Þjóðviljinn - 19.06.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 19.06.1988, Blaðsíða 3
Leonard Cohen „Ég er bara eirðarlaus miðaldra maður!“ Áriö 1967. Bítlapoppið og dópmenningin í algleymingi. En á tónleikum hjá Judy Col- lins í Central Park þetta sama ár kom fram Kanadamaður sem lét hinn klassíska kassa- gítarog hinadjúpu, seiðandi rödd sína nægja við að koma Ijóðum sínum (sem flest fjöll- uðu á einhvern hátt um konur) á framfæri. Þetta var Leonard Cohen. Hann kom þó mörgum kunn- uglega fyrir sjónir því áður hafði hann getið sér mjög gott orð, bæði sem ljóðskáld og skáldsagn- ahöfundur. Cohen nam enskar bókmenntir við McGill há- skólann í Kanada og útskrifaðist þaðan árið 1955, en ári síðar kom út fyrsta ljóðabók hans, „Let us compare Mythologies". Hann var þá aðeins 22 ára að aldri, en þrátt fyrir það varð hann fljótlega titlaður sem ein bjartasta von kanadískra bókmennta. En árið 1967 vakti hann fyrst athygli sem söngvari og lagasmið- ur, því það ár kom út hans fyrsta hljómplata sem heitir einfaldlega „Songs of Leonard Cohen“. Með þessari frumraun sinni má segja að Cohen hafi innleitt klassískan skáldskap inn í rokkið því önnur eins ljóð höfðu ekki áður heyrst í rokktextagerð í manna minnum. Cohen sendi frá sér aðra plötu strax ári síðar sem hlaut nafnið „Songs from a Room“, en uppfrá því hefur hann haft þá hefð að semja eina ljóðabók eða svo á milli þess sem hann sendir frá sér plötur. Sjálfur segir hann að hann noti tónlist sína sem nokkurskon- ar athvarf þegar hann langi til að hvfla sig frá ljóðabókunum og síðar skáldsögunum, því að hans sögn finnst honum auðveldara að eiga við textagerðina en hinn há- fleygari kveðskap. Fyrr á þessu ári sendi Cohen svo frá sér sína tíundu breiðskífu sem heitir hinu frumlega nafni „I‘m Your Man“. Plata þessi hef- ur vakið gífurlega athygli um all- an heim, þó aðallega í Evrópu og hefur án efa fært honum aftur þær vinsældir sem hann hafði þegar hann var upp á sitt besta hér forð- um. Tónlistin á plötunni hefur tekið nokkrum breytingum frá fyrri plötum, hún er orðin popp- aðri og kannski aðgengilegri en áður, án þess þó að það bitni á nokkurn hátt á tónlistarsköpun- inni því þessi plata er án efa sú besta sem komið hefur frá Cohen í lengri tíma. Sem fyrr notast hann mikið við kvenmannsbak- raddir í lögum sínum og sem fyrr setur þessi samsöngur mjög skemmtilegan svip á músíkina og gefur henni skemmtilega nýja vídd. í kjölfarið á útkomu „I‘m Your Man“ fór Cohen í langa tónleika- ferð sem stendur enn yfir og eru tónleikar þeir sem hann mun halda hér þann 24. júní í Höllinni hluti af túr hans um Evrópu til að fylgja plötunni eftir. Að vísu er Laugardalshöllin ekki heppileg- asti staður fyrir Leonard Cohen tónleika því tónlist hans er mjög háð því að allt komist vel til skila og ekki beint vel til þess fallin að dansa stríðsdans við líkt og tíðk- ast hefur undanfarið á tónleikum í Höllinni. Pegar stórstirni á borð við Cohen koma hingað til lands verður manni ósjálfrátt hugsað til þess hve nauðsynlegt er að eiga hér góða tónleikahöll, því að að- staða fyrir tónleika af þessari stærð er nær engin hér á landi. En hvað um það... Leonard Cohen hefur fengið mjög góða dóma fyrir þá tónleika sem hann hefur haldið á þessu ferðalagi sínu og er því mikill fengur að því að fá hann hingað til lands til hljóm- leikahalds. Hann er nú 53 ára að aldri og býr í París með tveimur unglings- börnum sínum sem ganga í skóla þar í borg. í nær 20 ár hefur Co- hen reglulega heimsótt Buddha- klaustur í Nýju Mexíkó þar sem hann hefur lagt stund á ýmis áhugamál sín (t.d. garðyrkju og listmálun) á milli þess sem hann itundar búddískar hugleiðingar. Prátt fyrir þetta segist hann ekki vera mjög trúaður maður heldur geri hann þetta af þeirri þörf fyrir að hvfla sig frá amstri hversdags- lífsins og að öðlast innri frið t.d. frá Guði. Þrátt fyrir aldurinn hefur Co- hen haldið fast í þá ímynd sína að vera kvenhollur, og fjalla ljóð hans enn að stórum hluta til um konur. Prátt fyrir þetta hefur hann aldrei gifst og segist ekki hafa það í hyggju alveg á næst- unni, hann hefur þó búið með hinum og þessum konum í gegn- um tíðina og var hann kominn vel á fertugsaldur þegar hann tók upp á því að barna eina þeirra og á hann með henni þessi áður- nefndu unglingsbörn sem nú búa í París. Koma Leonard Cohens hingað til lands er því mikið gleðiefni fyrir tónlistarunnendur jafnt unga sem aldna, og er þetta án efa mesti tónlistarviðburður hér á landi síðan Echo And The Bunn- ymen komu hingað í júlímánuði 1983. Orri Jónsson Sœringamann ó tölvudraug Reimleikar ítölvu einni ö Englandi. Aðstandendurnir rdðþrota. Skynsamleg skýring fyrirfinnst ekki, segja sérfrœðingar Reimleika hefur oröiö vart í tölvu einni á Englandi og eru aðstandendur hennar komnir á fremsta hlunn með að kveðja særingamann á vett- vang ef takast mætti að kom- astfyrirókyrrðina. Sérfræðingar eru alveg klossbit á þessum vélarbrögðum, en tölv- an fer létt með að ræsa sig jafnvel þótt hún sé ekki í sambandi. Apparatið sem þessum óskunda veldur er af gerðinni Amstrad PC1512. Tölvan stynur og emjar og er engu líkara en að hún sé sárkvalin, stafir birtast á skjánum og mætti halda að hún sé að koma skilaboðum á framfæri, og ennfremur gefur hún frá sér hljóð sem helst er líkjandi við hrossahlátur. Vettvangur þessara atburða er fyrirtæki að nafni Stockport á Englandi, en hæstráðendur þar á bæ hafa nú fengið sig fullsadda á hrekkjabrögðum þessum og kvatt Sálarrannsóknafélagið þar- lenda á vettvang. Talsmaður þess mæta félagsskapar hefur talað: „Draugar hafa jafnan gripið til hvers konar bragða til að vekja á sér athygli og verið óvandir að meðulum." Ken Hughes, lúsiðnum rit- stjóra Tölvufrétta, var falið að rannsaka mál þetta og vaktaði hann tölvuna dag og nótt í þrjá mánuði. Ýmsar furðulegar uppá- komur tókst honum að festa á filmu og fanga á band, og sagði að loknum athugunum sínum: „Rökfræðin dugar skammt til að útskýra annað eins og þetta,“ og bætti við: „Ég reif tölvuna í sund- ur, alveg niðrí smæstu parta, skoðaði hvern hlut í krók og kring og setti hana síðan saman aftur. Ég gat ekkert séð athuga- vert og er því alveg gapandi hissa á þessum fáránlegu atburðum. Sjálfur hef ég ekki nokkra trú á draugum og draugagangi, en ég get vel skilið það fólk sem vill útskýra þessar furður sem reim- leika,“ sagði hann. „Einhver skynsamleg skýring hlýtur að vera til, en mér er fyrir- munað að átta mig á hver hún geti verið,“ sagði Ken. Og ef allir aðrir eru jafn ráð- þrota, þá er varla um margt ann- að að ræða en að kalla til særinga- mann. HS/News of the World Sunnudagur 19. júní 1988 ÞJÓÐVILJINN - Sl'ÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.