Þjóðviljinn - 19.06.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 19.06.1988, Blaðsíða 5
Sýningu á verkum Þorvalds Skúlasonar-framlag Gallerís Borgar til Listahátíðar-lýkurá þriðjudaginn. Olíumyndirnar eru frá 1958 til 1982, „þessari mögnuðu umbreytingaröld í œvi hans,“ eins og Björn Th. Björnsson kemstaðorðiíbóksinnium listamanninn Hringleikir og svífandi form Meginbreytingin sem nú verð- ur á myndsmíð Porvalds er sú, að formin losna úr hinu fasta lóðrétt-vogrétta kerfi sínu og hringskipun tekur við. í stað tign- arlegs strangleikans kemur nú sveigmeiri leikur, þar sem hring- streymi er ráðandi, og oft með smáu og eggjandi áreiti til þess að skapa hraða í gangvirki flatarins. Fyrst í stað er þetta þó mjög ham- ið, svo sem í verki í Listasafni Háskóla íslands frá árslokum 1959. Þó ert þar um mikla form- breytingu að ræða; fletirnir eru smærri, sumir yrjaðir, en þó eink- um hitt, að þeir spennast ekki lengur út í endimörk flatarins, heldur mynda þar innra og hreyfimikið kerfi. Þegar frá líður losnar enn meira um; litformin verða ekki eins mörkuð, né hringskipunin eins lokuð. Eink- um gerist þetta á mjög afkasta- miklum tíma er hann dvelst í Par- ís veturinn 1961-‘62 - og sem fyrr á Montparnasse - en frá því skeiði er álitlegur fjöldi mynda með hreinni hringskipun, og þá einkum máluðum með þekju- litum. Úr sumum vann hann nokkru eftir heimkomuna í olíu- litum, en frummyndirnar sáu í raun ekki dagsins ljós fyrr en á sýningu réttum tuttugu árum síð- ar, er hann hafði þær, ásamt með Kristjáni Davíðssyni, - og hál- fvegis til veggfyllingar- á sýningu með höggmyndum fornvinar þeirra, Tove Ólafsson, í Listmunahúsinu við Lækjargötu. Kom þar vel fram, hvílík lausn og endurnýjun hér hafði verið á ferð: formin sveifluðust í glað- legu rondó, ertin og hröð, svo stundum lá við sjálft að þau slitu sig úr hringnum. Augljóst var að strangflatastíllinn var hér allur, enda heimurinn ekki samur og fyrr, með geimflaugum sínum og óðfluga víddum í staðinn fyrir jarðbundna kyrrð. Svo sem önnur umhvörf í verki Þorvalds, höfðu þessi einnig gert boð á undan sér. í Listasafni fs- lands er til verk frá árunum 1957- ‘58 þar sem fletinum er skipt í fjögur meginform, tvö rauð og tvö gul, á bláum og hvítum grunni, og er gerð þeirra nánast trapizulaga og þannig fyrir kom- ið, að þau eru orðin dýnamisk, hreyfikennd, í andsælis rás. Breytingin sem næst gerðist lá þó ekki aðeins í því, að sveigð hreyfiform tækju við af hinum statisku, heldur varð sjálft mynd- eðlið annað. Sé litið á hring- skipun í málverkum fyrri alda, hvort heldur er í Tyrkneska baði Ingres, Sirkusi Seurats - eða lengra aftur í grískum kermál- verkum - kemur fernskonar eðli slíkrar myndgerðar víðast fram. í fyrsta lagi er það fylgni form- anna; þau draga hvert annað með sér, grípa í það næsta, og þannig koll af kolli í samfelldri keðju. I öðru lagi skapar slíkt ekki fullnægju, nema beitt sé rýtmi- skri endurtekningu í smærri aukastefjum verksins, sem augað greinir að vísu, en veit þó fremur af en sér sem hluta heildar. í þriðja lagi virðist hring- skipun því aðeins eggjandi og áhrifarík, að hún búi yfir vissri hættu sprengingar, sem getur bæði verið litræns eðlis eða falizt í því að ákveðið form - eins og hvíti leifturborðinn í Sirkusi Se- urats - kljúfi sig út úr og hóti því að fara sína eigin leið. Og loks getur hringskipun myndað mjög mismunandi hraðakennd („cycl- ical tempo“), þ.e. að formendur- tekningin getur verið hæg eða snögg eftir lengd þeirra, bili, and- stæðum lita eða fylgni þeirra. Kerfi þetta þekkja raunar allir ís- lendingar - og sennilega þjóða bezt - af hringhendum háttum kveðskapar. Par gilda um flest hin sömu lögmál: rýtminn er í kveðandinni, lokun formsins í ríminu, liturinn í hljómblæ orð- anna. Villandi væri þó að halda því fram, að verk Þorvalds upp úr 1960 lytu öll eðli hreinnar hring- skipunar, því öðru hverju opnar hann formin æði mikið, stækkar þau og teflir þeim saman með sterkum litaandstæðum. Samt sem áður er þar jafnan um svif að ræða, ef ekki lausbundið hring- streymi, enda sverja nöfnin sem hann gefur myndunum sig öll í eina ætt: Sveiflur, Rautt flug, Gráar sveiflur, Eltingarleikur... Það hefur jafnan verið háttur Þorvalds að halda ekki sýningar á verkum sínum fyrr en ákveðið breytingarskeið væri um garð gengið. „Hver sýning mín er nokkurskonar uppgjör,“ segir hann við blaðamann á opnunar- degi næstu stórsýningar sinnar í Listamannaskálanum, þann 22. september 1962. Þar hafði hann 59 verk og flest frá umliðnum þremur árum, þótt sumar væru sóttar lengra aftur. Kom þar fram sú feiknarlega breyting sem gerzt hafði síðan um haustið 1959, er hin föstu, statisku form voru leyst úr læðingi og hið dýnamiska hreyfiafl lagði undir sig myndflöt- inn. „Verk Þorvalds Skúlasonar hafa nú öðlazt þann mikilfeng- leik, sem aðeins er að finna í síg- ildum listaverkum. Þau eru áh- rifamikil, þrungin spennu, og andstæðum teflt saman á misk- unnarlausan hátt. Krafturinn ljómar frá þessari sýningu,“ skrif- ar Valtýr Pétursson í Morgun- blaðinu. Af umsögnum annarra blaða er ekki annað að sjá en mönnum sé orðið ljóst, að Þor- valdur Skúlason fari fremstur og mestur í samtíðarlist okkar og sigli háan byr á alþjóðlegan mæl- ikvarða. jafnvel lesendadálkarnir hafa orðið hljótt um „al- heimssamsæri" og spillingu æskunnar af hans völdum. Og nú bregður einnig svo við, að myndir hans seljast: Þorvaldur segir við blaðamann að sér sé orðið um og ó hvað hann sé orðinn vinsæll, og í orðunum felst keimur af gráu skopi Steins þegar hann orti um þau bláköldu sannindi, að allt, sem innt er af hendi, í öfugu hlutfalli borgast við gildi þess! Á þessu skeiði tók Þorvaldur þátt í mörgum sýningum sem kynntu hin nýju verk hans, í Louisiana-safninu á Sjálandi 1962, í Colby College Art Muse- um í Bandaríkjunum 1965, í SVEA-galleriet í Stokkhólmi á sama ári, og hér heima heiðruðu menntaskólanemendur í MR þennan frumkvöðul íslenzkrar samtíðarlistar með því að efna til veglegrar yfirlitssýningar á verk- um hans í Casa Nova haustið 1967. Ótalin er þá þátttaka hans hér heima í haustsýningum FÍM og sjálfstæð sýning í Bogasal Þjóðminjasafnsins í marz 1967, þar sem hann sýndi 21 nýja mynd og flestar allstórar. Þar kom í fyrsta sinn fram, að hann var að leggja hringskipunar- og svif- formið fyrir róða og taka upp enn nýjan hátt, storm- eða þytmynd- irnar, sem ég kalla svo, og helga næsta skeiðið á þessari mögnuðu umbreytingaröld í ævi hans. Sunnudagur 19. júní 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.