Þjóðviljinn - 11.06.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 11.06.1988, Blaðsíða 9
Listahátíð 1988 Listahátíð 1988 Listahátíð 1988 Listahátíð 1988 Pólskir tónleikar og flautuleikur Pólverjarnir á Listahátíð gerðu það ekki endasleppt. Fíl- harmóníuhljómsveitin í Poznan og Fílharmóníukór Varsjárborg- ar héldu aðra tónleika sunnudag- inn 5. júní í Háskólabíói. Stjórn- andi var Wojciech Michniewski en kórstjóri Henryk Wojnarow- ski. Fyrst lék hljómsveitin það ágæta verk Choralis eftir Jón Nordal. Og var flutningurinn ágætur í alla staði. Fyrsti píanó- konsert Chopeis var næst. ein- leikari Pjotr Poleczny sem m.a. hefur leikið öll píanóverk Chop- ins inn á hljómplötur. En hér á landi vissi enginn af þessum óvenjulega snillingi. Það kom sem sé á daginn að hann er frábær virtúós en jafnframt stórskáld og mikill arkitekt. Hann byggði upp sterkt drama og leikur hans var ákaflega fallegur og blæbrigða- ríkur. Samt var allt svo yndislega blátt áfram og þó alveg nýtt. Mér fannst jafnvel sem Chopin sjálfur væri að leika á hljóðfærið. Ég er svo sérvitur í Chopin að mér finnst hann nánast aldrei vel leikin. Mér finnst tónlist hans þannig að það sé sjaldan hægt að höndla þá fegurð og fullkomnun sem býr í nótunum. En það tókst þó þessum pólska meistara. Hann gerði áheyrendur satt að segja agndofa með ótrúlegri snilld. Hann spilaði sem aukalag pólónesuna op. 53 af þvflíkum krafti og demón að leikur allra þeirra stórmeistara sem ég hef heyrt í þessu verki varð að dúlli og daðri. Á dauða mínum átti ég von en ekki þessu. Eftir hlé flutti kórinn og hljóm- sveitin Stabat Mater eftir Szym- anowski. Það er undurfallegt verk. Einsöngvarar voru Barbara Zagorzanka sópran, Jadwiga Rappé messósópran og Andrzej Hiolski baritón. Þeir voru frá- bærir og kórinn stórkostlegur. Að lokum lék hljómsveitin ein- kennilega en bráðfyndna tónsmíð eftir pólska tónskáldið Wojciech Kilar og heitir það Eldglæringadans. > Hljómsveitin spilaði af miklum glæsibrag en stykkið stendur þó í rauninni að baki þeim verkum sem áður voru flutt á tónleikunum. Koma þessara pólsku lista- manna var afar skemmtileg og þeir fluttu list af mjög háum gæðaflokki. Fyrir nú utan það hve gaman er að kynnast listalífi þjóða sem hér eru sjaldan í sviðs- ljósinu. Um kvöldið voru allt annars konar tónleikar í Listasafni ís- lands. Þar lék Kolbeinn Bjarna- son nútímaverk fyrir einleiksf- lautu. Hann spilaði uppi á lofti í sal nútímamyndlistar og var ekki hægt að hugsa sér meira við- eigandi umgjörð. Kolbeinn hlíföi ekki áheyrendum. Verkin sem hann flutti heimta óhemju athygli og þolinmæði af hlustendum hvað þá flytjanda. En tónlistin hélt athyglinni fyllilega og þá ekki síður agaður og einbeittur leikur flautuleikarans. Kolbeinn blés tvö íslensk verk, Solitude eftir Magnús Bl. Jóhannsson og Lethe eftir Atla Heimi og er það fyrir bassaflautu. Þá var Draum- söngur Kassöndru eftir Brian Ferneyhough, sem sumir telja óaðgengilegasa tónskáld allra tíma, en ekki bar þó verkið það með sér. Aftur á móti voru skýr- ingar tónskáldsins í orðum á mús- ik sinni í efnisskrá óskiljanlegar með öllu. Þá lék Kolbeinn alveg yndislega vel framandi og fallegt verk eftir japanska tónskáldið Kazuo Fukushima. Loks skrýtið tónverk eða antitónverk eftir Klaus Huber. Svona tónleika þyrfti að endurtaka fljótlega. Þeir kröfðust svo mikils af hlust- endum. En jafnframt voru þeir mjög góðir og nýstárlegir, upp- örvandi og spennandi. Sigurður Þór Guðjónsson Pólski hljómsvsveitarstjórinn Wojciech Michnievski BIFREIÐAEIGEIMDUR ATHUGIÐ! Aðeins það besta ernógugott fyrirþig! FX-05V HS-200 rz.xc*‘ Vegna breytinga á rekstri fyrirtækis okkar, verðum við að rýma vörugeymslur. Næstu daga munum við því selja takmarkaðar birgðir af sumar- hjólbörðum á verði sem slær öllu við. 155x12 kr. 165x13 kr. 187/70 x 13 kr. 2.145 2.490 2.790 175x14 kr. 165x15 kr. 185/70 x 14 kr. 3.000 3.275 3.417 OHTSU - FALKEN eru japanskir hágæða hjólbarðar þar sem öryggi, gott grip og frábær ending haldast í hendur. - Staðgreiðsluafsláttur - VISA - EURO illinex Sl. - Básendar sf. Iðavöllum 10b, Keflavík, símar: 92-14344, 92-14345 og 92-11099. Söluumboð á íslandi fyrir OHTSU - FALKEN Sumitomo-hjólbarða.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.