Þjóðviljinn - 19.06.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 19.06.1988, Blaðsíða 15
RNA- LAÐSÍÐAN Tilraun Ef þið fáið blöðru 17. júní getið þið gert dálitla tilraun. Það sem þarf er blaðra og smápeningur (t.d. 10 eyringur). Peningurinn er settur inn í blöðruna, hún blásin upp og bundið fyrir. Síðan takið þið blöðruna í hönd- ina og snúið hratt eins og sýnt er á myndinni. Þá á peningurinn að „hjóla“ meðfram hliðum blöðrunnar. Hœttið svo að snúa, og hvað gerist þá? Smásagan Jónsi Jóns í geimnum með viðkomu í Afríku Einu sinni var Jónsi Jóns að ganga um bœ- inn. Þá sá hann auglýsingu um geimfara og hann tók starfið. Nœsta dag var hann tilbúinn í geimfarinu; 10-9-8-7-6-5-4-3-2-1-0 og af stað. Hann þaut af stað en svo mcetti hann loftsteinahríð. „Hjálp, mamma mía, ég er að drepast úr hrœðslu." Pang, „úff, hjálp" bang, paff, kling, klang. Ha, haa, hann slapp. Hann lenti í sjónum og það komu svertingjar og björguðu honum. „Er ekkert sjónvarp hjá ykkur?" „Nei, þú ert í Afríku." „Djöfull er ég í slœmri klípu og klemmu, getið þið ekki gert við geimflaugina mína?" „Jú jú, við œttum að geta gert það." „Jibbí, loksins kemst ég heim." Björn Þorfinnsson 8 ára Stafaþraut Skoðaðu þessar myndirvel og reynduaðfinna út hvaðhlutirnir eða dýrin heita. Þegarþú hefur fundiðþaðtek- urðu fyrsta staf í hverju orði og raðarþejm saman. Útkom- anersjöstafa orð, nafnálandi. Hér á íslandi eru tveir merkisdagar í júní. Annar er 17. júní sem var afmcelisdagur Jóns Sigurðs- sonar. Þá höldum við upp á lýðveldi íslands. Það var árið 1911 á 100 ára afmœli Jóns sem þessi dagur var gerður að degi þjóðarinnar, en hann varð ekki þjóðhátíðardagur fyrr en 1944, við stofn- un lýðveldisins. Hinn dagurinn er Jónsmessan eða Jónsmessu- nótt sem er aðfaranótt 24. júní. Jónsmessa er kennd við Jóhannes skírara sem á að hafa fœðst 6 mánuðum á undan Jesú. Jónsmessunótt er stysta nótt ársins þ.e. sólin er lengst á lofti. Sumir segja að það sé mikinn kraft að finna í náttúrunni á Jónsmessunótt. Til dœmis það að döggin sem kemur á grasið sé svo heilnœm að hún lœkni menn af ýmsum kvillum ef þeir baði sig upp úr henni. Getur þú fundið hvað er athugavert við þessa mynd? Það eru a.m.k. 9 atriði. Pað er nú bað Sunnudagur 19. júní 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.