Þjóðviljinn - 19.06.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 19.06.1988, Blaðsíða 4
FLEYGAR UR STÁLINU Frá árinu 1965: Túss á pappír. 30 x 47 sm. - Strangflatastíllinn-geó- metríska abstraktlistin -er án efa einhver strangasti skóli sem evrópsk myndlist hefur búiö sér. Slíkurmyndhugsuö- ursem ÞorvaldurSkúlason, hlaut að ganga þá braut og kannatakmörk ogmöguleika þess hreina myndmáls. Ekki er því aö neita, aö myndir hans á því skeiði voru „dálítiö kaldhamraöar", svo notuð séu orö Ragnars í Smára, þótt hittfæri aldrei dult, aö þarvar hárnákvæm sjón og rökföst ætlunað verki. Þannig hefst kynning Björns Th. Björnssonar, listfræðings, á sýningu þeirri á verkum Þorvalds Skúlasonar sem nú stendur yfir í Gallerí Borg, og er sýningin framlag gallerísins til Listahátíð- ar í Reykjavík. Og Björn heldur áfram: - Veröldin var ekki söm um 1960 og hún var áratugnum áður; nýr rýtmi var kominn til, nýr hraði, og maðurinn var að leggja upp í könnun nýrra víðerna. Þar sem stöðugieikinn ríkti áður, verður það nú, með orðum Þor- valds sjálfs, „hreyfing og hljóm- fall tilverunnar" sem tekur að skipta hann mestu máli, og sú breyting gengur fram í verki hans um og upp úr 1960. Þar eiga myndformin sér ekki lengur fast- an og óhagganlegan stað í fletin- um, né er hrynjandin milli þeirra lengur víxlverkun bundinna afla. í málverkum þessum svífa þau. Listamaðurinn hefur skapað þeim eðli og sent þau á braut í myndrúminu, ýmist voldug og svifamikil eða hæglát á markaðri braut. Þau eru túlkendur þess frelsis sem er ekki ringulreið eða óskapnaður, heldur hins sem á samhljóm í skipun allrar náttúru og maðurinn má aldrei rjúfa. Því eru myndir Þorvalds ekki aðeins form, heldur býr á bak við þau djúp trú hans á löggengi tilver- unnar, eða, svo enn séu notuð hans eigin orð: „Abstraksjón er andstæða hins óskipulega; þess- vegna er hún í samræmi við mitt persónulega eðli - og í samræmi við tíðarandann." Sýningin í Gallerí Borg stendur til 21. júní- þjóðhátíðarhelgin er með öðrum orðum síðasta sýn- ingarhelgin - og því ástæða fyrir alla þá sem eru á leiðinni að taka nú við sér. Það segir sig sjálft að sérhver sýning með verkum Þor- valds sætir tfðindum, en sú sem hér er á ferðinni er sérstaklega forvitnileg vegna þess að olíu- myndirnar, átta taisins, eru allar frá árunum 1958 til 1982, „þessari mögnuðu umbreytingaröld í ævi hans“, eins og Björn Th. orðar það í bók sinni um listamanninn. Auk olíumyndanna eru gvass, vatnslitamyndir og teikningar á sýningunni og spanna þær nær allan listferil Þorvalds, og hafa fæstar verið sýndar hér fyrr. Kynningu sinni á sýningunni í Gallerí Borg lýkur Björn Th. á þennan hátt: Sú litla sýning sem hér er saman sett er aðeins tilvilj- unarkennt brot af verki Þorvalds Skúlasonar á þessu árabili. Upp- istaða myndanna er úr eigu eigin- konu hans og dóttur, Astrid og Kristínar, en þær féllu flestar í hlut þeirra að honum látnum. En jafnvel þótt svo sé, er hver mynd Þorvalds fleygur úr sama stáli, því æviverki sem skipaði honum til forystu í íslenzkri samtímalist um hálfrar aldar skeið. Bók sú um Þorvald eftir Björn ■ Th. Björnsson sem drepið var á hér að framan kom út árið 1983 hjá bókaútgáfunni Þjóðsögu og nefnist: Þorvaldur Skúlason - brautryðjandi íslenzkrar sam- tímalistar. Fjöldi mynda prýðir bókina, bæði svarthvítar og lit- greindar, og væntanlega fer eng- inn í grafgötur um gæði þess texta sem höfundurinn setur saman. Hér fara á eftir tveir kaflar úr bók Björns um Þorvald, og er gripið niður þar sem umbreyting- aröldin í listsköpun hans er til umfjöllunar. „Sjónin þarf sinn tíma“ í landi með svo ríka landslags- hefð í málaralist var ekki nema von að strangflatalist Þorvalds vekti af sér margvíslegar vanga- veltur, og þá ekki sízt um það, hvort hér væri aðeins um form- leik að ræða, án andlegs inni- halds. Eftirsóknin íverk Þorvalds sýndi þó að allstór hópur manna kunni vel að meta þessa tegund listar og hætti jafnvel að hafa unun af einberri sýnilist eftir að hafa aðhænzt henni, auk þess sem þeir vissu vel að slíkur málari sem Þorvaldur færi ekki villur vegar. Til þess að svara ýmsum áleitnum spurningum ritaði Þor- valdur grein í tímaritið Birting árið 1955, sem hann nefndi Non- fígúratív list. Þar segir hann meðal ananrs: „Litir eiga sér sína náttúru sem er í nánu sambandi við allt lifandi en samt eitthvað sérstakt. Við vitum í rauninni ekki hvað Hturinn blátt er, fyrr en við hættum að tengja hann hafi, himni eðafjalli. í nonfígúra- tívu málverki hafa litir allt aðra merkingu en í natúralistísku. í hinu fyrrnefnda er þeim teflt saman, hverjum með sínum sér- kennum; í hinu síðara eru sérk- enni þeirra máð út til þess að líkja eftir yfirborði náttúrunnar. - Það leiðir af sjálfu sér að formheimur slíkra málverka er allur annar en natúralistískrar myndar. Þar er hraðit.d. túlkaðurþvíþvíað sýna hest á hlaupum, bárur sem brotna við strönd o.s.frv. -í Non- fígúratívu málverki felst hreyf- ingin í hlutföllum þess, í hrynj- andi myndarinnar. Þar er ekki skírskotað til hreyfinga sem við þekkjum úr hinni ytri veröld. Það byggist á rýtma sem býr í mann- eskjunni sjálfri. Málarinn snýr sér beint til áhorfandans og tjáir formkennd sína milliliðalaust. í allflestum tilfellum er það aðeins natúralistískt uppeldi hins síðar- nefnda sem kemur í veg fyrir að hann og listamaðurinn mætist." Kalla má að ákveðnu skeiði á listferli Þorvalds ljúki með sýn- ingu sem hann heldur í Lista- mannaskálanum í september 1959. Mestallan þann áratug höfðu myndir hans einkennzt af mikilli kyrrð og festu. Samleikur formanna í fletinum byggðist ekki á neinni rás hreyfingar, heldur á samstöðu og andstödu stöðugra forma, líkt og þegar sjálfstæðum ljóðmyndum er teflt saman í kvæði eða lokuðum stefj- um í tónlist. Því er yfir myndum þessum alvara og reisn fremur en ljúfur þokki. Stundum eru þau jafnvel all þurr og köld. Matthías Johannessen skrifaði af alkunnri leikni sinni dálitla frá- sögn af þessari sýningu Þorvalds og lýsir listamanninum einkar vel: „Það er nýjung í mínu lífi að selja svo margar myndir á sýn- ingu, bætti Þorvaldur við og brosti. Hann hlær aldrei, en bros hans er á við hlátur margra ann- arra. Hann brosir nefnilega með augunum." Og höfundinum vill nú til óvæntshapps, þarsem hann situr með Þorvaldi í hriplekum Listamannaskálanum, að verða vitni að því að sjálfur persónu- gervingur ungmennafélags- rómantíkurinnar hreinlega frels- ast fyrir augum hans yfir í „af- stræntið" og tekur næstum því að tala tungum: „í þessu kom Guð- brandur Magnússon inn úr dyr- unum, gekk inn í salinn og heilsaði okkur með djúpri lotn- ingu. Svo kreppti hann hnefana, leit í kring um sig, dansaði brot úr gömlum valsi og sagði upp í opið geðið á mér, eins og ég væri tré en ekki af holdi og blóði: - Þetta er opinberun, sagði hann. Ég þekki það. Ég er músíkalskari gegnum augað en eyrað. Svo sneri hann sér í einn hring og sagði að hann gæti trútt um talað, því hann hefði strax séð h vað í Kj arval bj ó, bætti síðan við: - Nú verða marg- ir hneykslaðir á manni, alveg undir drep, eins og á kerlingun- um, þegar þær voru að frelsast í gamla daga. En það gerir ekkert, það gerir ekkert, hér er margt á seyði og þú skalt vera óhræddur að nota stór orð, Matthías minn. Ég skrifa grein í Tímann á morg- un um Þorvald og þar verða stór orð, þið megið hafa ykkur alla við á Mogganum!“ Og Matthías bæt- ir við, - ekki að orsakalausu - að „stór orð í þvf blaði um þessar myndir, það er eitthvað nýtt“. En frelsunin rann ekki af Guð- brandi á heimleið, og andans eldfjör hans entist vel betur en í Tímagrein hans næsta dag. Hún hefst með orðum hins uppljóm- aða: „Enginn veit sína ævina fyrr en öll er!“ „Þegar abstrakt- málverkin komu manni fyrst fyrir sjónir, varð andlit manns allt að einni spurn, líkt og hjá litlum dreng, sem í fyrsta sinn sá innmat úr kind og spurði: Hvað er nú þetta! Á að éta þetta? - Það verð- ur spennandi!" En sjónin þarf sinn tíma. Líka þarf hún að að- lagast kringumstæðum. Og nú er svo komið, að maður er farinn að sjá samspil í þessum samstilling- um lita og lögunar, og eru slík málverk nú tekin að orka á mann, máttug og heillandi. Og aldrei hefur maður á abstrakt sýningu fundið þetta betur en á núverandi sýningu Þorvalds Skúlasonar, að hér er ekki lengur um viðleitni, leit að túlknunaraðferð að ræða, heldur er það orðin staðreynd, að form það fyrir fegurðartjáningu svo, sem nú blasir við á veggjum Listmannaskálans, er þess megn- ugt að snerta strengi í brjóstum manna og valda hrifningu, og þráin eftir því, að geta átt kost á að hafa einnig þessa nýsköpun hið næsta sér, er tekin að verða manni að þörf - jafnvel að ástr- íðu!“ (Leturbr. hér.) Ekki er vandi um að spá, hvernig Jónasi frá Hriflu hefur litizt á þessa umturnun forvera síns á ritstjórnarstóli Tímans og ævilangs samherja, en með þess- ari grein Guðbrands tók með öllu fyrir opinberan andróður Tímans gegn nýlistinni í landinu, - í bili. Túss á pappír frá því um 1960. 30 x 47 sm. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 19. júní 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.