Þjóðviljinn - 11.06.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 11.06.1988, Blaðsíða 1
Laugardagur 11. júní 131. tölublað 53. órgangur Mannréttindi Þorgeir kærir til Strassborg Islenskt réttarkerfi brýtur grundvallaratriði Mannréttindasáttmála Evrópu. ÞorgeirÞorgeirsson: Ekki mikiðgefandifyrir slíkt réttarkerfi Þorgeir Þorgeirsson hefur kært dóm Hæstaréttar í máli ákæru- valdsins gegn honum til mannréttindanefndar Evrópur- áðsins. en eins og kunnugt er féll dómur Þorgeiri í óhag vegna skrifa hans um harðræði og störf lögreglunnar. Þorgeir sagði í samtali við Þjóðviljann að Hæstiréttur hefði brotið á honum grundvallar mannréttindi, er honum var skip- aður verjandi, sem hann kærði sig ekki um. Samkvæmt klásúlum Mannréttindasáttmála Evrópu hefur sérhver sakamaður ský- lausan rétt til að haga málsvörn sinni á þann veg sem hann sjálfur kýs. - Þetta var ekki virt og þrátt fyrir eindregin mótmæli, var daufheyrst við öllum þeim mót- bárum sem ég hafði fram að færa, sagði Þorgeir. - Það er ekki mikið gefandi fyrir réttarfar sem sér sér ekki sóma í að virða mannréttindi, sagði Þorgeir. Sjá síðu 3 Fiskmarkaðir 52 þúsund tonn fyrir 1,6 miljarð Fiskmarkaður Hafnarfjarðar með mestu heildarsöluna. Frá áramótum hefur Fiskmarkaður Suðurnesja vinninginn Á fyrsta starfsári fiskmarkaða hérlendis seldu þeir 52 þúsund tonn af fiski fyrir 1,6 miljarð króna sem er mun meira en bjartsýnustu menn þorðu að vona í upphafi. Meðalverðið hef- ur verið í kringum 31 krónu fyrir kflóið sem er tæplega helmingi minna í samanburði við það verð sem fékkst fyrir ferskfiskútflutn- ing landsmanna til Bretlands sem var álíka í tonnum talið. Sé litið á þróun fiskmarkaðana frá áramótum og til maíloka í ár kemur í ljós að Fiskmarkaður Suðurnesja hefur skotið Fisk- markaði Hafnarfjarðar ref fyrir rass og er með mestu söluna en markaðurinn öðru sæti. Hafnarfirði er í Sjá síðu 3 Listahátíð Bníðumaður og brúðukona Brúðuleikgerð Jóns E. Guðmundssonar á Manni og konu. VerðlaunakvikmyndirLista- hátíðar, málmblástur og ótal margtfleira Hindurvitni Uppbyggilegar fraKína Hjátrú og hindurvitni hafa ekki átt upp á pallborðið hjá kín- verskum valdhöfum síðustu ára- tugi, en fyrir nokkru kom út í Peking lítið kver með úrvali af draugasögum þjóðarinnar gegn- um aldirnar. Markmiðið með út- gáfunni er að sýna fram á að draugar séu ekki til, og eru sög- urnar til marks um þetta, hver með sínum hætti. Sjá Sunnudagsblað Maður og kona Jóns Thorodd- esens er sýnt í dag á Listahátíð í nýjum búningi. Jón E. Guð- mundsson, guðfaðir íslensks brúðuleikhúss, hefur klætt verkið í nýjan búning og verður sýning á verkinu í Lindarbæ í dag. Meðal annarra atriða á Lista- hátíð sem fjallað er um í blaðinu í dag eru kvikmyndir sem gerðar voru eftir verðlaunahandritum á Listahátíð í fyrra, málmblásturs- flokkinn Empire Brass Quintett og sýningu Leikbrúðulands og Peters Matásek á Mjallhvíti. Sjá síðu 6-9 III Kannanir hafa farið fram á af- brigðilegum refum sem nefnast snoðdýr. Dýrin finnast eingöngu á íslandi en eru náskyld svoköll- uðum samsonrefum sem út- breiddir eru í Finnlandi og víðar. Hingað til hafa menn haldið að orsaka snoðdýrseinkenna væri að leita í erfðasjúkdómi en ýmislegt bendir nú til þess að um smitsjúk- dóm sé að ræða. Talið er að snoðdýr hafi verið til hér á landi á Nelson Mandela hefur eytt 25 árum á bak við lás og slá vegna baráttu sinnar fyrir mannréttindum í Suður-Afríku. I dag verða haldir baráttu- tónleikar honum til heiðurs. Tónleikar Til heiðurs Mandela síðustu öld og ekki er ólíklegt að tilvist þeirra hafi átt þátt í þjóð- sögum um skoffín og skuggabald- ur, sem þekktar eru frá því á fyrri feluta 19. aldar. Sjá síðu 2 í dag verður á Wembleyleik- vanginum í Lundúnum stærsta popphátíð ársins. Hátíð þessi er haldin til heiðurs blökkumannal- eiðtogannum Nelson Mandela sem er sjötugur. Allar skærustu stjörnur popp- heimsins í dag taka þátt í þessari afmælis- og baráttuhátíð, sem verður sjónvarpað og útvarpað víða um heim. Útsendingin byrjar í sjónvarp- inu kl. 11.30 og verður haldið áfram fram á nótt með nokkrum hléum. Sjá baksíðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.