, landnám Egils og í Hnappadalssýslu á sögu-
slóðir séra Árna Þórarinssonar.
Áningastaðir verða margir og hver öðrum áhugaverðari. Hver hefur t.d.
komið í Straumfjörðinn?
Eins og venjulega verður lögð áhersla á einvala leiðsögumenn og ódýra og
skemmtilega ferð.
Allar upplýsingar í síma 17500 - að Hverfisgötu 105.
Alþýðubandalagið í Reykjavík
Opnir fundur á Austurlandi
Hjörleifur Guttormsson alþingismaður verður á opnum fundum á Austur-
landi sem hér greinir:
Á Bakkafirði í félagsheimilinu sunnudagin 12. júní kl. 20.30.
Á Vopnafirði í Austurborg mánudaginn 13. júní kl. 20.30.
Á Egiisstöðum í Samkvæmispáfanum Fellabæ þriðjudaginn 14. júní
kl. 20.30.
Á Fáskrúðsfirði í Verkalýðshúsinu, miðvikudaginn 15. júní kl. 20.30.
Á Borgarfirði eystra í Fjarðarborg fimmtudaginn 16. júní kl. 20.30.
Á Eskifirði í Valhöll þriðjudaginn 21. júní kl. 20.30.
Á fundunum verður rætt um heimamál, stöðu þjóðmálanna og störf Alþing-
is. Allir velkomnir Alþýðubandalagið
Ertu með á Laugarvatn í sumar?
Eins og undanfarin sumur efnir Alþýðubandalagið til orlofsdvalar á Laugar-
vatni vikuna 18.-24. júlí. Mikil þátttaka hefur verið í þessari sumardvöl á
Laugarvatni enda er þar gott að dvelja í glöðum hópi og margt um að vera.
Rúm er fyrir um 80 manns.
Umsjónarmenn í sumar, eins og síðastliðið sumar, verða þær Margrét
Frímannsdóttir og Sigríður Þorsteinsdóttir. Rúnar matsveinn ásamt sam-
starfsfólki sér um matseld að alkunnri snilld.
Kostnaður fyrir vikuna er sem hér segir:
Fyrir börn að 6 ára aldri kr. 2000,- Fyrir börn 6-11 ára kr. 8000,-
Fyrir 12 ára og eldri kr. 12.000,-
Innifalið í verðinu er fúllt fæði alla dagana; morgunverður, hádegisverður,
síðdegiskaffi og kvöldverður, gisting í 2ja og 3ja manna herbergjum, barna-
gæsla fyrir yngstu börnin, tvær ferðir í sund og gufubað, þátttaka í fræðslu-
og skemmtistarfi og skipulögðum göngu- og útivistarferðum.
íþróttasvæði, bátaleiga, hestaleiga, silungsveiði og fleira er við höndina í
næsta nágrenni Héraðsskólans á Laugarvatni.
Sumardvölin á Laugarvatni hefur reynst góð afslöppun fyrir alla fjölskyld-
una, unga sem aldna, í áhyggjulausu og öruggu umhverfi, þar sem fólk
hvílir sig á öllum húsverkum, en leggur alla áherslu á að skemmta sér
saman í sumarfríi og samveru.
Dragið ekki að festa ykkur vikudvöl á Laugarvatni í sumar. Komið eða
hringið á skrifstofu Alþýðubandalagsins að Hverfisgötu 105. Síminn er
91-17500. Panta þarf fyrir 15. júní og greiða kr. 5000,- í staðfestingargjald
fyrir 1. júlí. - Alþýðubandalagið.
Ráðstefna um byggðamál
Dalvík 10.-12. júní 1988
Alþýðubandalagið boðar til ráðstefnu um byggðamál á Dalvík 10. - 12. júní
n.k.
Ráðstefnan hefst kl. 14.30 föstudaginn 10. júní og er áætlað að henni Ijúki
síðdegis sunnudaginn 12. júní.
Dagskrá:
Föstudagur 10. júní
Kl. 14.30 Framsöguerindi
Umræður
Kl. 19.00 Farið til Hríseyjar. Eyjan skoðuð og snæddur kvöldverður.
Laugardagur 11. júní
Kl. 09.00 Framsöguerindi
Umræður
Kl. 16.00 Skoðunarferð um Dalvík - söfn og fyrirtæki. ,
Snætt á Grund í Svarfaðardal. Þátttakendum kenndur svarf-
dælskur mars.
Sunnudagur 12. júní
Kl. 09.00 Sundskálaferð
Kl. 10.30 Hópavinna - skil og umræður
Eftirtaldir hópar starfa:
I Stjórnkerfið og þjónusta
II Atvinnumál og þjónusta
III Menning og viðhorf
IV SÍS og kaupfélögin.
Ráðstefnunni lýkur síðdegis.
Gisting verður í heimavist Dalvíkurskóla (Sumarhótel).
Allar nánari upplýsingar veita Svanfríður Jónasdóttir í síma 96-61460 og
Þóra Rósa Geirsdóttir í síma 96-61411. Þær taka einnig við þátttökutilkynn-
ingum.
Nánar auglýst siðar Alþýðubandalagið
--------------------------------------------------------------- j
Alþýðubandalagið í Reykjavík
Skógræktarferð
Alþýðubandalagsfélagar komið saman í Heiðmörk og gróðursetjið. Farið
verður í eftirlitsferð í reitinn okkar á sunnudaginn, 12. júní.
Hittumst við Elliðavatnsbæinn kl. 13.00.
Stjórn 5. deildar ABR.
Vestfirðir
Sumarferð
Sumarferð Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum er fyrirhuguð í Flatey 2. og
3. júlí nk. Nánar auglýst síðar.
Kjördæmisráð.
Frá Straumfirði.
Sumaríerdin 88
Bara þúsundkall
Sumarferðin verður að þessu sinni farin 2. júlí, laugardaginn 2. júlí.
Nú hefur verðið verið ákveðið: Fargjaldið verður aðeins 1000 krónur, þó 800 krónur fyrir 67 ára
og eldri en aðeins 500 krónur fyrir börnin.
Sumarferðin 88 er ódýrasta ferð sumarsins - miðað við vegalengd og fjölda sögustaða og
góðra leiðsögumanna.
Á slóðum Egils Skallagrímssonar
Farið verður um morguninn 2. júlí kl. 8.00 frá Umferðarmiðstöðinni. Fyrsti viðkomustaður verður
Brákarey og Borgarnes og síðan Borg á Mýrum þar sem sóknarpresturinn séra Þorbjörn Hlynur
Árnason tekur á móti ferðalöngunum.
Árni Waag og Guðjón Friðriksson
í Straumfirði
Frá Borg verður ekið í Straumfjörð. Þar er óvenjuleg náttúrufegurð og fjölskrúðugt fuglalíf. Þar
ætlar Árni Waag að fræða okkur um fuglinn og fjöruna, en Guðjón Friðriksson sagnfræðingur
fræðir ferðalangana um Pour-qois-pas? slysið.
Hér hafa verið nefndir þrír þeirra einstaklinga sem ætla að fræða okkur á aðaláningarstöðum
ferðarinnar, þeim fyrstu.
En auk þeirra verða fleiri leiðsögumenn og fræðaþulir því farið verður víðar:
Þórir Jökull á Ökrum
Farinn verður Mýrahringurinn sem fáir þekkja og komið að kirkjustaðnum Ökrum. Þar ætlar
Þórir Jökull Þorsteinsson fréttamaður að fræða okkur um staðhætti en Þórir Jökull ólst upp á
Ökrum.
Á leiðinni frá Ökrum er Hítardalur sem sögufrægur staður sem á sér sterkan sess í íslandssög-
unni að fornu og nýju.
Á söguslóðum séra Árna Þórarinssonar
Síðan verður ekið vestur fyrir Hítará á söguslóðir séra Árna Þórarinssonar. Þátttakendum er
ráðlagt að fara að fletta upp í bókum Þórbergs um séra Árna. Svæðið er beinlínis safaríkt af
sögum fyrri áratuga og alda, auk þess sem jarðsaga íslands er okkur opin bók, Gylfi Pálsson
jarðfræðingur mun fræða okkur um jarðsöguna en séra Hreinn Hákonarson í Söðulsholti
sem er eftimaður Árna Þórarinssonar - gegnir sömu prestaköllum og Árni - mun segja frá
svæðinu sem sérstöku sögusviði Árna Þórarinssonar.
Af hverju þarf að skrá sig fljótt?
Það er vegna þess að skipulag sumarferðarinnar er mikið verk og það auðveldar skipulagningu
ef þið látið skrá ykkur hið allra fyrsta. Eftir að auglýsingin um Sumarferðina 88 birtist á
þriðjudaginn var hefur fjöldi fólks látið skrá sig. Þess er farið á leit við þá sem vilja komast með að
skrá sig hið fyrsta.
Allar upplýsingar eru veittar um ferðina í síma 17500 að Hverfisgötu 105.
Sumarferðin 1988
Alþýöubandalagiö