Þjóðviljinn - 19.06.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 19.06.1988, Blaðsíða 14
KROSSGATAN NR. 622 BRIDGE 7— 2 T~~ v- S 5L— Z 7 é Tö )l 10 /2 7 )7 T )S- T~ )(, )2 )2 e 7 )5 )2 /3 if )0 )$ ¥ i<í )% 20 15 W~ )¥ T 20 V 7- 7 2Z V 22 23 25 )2 )<i 15 )D u V )(e )7 V 22 23 f 15 )2 2* )<o sa \<e )to °) V W~ 7Z )2 ) )2 w f W )0 U 15 )0 V )0 27 W~ 7 7 91 $ T~ Ý 72 V) w 23 7 )2 )Z )4- iD 23 9? 23 3v $ )(p w U )<o W )+- )2 f W~ '3l V 27 22 /V w~ 7<o y W 23 7f) )(? F) Ho XZ F 3 10 T /«> /í> If v /? ‘7 12 <£! f *Á )0 17 T~~ (y 27 22 )p )0 )<o T J5 12 27 )t s )ö te 7 7T~ V /6 ? 'Jp 2 3 )<o 26 AÁBDÐEÉFGHIÍJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞÆÖ GRANNTNN ? 75 73. )¥■ 29 )í (9. 7& )¥ 19 í VESTRI Setjiö rétta stafi í reitina hérfyrir neöan. Peir mynda þá íslenskt nafn á erlendri stórborg. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóöviljans, Síðumúla 6, Reykjavík, merkt „Krossgáta nr. 622". Skila- frestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa. Stafirnir mynda íslenskt orð eða mjög kunnugleg erlend heiti hvort sem lesið er lárétt eða lóðrétt. Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er sá að finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á þaö að vera næg hjálp því með því eru gefnir stafir í allmörgum orðum. Það eru því eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa stafi í hvern sinn reit eftir því sem tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram að í þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sérhljóða og breiðum, t.d. getur a aldrei komið í stað á eða öfugt. Lausnarorðið á krossgátu 619 var RAGNHILDUR. Dregið var úr réttum lausnum og reyndist vinningshafinn vera Klara Dögg Sigurðardóttir, Torfufelli 44, 111 Reykjavík. Fyrir vikið fær hún senda bók Stefáns Jónssonar, frétta- manns: Að breyta fjalli, en bókaforlagið Svart á hvítu gaf þá bók út. Verðlaun fyrir krossgátu 622 verður bók Ása heitins í Bæ um Grænland og Grænlendinga: Granninn í vestri, en hún kom út árið 1971 hjá Menningarsjóði. Sterkt Norður- landamót Það styttist óðum í Norðurlanda- mótið. Spilamennska hefst sunnu- daginn 26. júlí nk. kl. 11. Spilaðar verða 10 umferðir í Opna flokknum (allir v/alla, tvöföld umferð) og 9 um- ferðir í kvennaflokknum (þreföld umferð, þarsem aðeins 4 lið taka þátt). Einsog fram hefur komið skipa lið- in eftirtaldir spilarar: í Opna flokkn- um: Jón Baldursson/Valur Sigurðs- son, Karl Sigurhjartarson/Sævar Þor- björnsson og Sigurður Sverrisson/ Þorlákur Jónsson. Fyrirliði er Hjalti Elíasson. í kvennaflokki eru: Esther Jakobsdóttir/Valgerður Kristjóns- dóttir, Erla Sigurjónsdóttir/Kristjana Steingrímsdóttir og Anna Þóra Jónsdóttir/Hjördís Eyþórsdóttir. Fyrirliði er Jakob R. Möller. Raunhæft er að setja markið í Opna flokknum á 3. sætið, á eftir Sví- um og Norðmönnum, þótt umsjónar- maður viti það með sjálfum sér, að markið sé sett hærra hjá ónefndum aðilum innan liðsins. Enda væri það ekki sanngjarnt að svipta menn væntingum, ef allt dæmið gengur upp. Norðurlandamót eru í dag að verða eitt af sterkari mótum sem haldin eru í landsliðsflokki. Má segja að það bitni á kvennaliðinu okkar, þarsem Finnar og Fæeryingar eru ekki með og þarfaleiðandi verði róðurinn þyngri. Mitt ráð til kvennanna okkar er að taka hvern leik fyrir sig. Með réttu hugarfari má yfirstíga mörg „gefin“ vandamál og óþarfi að búa einhver til, áður en að keppni kemur. Vonandi láta íslenskir bridgeá- hugamenn þetta mót ekki fara fram- hjá sér. Mót af þessum styrkleika eru aðeins haldin hér á 10 ára fresti. Víst er að aðstæður á Loftleiðum verða góðar og mun Bridgesamband- ið leitast við að gera mótið í heild sinni að forvitnilegum atburði. Sveitir Samvinnuferða-Landsýnar og Guðmundar M. Jónssonar ísa- firði, áttust við í 1. umferð Sani- tas-bikarkeppninnar sl. miðvikudag. Á morgun eigast við í Sjálfstæðishús- inu á Akranesi, sveitir Inga St. Gunn- laugssonar gegn Gunnari Þórðarsyni Sauðárkróki. ÓLAFUR LÁRUSSON Tvær sveitir frá íslandi, sveit Mo- dern Iceland (Arnarflug mun hún heita ytra) og sveit Braga Hauks- sonar, taka þátt í alþjóðlegu móti í Amsterdam um þessa helgi. Sveitirn- ar skipa þeir: Magnús Ólafsson/ Jakob Kristinsson og Hermann Lárusson/Ólafur Lárusson. Bragi Hauksson/Sigtryggur Sigurðsson og Ásgeir P. Asbjörnsson/Hrólfur Hjaltason. Mót þetta er 2. alþjóðlegt mót Schipool-flugvallar með þátttöku um 100 sveita víðs vegar að. Nánar síðar. Bridge er spilaður víðar en á ís- landi. ÍUppsölum í Svíþjóð er mikill uppgangur þessa dagana. Ein aðal- sprautan þar er Sveinn Marteinsson ættaður frá Sauðárkróki, en hann hefur dvalið í Svíþjóð um 20 ára skeið. Sveinn var á dögunum í heim- sókn og impraði meðal annars á nokkrum hugmyndum. Ein af þeim var á þá lund, hvort ekki væri mögu- leiki á samskiptum. Árlega í desemb- er gangast þeir Uppsala-menn fyrir „Gull-keppni“ með þátttöku bestu sveita Svía. Áhugi væri fyrir þátttöku sveitar frá íslandi í þetta mót. Hugs- anlega mætti styrkja slíka þátttöku, ef áhugi reyndist fyrir hendi. Þátturinn hefur áður komið inn á mál sem þessi. í kjölfarið á glæsi- legum árangri liðsins okkar í Brig- hton ’87 og hugsanlega í næstu mótum, má búast við að Bridge- „elítan“ ytra, m.a. í Svíþjóð og víðar taki við sér og hugsi kannski eitthvað á þá lund, að það sé ekki svo vitlaust að sjá hvað þeir geta þessir pjakkar frá fslandi og bjóða þeim á sterk mót. Boðið frá Cavendish-klúbbnum í USA í vetur staðfestir þetta álit. En þátttakan verður að vera á breiðari grundvelli og örari, fleiri mót verða að sækjast af okkar betri spilurum, ef við eigum að halda okkur á bridge- landakortinu. Þar koma inn í mót einsog Evróputvímenningurinn, OI- ympíumótið, Heimsmeistaramótið f tvímenning, Philip Morris helgarmót í Evrópu o.fl. Fyrirliðar sveita í Sanitas bikar- keppninni eru minntir á að greiða keppnisgjaldið, kr. 7000 pr. sveit, hið fyrsta til BSÍ. Greiðslu má koma í pósthólf 272 - 121 Reykjavík eða beint til Ólafs Lárussonar. FJOLMIÐLAPISTILL Niður með landsbyggðarvœlið Um síðustu helgi sat ég ráð- stefnu norður á Dalvík. í>ar var fjallað um byggðastefnu sem flestum lesendum finnst eflaust óviðkomandi því efni sem hér á að vera til umfjöllunar. En á þessari ráðstefnu var oft minnst á fjölmiðla og því langar mig að greina stuttlega frá þeim umræð- um sem urðu í fögrum fjallasal við utanverðan Eyjafjörð. Þarna var samankomið fólk úr flestum kjördæmum landsins og ræddi málefni landsbyggðarinnar af þekkingu og talsverðu viti. Einn tónn var kveðinn af mörg- um um íslenska fjölmiðla, eða ætti ég kannski heldur að segja reykvíska fjölmiðla. Því þótt bæði dagblöð, tímarit, útvarps- og sjónvarpsstöðvar geri tilkall til þess að þjóna öllu landinu eru höfuðstöðvar allra þessara miðla í Reykjavík og þar af leiðandi verður sjónarhornið oftast nær reykvískt, jafnvel þótt verið sé að fjalla um aðra landshluta. Þessi tónn sem kveðinn var margraddaður á ráðstefnunni var sá að þá sjaldan málefni lands- byggðarinnar bæri á góma í fjöl- miðlum allra landsmanna væri það yfirleitt í vælutóni: það væru eilíf vandræði, atvinnufyrirtæki farin á hausinn eða á leiðinni, húsnæðismál í klandri og önnur óáran sem herjar á mannfólkið sem er svo vitlaust að vilja endi- lega búa bak við Esjuna. Eitt til- brigði heyrðist stundum við þennan tón og væri hann helst í ætt við skrímslafræði meistara Þórbergs: fréttir af tvíhöfða kálf- um, vansköpuðum kartöflum eða undarlegu mannlífi; eitthvað skondið. Útkoman úr þessu væri sú að fólkinu í landinu fyndist lands- byggðin ekki kunna að tjá sig nema í vælutóni. Var sögð sú saga að eitt sinn hefðu tveir framá- menn úr plássi á landsbyggðinni þar sem mannlíf stóð í blóma ver- ið í Reykjavík til að herja út fé til byggingar 20 eða 30 íbúða í pláss- inu. Þá gerir sjónvarpið þeim þann óleik að sýna Kastljós um Hellu og Hvolsvöll þar sem hús ÞRÖSTUR HARALDSSON ganga ekki út og fólk flytur jafnvel frá húsum sínum óseldum af því atvinnan er fyrir bí. Út af þessum þætti lentu þeir í vand- ræðum með að sannfæra kerfis- fólk um að þeim væri alvara með erindi sínu. Þeir fóru upp á frétta- stofu og báðu sér griða, fóru þess á leit við fréttamenn að þeir opn- uðu augun fyrir því sem jákvætt er og gott á landsbyggðinni. En það hefði ekki borið neinn sýni- legan árangur. Sjónvarpið er greinilega enn við það heygarðs- hornið að góðar fréttir séu engar fréttir. Um þetta urðu nokkrar um- ræður á ráðstefnunni og sá sem þetta ritar hélt þeirri skoðun fram að einu leiðirnar fyrir lands- byggðarfólk til að breyta þessu væru í fyrsta lagi að starfa á reykvísku fjölmiðlunum, stunda virkan fréttaflutning úr héraði og láta vita af sér. Og í öðru lagi að efla fjölmiðlastarfsemi á heima- slóðum. Það er staðreynd að sumir fjöl- miðlar eru með mjög lítið virka fréttaritara á landsbyggðinni. Stundum eru þeir heppnir og ná í fólk eins og Regínu frá Gjögri, en oft heyrist ekki múkk í þeim sem titlaðir eru fréttaritarar nema klipið sé í þá með töngum. Og ef vel á að vera þarf að vera mann- skapur í því á ritstjórnarskrifstof- unum í Reykjavík að halda sam- bandinu við fréttaritarana lif- andi. Á því hafa minni blöðin ein- faldlega ekki efni, þeirra starfs- mannakvóti er of lítill til þess að hægt sé að splæsa 1-2 mönnum í svona starf. Á hinn bóginn telja góðir fréttastjórar það skyldu sína að lesa landsbyggðarpressuna svo ef hún er lífleg eru talsverðar líkur á að henni takist að hafa áhrif á þá mynd sem reykvísku fjölmiðlarn- ir draga upp af viðkomandi byggðarlagi. Eg nefni sem dæmi Víkurblaðið á Húsavík og Eystra-Horn á Höfn. Það er því eins með fjölmiðl- amálin og annað sem á lands- byggðina herjar um þessar mund- ir: það verður ekki leyst nema til komi aukið frumkvæði og fram- tak heimamanna. 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 19. júní 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.