Þjóðviljinn - 19.06.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 19.06.1988, Blaðsíða 10
Utivistar- raunir hjóla- stólafólksins Blaðamaður fékk að reyna það á sjálfum sér hvað erfitt það getur verið að komast á útivistarsvœði Reykjavíkur Staðurinn er Laugardalurinn í Reykjavík. Egsit í hjólastól oger að herða upp hugann, framundan er rnikil ófæra sem ég er ekki viss um aö komast yfir. Hlið á Gras- agarðinum er lokað. Mölin fyrir frarnan hliðið er ekki árennileg. Kannski tekst ntér aö'komast alla leið upp að hliðinu, en þá er ein aðal þrautin eftir; tekst mér að opna það? Nei, því miður, þetta er ekki hægt, ég kernst ekki inn í Grasa- garöinn. Það mætti halda að þessi perla Laugardalsins sé ekki ætluö fólki í hjólastól. Bíddu nú við, þarna koma krakkar, kannski þau ætli inn í garöinn og opni hiiðið. Já, þau fara inn. Pá ætti ég nú að komast inn í garðinn með áhlaupi. Einn tveir og þrír, það tókst. Eftir allt erfiðiö ér nú gott vera kominn hingað inn og geta nú slappað af hér í garðinum í ró og næði. Verst að ég skyldi drekka allt þetta kalfi, áðuren ég fór af stað; nú þarf ég fyrst að losa mig við það. I Ivar skyldu nú kló- nokkur leið að komast á þau. I Ivers vegna er ekki sett aðvörun á hliðið: Hjólastólafólk gerið þarfir ykkar áður inn þiö mætið í garðinn. Jæja þá verö ég hara að koma mér héðan, ekki ætla ég að gera í buxurnar hér, þó ég sé loksins kominn inn. Sem betur feropnast hliðið út, hugsa ég á leiðinni út úr garðinum, ekkert yfir mig ánægð- ur með þessi málalok. Það verður allavegana ekkert vandamál fyrir migað komast út úr Grasagarðin- um í Laugardal þó ég sé í hjóla- stól. Eins og það gerist best Frásögnin að ofan er samin eftir að blaðamaður fékk á dög- unum að reyna það hvernig það gengur fyrir fólk sem er bundið í hjólastóla að komast inn á útivist- arsvæði borgarinnar. Þó frásögn- in byrji í Grasagarðinum og lítið gert úr aðstöðunni þar, er rétt að klósettmálunum og aðkomunni er garðurinn mjög greiðfær fyrir hjólastólafólk. Eftir ævintýrið við Grasagarð- inn lá Ieiðin á Miklatún. Það var gert til að sýna hvernig þetta á að vera. Urn allt Miklatún er greiðfært og öll aðkoma fyrir fólk í hjólastól til mikillar fyrirmynd- ar. Því næst lá leiðin niður í Hijóntskálagarð en hann er eins og flestir Reykvíkingar vita einn af glæsilegustu görðum Reykja- víkur. Gert er ráð fyrir að fatlað fólk sem nota þarf hjólastól geti komist inn í hann frá Bjarkar- götu. Nokkuð skortir á að sú að- staða þar sé í lagi. Brautirnarsem gerðar hafa verið upp á gangstétt- ina eru alltof brattar. Ef undirrit- aður hefði ekki getað stokkiö á fætur þegar hann var að prófa þær hefði illa geta farið þegar stóllinn sem hann var að ýta upp einn brattann sporðreistist. Ef fatlaður maður hefði setið í stól- um hefði hann dottið aftur fyrir sig. Vonandi að borgaryfirvöld kippi þessu í lag áður en slys hlýst af. Annað smáræði sem mætti laga í Bjarkargötunni; en það eru merkingar. Þar eru hvorki merkt- ir skáarnir upp á gangstéttirnar né nein sérbflastæði fyrir fatlaða. Fatlaðir Sem ætla að njóta útivist- ar \ Hljómskálgarðinum eiga það á hættu þegar þeir mæta í Bjark- argötuna að búið sé að leggja bíl- um fyrir einu inngönguleið þeirra inn í garðinn. Ekki til fyrirmyndar Eftir að búið var að grann- skoða aðkomuna í Hljómskála- garðinn, lá leiðin út í Norræna hús. Þar standa nú yfir miklar lag- færingar á umhverfi hússins. Að- staðan við húsið verður að teljast nokkuð góð. En samt er leitt til þess að vita að nú þegar verið er að lagafæra umhverfið skuli ekki vera tekið tillit til reglugerða um ferilmál fatlaðra. Þar segir að halli á brautum fyrir hjólastóla skuli vera hámark 12 gráður. En hallinn á brautinni sem nú er ver- ið að leggja við Norræna húsið verður 18 gráður. Þó þetta sé ekki ýkja mikill munur er hann sarnt nægur til þess, að gera sumum þeim sem bundnir eru í hjólastól erfitt fyrir að kornast inn í Norræna húsið. Það er ekki gott til afspurnar fyrir eins góðan stað og Norræna húsið er. að þar skuli svona hlutir ekki vera í góðu lagi, sem í okkar augum eru smá- munir, þar til við reynum hvað það getur verið erfitt að ýta hjól- astól upp 18 gráðu bratta. Eftir þrekraunirnar við Nor- ræna húsið var ákveðið að líta að- eins á innkomuleiöir í Gamla kirkjugaröinn við Suðurgötu. Eftir námkvæma leit fannst einn skái á gangstéttarbrún en hann er settin vera? Gat nú verið! Ekki taka það fram, að burt séö frá í reglugerð um ferlimál fatlaðra er kveðið svo á um, að hjólastóla- brautir skuli ekki vera brattari en hámark 12 gráður. Nú er verið að lagfæra umhverfi Norræna hússins, en þar verður halli brautarinnar 18 gráður. Aðstaðan á Miklatúni er til mikillar fyrirmyndar. Enginn hægðarleikur fyrir fatlaða að líta eftir leiðum þeirra nánustu í kirkjugarðinum við Suðurgötu. Ef aðstaðan væri allstaðar eins góð og hún er í Nóatúni, væri ekki yfir miklu að kvarta. Ljósmyndir: Ari. á horni Hringbrautar og Ljós- vallagötu. Þar er einnig hlið inn í garðinn. Því miður kemst sá, sem í hjólastól er, aðeins rétt inn fyrir það hlið. Eftir það eru honum öll sund lokuð. Kirkjugarðsyfirvöld ættu nú að sjá sóma sinn í því að lagfæra innkomuleiðirnar í kirkjugarðinn við Suðurgötu þannig að fatiaðir geti litið eftir leiðum sinna nánustu án þess að þurfa að fá aðstoð til þess. Bara smámunir Fyrir okkur sem getum farið allra okkar ferða á tveimur jafn fljótum er það ekkert mál, þó ekki séu fláar hér og þar í gang- stéttarbrúnum. Það er helst að við finnum fyrir því þegar við 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 19. júní 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.