Þjóðviljinn - 19.06.1988, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 19.06.1988, Blaðsíða 12
Umkringdur skáldum og skeplíkevum Þeir segja að bækur fari ekki lengur frammúr hundrað síðum og rithöfundar hafi ekki lengur þol og mæði til þess að skrifa þykkar og myndarlegar bækur. Þetta getur rétt verið, en því ekki að snúa dæminu við og læða því að sér að hinn almenni og núværi lesandi kunni bara ekki lengur að lesa? Magnast ekki með lesand- anum sífellt hærri mótbárur, (sem ekki má rugla við vanlíðan) eftir því sem lesmálið lengist, og því frekar sem textinn er genúín póetískari? Þegar blasir við fólki það mikla verkefni að lesa heila bók verður mörgum ólétt innan- brjósts, þeim líður eins og manni sem neyddur er til þess að gang- ast undir umdeildan uppskurð sem hann sjálfur hefur enga trú á. Ef við nú leitumst fyrir ástæð- una og leggjum hlerugar hlustir við stofuheitar samræöur um þetta efni, komumst við að því að hinn fyrirmyndar lesandi, sá er aldrei missir af mikilvægri bók og sá er í handraða hefur og á tak- teinum nöfn og titla helstu snill- inga okkar tíma, komumst við að því að jafnvel hann er fljótur að lúta lágu haldi ef baunað er á hann harðsoðinni andstöðu við skoðanir hans. Já, hann er fljótur að sjá það hve léttvægur hans uppáhalds höfundur í rauninni er og jafnvel skjótt þar á eftir viður- kenna eymdarástand í samtíma- bókmenntunum. bakka að fullu með alla sína snillinga. Uppgötv- un þessi er þó engan veginn litter- etúrnum einum háð. Læknavís- indin hafa brugðist á sama hátt, stærðfræðin gufað upp til himna og heimspekin misst sjón á til- gangi sínum. Hvert sem litið er á okkar dögum, hafa leikmennirnir glatað virðingu sinni fyrir hinum lærðu. Og þar sem hver þeirra lærðu er einnig leikur á hundrað öðrum sviðum er afleiðingin ein allsherjar ringulreið. Að sjálfsögðu er það nokkuð erfitt að segja nákvæmlega til um það hve snjallir núlifandi rithöf- undar, skeptískir hugsuðir og vís- indamenn í raun eru. En það kemur þessu máli minna við þar sem vandinn líkist meir eltinga- leik barna þar sem hver kemur sínu „klukki“ jafnan yfir á næsta mann. Því skáldin skella engum skuldum á sjálf sig, heldur miklu frekar á vísindamennina, hugs- uðina, tæknifríkin og aðra fræði- lega menntamenn, sem og einnig þessir síðarnefndu hópar gera sjálfir. í stuttu máli er þessari menningarlegu svartsýnisbyrði, sem alla sligar þessa dagana, jafnan varpað yfir á herðar ein- hverra annarra. Hinn menning- arneytandi maður er ætíð óá- nægður með hinn menningar- skapandi félaga sinn. Hinsvegar hljómar þessi krafa ákaflega vel og í sama takti við andhverfu sína, vegna þess að svo oft sem menn jánka þeirri skoðun að hin sanna snilld sé ófinnanleg á okkar dögum, þá eru menn jafn oft hneigðir til þess í tvírúmi að kinka kolli sínum mót þeirri kenningu að þegar allt komi til alls sé nú bara vart þverfótandi fyrir eintómum snilldarmönnum. Það þarf ekki annað en að blaða stundarkorn í gegnum fréttatilk- ynningar og umsagnir blaðanna og allra tímaritanna til þess að maður sannfærist fljótt um það hve margir ungir og efnilegir, frá- bærir, frumlegir, næmir og djúp- þenkjandi stórmeistarar andans koma fram á hverju ári, og hve oft á slíkum smátíma birtist okk- ur enn eitt „loksins-loks- ins-skáldið“ er samstundis fær sæti á heiðursbekk eða hve oft besta minningabókin eða besta skáldsaga síðustu ára er skrifuð. Nokkrum vikum síðar eru síðan allir búnir að gleyma þessari ó- gleymanlegu snilld. Hér má einnig bæta við þeirri athugasemd að allir þessir dómar eru felldir innan hinna ýmsu og lokuðu hópa sem aðskildir eru í loftþéttum umbúðum hver frá öðrum. Þessir hópar eru mynd- aðir af skyldum útgefendum, höf- undum, gagnrýnendum, blaða- mönnum, lesendum og hinum ýmsu framalingum sem hver um sig hefur ekkert samneyti við nokkurn óviðkomandi utan hópsins. Og allir þessir stóru og smáu hópar stunda samheldni í stíl við trúlofunarhringi og stjórnmálaflokka og hampa úr sínum röðum eigin snillingum eða a.m.k. þeim sem „næst því komast að hljóta þá nafnbót“. Og ef við síðan litumst víðar um en á sviði hinna fögru lista blasa þar við okkur jafnvel enn skýrari myndir um þessa hópa- myndun. Því klíkur þær sem myndast í kringum andlega þenkjandi menn eru léttvægar miðað við þá stórfelldu starfsemi sem fram fer í nafni þeirra sálna sem nærast á fuglaskoðun, bíla- rækt, vöðvafimi, eða jurtafæði eða einhverri enn einni af hinum þúsund sérviskum. Það er með öllu útilokað að segja til um hve margar slíkar Rómar-borgir þríf- ist, hver með sínum Páfanum, manni sem enginn utan reglunnar kannast við en er hafinn upp til skýjanna af áhangendum sínum sem telja hann einan getað frels- að gjörvallt mannkynið með kenningum sínum. Allt okkar nútíma-samfélag er krökkt af slíkum heittrúarsöfnuðum og þetta sama samfélag, sem finnur engan samastað fyrir sína bestu hugvitsmenn annan en kennslust- ofuna né nokkurn launaseðil til handa sínum betri rithöfundum, sem verða að sjá fyrir sér með blaðamennskulegum bagatell- um, þetta sama samfélag er mor- andi í tækifærum og grundvöllum fyrir allskonar og óteljandi „hug- sjónamenn" og gerir þeim í sí- fellu kleift að framkvæma hug- dettur sínar og uppákomur, gefa út bækur sínar og fag-rit sín. Af þessum sökum koma nú, eða komu, áður en samdráttur kom til, út hér á landi hundruð tíma- rita og þúsundir bókatitla og þessi gróska öll var talið óbrigð- ult merki mikilla andlegra afr- eka. En því miður virðist nú með sívaxandi vissu verða séð að öll þessi mikla gróska var aðeins til merkis um útbreiðslu stórhættu- legrar hópeflis-maníu. Og smitaðir af þessu æði brölta þús- undir þessara smáhópa hús úr húsi og boða erindi sitt, svo varla ætti það að koma á óvart þó bráð- lega birtist okkur einhver snilli- gefinn brjálæðingur sem fær sér ekki lengur neitað um að etja kappi við amatörana. Vínarborg 1926, Robert Musil Ekki ég heldur nafni minn Þá ersú lýðræðislega og vellátna bók Símaskráin mætt þetta árið, en nú sem áður eru sumir jafnari en aðrir á síðum hennar. Að minnsta kosti ekki heiglum hent að sortéra alnafnarunur eins og þessa hér, þar sem ekki einu sinni starfsheitið fær að fljóta með notendum til hægðarauka: Sigurður Sigurðsson Asparfelli 12.7 60 21 SigurðurSigurðsson Breiðagerði13....3 72 16 Sigurður Sigurösson Efstahjalla23.4 12 16 Sigurður Sigurðsson Framnesvegi 44 2 39 53 Sigurður Sigurðsson Gnoðarvo 60...8 43 02 Sigurður Sigurðsson Háal.br. 37 ..68 84 79 Slgurður Sigurðsson Heiðargerði90....3 63 69 Slgurður Sigurðsson Kleppsvegi 20 ....8 24 81 Sigurður Sigurðsson Langh.v. 148..68 98 49 Sigurður Sigurðsson Neshaga 14....1 80 86 SigurðurSigurðsson Neshaga4.......2 82 79 Sigurður Sigurðsson Ofanieiti 25..3 93 04 SigurðurSigurðsson Reynimel84.....2 78 06 Sigurður Sigurðsson Storagerði 32.3 05 65 SigurðurSigurössonUnnarbraut8....61 13 48 SigurðurSigurðsson Vallargerði37..4 22 78 Komið að krosstrjánum Það vakti mikla athygli þegar það fréttist að Einar Guðfinnsson hf. í Bolungarvík hafi þurft að fá 30 milljón króna lán hjá Byggða- stofnun vegna slæmrar stöðu fyrirtækisins, en hingað til hefur það verið álitið með traustustu sjávarútvegsfyrirtækjum lands- ins. Fyrir vestan er það mál manna að ástæðan fyrir lélegri fjárhagsstöðu fyrirtækisins sé bruði og óráðsía núverandi stjórnenda fyrirtækisins og þeir taki fé úr fyrirtækinu til eigin þarfa meira en góðu hófi gengni.B Jón og séra Jón Stjórnendur útibús Lands- banka íslands á ísafirði vörpuðu öndinni léttar þegar Byggða- stofnun hljóp undir bagga með lánsveitingu til Einars Guðfinns- sonar hf. Þar á bæ höfðu menn miklar áhyggjur af skuldastöðu fyrirtækisins við bankanna, enda er það almælt á ísafirði að sparifé bæjarbúa fari svo til eingöngu til Bolungarvíkur og ísfirskum fyrir- tækjum sé meinuð lánsfyrir- greiðsla og í því sambandi er enn j minnum haft þegar íshúsfélagi Isfirðinga var synjað um smálán vegna slæmrar fjárhagsstöðu og neytt til að snúa viðskiptum sín- um alfarið til útibús Útvegsbank- ans þar á stað.B /E sér gjöf til gjalda Skipan Sjafnar Sigurbjörns- dóttur í embætti skólastjóra Ölduselsskóla hefur að vonum vakið mikla athygli og ekki síst þar sem menntamálaráðherra Birgir ísleifur Gunnarsson hundsaði algjörlega samþykktir kennara og foreldrafélags skólans um að ráða Reyni Daníel Gunnarsson yfirkennara í stöð- una. Þeirri skýringu hefur verið fleygt að Reynir Daníel þyki hafa staðið sig of vel í verkfalli BSRB hér um árið og því verið alltof stéttvís fyrir smekk ráðherrans. Nærtækari skýring hefur hins vegar verið nefnd og hún er sú að Birgir ísleifur hafi hér verið að launa Sjöfn fyrir hennar pólitíska línudans sem hún dansaði þegar hún var borgarfulltrúi Alþýðu- flokksins þegar vinstri meirih- lutinn var við völd í borgarstjórn- inni 1974-1978. Þá þurfti oft á tíð- um kunnugan til að sjá hvorum megin hún var: í vinstri meirihlut- anum eða í hópi borgarfulltrúa íhaldsins.B 12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 19. júní 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.