Þjóðviljinn - 19.06.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 19.06.1988, Blaðsíða 2
M A G A M Á L Útkoman færð upp á fat, umkringd ýmsu því sem í hana á að fara og fjallað er um hér á síðunni. , JSdartröð fjármálaráðherrans" Uppskriftað hinu ábrystum líka kínverska doufui. Eggjahvítuauðugt, holltog afar ódýrt írósa- garðinum ÞARFASTI ÞJÓNNINN Ólafur sagði að þetta fé hefði aldrei fengist ef lögfræðingar hefðu ekki verið með í málinu og ef sendiherrann hefði ekki einnig haft hönd í bagga. Tíminn SJÁLFSGAGN- RÝNIN LIFI Nú, en það er til lítils að gagnrýna ef gagnrýnandinn nennir ekki að skoða málið ofan í kjölinn og leita nýrra leiða. Morgunblaðið ÞANÞOL MANNLEGRAR SKYNSEMI Ófullkomleiki tölvunnar byggist á fullkominni nákvæmni hennar en fullkomleiki mannsins á ófull- komleika hans, því í fullkomleika tölvunnar er hvergi undankomu- leið, þar sem maðurinn hefur aft- ur á móti óendanlegar víddir til undankomu. Morgunblaðið Á REFILSTIGUM SAMHJÁLPAR- INNAR Níu leikmenn nýbakaðra bikar- meistara, Wimbledon, voru sekt- aðir fyrir rassasýningu sem þeir héldu í góðgerðarleik þegar þeir tóku niður um sig buxurnar. Þjóðviljinn MÁL OG MENNING Sögur af Manhattan: Fjórar sjálf- stæðar sögur sem tengjast gegn- um yfirfrakka einn sem spilar stórt hlutverk í þeim öllum. Þjóðviljinn ENEFMAÐUR FÆR SÉR MYNDLYKIL? Það gefur meira í aðra hönd að litast um úti í náttúrunni heldur en góna í sjónvarpsskjá og það jafnvel þótt hann sé tengdur rándýru myndbandstæki. Morgunblaðið AÐGÁT SKAL HÖFÐ... Hundaeigendur verða að skilja að þótt þeir þekki hundana sína á hið sama ekki viö um ókunnugt fólk. Morgunblaðið STEFNT Á TOPPINN Þetta stendur knappt, en það er þó betur komið fyrir okkur en Helgarpóstinum. Þjóðviljinn „...OG VIÐ ELLEFU TVISVAR<( Ég þarf að eiga við 22 lúmska þrjóta sem reyna að snúa á mig, svo að ég verð að vera sá allra lúmskasti til að þeir hlusti á mig. Þjóðviljinn Átímabilivarákveðin nafngiftaformúla mjög ráð- andi á veitingastöðum borg- arinnar, einkum þeim sem héldu sig við meðalhófið í verði. Kannski væri nærað tala um gælunöfn, en þetta voru orðaleppar á borð við Draumurfjósamannsins, Eft- irlæti hreppstjórans og fleira í þeimdúr. Heldur leiðigjörn tíska reyndar vegna þess hvað þessi eignarfallsformúla var ósveigjanleg og f ráviks- vana. En því er þetta rifjað upp að í síðustu viku var at- hygli góðfúsra lesenda vakin á nýtilkomnum mat hér um slóðir, hinu ábrystum líkado- ufui frá Kína og þeim pláss- um, sem mætti eftir sömu for- múlu nefna „Martröðfjár- málaráðherrans", meinhollur maturog hræbillegur, og þar með sérlega vel til þess fallinn að sjá við óvinsælum matar- skatti, að minnsta kosti með- an verðlagningin fær að vera í friði, en hálft kíló kostar hundr- aðkall. Doufui er gott með öllum mat; fiski, kjöti, í salöt og súpur. f síð- ustu viku var á dagskrá fiskupp- skrift með doufuinu, og því er við hæfi að huga að kjötrétti í þetta sinn. Hann heitir Mapo doufui og er og á að vera vel sterkur, þótt auðvitað megi draga úr krydd- magninu, en það gera lesendur upp á sína. Fjármálaráðherra og skatt- heimta hans eru enn höfð að leiðarljósi; kjötið sem notað er í þennan rétt er fremur ódýrt: hakk. Mælieiningin fyrir það er kannski nokkuð óvenjuleg, en í þessari uppskrift er það mælt í matskeiðum. Söltuðu, svörtu baunirnar má fá hér og þar í verslunum, og eins dökka, þurrkaða kínverska sveppi. Ef erfiðlega gengur að hafa uppi á þessum sveppum not- ar maður nýja í staðinn og kemur kannski nokkurn veginn út á eitt, en þá sleppur maður líka við að leggja þá í bleyti. Eldamennskan gengur þannig fyrir sig að sveppirnir eru settir í vatn og hafðir þar í 20 mínútur eða svo. Látið vatnið síðan renna af þeim en hendið því þó ekki. Skerið nú hvern svepp í fjóra parta. Olían er hituð á pönnu og það duglega. Þá eru svörtu baunirnar settar út í og steiktar við háan hita í 20 sekúndur. Hakkið fer nú á pönnuna ásamt sveppunum og helmingnum af púrrunni. Steikt í þrjár til fjórar mínútur, einnig við háan hita, og jafnframt hrært í svo að allt brenni nú ekki við eða eitthvað þaðan af verra. Flest annað mætir nú til leiks: hvítlauknum er bætt á pönnuna, þremur til fjórum matskeiðum af sveppavatninu, sojasósu, hois- insósu, chillisósu, sykri, doufui og soði. Suðan er nú látin koma upp og allt mallar á pönnunni í 3 til 4 mínútur. Maízenablandan bætist nú í hópinn, sem og afgangurinn af púrrunni og sesamolían. Látið malla þar til kássan er orðin þykkari. Borið fram heitt, og gjarnan með hrísgrjónum. Og enn og aftur: Takið allt til áður en þið byrjið á eldamennsk- unni; það er ekkert kjötsúpu- tempó í þessum kínversku rétt- um. HS Þetta þarf til: 5 eða 6 þurrkaða, kínverska sveppi Einn og kvart bolla af vatni 1/4 bolla af olíu 2 teskeiðar saltaðar, svartar baunir. Lagðar í bleyti í 10 mínútur og þurrkaðar 5 til 6 matskeiðar nautahakk púrru eftir smekk, einn bolla eða svo 4 hvítlauksrif, pressuð 2 matskeiðar sojasósa 2 matskeiðar hoisinsósa 2 teskeiðar chillisósa (eða eftir smekk) 1 teskeið strásykur 250 grömm eða svo af doufui. Skorið í teninga, sirka tvo sentimetra á kant 2 teskeiðar maízenamjöl, leyst upp í þremur matskeiðum af vatni 1 matskeið sesamolía 1/4 bolli kjötsoð '2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 19. júní 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.